Sól og golf í Ventura Flórída - íbúð til leigu.
Til athugunar
Við mælum með

- 14 vaxtalaus greiðslufrestur
- Raðgreiðslur mögulegar
- Kaupendatrygging Blands
Rennur út
miðvikudagur, 7. apríl 2021 20:08
Notendur athugið!
Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.
Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.
Tegund | Sumarhús | Fermetrar | 85 | ||
Herbergi | 3 | Gæludýr leyfð | Nei |
Nýuppgerð og mjög björt þriggja herbergja 85 fermetra íbúð á Ventura svæðinu í Orlando, Florida til leigu í lengri eða skemmri tíma. Íbúðin er á annari hæð með sér inngangi. Í henni eru tvö rúmgóð svefnherbergi með tvöföldum rúmum, tvö baðherbergi, fullbúið nýtt eldhús og stofa. Í stofunni er sjónvarp og internet og út frá henni er gengið út á verönd sem snýr í suður. Þvottavél og þurrkari eru til staðar.
Íbúðin er staðsett rétt við 18. holu á golfvelli Ventura Country Club, sem er skemmtilegur og vel hirtur golfvöllur. Klúbbhúsið er í göngufæri, en þar er veitingastaður og bar ásamt æfingarsal, tennisvöllum og stór útisundlaug með sólbaðsaðstöðu. Góðar gönguleiðir eru um allt hverfið.
Ventura svæðið er afgirt svæði með vöktuðum hliðum, í um 20 mín keyrslu frá Orlando Flugvelli (MCO). Þaðan tekur um 40 mín að keyra niður á ströndina Atlandshafs megin. Einnig er stutt í almenna þjónustu, verslunarklasa, matvöruverslanir, skemmtigarða og aðra afþreyingu. Margir golfvellir eru innan 20-30 mín keyrslu frá íbúðinni. Fjölda veitingastaða er að finna á South Semorian Boulevard á leiðinni milli Ventura og flugvallarins.
Leigan á íbúðinni er $ 40-78 nóttin eftir árstíma og lengd dvalar, ásamt $ 100 eingreiðsla fyrir þrif í lok dvalar.
Sjá fleiri myndir á Fésbókarsíðu okkar ,,Sól og golf, íbúð í Ventura, Orlando, Florida." Áhugasamir hafið samband í skilaboðum, eða tölvupósti á sologgolf@gmail.com . Nánari upplýsingar einnig í síma 848 6051.