Hljóðfæri Afþreying Malmsjö flygill í góðu ástandi píanó
skoðað 88 sinnum

Malmsjö flygill í góðu ástandi píanó

Verð kr.

1.300.000
1

Fjöldi

 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

10. september 2019 14:09

Staður

104 Reykjavík

 

Er að selja góðan Malmsjö konsertflygil (2,50 metrar). Flygillinn var smíðaður í Svíþjóð um aldamótin 1900 af Malmsjö Pianofabrik sem var einn fremsti píanósmiður Evrópu á sínum tíma. Mér skilst að þetta sé eini Malmsjö flygilinn hér á landi. Hljóðfærið var tekið alveg í gegn í kringum 1970 þegar Andrés Ásmundsson læknir flutti hann til landins og hefur hann fengið gott viðhald í gegnum árin. Flygilinn hefur góðan áslátt og einstaklega fallegan tón.

Það er sjálfsagt að koma og skoða. Áhugasamir geta sent mér skilaboð.

Malmsjö flyglar nutu mikilla vinsælda um aldamótin 1900 og áttu sér marga aðdáendur. Þeirra á meðal var tónskáldið Grieg sem heillaðist af ljóðrænum tón hljóðfærisins. Lesa má meira um Malmsjö flyglana á bls. 7 í þessu blaði: http://www.artvista.net/m…/Malmsjo_Acoustic_Grand_Manual.pdf

Hér má einnig heyra upptöku gerða á Malmsjö flygli á Youtube fyrir þá sem hafa áhuga: https://www.youtube.com/watch?v=ushUR3o135M