Atvinna Þjónusta Sólpalla og skjólveggjasmíði
skoðað 3944 sinnum

Sólpalla og skjólveggjasmíði

Verð kr.

Tilboð
1

Fjöldi

 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

sunnudagur, 28. júlí 2024 09:34

Staður

210 Garðabæ

 

Nú fer að styttast í sumarið og um að gera að vera á undan sólinni og fara skipuleggja garðinn þannig að grillið og sólbekkurinn fái að njóta sín þegar sú gula mætir á svæðið og hlýjar okkar.
Við erum því farnir að taka að okkur pantanir fyrir vorið enda fyllist dagskráin mjög hratt þegar hlýnar í veðri, þér er því velkomið að hafa samband og fá ráðgjöf og ræða möguleika og annað með góðum fyrirvara.

Tökum að okkur að byggja sólpalla, skjólveggi og aðra smíði sem snýr að garðinum sem og hönnun, ráðgjöf og útlit. Höfum verið í pallasmíðum í yfir 20 ár og reynslan orðin gífurleg með árunum enda ófáir pallarnir smíðaðir á þeim tíma sem hafa staðið íslenskar veðuraðstæður af sér með stolti.
Þegar kemur að pallasmíði þá eru rétt vinnubrögð gríðarlega mikilvæg enda þarf hverju sinni að taka mið af sólstöðum þess hluta sem á að smíða, sjá fyrir sér réttar vindáttir og lögun eigna þannig að vindur brotni rétt og valdi ekki trekk á sóldekki og lengi mætti telja.

Mætum á staðinn og gefum föst verðtilboð í verkin.
Getum einnig teiknað upp garðinn fyrir ykkur þegar kemur að útfærslu og hönnun sem og verið innan handar að öðru leiti ef ekki er á hreinu hvernig á að endurskipuleggja lóðina.

Erum einnig mikið í innahússvinnu ef ykkur vantar vanann mannksap í það.
höfum sett upp fleiri hundruð eldhússinnréttingar, innhurðir, gólf og lengi mætti telja.

Hafið samband í síma: 7896789 eða sendið okkur póst og við svörum um hæl.