MaxiCosi bílstóll, base, kerrugrind og poki
Við mælum með
- 14 vaxtalaus greiðslufrestur
- Raðgreiðslur mögulegar
- Kaupendatrygging Blands
Rennur út
föstudagur, 11. október 2024 09:45
Staður
111 Reykjavík
Maxi Cosi Pebble Pro, Maxi Cosi FamilyFix 360 Pro Slidetech base, Maxi Cosi bílstólapoki og Maxi Cosi Leona kerrugrind með bílstólafestingum til sölu.
Pebble Pro • 0-15 mánaða, 40-87 cm, 0-13 kg.
Tvær hallastillingar á baki (hægt að vera með í halla í bílnum). Nokkrar hæðastillingar á beltakerfi, ungbarnainnlegg fjarlægt við 60 cm, G-Cell hliðarvörn, snýst 180 gráður á base-i. Stóllinn hefur 6 ára líftíma eftir að hann er tekinn í notkun.
FamilyFix 360 Pro • Slidetech eiginleiki svo hægt er að draga stólinn að sér sem einfaldar að taka barnið úr bílnum, tvær stillingar (0-15 mán, 180 gr. snúningur og 15 mán. - 4 ára, 360 gr. snúningur), base dugar einnig fyrir stól nr. 2 (Pearl Pro 360). Base-ið hefur 12 ára líftíma eftir að það er tekið í notkun.
Bílstólapoki • Hlýr og góður poki sem festist í stólinn svo það þarf ekki að kappklæða litlu krílin fyrir Íslenska veðrið. Yfirleitt nóg að skella bara húfu og vettlingum og beint ofan í pokann.
Leona kerrugrind • Er með festingum fyrir bílstólinn, pakkast mjög vel saman í einu handtaki, fín innkaupakarfa.
Sett sem keypt var nýtt hjá Fífu í sept ‘23 og hefur verið notað af einu barni síðan. Að sjálfsögðu tjónlaust og hefur aldrei orðið fyrir neinu höggi. Allt nýþrifið og tilbúið í notkun hjá nýrri fjölskyldu. Velkomið að fá að máta í bílinn fyrir kaup.
Stóll og base kostar nýtt 100.980 kr. (80.784 kr. ef á rétt á tryggingaafslætti) og bílstólapoki 10.990 kr.
Ég set 80.000 kr. á allan pakkann.