Lego Pirates Skull Island
Við mælum með

- 14 vaxtalaus greiðslufrestur
- Raðgreiðslur mögulegar
- Kaupendatrygging Blands
Rennur út
föstudagur, 26. ágúst 2022 09:30
Staður
112 Reykjavík
Til sölu sett númer 6279, Skull Island frá 1995.
Skemmtilegt sett úr Pirates línu lego. Skull island er ein af bækistöðvum sjóræningjanna, ýmsar hættur leynast þar fyrir þá sem eru ekki kunnugir staðháttum.
Rauðskeggur skipstjóri fer fyrir sínum mönnum, en með honum koma þrír aðrir sjóræningar ásamt apa og páfagauk. Á móti þeim eru tveir hermenn sem virðast koma í friði... eða hvað.
Allt eru þetta fígúrur sem vekja upp góðar minningar fyrir eldri kysnlóðina sem ólst upp með þessum settum.
Sömuleiðis skemmtilegt fyrir krakka enn þann dag í dag.
Enga kubba vantar og er settið í fínu ástandi. Lítil upplitun sjáanleg á gráum kubbum. Sumir glansandi sléttir. Auka kubbar skv inventory bricklink fylgja með. Sjá mynd með poka.
Original leiðbeiningar í mjög góðu ástandi fylgja, sem er algert lykilatriði þegar kubba á þessi gömlu sett og komast í 90's gírinn. Enginn kassi því miður.
Settið verður selt tekið 100% í sundur og verður búið að flokka það niður eftir litum í poka.
Grunnplatan er ágæt fyrir utan smá brot í einu horninu.
Andlit rauðskeggs skipstjóra er svoldið farið að láta á sjá, en það er líklega vegna tíðra ránsferða í vondum veðrum.
Verð 30þús, áhugasamir hafi samband í PM.