Farartæki Bátar / flugvélar Klassísk skúta til sölu 36.ft Ný vél
skoðað 24923 sinnum

Klassísk skúta til sölu 36.ft Ný vél

Verð kr.

4.000.000 kr
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

miðvikudagur, 20. janúar 2021 09:28

Staður

104 Reykjavík

 
Tegund Bátur

Klassískur kapp- og úthafssiglari. Nakki RE 2455 til sölu. Langkjölungur 11m langur (36 ft), 3,2m á breidd og um 8t. Svefnpláss er fyrir 6 til 7.
Skipið var smíðað 1967 af Frans Maas í Hollandi og er skrokkurinn úr trefjaplasti. Í bátnum er ný Volvo Penta 29hp (2017) og er hún einungis keyrð um 50 klst! Dýptarmælir, fiskisjá og plotter er sambyggt og er frá árinu 2017.
Aðalsegl og framsegl eru vel með farin. Rúllufokkan er Furlex. Sprayhood og öll bönd liggja aftur í skut. Í bátnum er 600w fastur converter og landrafmagnskerfi fyrir 220v. Vhf talstöð,Simrad. Sjálfstýring er Furuno NAVpilot-500. Innréttingar eru úr mahóní og salerni er nýtt. Um borð er steinolíuveldavél og tveir vaskar, kælibox, örbylgjuofn og eldra sjónvarp. Vatnsmiðstöð er frá vél og kamínu. Báturinn var endurbyggður að hluta árið 2002 en þá var t.d. lagt nýtt rafmagn, hús og dekk. Með bátnum fylgir fjögra manna björgunarbátur. Einnig fylgir Epirb neyðarsendir,tvö akkeri,handstýrð akkerisvinda og er akkeriskeðja 50m. Auk þess er fullt af öðru dóti sem með sem ekki verður hér upptalið. Nakki er með gilt haffærniskírteini og á sér merkilega sögu en hann lenti í alvöru fellibyl og komist af og segir það nokkuð til um sjóhæfni hans. Verðhugmynd er 4 milljónir. Áhugasamir hvattir til að bera saman verð við samskonar skútur erlendis. Til greina kemur að taka húsbíl uppí. Þetta er skip sem tekið er eftir og fyrir alvöru siglingar. Upplýsingar í síma 8982941 eða nakki2455@gmail.com .