Farartæki Bátar / flugvélar Seglskúta til sölu
skoðað 2337 sinnum

Seglskúta til sölu

Verð kr.

5.000.000
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

27. júlí 2019 14:02

Staður

170 Seltjarnarnesi

 
Tegund Bátur

Seglskútan Amía, skr.nr. 1923, er til sölu. Skútan liggur við bryggju í Snarfarahöfn.

Skútan er af gerðinni Jeanneau Espace 990 og hún var smíðuð í Frakklandi árið 1987. Hún kom ný til landsins árið 1988 og frá 1989 hefur hún verið í eigu sömu fjölskyldu. Með skútunni fylgir sérsmíðaður vagn sem auðveldar mjög sjósetningu og upptöku. Hægt er að sigla skútunni inn í vagninn við upptöku og bakka henni út við sjósetningu.

Lengd skútunnar er 34 fet eða 10,35 metrar, breiddin er 3,40 metrar. Hún er 11,29 brúttó tonn (3,38 nettó tonn). Bolur skútunnar er úr trefjaplasti.

Svefnpláss er fyrir 6 manns. Tvö tveggja manna svefnherbergi eru í skútunni. Setbekk í miðrými er unnt að breyta með örfáum handtökum í tveggja manna rúm.
Skútan ristir 1,55 metra. Rúllugenóa og rúllustórsegl, bæði aðal- og aukasegl í góðu standi. Öflug Perkins vél er í skútunni, 37 kW (50 hestöfl).

Skútunni hefur verið vel við haldið. Innrétting er öll úr mahóníviði og staðalbúnaður er að miklu leyti upprunalegur, s.s. vél, mastur, stög, salerni, eldavél og innréttingar.

Skútan er búin sjálfstýringu. Vatnstankur er 200 l. Tveir vaskar annar á salerni og hinn við eldavél. Olíutankur er 150 l. Olíumiðstöð, gaseldavél og tvær hellur, kortaborð, skápar, hirslur og hillur. Akkeri og akkeriskeðja.
Á heimasíðu framleiðanda skútunnar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar:
https://www.jeanneau.com/en/boats/36-autres-modeles-voile/562-espace-990

Skútan er mjög vel hönnuð og skemmtileg á siglingu. Skútan telst vera í flokki svonefndra mótorsiglara.
Velkomið er að hafa samband og finna tíma til að skoða. Verðhugmynd 5 m.kr.
Nánari upplýsingar veitir Sæmundur E. Þorsteinsson í síma: 896 7636, eða gegnum tölvupóst: saemi@hi.is.