Farartæki Bátar / flugvélar Skúta, seglskúta til sölu
skoðað 29448 sinnum

Skúta, seglskúta til sölu

Verð kr.

2.600.000
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

5. júlí 2019 09:05

Staður

104 Reykjavík

 
Tegund Bátur

Skútan er smíðuð í Danmörku árð 1980. Tegundarheiti Naver 29.. Hönnuður Arne Borghegn.
Í Baad Magasinet, okt 2018 er rætt um Naver 29 eða eins og þar stendur "succesbaden Naver 29".
Eldri norsk úttekt á Naver 29. https://seglbatar.files.wordpress.com/2014/11/naver29.pdf
Lengd 29 ft (8,8 m)
Breidd 2,8 m
Lofthæð ca. 1,85 m
Djúprista 1.5 m.
Svefnpláss fyrir 5.
Góður seglaútbúnaður og nýr reiði.
Rúllugenóa frá 2017 ( 135%, 7,38 Oz, US) og önnur ný aðeins minni ( 135%, 7,38 Oz, US), lét sauma þykkari og sterkari segl sem henta íslenskri veðráttu vel. Tvö aðalsegl í góðu standi, stormsegl í góðu standi. Alltaf geymd inni á veturnar.
Mastur, bóma (bóman með innbyggðum rifunarbúnaði fyrir stórsegl-mikið öryggisatriði) rúllufokkubúnaður frá Sélden ásamt kicker, lazy jack, ljósabúnaði og öll bönd og stög nánast ný ( júlí 2016 - 1,4 millj). Öllum seglum er hægt að stjórna úr skut.
Volvo Penta md7a innanborðsvél í góðu standi og fengið gott viðhald. Eyðir sáralitlu. Alltaf skipt um síur og olíu reglulega ásamt sjódæjuhjóli. Nýr alternator 2018 og ný sjódæla. + nýtt kælirör (2018). Hreinsað úr kælivatntskerfi í leiðinni úr"pústgreininni" og nýjar pakkningar. 30 l. Olíutankur.
Seago 23- manna gúmmibátur/julla frá árinu 2015. Nauðsynlegur til að komast í land þar sem ekki eru hafnir. Suzuki utanborðsmótor með löngum legg 3.5 hp. á julluna og má hugsa sem varamótor á skútuna. Er að ýta skútunni allt að 4 hnúta . Nýbúið að skipta um olíu á gír og nýtt sjódæluhjól.
Seago björgunarbátur 4 manna frá 2015 sem uppfyllir iso-staðla fyrir strand - og úthafssiglingar. Cobra talstöð frá 2015 með sjálfvirkum neyðarhnappi og staðsetningu á skjá. Er tengt við nýlegan Evermore gps móttakara. Dýptarmælir/fiskisjá/áttaviti/radarspegill. Stigi/pallur aftan á bát. Ais móttakri með Nema útgangi tengd við Pc tölvu með rafrænu sjókorti.
Volvo olíumiðstöð 2kw. Alltaf heitt í skútunni, Gaseldavél-tvær hellur, kortaborð, skápar, hirslur og hillur. Sprayhood. Vagga fyrir uppsátur úr áli, auðvelt að taka í sundur og flytja hvert sem er. Þrjár lensidælur. Vatnstankur er um 100 l. Tveir vaskar annar á salerni og hinn við eldavél frammi. Sjósalerni með geymslutanki sem gerir lífið auðvelt um borð í höfn, 120 amp neyslugeymir (öll ljós inni + skutljós og hliðarljós eru led. Ljós í mastri eru hefðbundin) 60 amp startbatterí. Sólarrafhlaða ný 50W (semi flexible) með controler. Akkeri og akkeriskeðja, stormakkeri. Rekankeri. Ýmsir auka- og varahlutir hlutir eins og kaðlar,belgir o.fl
Hörku siglari, stífur og stöðugur sem var siglt frá Noregi til Íslands 2015 í öllum veðrum og stóð sig afburðarvel. Verð er 2,6 millj. Fyrirspurnir gegnum vef Blands eða á póstfang kriantur84@gmail.com

Athugið að skútan er skráð í Hollandi en Samgöngustofa gaf leyfi fyrir innflutningi hennar og er búið að greiða innflutningsgjöld af henni þannig að hún er lögleg hér á landi og vandræðalaust hægt að sigla hvar og hvert sem er.