Farartæki Bátar / flugvélar Skúta, seglskúta til sölu
skoðað 35434 sinnum

Skúta, seglskúta til sölu

Verð kr.

2.600.000
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

4. nóvember 2019 11:37

Staður

104 Reykjavík

 
Tegund Bátur

Skútan er smíðuð í Danmörku árð 1980. Tegundarheiti Naver 29.. Hönnuður Arne Borghegn.
Í Baad Magasinet, okt 2018 er rætt um Naver 29 eða eins og þar stendur "succesbaden Naver 29".
Eldri norsk úttekt á Naver 29. https://seglbatar.files.wordpress.com/2014/11/naver29.pdf
Lengd 29 ft (8,8 m)
Breidd 2,8 m
Lofthæð ca. 1,85 m
Djúprista 1.5 m.
Svefnpláss fyrir 5.
Góður seglaútbúnaður og nýr reiði.
Rúllugenóa frá 2017 ( 135%, 7,38 Oz, US) og önnur ný aðeins minni ( 135%, 7,38 Oz, US), lét sauma þykkari og sterkari segl sem henta íslenskri veðráttu vel. Tvö aðalsegl í góðu standi, stormsegl í góðu standi. Alltaf geymd inni á veturnar.
Mastur, bóma (bóman með innbyggðum rifunarbúnaði fyrir stórsegl-mikið öryggisatriði) rúllufokkubúnaður frá Sélden ásamt kicker, lazy jack, ljósabúnaði og öll bönd og stög nánast ný (1,4 millj). Öllum seglum er hægt að stjórna úr skut.
Volvo Penta md7a dísel innanborðsvél í góðu standi og fengið gott viðhald. Eyðir sáralitlu. Nýr alternator 2018 og ný sjódæla. + nýtt kælirör (2018). Hreinsað úr kælivatntskerfi í leiðinni úr"pústgreininni" og nýjar pakkningar. 30 l. Olíutankur.
Seago 23- manna gúmmibátur/julla frá árinu 2015. Suzuki utanborðsmótor með löngum legg 3.5 hp. á julluna og má hugsa sem varamótor á skútuna. Seago björgunarbátur 4 manna frá 2015. Uppfyllir iso-staðla fyrir strand - og úthafssiglingar. Cobra talstöð frá 2015 með sjálfvirkum neyðarhnappi og staðsetningu á skjá. Dýptarmælir/fiskisjá/áttaviti/radarspegill. Stigi/pallur aftan á bát og annar laus sem hægt er að setja að á stefni. Ais móttakri með Nema útgangi tengd við Pc tölvu með rafrænu sjókorti. Hægt að tengja AIS móttakarann við Navasonic kort í síma eða spjaldtölvu.
Volvo olíumiðstöð 2kw. Gaseldavél-tvær hellur, kortaborð, skápar, hirslur og hillur. Sprayhood. Vagga fyrir uppsátur úr áli, auðvelt að taka í sundur og flytja hvert sem er. Þrjár lensidælur og tvær auka óuppsettar. Vatnstankur er um 100 l. Tveir vaskar annar á salerni og hinn við eldavél frammi. Sjósalerni með geymslutanki sem gerir lífið auðvelt um borð í höfn, 120 amp neyslugeymir (öll ljós inni + skutljós og hliðarljós eru led. Ljós í mastri eru hefðbundin) 60 amp startbatterí. Sólarrafhlaða ný 50W (semi flexible) með controler. Akkeri og akkeriskeðja, stormakkeri. Rekankeri. Ýmsir auka- og varahlutir hlutir eins og kaðlar,belgir o.fl Hörku siglari, stífur og stöðugur . Ásett verð er 2,6 millj. Fyrirspurnir gegnum vef Blands eða á póstfang kriantur84@gmail.com

Athugið að skútan er skráð í Hollandi en Samgöngustofa gaf leyfi fyrir innflutningi hennar og er búið að greiða innflutningsgjöld af henni þannig að hún er lögleg hér á landi og vandræðalaust hægt að sigla hvar og hvert sem er.