Farartæki Bátar / flugvélar Skúta, skútur, seglskúta til sölu.
skoðað 1831 sinnum

Skúta, skútur, seglskúta til sölu.

Verð kr.

6.490.000
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

16. júlí 2019 12:02

Staður

101 Reykjavík

 

Xena RE 2598 er ein af örfáum keppnis-krúserum á Íslandi, sem er hönnuð bæði fyrir keppni og langsiglingar (e. Cruiser-racer). Hún er með þægindum s.s. rennandi vatni í eldhúsvask og á baði, gaseldavél með ofni, stórri frystikystu og mjög stóru eldhúsborði. Gott svefnpláss fyrir 4-6, hvar af eru tvær hengikojur afturí, sem er nauðsyn í miklum sjó og halla. 2 mjó rúm í stefni þar sem auka segl eru annars geymd.
Gerð: IMX 38 (tæpl. 38 fet) frá X-yacht of Denmark, smíðuð 1998, bátur nr. 88 af 92 framleiddum.

Skrokkurinn er úr trefjaplasti og polyester (samloka) með geysi öfluga galvanseraða stálgrind í botni (sjá mynd), sem bæði kjölur og stálteinar, sem halda mastrinu (í stað víra), festast í (sjá mynd af grind og kjölboltum). Xena er því óhemju sterkbyggð og stíf seglskúta, sem er verðmætur eiginleiki í miklum vindi og sjó eins og gjarnan gerist við Ísland. Vegna djúpristu (2,1m) og hás masturs fer Xena hratt yfir. Hannaður skrokk-hraði hennar (e. hull speed) er 7.49 hnútar, enda gengur hún undir gælunafninu "sjö-komma-fimman", sem er hennar náttúrulegi hraði við venjulegar aðstæður í góðum byr. Mældur stöðugur topphraði á siglingu náðist sumarið 2017, eða 15.1 hnútur, með belgseglið uppi, er hún sigldi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á 14 tímum og 33 mínútum. Mesti hraði skv. GPS náðist í Viking Offshore Race 2018, eða rúmir 24 hnútar skammt utan við Garðskagavita – niður öldu, að sjálfsögðu, (eiginlega í frjálsu falli :)

Xena er mjög rásföst og því er auðvelt að sigla henni með aðeins tvo í áhöfn. Hún er frábær á móti (up-wind) og beinlínis étur upp sjómílurnar!

Xena er svokallað "light displacement" skip, vegur aðeins 5.5. tonn þótt stærðin sé tæp 15 brútto tonn. Svokallað jafnvægishlutfall, eða "ballast ratio" Xenu er 52%, sem þýðir þyngd kjalarins, sem er með blýperu, er 52% af heildarþyngd bátsins. Vegna þessa réttir Xena sig auðveldlega af úr 90° halla, jafnvel með fullum seglum. Á þetta reyndi í kappsiglingu frá Vestmannaeyjum í júní 2017 og þá meira að segja með belgseglið í sjónum! Sjóhæfni Xenu er því eins og best gerist, enda er hún er hún í A-flokki skipa, sem þýðir að hún getur siglt örugglega milli landa (e. catagory A, offshore).

Xena er með gilt haffærisskírteini (skoðuð 2019) og nýskoðaðan 4-manna úthafsbjörgunarbát. Hún er með ársgamalt AIS tæki og vindstýri (sjálfstýringu, sjá mynd).
Xena er nokkuð þekkt keppnisskúta á Íslandi, sem unnið hefur til margra verðlauna. Hún vann síðast III. legginn í Viking Offshore Race, frá Fæeryjum til Íslands, 2018 (sjá mynd af verðlaunagrip). Xena er "ready to go anywere", eins og sagt er, og hefur siglt hringinn um Ísland sl. þrjú sumur. Til stendur að sigla henni hringinn enn á ný í júlí, nema auðvitað ef nýr eigandi finnst áður og ákveður eitthvað allt annað :).

Nýtt eða mjög nýlegt í Xenu er m.a.:
Harken rúllufokka (vorið 2016),
Hældrifsbelgurinn, stóri gúmí-hringurinn, (vorið 2017)
Windwane vindstýri (vorið 2017),
Rafall (júní 2018),
Ferskvatnsdæla (vorið 2016),
AIS (vorið 2018)
Lensidæla (vorið 2019).
Nýr mótor og "heili" í Webasto hitara (vorið 2017).
Ný talstöð (vorið 2016)
Ný keppnisfokka og keppnis-stórsegl (notað einu sinni í Viking Offshore 2018).
Stórseglsfestingar á mastur og segl frá Slides Marine (sett á vorið 2018).

Þá hefur allt járn (festingar) á þilfari var tekið upp og endurkíttað í vor (2019).

Vélin er Volvo Penta 3ja strokka, MD2030, 29 hp. keyrð 1.560 tíma. Vélin er í mjög góðu standi, yfirfarin 2018 og skipt um olíu og síur í apríl 2019. Skipt um sink og pakningar í hældrifi í apríl 2019 (Þröstur í Snarfara). Skúrfan er tveggja blaða felliskrúfa. Xena var tekin upp botnmáluð og hreinsuð í apríl 2019.

Öflug vagga fylgir, sem staðett er á landi í Snarfara. Eftir að Gullvagninn og skammtímavöggur komu í Snarfara hefur hún þó aldrei verið notuð, enda fer best um hana fljótandi í sjónum.

Xena liggur í stæði sínu við Norðurgarð (nærri Granda hf) út í Örfyrisey í Reykjavík og verður til sýnis fyrir áhugasama alvörusiglara eftir pöntun í s. 898 7006.

Nánar tæknil. uppl. hér: https://www.boat-specs.com/x-yachts/imx-38

Staðan er þessi: Eigandinn er búinn að finna aðra skútu, sem hentar hans aldri (60) betur. Samkvæmt munnlegum samningi við betri helminginn verður hann hins vegar að selja Xenu áður en hann má festa kaup á annarri. Seljandalán getur fylgt.

Nánari uppl. gefur Jens í síma 898 7006.