Farartæki Bátar / flugvélar Targa 25 - Einn sá flottasti í sjósportið
skoðað 732 sinnum

Targa 25 - Einn sá flottasti í sjósportið

Verð kr.

4.990.000 kr
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

mánudagur, 14. desember 2020 21:52

Staður

221 Hafnarfirði

 

Til sölu skemmtibáturinn Arna Björg, einn flottasti bátur á Íslandi í sjósportið. Þetta er dekkaður 25 feta Targa bátur smíðaður 1986 í Finnlandi, www.targa.is.
Lengd 7,53m og breidd skv. haffæriskýrteini er 2,55m en skv. skráningu framleiðanda er báturinn 2,85m breiður og er því mjög stöðugur. Þessi bátur hentar vel í sjóstöng þar sem hann er með löngu dekki, menn geta raðað sér með sjóstengur/handfærarúllur frá skut og fram í stefni. Einnig er hann einstaklega hentugur til skotveiða, þar sem stýrishús er afturbyggt. Hentugur í skemmtiferðir svo sem hvalaskoðun. Rennihurðir beggja megin á stýrishúsi. Getur líka hentað vel í fiskeldi í léttari verkefni og skottúra. Bekkur með sætisplássi fyrir þrjá í stýrihúsi og aftan á brú er „Flybridge með tveim stólum. Í lúkar er borð, tvær fullorðins kojur (sitthvoru megin við vélina) og tvær minni kojur. Nánari upplýsingar:
 Er með 200 Hp Volvo Penta árgerð 1998, vélin aðeins keyrð 1400 tíma frá upphafi og vél og drif fengið gott viðhald.
 Gengur max 30 hnúta en er venjulega keyrður á 18-20 hnúta hraða á c.a 3000 sn.
 Vélarrúmið er einstaklega vel einangrað og lítill hávaði er frá vélinni.
 6 manna ISO björgunarbátur (Seago) og laus GME neyðarendir.
 6 x björgunarvesti.
 Webasto 2 KW olíumiðstöð auk vatnsmiðstöðvar frá vél.
 MaxSea siglingatalva.
 Útvarp/CD með tveimur hátölurum í stýrishúsi og fjórum hátölurum á dekki.
 VHF talstöð af gerðinni RayMarine.
 Koden litadýptarmælir með botnstækkun.
 Flapsar.
 Tveir fastir 220V ofnar, bæði í vélarúmi og stýrihúsi.
 12V/220V spennubreytir fyrir fartölvu.
 Vinnsluborð/flökunarborð úr plasti og smúll með úttaki bæði fyrir framan og aftan brú.

Það hefur alltaf verið hugsað mjög vel um þennan bát og honum vel við haldið.. Bátnum fylgir vönduð handbók með ljósmyndum og skýringum á öllu er viðkemur reglubundnu viðhaldi bátsins, ásamt ýtarlegum upplýsingum um viðhaldssögu. Við erum tveir bræður sem höfum átt þennan bát frá árinu 2009. Mjög sniðugt og hentugt getur verið fyrir nokkra félaga að eiga þennan skemmtibát saman í útgerð. Engin skipti.
.
Upplýsingar gefur Stefán í síma 894-7576, á netfangið gauksas63@yahoo.com