Farartæki Bátar / flugvélar Til sölu Víkingur 700
skoðað 1315 sinnum

Til sölu Víkingur 700

Verð kr.

3.500.000
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

7. mars 2020 10:19

Staður

600 Akureyri

 
Tegund Bátur

Strandveiðibátur til sölu Víking 700
123 kr.
Akureyri
Til sölu er Fiskiskipið Einar EA209 6603 sem er Víkingur 700, smíðaður 1984.

Skipt var um vél 1993 sem er Perkins 76 hp, gengur 7 sm.

Vél keyrð 1900 klst samkv. mæli, vél tekin úr bátnum nú í haust 2019 og vélarúm málað og skipt um spíssa, sjódælu,vatnsdælu, startari yfirfarinn og vél máluð.

Gír er Hurth360 yfirfarinn og skipt um legur 2017.

Skipt um raflagnir 2012 og allir stofnkaplar fortinaðir. Í bátnum er 12volta og 24 volta kerfi, 24 volta alternator 2019 og 12 volta alternator 2018.

Allar loftnetstangir og leiðslur sett nýtt í 2012.

Rafmagn og festingar fyrir 4 DNG handfærarúllur.

Dýptamælir er Furuno FCV-581L og 600watta Furunobotnstykki sett nýtt 2012.

Radar Ray Jefferson 12 mílna,bilaður sennilega farin spóla í hattinum.

Plotter er Garmin 720 með samtengdri Garmin GHC10 sjáfstýringu, allar aðgerðir framkvæmdar á snertiskjá sett í 2012.

AIS er Garmin b tæki.

Raymarine VHF talstöð.

3000watta Inverter puresine og kaffihylkjavél síðan 2018 og annar 600 wött.

Útvarp með geislaspilara og góðir hátalarar.

Bátnum getur fylgt tvö 380L kör og eitt 210L og sér smíðað álkar(þvotta og blóðgunar)það tekur c.a 400kg sem sett er á vélarlok.

Tvær lensur í vélarúmi önnur með flotrofa og tvær lensur í lest önnur með flotrofa auk flotrofa með ljósi og vælu í vélarúmi. Ein handæla fyrir lest.

Stór smúldæla.

2 kw olíumiðstöð.

Ásett verð er kr 3.500.000-

Frekari uppl. í síma 8463460. Sigurður H Sigurðsson.