Farartæki Bílar Smart CityCoupe ForTwo TURBO DÍSEL 0.8L
skoðað 878 sinnum

Smart CityCoupe ForTwo TURBO DÍSEL 0.8L

Verð kr.

690.000 kr
1

Fjöldi

 
Fjármögnun
 

Eitthvað áhvílandi?

Ferilskrá aðeins 350 kr.

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

mánudagur, 4. maí 2020 08:17

Staður

270 Mosfellsbæ

 
Framleiðandi Smart Undirtegund Mc01
Tegund Sportbíll Ár 2003
Akstur 170.000 Eldsneyti Dísel
Skipting Sjálfskiptur Hjóladrifin Afturhjóladrifin
Skipti Engin skipti, Fyrir ódýrari Fjöldi sæta 2
Fjöldi dyra 2 Fjöldi strokka 3
Skoðaður Litur Svartur

Til sölu: NÝ SKOÐAÐUR fyrir næstu 13 mánuði. Smart City Coupe - Smart ForTwo eða 450 týpa. Þessi er einn af fáum sem er með raunverulega Mercedes Bens vél, ólíkt eiginlega öllum bensín týpunum sem skarta Mitsubishi mótora sem duga fremur skammt, því miður.

Vélin er 0.8L eða 800cc Comonrail Turbo Dísel og er (orginal 41HÖ með 100Nm) tölvu tjúnaður/ mappaður í ca. 51 HÖ og ca. 132Nm sem er býsna gott fyrir svona smáan bíl. Enda ekki kraftlaus.

Bíllinn er með 4x Rockford Fosgate hátalara, Kenwood CD spilara og hljóðdempandi mottur settar út um allt í bílinn.

Ástæða þess að ég er að selja bílinn er að ég er dúttlari í allskonar verkefnum sem ég hef gaman af og hafði óskaplega gaman af þessu verkefni í vissan tíma en er núna að snúa mér að öðru. Ég hef endurnýjað, gert við og betrumbætt þennan bíl svo um munar. Honum verður sárt saknað sérstaklega vegna þess hversu sparsamur hann er á eldsneyti.

Lagfæringar, viðgerðir & endurbætur:
Nýir Fram demparar B/M.
Nýir Fram Gormar B/M.
Ný Fram Gorma sæti B/M.
Nýjar Fram demparaturns legur B/M. Meyle
Nýr allur annar búnaður sem festir fram fjöðrun og dempara B/M. Meyle
Nýir stýrisendar B/M. Meyle HD (4 eða 5 ára ábyrgð)
Nýir EBC Bremsu Diskar dýrasta og flottasta týpa B/M með ryðvarnar ábyrgð upp á 2 ár (svart húðað) á allt nema slitfleti.
Nýir EBC Green Stuff Bremsuklossar að framan, með þeim bestu sem gerast.
Bremsuvökvi algjörlega aftappaður og þrýstur nýr vökvi á kerfi með fullkominni lofttæmingu.
Nýjar hjólalegur að Framan B/M.
Ný Fram nöf B/M.
Nýir ABS hringir að Framan B/M.
Nýir handbremsubarkar að aftan B/M.
Nýjar bremsudælur að aftan B/M.
Nýtt ALLT í bremsum að aftan B/M.
Nýjar aftur hjólalegur B/M.
Nýir ABS hringir að aftan B/M.
Nýir Drifliðir KOMPLET með innri og ytri öxullið B/M Aftan.
Nýar skástífur með fóðringum B/M Aftan.
Nýr Kúplings þræll.
Ný Glóðakerti BOSCH með afterglow eiginleika.
Nýjar pakkdósir á gírkassa við öxla & innan við kúplingu.
Ný sveifaráspakkdós orginal Mercedes FRM og Heavy Duty AFT sveifaráspakkdós.
Nýtt túrbínu affalsrör og tengibúnaður.
Nýr öndunarventill á sveifarhúsi.
Ný pakkning á olíukælir.
Ný vatnsdæla.
Allt kælikerfi "flushað rækilega" og nýr vökvi settur á og þrýstiprófað, alltsaman í lagi.
Nýr Alternator.
Ný viftureim.
Ný A/C Reim.
Nýr úti hitamælir.
Nýir hæðar stilli mótorar í báðum framljósum.
Nýjar OFUR bjartar Halogen H7 perur sem bíllinn fær skoðun á. Auka sett getur fylgt.
Ný Ál og Carbon loftnetsstöng (blá).
Nýjar hlýfar yfir skrúfur að innan í innréttingar þannig að það sé eins og á að vera orginal.
Nýr útvarps rammi til að láta Ó-orginal útvarp líta út eins og það eigi heima í mælaborðinu.
Nýtt CD diska statíf innbyggt í mælaborði.
NÝR RPM mælir sérstaklega fyrir Dísil týpu.
Nýr Úti Bílstjóra hurðarhúnn Komplett.
Nýir Brabus Brettakantar að aftan sem víkka út ca 1-2cm fyrir dekkjabreidd.
Það eru LED bremsuljósaperur í miðju bremsuljósið.
Búið er að Fara í gegnum rækilega hreinsun á olíu á mótor (með mjög örum olíuskiptum og síu skiptum. (Ég geri þetta venjulega við alla notaða bíla sem ég hef verslað til að vera viss um gott ástand á öllu).
Búið er að skipta um olíu á gírkassa 3 skipti til að vera viss um að það sé hreinn óaðfinnanlegur vökvi (Smart gefa upp að það sé í raun óþarfi að skipta um vökva þar).
Búið að skipta um Miðstöðvarsíu 2 skipti í minni eigu.
Búið að skipta um eldsneytissíu 2 skipti í minni eigu.
Hi-Flo K & N Loftsía í loftsíuhús.
Nýjar Aurhlífar
EGR Block Off með tölvubúnað til að láta EGR & Tölvu virka saman með þessa breytingu (Mun sjaldnar að þrífa EGR og spjaldhús eftir þetta).
Það er búið að kaupa & Kóða við bílinn nýjan auka lykil þannig að tveir fylgja (Mikill kostnaður við það).
SPLUNKU NÝTT ÞÝSKT HANDSMÍÐAÐ PÚST, búið að seta í.
CO2 er um .90 og fær frítt 90 mín í stæði. Ég var að athuga með endurnýjun á þessu og það eru breytingar í gangi sem gætu valdið því að hann fái ekki lengur þennan bónus.

Bíllinn er með "Hill-Hold-Function" sem er nýlega að byrja koma í nýjum smá-bílum í dag.
ABS.
Skrikvörn.
Frekar góðar græjur (CD spilari m/USB og góðir hátalarar).
Margt, margt fleirra.

Vélarstærð er EKKI 779cc eins og Umferðarstofa ranglega setur inn en er rétt 799cc.

ATH það er hægt að versla allar síur í þennan bíl hér á íslandi án þess að þurfa panta neitt að utan.
Það er alveg fullt í viðbót sem ég er væntanlega að gleyma að setja hér inn. Annars hefur hann virkað mjög vel hjá mér. Ég veit ekki til þess að það sé neitt að honum annað en það sem ég bendi hér á neðar.

ATH nótur fylgja fyrir meirihlutann ef ekki öllum búnað sem búið er að kaupa og seta í bílinn.

Það sem mætti lagfæra:
1. Finna út úr A/C leka og lagfæra, heldur ekki þrýsting meira en ca 2 vikur. ATH það er búið að seta litarefni á kerfið til að reyna finna lekann en ekkert meir. Búið að skipta um A/ vantlabox og inni kæli-"box".

Nýbúið að lagfæra:
2. Nýr miðjunefs hluti m/Carbon filmuhúð.
3. Nýtt H/M FRM Bretti m/Carbon filmuhúð.
4. Nýtt Grill.
5. Ný Carbon filmu húð á þakið.
6. Ný Túrbína með grein + pakkningar.
7. Nýr Hella Intercooler + skynjari.
8. Ný kúpling með svinghjól, gaffal og legu; Sachs.
9. Allir Mótorpúðar nýjir HD.
10. Ný (notuð) vélartölva.
Nýr B+ aðal straumkapall.

P.S. Hann verður alltaf betri og betri :)

Það fylgja heill gangur af MJÖG góðum sumar dekkjum sem eru ECO dekk og spara eldsneyti. AFT Dekk sama og ný (GoodYear).

Það fylgja Loftbólu vetrardekk, Ný FRM Yokohama og NÝ WestLake Loftbóludekk AFT.

Það þarf að skíra aðeins út hvers eðlis skiptingin er í þessum bíl. Sjálfskipt en - Hún er í raun beinskipt með hefðbundna kúplingu en með möguleikann að virkja skiptinguna sem sjálfskipta með einum hnapp á skipti stönginni. Við að virkja hnappinn þá sér tölvubúnaður bílsins um að:
1. Rafrænt stjórna kúplings þræl.
2. Að kúpla.
3. Sjá um skipti búnað til að skipta um gíra.
Þetta virkar allt eins og á að gera en getur tekið örlítin tíma að venjast við að taka af stað úr kyrrstöðu, þar sem það gerist fremur mjúkt (hægt). Það er einnig í boði að skipta sjálf/ur um gíra (bara án kúplings fetil).

P.S. Ég er komin eitthvað rúmlega yfir kr. 1.600.000 sem ég hef varið í þennan bíl. Raunhæf tilboð hlutsa ég á. Takk.
(Ég er að leita eftir beinni sölu - peningum - en gæti verið opin fyrir skipti á ódýrari með milligjöf í peningum, engin lán, engin hjól, enga sleða, takk takk.)