Fasteignir Til sölu Langar þig að komast í sveit og taka við búskap?
skoðað 1526 sinnum

Langar þig að komast í sveit og taka við búskap?

Verð kr.

14.000.000
1

Fjöldi

 

Til athugunar

Ertu að selja, leigja eða kaupa fasteign
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

2. júní 2019 11:58

Staður

601 Akureyri

Tegund Jörð/lóð Fermetrar 220
Herbergi 8 Póstnúmer 601

Við erum með flotta jörð sem er um hálftíma akstur frá Akureyri.

https://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/816188/?q=9e801d04f497e0962da7b2e832eccd27&item_num=0

skólabíll kemur beint heim að dyrum og börn sækja Hrafnagilsskóla sem er yfirburða góður skóli.
Við erum með 110 naut, 20 kindur og 10 hænur, einnig rekum við Hundahótel sem er í mjög góðum rekstri.

Þetta allt getur verið þitt á einfaldan hátt

Ásett verð á eignina er 79.900.000 kr.

Það er einnig hægt að koma inn í þetta á annan hátt.

Við erum með dýr, tæki og rekstur til sölu á 14.000.000

Svo erum við með rest af húsakostum til leigu í 1-3 ár með kaup í kjölfar, en það auðveldar kaup ef fólk er búið að vera á staðnum og reka þetta um tíma.

húsin eru
stórt 220 fm Einbýli með 7 herbergjum, 2 stofur, 2 wc, eldhús, þvottahús
stór fjós með áfasta hlöðu þar sem mið og lítil naut eru... og aðra einingu sem er í dag notuð í hundahótelið
svo erum við með 370fm hlöðu/skemmu sem síðar var notuð sem reiðhöll en er núna sem hjólhysa og fellihýsa geymsla, sem gefa auka tekjur árlega, hægt að gera ýmislegt við þessa stóru hlöðu/skemmu
Svo er það síðasta húsið sem er verkstæði með stórum tvöföldum hurðum og inn af verkstæðinu er áföst hlaða sem er í dag notuð sem fjárhús með útgang fyrir kindur út í gerði
svo er gamall reykkofi notaður sem hænsnahús.
nokkuð snyrtileg jörð sem er um 150 hektarar en tún um 34 ha
íbúðarhús er nýtískulegt


Hér á bæ er yndislegt að vera og frábært fólk í kringum okkur sem vil allt fyrir mann gera.
allir svo vinarlegir hér.
Leyningshólar er fallegur staður sem er í 5 mín göngufæri frá okkur
Skólabúðirnar á Hólavatni er hinu megin við okkur
stór á sem rennur neðfram bænum og með veiðileyfi. yndislegt að heyra í ánni á kvöldin við svefn og vakna við fuglasöng og hanagal :)
fjöll allstaðar í kring sem gefa gott skjól og veður sæld á sumrin
Hrafnagilskverfið er í 26 km frá okkur og er þar frábær skóli og leikskóli, sundlaug, íþróttahús, tónlistarskóli, Samherjar íþróttafélag eru með æfingar í Hrafnagili meðal annars frjálsar, borðtennis og fótbolta.

Lengdin til Akureyrar er um 35 km, ca 30 mín akstur,,, enga stund að rúlla á Akureyri. mjög þægileg lengd sem venst mjög fljótt

En við tökum við fyrirspurnum á jorunnarstadir@gmail.com og mælum með því að gera flotta og formlega umsókn ef það vill komast í þetta tækifæri
því við erum ekki að gefa þetta tækifæri hverjum sem er.. þetta er ennþá okkar og við viljum fá fólk sem vill gera sér framtíð hér og hugsa vel um þetta, bæði fyrir okkar hagnað og þeirra sem taka við þessu.
þetta er gullnáma sem bíður uppá svo mikið og góðar tekjur eru á staðnum og geta verið meiri ef fólk leggur meira á sig og opnar hugmyndaflugið.

bestu kveðjur Elmar Þór