Heimilið Hönnun Ljóðastandur
skoðað 40 sinnum

Ljóðastandur

Verð kr.

5.000 kr
1

Fjöldi

 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

mánudagur, 18. janúar 2021 12:10

Staður

780 Höfn í Hornafirði

 

Þegar yngsti sonur minn greindist árið 2016 með Duchenne sem er banvænn og ólæknandi vöðvarýrnunar sjúkdómur breyttist líf mitt að eilífu. Eftir að hafa jafnað mig á mesta áfallinu fór ég smátt og smátt að vinna mig í gegnum sorgina með því að semja ljóð. Ég fann tilgang með ljóðunum og langaði að deila þeim með öðrum og reyna að veita von og kærleika út í heiminn fyrir aðra í svipaðri stöðu. Þannig varð þetta ljóðaverkefni mitt til sem ég ákvað að kalla ÚR SÁRSAUKA Í STYRK. Ég hef lært á minni vegferð að það er hægt að finna tilganginn sinn þrátt fyrir mótlæti og nýta erfiðleikana til góðs. Af hverjum seldum ljóðastandi munu 1000 kr. renna til Góðvildar styrktarsjóðs langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þeir sem vilja fylgjast með vegferð minni og fleiri vörum sem munu koma í framtíðinni þá eru allar upplýsingar á heimasíðunni minni hopewithhulda.com Mér þykir sérlega vænt um þetta verkefni þar sem Erla systir mín myndskreytir ljóðin á sinn einstaka hátt.
Þetta er fyrir Ægi og alla þá sem líður illa og þurfa á von að halda.
Ást og kærleikur
Hulda Björk

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa endilega hafið samband