Heimilið Hönnun Retro skrifborð
skoðað 154 sinnum

Retro skrifborð

Verð kr.

69.000 kr
1

Fjöldi

 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

þriðjudagur, 12. janúar 2021 18:42

Staður

200 Kópavogi

 

Frábært retro skrifborð til sölu. Hannað og smíðað undir áhrifum frá Bauhaus og afar formfagurt og mikil og góð hirsla. Mögulega frá GÓ Stálhúsgögnum og Smíðastofunni Reyni (1930-1937), Jónas Sólmundsson einn af stofnendum. Sennilega er borðið að nálgast 100 árin.
Borðið fékk gagngera yfirhalningu á sínum tíma (fyrir u.þ.b. 25 árum). Þá var borðblatan lögð linoleum-dúk og kantlímd með myndarlegum mahony lista sem er vandlega geirskorinn á hornum. Kassarnir voru sprautaðir í lit, skúffur teknar sundur slípaðar og lakkaðar og skúffuframhliðar voru kantlímdar ofan og neðan með mahony og spónlagðar með mahony-rótarspæni. Krómhúð á fótum er í góðu standi.
Borðið þarfnast viðhalds því skúffukassa þarf að endurmála og kantlista á borði að slípa upp og lakka eða olíubera. Dúkinn á borðplötu má einfaldlega slípa létt og svo bóna með góðu gólfbóni.
Seinni tíma viðbót er lyklaborðshilla undir borðplötu sem er í sjálfu sér lýti og er auðvelt að fjarlægja.