Heimilið Stofa Stór Beni Ourain motta frá Marokkó
skoðað 437 sinnum

Stór Beni Ourain motta frá Marokkó

Verð kr.

90.000
1

Fjöldi

 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

27. nóvember 2018 11:11

Staður

200 Kópavogi

 

Hér er um að ræða einstaka Beni Ourain mottu úr 100% ull, beint frá Marokkó.

Mottan er 236 cm x 156 cm.

Sambærilegar mottur kosta almennt um 150.000 - 200.000 kr. hér á landi.

Þegar verið er að athuga hvort mottur séu ekki örugglega handgerðar og upprunalegar, er best að snúa þeim við og skoða handbragðið. Það fer ekkert á milli mála að þær eru handgerðar þegar má sjá spotta, að saumurinn við jaðarinn er handgerður og að kögrið er ofið saman við teppið en ekki límt á.

Beni Ourain motturnar eru handofnar af Berber þjóðflokkinum í Atlasfjöllunum. Þær eru gerðar úr sérstakri ull sem kemur af sauðfé í fjöllunum og er ólík annarri ull að því leyti að hún er þykkari og yfirleitt kremuð, jafnvel ljósgrá á lit.

Hver motta er einstakt listaverk og eru engar tvær mottur eins. Klassískt Beni Ourain mynstur er demantamynstur úr svörtum eða brúnum línum en það fyrirfinnast þó bæði litir og ólík mynstur. Útlitið fer eftir því hvaða tiltekna þjóðflokk vefarinn tilheyrir en það eru um sautján ólíkir þjóðflokkar í Atlasfjöllunum og erfingjar þeirra sem gera upprunalegu Beni Ourain motturnar.

Yfirleitt eru það konur sem vefa motturnar og saga þeirrar konu sem vefur mottuna hefur því líka áhrif, uppruni hennar og stíll sem vefara. Mæður í Berber þjóðflokkinum kenna dætrum sínum handverkið og svo hefur hver og einn vefari sinn stíl.

Það sem gerir Berber mottur einmitt einstakar er að ef vel er farið með þær geta þær gengið kynslóða á milli, rétt eins og handverkið sem skapaði þær. Þær verða verðmætari eftir því sem þær verða eldri.

Beni Ourain motta gefur hverju heimili hlýlegt og nútímalegt en jafnframt klassískt útlit. Svo skemmir ekki fyrir að sumir Beni Ourain þjóðflokkanna telja að þessar mottur færi gæfu og gengi!