Raftæki Heimilistæki Uppþvottavél Bosch
skoðað 91 sinnum

Uppþvottavél Bosch

Verð kr.

90.000
1

Fjöldi

 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

10. ágúst 2019 15:48

Staður

230 Reykjanesbæ

 
Tegund Uppþvottavélar

Til sölu 1 árs gömul Bosch innbyggð uppþvottavél. Ný svona vél kostar 159 þús. Bosch uppþvottavél úr 8 seríunni. SMU88TW06S uppþvottavélin er 60cm og tekur borðbúnað fyrir allt að 14 manns í einu.

Þvottakerfi: Þessi uppþvottavél er með 8 mismunandi þvottakerfi og 5 sérstakar stillingar eins og VarioSpeed, HyginePlus, Extra Dry, Intensive Zone og svo hefur þú val um 6 hitastig.VarioSpeed Plus: Eiginleiki sem styttir þvottakerfið um allt að þriðjung, án þess að hafa áhrif á útkomuna. Allt sem þú þarft að gera er að velja VarioSpeedPlus takkann á sama tíma og þú velur þvottakerfi.

Intensive Zone: Notaðu þessa sérstöku stillingu ef þú ert með extra óhreint leirtau. Aukin vatnsþrýstingur hámarkar árangur í þrifum. Þetta á eingöngu við um neðri grind og því óhætt að setja viðkvæm glös í efri grindina.

Zeolite þurrkun: Zeolite er náttúrlegt steinefni sem dregur í sig raka og breytir honum í hitaorku. Uppþvottavélar sem þurrka með þessari tækni nota minni rafmagn en aðrar.

Lýsing í innréttingu: Góð lýsing er í uppþvottavélinni sem kveiknar þegar þú opnar vélina. Bláleitt ljós.

AquaStop: AquaStop er vatnöryggi sem tryggir að það verður ekki vatnsleki frá uppþvottavélinni.

Tímaræsing á kerfi: Þú getur tímastillt hvenær þú vilt að þvottakerfið fari á stað. Tilvalið er að nota tímaræsingu ef þú vilt að vélin fari í gang þegar þú ert í vinnu eða skóla og er þá nýbúin þegar þú kemur heim.