Raftæki Myndavélar Olympus Omd M5 mkii og Sigma 30mm 1.4
skoðað 402 sinnum

Olympus Omd M5 mkii og Sigma 30mm 1.4

Verð kr.

105.000
1

Fjöldi

 
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

26. júlí 2019 02:32

Staður

270 Mosfellsbæ

 

Algjörlega frábært kombó og allt of lítið notað. Shutterinn á myndavélinni er gefinn upp fyrir 100.000 skot og ég hef aðeins smellt af 7.156 sinnum.

Bæði vél og linsa er í frábæru ásigkomulagi og búnaðurinn lítur út fyrir að vera nýr. Ég á ennþá kassana utan af bæði vélinni og linsunni og fylgja þeir að sjálfsögðu með ásamt bæklingum.

Hér er review um myndavélina og því haldið fram að þegar greinin var skrifuð hafi þetta verið besta m43 myndavélin á markaðnum:

https://shotkit.com/olympus-omd-em5-mark-ii-review/

Og linsan fær ekki verri dóma. Þar fær hún dóma á þá leið að hún gefur rándýru PRO-linsunum ekkert eftir og kostar ekki nema 40% af verði þeirra flestra. Hún er stórkostleg miðað við verð og það að vinna með svona bjarta linsu gefur manni þennan grunna fókus og ég notaðið hana 90% á f/1.4 til að fá þetta fallega bokeh. Svo er bara svo frábært að geta tekið fallegar myndir þó lýsingin sé ekki fullkomin.

https://photofocus.com/reviews/reviews-photography/sigma-30mm-f-1-4-gives-micro-four-thirds-shooters-a-budget-friendly-portrait-option/


Að lokum þá vil ég minnast á hversu falleg vélin er og hversu þægileg hún er í notkun. Skjáinn má taka frá, snúa við, taka hann út fyrir myndavélina svo þú getur tekið sjálfu og séð þar sjálfan þig í skjánum.

Hún tekur upp video í FHD en þann möguleika notaði ég nánast ekkert þar sem ég er mest bara í ljósmyndunum.

Á síðunni minni má sjá margar myndir teknar með þessari vél. Ég gæti trúað því að 70% myndanna þar sé tekinn með þessari vél og allt portrait safnið er tekið með þessari vél og linsunni og gaman að segja frá því að flestar portrait myndirnar eru teknar í lítilli birtu frá einum lampa.

www.elisbergur.com
@elisbergur á instagram

Ef þið hafið áhuga endilega sendið þá á mig póst og ég svara mjög fljótt.