@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@

Unicornthis | 21. jún. '16, kl: 12:46:50 | 81 | Svara | Þungun | 0

Hvort sem þið eruð að reyna aftur eftir fósturlát eða eftir fæðingu barns nr.1 er þessi áætlun fyrir ykkur. Þetta er líka góð áætlun fyrir hjón sem eru að reyna að búa til fyrsta barn til að auka líkurnar og fullreyna ykkur heima áður en þið farið til læknis til að athuga með hugsanleg frjósemisvandamál. Þessi áætlun gengur ekki fyrir hjón sem hafa verið greind með frjósemisvandamál sem þarfnast meðhöndlunar eða aðstoð sérfræðinga, lokaða eggjaleiðara, lítill fjöldi sæðisfruma, egglosvandamála eða annara ófrjósemiskvilla. Þó þú hafir orðið ólétt auðveldlega áður breytir þungun starfsemi líkamans, hormónum og tíðahringurinn er ekki endilega eins og hann var áður. Þessi áætlun tryggir að sæði verður til staðar þegar egg þitt losnar hvort sem af þungun verður eða ekki (líkurnar eru 1 af 4 þó tímasetning sé rétt, af náttúrunnar hendi) Búið ykkur því undir mikil ástaratlot ;)
ÁÆTLUN:
*Reynið” annað hvert kvöld frá og með 8. degi tíðahrings
*Kaupið 10 egglospróf
*Byrjið að prófa fyrir egglosi á 10. degi tíðahrings
*Þegar egglosprófið verður jákvætt “reynið” það kvöld og tvö næstu kvöld í röð.
*Sleppið einu kvöldi og gerið svo eina “Lokatilraun”
*Ef þú ert ekki byrjuð á blæðingum 15 dögum eftir að egglosprófið varð jákvætt skaltu gera þungunarpróf heima.
*Ef egglosprófin verða aldrei jákvæð, haldið áfram að “reyna” annað hvert kvöld til 35. dags, og gerið þá þungunarpróf, ef blæðingar eru ekki byrjaðar.
*Ef þú ert nýbúin að missa fóstur er öruggara að bíða eftir fyrstu eðlilegu tíðablæðingum áður en farið er út í þessa áætlun þar sem fyrsti tíðahringur eftir fósturlát er oft óeðlilegur og oft án eggloss.

ÁÆTLUN NÁNARI LÝSING: Á 8. degi tíðahrings frá fyrsta degi blæðinga skuluð þið byrja að “reyna” annað hvort kvöld (eða morgun). Reynið að láta líða a.m.k. 36klst og ekki meira en 48 klst milli “tilraun”. Byrjið að prófa fyrir egglosi á 10.degi tíðahrings, kaupið 10 próf svo þið hættið örugglega ekki of snemma, því allt er til einskis ef þú missir einn dag úr! Til að vera viss um að egglosprófin gefi þér góða svörun skaltu prófa seinni hluta dags eða eftir vinnu og ekki drekka neina vökva, eða pissa í 4. klst áður en þú gerir prófið. (morgnar eru ekki góður tími fyrir egglospróf því toppurinn á LH hormóninu kemur um miðjan dag) Lesið leiðbeiningarnar með egglosprófinu vandlega, líka ensku leiðbeiningarnar til að fullvissa þig um að þú lesir rétt af því. Venjulega þýðir ljós lína að ekki er komið að egglosi. Til að túlka egglospróf sem jákvætt þarf próflínan að vera jafn dökk eða dekkri en Control línan. LH hormónið er framleitt allan tíðahringinn en margfaldast 12-36 tímum fyrir egglos. Þegar egglosprófið sýnir jákvæða útkomu, skuluð þið “reyna” á hverju kvöldi, þrjú kvöld í röð, sleppið fjórða kvöldinu og gerið svo lokatilraun . Takið ykkur nú pásu og njótið þess svo að elskast eingöngu til gamans Gerið heimaþungunarpróf 15-16 dögum eftir að egglosprófið varð jákvætt ef blæðingar hafa ekki þegar byrjað. Ekki reyna að prófa fyrr því það eykur á spennuna, og getur valdið ykkur óþarfa kvölum og sorg því allt að 75% frjóvgaðra eggja ná ekki festu í legi og deyja. Þau gætu samt lifað nógu lengi til að gefa falska jákvæða niðurstöðu á 10-13 degi frá jákvæðu egglosprófi. 15. dögum eftir jákvætt egglospróf er frjóvgaða eggið hins vegar búið að koma sér rækilega fyrir og líkur á fósturláti komnar niður í 10% Verði egglosprófin aldrei jákvæð haldið áfram að “reyna” 2. hvern dag þangað til á 35. degi tíðahrings. Ef blæðingar eru ekki byrjaðar mæli ég með þungunarprófi. Munið samt að 28 daga tíðahringur er meðaltalið og ekki er óeðlilegt þó sumar konur hafi 40 daga tíðahring. Egglos getur líka dottið niður einn og einn tíðahring hjá annars heilbriðgum konum, sérstaklega rétt eftir fósturlát eða fæðingu. Gætið þess að sæðisbirgðir “endurnýist” á tímanum frá egglosi að næsta “8. degi eftir egglos” og næstu tilraun, þannig að það líði ekki meira en 10 dagar milli sæðislosana. Sæðið er líka valdur að genaskemmdum, ekki bara egg. Hafið það ferskt. Ef áætlunin gengur ekki upp í fyrstu tilraun er það ekki vegna þess að sæði hafi ekki verið á réttum stað á réttum tíma. 75% eggja deyja á fyrstu 14 dögum frá frjóvgun vegna genagalla eða að það náð ekki að þroskast eða festast í leginu. REYNIÐ AFTUR!

NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRJÓSEMINA:
*Margar bækur segja okkur að sæði geti lifað í 5 daga og egg í 24 klst. Þó þetta sé tæknilega rétt (og ætti að vera tekið alvarlega ef þú vilt EKKI verða ólétt) lifir megnið af sæði bara 2 klst. ef legháls konunnar myndar ekki frjótt slím/útferð (hágæða slím er þunnt glært og teygjanlegt, líkt hrárri eggjahvítu) Ef þú hefur ekki frjótt slím, mun sæðið berjast vonlausri baráttu upp leghálsinn, klára allar orkubirgðir sínar og deyja þegar í legið er komið eða jafnvel áður. Egg lifir sjaldnast lengur en 12 tíma frjóvgist það ekki, svo þú sérð að frjótt slím er mjög mikilvægt, það hleypir sæðinu auðveldlega í gegn, og sæðið lifir lengur.
*PERGOTIME! Pergotime veldur því hjá um 25% kvenna að leghálsslím þornar upp þegar þær taka það. Ef þú verður vör við að slímið minnkar, (minni útferð og ekki jafn glær og fljótandi og áður) skaltu tala við lækninn þinn og ræða hvort það sé nauðsynlegt fyrir þig að taka þetta lyf. Pergotime örvar egglos hjá konum sem hafa ekki egglos á eigin spýtur eða hafa mjög langan og /eða óreglulegan tíðahring. Ef þúhefur egglos eykur lyfið ekki líkur þínar á að verða ófrísk. Einnig getur þú reynt að taka hóstasaftina TÚSSÓL 3* á dag nokkra daga fyrir egglos (frá 10. degi og fram yfir egglos) Það er slímlosandi, eða með öðrum orðum, örvar slímmyndun og gerir slím bæði í hálsi, nefi og legháls þynnra og meira.
*Ef þið reynið of oft minnkið þið í raun líkur ykkar. Reynið í mesta lagi á 36 klst. fresti því sæðisbirgðirnar þurfa tíma til að endurnýjast, þið verðið einnig leið og þreytt (þó leiðinlegt sé frá að segja) og gætuð freistast til að sleppa úr mikilvægum dögum. Annar hver dagur er feykinóg með 3 daga í röð, á egglostíma til að kóróna málið.
*Hafðu ekki áhyggjur af stressi! Venjulegar áhyggjur af því að verða ólétt, og hvort þú munir nokkurntíman eignast barn, eru fullkomlega eðlilegar og minnka ekki frjósemi. Barnleysi veldur stressi, en það er ekki öfugt þannig að stress valdi barnleysi (það eru kerlingabækur, sem hafa verið afsannaðar með fjölda rannsókna) Eina stressið sem getur minnkað frjósemi þína eru mikið álag eins og að flytja í nýja íbúð, missa vinnuna, andlát í fjölskyldunni eða aðrir hlutir sem gera þig andlega veika eða þunglynda. Þetta getur haft áhrif á tíðahringinn, vegna hormónsins PROLACTIN sem er aukaafurð stresshormónanna. Það getur seinkað egglosi eða það verður ekki egglos í þessum tíðahring. Næsti tíðahringur ætti að verða eðlilegur og þú endurheimtir frjósemi þína.
*Þó blæðingar byrji fyrr en þú býst við er það EKKI merki um fósturlát mjög snemma á meðgöngu. Þó þið hafirð verið í tilraunum á réttum tímum. Það er eðlilegt að blæðingar byrji 11-15 dögum eftir jákvætt egglospróf. Þó frjóvgað egg nái ekki að búa um sig í leginu veldur það ekki blæðingum of snemma. Ef þú sérð oftar en 1 sinni að færri en 10dagar líða milli eggloss og blæðinga skaltu tala við lækni því það getur verið merki um hormónaóreglu sem kallast "Lutheal Phase Defect" Þá framleiðist ekki nóg prógesteron í líkama þínum til að undirbúa slímhúð legsins fyrir frjóvgað egg og eggið nær ekki að búa um sig í leginu áður en blæðingar byrja. *Ef þú hefur farið eftir þessari áætlun í 3 tíðahringi án árangurs ættir þú að íhuga að ræða við lækni. Megi ást ykkar blómstra og ávöxtur hennar þroskast í 9 mánuði og fæðast heilbrigður. <3 <3 <3 <3 frjósemisduft á okkur allar <3 <3 <3 <3

 

spurningarogpælingar | 6. ágú. '16, kl: 21:23:45 | Svara | Þungun | 0

upp ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4802 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie