,,Að" var að hringja og vill fá hlutverkið sitt aftur...

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 08:35:00 | 807 | Svara | Er.is | 6

Er fólk í síauknum mæli farið að sleppa því að nota ,,að" í setningum?
,,Ég ætla fara á morgun"
,,Ég nenni ekki að fara sofa strax"


Kannski er þetta framtíðin, en ljótt er það.

 

HvuttiLitli | 27. nóv. '15, kl: 09:02:01 | Svara | Er.is | 2

Já það er eitthvað þema að ganga núna. Svo á hinn bóginn er mikið af því að fólk ofnoti þetta, t.d. "...sem að" "að þá er..."

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 09:04:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það er satt. Maður sér þetta mikið í fjölmiðlum, einkum illa skrifuðum fréttum.


Mætta jafna þetta út og ,,að" stæði á sléttu!

Steina67 | 27. nóv. '15, kl: 09:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

"víst að"


*hrollur*

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 09:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Oh nefndu það ekki ógrátandi!!

Steina67 | 27. nóv. '15, kl: 09:41:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ÉG er bara þegar farin að gráta

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

LadyGaGa | 29. nóv. '15, kl: 10:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já var einmitt að vinna með einni og það var hræðilegt að lesa tölvupóstana hennar.  Hún ofnotaði þetta orð svakalega.

LaRose | 27. nóv. '15, kl: 09:46:35 | Svara | Er.is | 3

Endar kannski á því að við tölum bara í nefnifalli og notum aldrei "að":

"Ég bara fara heim núna"


Steina67 | 27. nóv. '15, kl: 09:48:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eða "É gó hóm" Miklu styttra og þægilegra

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 09:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, gætum líka kannski tekið upp mors-kerfið. Það verður varla styttra og snubbóttara! :)

Steina67 | 27. nóv. '15, kl: 09:56:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta virðist allt miðast að því að hafa allt stutt og einfalt. Ef þú lest eldri bækur að þá er málfarið oft langt og óþarflega flókið en síðan hefur þetta einfaldast og verður alltaf einfaldara og einfaldara.  Endar sjálfsagt með styttingum og enn meira einfaldað.


ÉG er alltaf að skamma dóttur mína sem að er alíslensk, fædd á Íslandi og á foreldra sem eru fæddir á Íslandi og forferður allt aftur í tímann fæddir á Íslandi (fyrir utan auðvitað landnámsmenn).  Hún hreinlega talar í gátum og ég skil hana stundum ekki og setur ensk orð inn í. Held að hún skilji enskuna betur en íslenskuna.  Ég bara skil þetta ekki því að ég kann ekki ensku og pabbi hennar bara la la.  En hún er reiprennandi á ensku og man ekki íslensku orðin.


Ég hræðist þessa þróun

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 10:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ,,unglingamál" er alveg rosalegt. 
Ég er að reyna að slaka á með þetta því við vitum að mál þróast. Annars værum við  bara ennþá ,,út vil ek" o.s.frv. Þágufallshneigð mun t.d. verða norm eftir nokkur ár...því miður :)

Steina67 | 27. nóv. '15, kl: 10:18:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Og ekki má gleyma "það var sagt mér"  ég fæ flogakast þegar það er sagt heima hjá mér

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 10:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk gæsahúð þegar ég las þetta... 
Skelfingar málfar



Brindisi | 27. nóv. '15, kl: 10:37:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

víst að það var sagt mér...........

Grjona | 27. nóv. '15, kl: 11:04:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eða konan sem ætlaði að grafa armbandið sem hún hafði keypt sér í nöfnin á börnunum sínum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Brindisi | 27. nóv. '15, kl: 11:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahahahaha þetta er eitt það besta sem það var sagt mér

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 12:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahah, snilld :)

LaRose | 27. nóv. '15, kl: 10:39:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta er ekki góð þróun :(

Nema maður sé bara of gamaldags; ég fékk flog um daginn þegar ég var að horfa á Skoppu og Skrítlu og þær voru að tala um glæný föt held ég. Ég breyttist bara í ömmu mína og fór að þusa um að það væri ekkert glænýtt sem ekki væri dregið úr sjó...það virtist enginn í kringum mig kveikja á perunni.

Ég skil varla ungu kynslóðina (og er ekki orðin fertug!), kannski af því ég er búin að búa úti í tæpan áratug...en samt.


Degustelpa | 27. nóv. '15, kl: 10:59:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða orð er betra en glæný í þessu tilfelli, og hvernig tengist það sjónum?

LaRose | 27. nóv. '15, kl: 11:59:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Glær er sjór. Að kasta á glæ er að kasta einhverju í sjóinn til dæmis.

Maður gæti sagt splunkunýtt kannski.

Glænýtt var bara notað um fisk og annað sem var dregið úr sjó hérna á árum áður og margt gamalt fólk notar það bara í þeirri merkingu.

Þannig geturðu keypt þér glænýja ýsu úr fiskbúðinni en ekki glænýja skó úr Hagkaup.

Málfræðihornið í boði LaRose ;)

Brindisi | 27. nóv. '15, kl: 12:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég vil þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar. þetta hafði ég ekki hugmynd um og tel mig nú samt með góða íslensku kunnáttu, ætla sko aldrei að nota þetta orð aftur nema um fisk

LaRose | 27. nóv. '15, kl: 12:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kúl, við snúum þróuninni við....verðum farnar að tala eins og Gunnar á Hlíðarenda fyrir páska!!

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 12:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha, og allt okkar hyski líka!

orkustöng | 28. nóv. '15, kl: 01:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

glæpsileg kunnátta hér

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 12:51:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Roðn* Ég segi glæný eins og mér sé borgað fyrir það!

Ruðrugis | 28. nóv. '15, kl: 01:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá ertu greinilega mikil aflakló!

Bakasana | 28. nóv. '15, kl: 01:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það er ansi langt síðan farið var að nota orðið glænýtt í víðara samhengi en um sjávarfang. Einnar mínútu leit á tímarit.is synir orðið ma að orðið er notað um kandídata, rímur, næpur, brauð og ýmislegt annað, löngu fyrir aldamótin 1900. Þannig að já, kannski ertu full áköf í málvernduninni:) 
Er þetta ekki bara skólabókardæmi um hvernig íslenskan er stútfull af orðum sem eiga uppruna sinn í sjósókn en verða svo almenn. Alveg eins og við tölum um að leggja árar í bát eða róa á önnur mið þótt við höfum ekki hugsað okkur að koma nálægt árabát. 

LadyGaGa | 29. nóv. '15, kl: 10:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þessu.

Þjóðarblómið | 28. nóv. '15, kl: 10:03:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei heyrt þetta! Gaman að læra eitthvað nýtt.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

LadyGaGa | 29. nóv. '15, kl: 10:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

"sem að er alíslensk"  Af hverju notar þú "að" þarna?

tennisolnbogi | 1. des. '15, kl: 10:27:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha, ætlaði einmitt í ljósi umræðuefnisins að nefna þetta auka "að"! Fór einu sinni yfir B.Sc. ritgerð sem minnkaði sennilega um heila blaðsíðu í heildina af auka "að". Á erfitt með að skilja þessa ofnotkun!

LadyGaGa | 1. des. '15, kl: 10:33:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir ofnota þetta mjög mikið, eða réttara sagt, nota þetta þegar það á ekki við.

tennisolnbogi | 1. des. '15, kl: 10:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Nota þetta þegar að það á ekki við."
-væri t.d. ofnotkun að mínu mati!

LadyGaGa | 1. des. '15, kl: 10:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 09:51:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, pínu svona eins og fólk sem er að læra málið, en ekki þeir sem eiga íslensku sem móðurmál!
 :)

musamamma | 27. nóv. '15, kl: 10:06:38 | Svara | Er.is | 0

"Út af því að" grát.


musamamma

Grjona | 27. nóv. '15, kl: 11:03:28 | Svara | Er.is | 0

Mér hefur frekar fundist að-ið ofnotað reyndar, svona eins og HvuttiLitli segir.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 12:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er satt. 


Hef tekið eftir skortinum á ,,að" inu meira upp á síðkastið.

og ég | 27. nóv. '15, kl: 12:01:31 | Svara | Er.is | 1

Líka mikið um að fólk noti "af" í staðinn, t.d. "leita af". Alveg pínlega léleg réttritunar- og málfræðikunnátta hjá mörgum í dag. 

nefnilega | 27. nóv. '15, kl: 12:47:16 | Svara | Er.is | 1

Ég marg las "Afi" var að hringja og skyldi ekki hvaða hlutverki hann hefði ný týnt.

nefnilega | 27. nóv. '15, kl: 12:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*nú týnt

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 12:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha !


Ertu búin að fá þér kaffi í dag? :)

Brindisi | 27. nóv. '15, kl: 13:28:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meira meira

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 13:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meira hvað gæskan, kaffi?

Brindisi | 27. nóv. '15, kl: 13:45:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æi átti að koma fyrir neðan málfarsvitleysurnar en takk ómögulega meira kaffi

nefnilega | 27. nóv. '15, kl: 13:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki nógu mikið!

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 12:59:14 | Svara | Er.is | 3

Málfarsvitleysur sem ég hef heyrt frá fólki (öll skyld hvert öðru):


,,Eftir að ég hætti að reykja þá fékk ég svo rosaleg frágangseinkenni!"


,,Hva! er bara verið að smóka sig úti í göngutúr með familíuna!"


,,Jiii þetta er nú alveg út í hnött!"


,,Já svo er garður og rosa stór veröld fyrir aftan húsið!"


,,Maður er settur í svo vonda stöðu að maður er alveg á milli sleggs og báru!"


,,Jæja, best að kveðja í kútinn, þarf að drífa mig!"



Grjona | 27. nóv. '15, kl: 13:21:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó mæ, sjitturinn eini.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Dreifbýlistúttan | 27. nóv. '15, kl: 13:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er einungis sýnishorn...

LaRose | 27. nóv. '15, kl: 13:30:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

*Jesúa mig í bak og fyrir*

svarta kisa | 28. nóv. '15, kl: 02:53:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Ég ætla að keyra honum á eftir" Hvað er það eiginlega??? N.b. þá hef ég bara heyrt fólk utan að/af? landi segja þetta...

tennisolnbogi | 1. des. '15, kl: 10:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þágufallið fylgir "skutla mér", kemur sennilega þaðan. Annars þurfti ég að hugsa lengi um hvað væri vitlaust við að biðja einhvern um að keyra mér uppeftir, ég myndi líklegast ekki gera athugasemdir við þágufallsnotkun í þessu samhengi þó mér sé þjálla að biðja einhvern um að keyra mig. Eða skutla mér. Enda er ég utan af landi!

Silaqui | 28. nóv. '15, kl: 12:33:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Slæm heyrn og lítill lestur í þessari fjölskyldu?

Dreifbýlistúttan | 28. nóv. '15, kl: 18:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður spyr sig...

Pegaso | 28. nóv. '15, kl: 09:36:34 | Svara | Er.is | 0

Má ég bæta örlitlu við? hvernig í andskotanum getur fólk sem fer til útlanda farið "utan" þegar "utan" þýðir beinlínis "inn"? ? Sbr. þegar sagt er: "Utan úr heimi....." Annað: Hvernig er hægt að "...fara erlendis" ? Það er ágætlega hægt að vera erlendis - þe.a.s. ef maður fer "út" eða "til útlanda" en að "fara erlendis" er hreinlega beyglað orðalag. Eitt í viðbót: Hver andskotinn er "haldfang"? Ég kannast við orðið handfang frá því ég lærði að tala fyrir einhverjum tíu árum eða svo, en mér finnst ég æ oftar heyra þetta orð, "haldfang".

Unbeliever | 29. nóv. '15, kl: 07:29:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar eldgömul hefð fyrir því að tala um að fara utan þegar farið er til útlanda.  Á landnámsöld þýddi "að fara út" að fara til Íslands (sbr. "út vil ek") og að fara frá Íslandi var þá að fara utan.

BlerWitch | 29. nóv. '15, kl: 11:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mjög gamalgróin íslenska að tala um að "fara utan".

Pegaso | 29. nóv. '15, kl: 13:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er álíka gamalgróið að segja "fara utan" eins og að segja "mér langar". Hvorttveggja er hins vegar jafnrangt......

BlerWitch | 29. nóv. '15, kl: 23:28:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

Pegaso | 30. nóv. '15, kl: 00:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ójú....

HvuttiLitli | 29. nóv. '15, kl: 23:41:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha. Nei.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

BlerWitch | 28. nóv. '15, kl: 10:12:13 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að reyndar stundum ofnotað en auðvitað er ekki rétt að sleppa því eins og í þessum dæmum.
Mér finnst ég hins vegar vera farin að heyra fólk segja "hliðina á" í staðinn fyrir "við hliðina á" í auknum mæli undanfarið. "Hann er þarna hliðina á sófanum"...

Dreifbýlistúttan | 28. nóv. '15, kl: 18:08:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já...fólk er kannski að flýta sér að það sleppir þessum ,,auka" orðum. Slæmt, slæmt...

icegirl73 | 28. nóv. '15, kl: 10:12:47 | Svara | Er.is | 0

Sammála. Þetta er ekki falleg málnotkun. Það pirrar mig líka þegar fólk notar "sko" í enda setninga og byrjar allar setningar á "já" t.d. Sérstaklega fer í mínar fínustu þegar fólk svara í síma "já Jóhannes hér" í stað þess að segja bara "Jóhannes"

Strákamamma á Norðurlandi

BlerWitch | 29. nóv. '15, kl: 11:33:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona svipað og að nota "heyrðu" í byrjun setningar.

Klingon | 29. nóv. '15, kl: 17:20:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég byrja alla setningar á sko

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. nóv. '15, kl: 17:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahaha mér finnst einmitt fáránlegt þegar fólk segir bara ''Jóhannes'' í staðinn fyrir t.d. Halló, eða já, Jóhannes hér


Ég hringdi í vinkonu mína þegar ég var krakki og einhver karlmaður, bróðir eða pabbi svaraði. Samtalið var nokkurn vegin svona:


Hann: ''Guðmundur''
Ég: ''....ha... nei?''
Hann: ''Halló. Guðmundur!''
Ég: ''Neeei... ég heiti Lóa.... er Jóna heima?''


Ég hélt að hann væri að tala við mig þegar hann sagði Guðmundur (sem er btw ekki hans rétta nafn, Lóa og Jóna eru sömuleiðis leyninöfn á persónunum)

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. nóv. '15, kl: 17:21:35 | Svara | Er.is | 0

 

 


Ertu að meina svona?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Dreifbýlistúttan | 30. nóv. '15, kl: 19:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb!!!

BlerWitch | 1. des. '15, kl: 09:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47894 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie