# Ódýrasta smurninginn #

Gulla91 | 14. mar. '12, kl: 12:36:49 | 3470 | Svara | Er.is | 0

veit einhver hvar er ódýrast að smyrja bíl og skipta um einhverjar síur? Hvar og svona sirka verð?

 

elisvk | 14. mar. '12, kl: 16:43:43 | Svara | Er.is | 0

Farðu bara á N1 smurstöð. Þeir bjóða sanngjarnt verð og gera þetta vel. Ef þú vilt fara að spara skaltu gera þetta sjálf/ur.

ramidlav | 15. mar. '12, kl: 03:14:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ódýrara að fara á kvikk fix heldur en að kaupa olíu og síu og gera sjálfur. svo gera þeir svo margt að auki sem þeir rukka ekkert fyrir eins og perur og almenn yfirferð á bílnum. svo fær maður sér bara kaffi og vöfflur á meðan. allger snilld

elisvk | 15. mar. '12, kl: 10:38:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef þú ert með afslátt af olíu á n1.

Ég er með 30-40% afsl af flestum olíum í N1.

Sýnir þér bara hversu mikil álagning er á þessu.

ramidlav | 15. mar. '12, kl: 10:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er með afslátt af síum og olíum hjá n1 en kvikk fix er samt ódýrara . fór um daginn með opel astra til þeirra og það kostaði 5000 kall í bílnuim er pappa sía sem kostar almennt um 1500 og þá er nú ekki merkileg olían sem maður fær fyrir 3500 kall brúsann.
þar fyrir utan þá er maður að fá mikið fyrir peninginn hjá kvikk mönnum því þeir fara yfir allan bílinn fyrir mann og láta vita ef eitthvað er að skipta um perur og þess háttar eins og gert er í rándýrum þjónustuskoðunum bílaumboðanna. Þannig að ég get bara ekki annað en mælt með þeim.

BB King | 15. mar. '12, kl: 16:25:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef heyrt mikið gott um KvikkFix, ætla að kíkja til þeirra ,fyrr en seinna.

asa1 | 15. mar. '12, kl: 23:00:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki myndi ég fara með bilinn minn til þeirra miða við verðið á smurningunni þá hljóta þeir að nota úrgangsolíu og gamlar síur

elisvk | 24. mar. '12, kl: 12:48:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það gera þeir ekki.

wagoneer | 23. mar. '12, kl: 18:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er max 25% afsláttur af olíu hjá N1, þú gætir verið með 30-40% af varahlutum en aldrei olíunni ;)

elisvk | 24. mar. '12, kl: 12:49:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt hjá þér.

Ilmati | 9. apr. '13, kl: 20:56:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að Shell séu ódýrari en N1 samt..

seli91 | 19. mar. '12, kl: 22:16:53 | Svara | Er.is | 0

ég borgaði 7500kr í N1 fyrir olíu skifti og síu og frammlljósaperu samt finst mér eitt skrítið var rukkaður líka um 670 kr fyrir að láta tékka á loftsíuni og ég er með k&n loftsíu og með límiða í huddinu 7500 er vel sloppið finst mér utaf ég myndi ekki ligga í snjónum í 5 mín fyrir 3000 kr :)

svabbipvp | 22. mar. '12, kl: 19:59:50 | Svara | Er.is | 0

ekki spara í þessari deild græðir meira á að gera þessa deild til lengri tíma litið

svabbi

Tinna86 | 22. mar. '12, kl: 22:07:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því. Og hvað KvikkFixx séu ódýrir (og hafi samt efni á að bjóða uppá vöfluviðbjóð í leiðinni :S) segir mann bara að þeir nota drasl ódýra olíu og mjög lélegar síur. Svo þurfa þeir að hala inn nógumm viðskiftavinum til að ná upp gróða og flýta sér því sem aftur leiðir að óvandaðri vinnubrögðum. Sá í EuroPris blaði auglýsta Þessa Eurol olíur í brúsa á fáránlega háu verði. Segir svoldið finnst mér hehe.

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

MDN | 23. mar. '12, kl: 06:44:39 | Svara | Er.is | 0

kvikfix i kopavogi ég er með Dodge Charger og það er frekar dyrt að smirja fyrir mig ég er svona vanalega að borga 21þús en ég borgaði i kvik 7300 þús

Kv MdN

Tinna86 | 23. mar. '12, kl: 15:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem er of gott til að vera satt. myndi ekki fara með bíl þangað, þótt það væri verðlaus drusla. Bara mín skoðun :D

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

sissip | 23. mar. '12, kl: 17:53:04 | Svara | Er.is | 0

kvikkfix notar olíur sem standast staðla t.d. wv,benz,porsche ofl.
mér sýnist að sumir hér hafi eitthvað á móti því að kvikkfix bjóði góð verð.

Tinna86 | 23. mar. '12, kl: 19:07:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skildist einmitt af mörgum sérfræðingum sem vita vel til að þessar olíur standist einmitt ekki staðla VW. Var að spurja einn um það fyrr í dag;)

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

sissip | 23. mar. '12, kl: 20:25:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

menn sem vinna á smurstöð ættu að kinna sér olíurna áður en þeir drulla yfir þær,og þó hekla geti ekki boðið sanngjarnt verð er alger óþarfi skíta önnur fyrirtæki út.

Manitoba | 7. apr. '13, kl: 21:03:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sérð það bara hér, hvað sem eitthverjir sérfræðingar segja...
http://kvikkfix.is/tjonusta

Mainstream | 24. mar. '12, kl: 14:13:19 | Svara | Er.is | 0

Það er hagkvæmast að fá Mobile 1 olíuna hjá N1. Hún kostar meira en dugar svo miklu lengur....

hestinn | 24. mar. '12, kl: 20:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

éða bara kaupa petronas oliu sém kostar 500,-isk.

ársæll | 25. mar. '12, kl: 16:36:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú hefur allan tímann í heiminum, er gott að fara í kvikkfix, en eg hef aldrei þurft að biða skemur en klst eftir bílnum hjá þeim, en maður lætur sig hafa það, því þeir eru ódýrir, og olían sem þeir nota er ekkert verri en hver önnur olía,

Tinna86 | 25. mar. '12, kl: 20:53:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikill tími að þurfa að bíða svona lengi. Svo segir það sig sjálft að svona ódýr vara, sama hvort það sé smurolía, handsápa keypt í Bónus eða matvæli eða nammi eða hvað sem þér dettur í hug er yfirleitt betra að gæðum eftir því sem það kostar meira. Er ekkert að reyna að rægja þetta fyriræki, KvikkFixx heldur bara að segja mína skoðun á þeirra vörum, vinnu og framlagi sem er of lágt ti að vera satt og gott. Ef það kostar þennann "MDN" um þriðjung af vanalegu smurningunni að fara til þeirra þá er það annað hvort rándýrar síur, olía og vinna miðað við þá of hræódýru vöru og vinnu í KvikkFixx eða þá að það hefur verið að snuða hann á gamla smurstaðnum. En oft getur verið að óþarfi sé að skifta um loftsíu eða mismikið fari af ísvara á rúðupiss. Aldrei hægt að gefa upp fast verð á smurningu á fólksbíl, sendibíl, jeppling eða jeppa þar sem vélar þessara bíla taka mismikla smurolíu, olíusíann getur verið misdýr/misstórar og miserfitt getur verið að skifta um síuna eða týpan af olíu getur verið breytileg milli tegunda. Einnig er mismunur milli hugtaksins jeppi og jepplingur. Til að mynda er Zusuki Vitara jeppi og tekur minni smurolíu en stærri Audi Q7 þótt hann sé stærri og með aflmeir vél og tekur sá bíll að minnsta kosti 6.5 lítra og að mesta lagi 9.5 lítra en að mínu viti tekur meða Vitara 5 lítra af smurolíu að mesta lagi. Svo hef ég séð fráganginn í kringum smurolíusíuskiftin eftir þá hjá KvikkFixx og fleyri og þá var ekkert þurrkað upp eftir sig, ég hef einnig séð þá notað kolvitlausa síu í ákveðan bíltegund ("rétt" sía á vitlausa vél) og svo hef ég heyrt af fólki koma til mín til að endurvinna vitleysuna eftir þá á Smurstöðinni Klöpp þar sem þeir neiti að notast við fullgerfiefna-langtímaolíur og séu þar að auki dónalegir og með fautaskap við þá sem kaupa af þeim þjónustu.
Sissip ég held að þú ættir að kynna þér nýjustu verð hjá smurstöð Heklu áður en þú ferð að snúa þessu yfir á mig persónulega. Ég hef unnið þar í tvö ár og þarf ekkert að kynna mér aðrar olíur ef út í það er farið enda sjá aðrir merkari menn og snillingar innan fyrirtækisins um það og ég fylgi því bara sem mér er gefið upp. Veit jú nokkuð vel um hvað ég er að tala segi það ekki. Get gefið dæmi um að það hringdi maður á góðum aldri (heyrði það bara á röddinni að þetta var eldri nöldurseggur;)) til að fá verð í dísel Pajero af nýjustu gerð og kvaddi með þeim harkalegu orðum að þetta væri allt of dýrt. Með það að hugarljósi að það er dýrt að smyrja þessa bíla því á þá fer mikið af olíu sem þarfa að vera af ákveðinni gerð (dýr af góðum gæðum og vitað að hún ER góð) til að komast til móts við staðla sem framleiðandinn setur fram vegna sótagnarsíu á pústinu. En ef hann fer með hann annað og sett er á hann "hefðbundin" olía þá bæði er hætta á að það skemmi pústkerfið og þá þarf hann að eyða meiri pening innan skemmri tíma en ella til að láta endurnýna olíuna og síuna aftur. Mikið framtímahugsun það.

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

Tinna86 | 25. mar. '12, kl: 21:01:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo má bæta við að það er skondinn hugsunarháttur að kaupa sér bíl hvort sem það er fólksbíll jepplingur eða jeppi af dýrari gerð og fara svo með hann til að fá hann smurðann á sem ódýrastann og lélegastann hátt hjá einhverjum áhugamönnum úti í bæ. Samt þykir mér áhugavert hvað þessar sjálfstæðu smurstöðvar geta hangið úti með sína starfsemi miðað við að taka nánsat allar bílategundir og framleiðendur og þarf greynilega mikið battery til að halda utan um allar síupantanir og lager að olíunun frátöldum en þú getur gengið að því vísu að hjá umboðum færðu oftast á undantekningar takmarkalaust rétta vöru og þjónustu. En þá er ótalið það svakalega verð með allri sinni álagningu sem þessi umboð "kjósa" að láta ofaná sína orginal vöru enda tengist það umræðunni ekki nema að litlu leyti.

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

ársæll | 25. mar. '12, kl: 23:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en eg persónulega hef alltaf átt gamla bíla og er þar af leiðandi ekkert mikið að pæla endilega í gæðum olíunnar eða síunnar, eg smyr þá á ákveðnum tíma eftir ákveðinn km fjölda, auk þess myndi eg aldrei nenna að eiga svona nýja, nýlega bíla, því það er allt of mikið vesen, allt of flókið og mikil smámunasemi að eiga þetta nýja drasl auk þess sem nýjir bílar eru það viðkvæmir að það má ekkert út af bregða og þá ertu komin í tómt tjon, einsog þú varst áðan að segja með þennan ágæta pajero eiganda,

sissip | 26. mar. '12, kl: 17:48:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tinna86 það er óþarfi að taka persónulega en þegar fólk rakkar niður þjónustu sem aðrir hér eru ánægðir með hlýtur maður að velta fyrir sér hver ástæðan sé ,og ég sá það í öðrum þræði þar sem þú varst að bjóða þína þjónustu.en hvernig gastu gefið gamla nöldurseggnum verð ef að aldrei er hægt að gefa upp fast verð á smurningu?

Tinna86 | 26. mar. '12, kl: 20:11:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki að rakka neitt niður, heldur gefa mína skoðun á ákveðnu máli í samblandi við hvað aðrið hafa gert (og aðrir hafa einmitt gert það á hinn veginn og gefið sitt góða meðmæli og verið ánægð með) Ástæðan er svo sem engin sérstök í sjálfu sér nema vara fólk við að geta lent í slæmum málum með sína hluti ef notaðir eru verri eða lélegri vörur en allra jafnan þekkjast. Kom því kannski ekki alveg frá mér á réttann hátt með fasta verðið en á öðrum nýlegum þræði hér á bland varðandi smurningu bíla var bent á tilboð á Hópkaup.is hjá einherrri smurstöð sem ég man ekk hver er. En þar var gefið upp fast verð á fólksbílum, jepplingum/sendibílum og svo Jeppum. Var aðallega að miða við það en eins og fram hefur komið var ég bara ekki nógu skýr þar. Tek það fram að framleiðandinn á olíunni sem smurstöð Heklu var með til notkunar mælti bara með þessari einu sem við höfum verið að nota á þessa nýju dísel Pajeroa. Svo er það núna að smurstöð Heklu hefur tekið til notkunar ódýrari smurolíur af sömu/svipuðum gæðum sem uppfylla sömu staðla. Meira að segja er hægt að notast við næstu olíu (af þessum nýju ódýrari) fyrir neðan þessa dýrustu á nýjustu dísel Pajeroana þar sem hún uppfylir mengunarvarnarstaðlana sem olían þarf að uppfylla til að vera nothæf á þessar vélar. Heldurðu að margar aðrar smurstöðvar séu búnar að kynna sér þessi mál, eins og þú bentir mér á að gera? Skil ekki að þú sjáir út að ég sé eitthvað frekar en þú að taka þessu persónulega, enda geri ég það ekki.

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

helena13 | 27. mar. '12, kl: 20:29:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í sambandi við sóðaskap eftir oliuskifti hjá kvikkfix þa geta því miður eigendurnir lent í því að ráða inn sóða sem drífa þetta af og henda bílnum síðan frá sér. vinn btw í kvikkfix og hef séð að sóðarnir eru fljótir að fara.

Tinna86 | 27. mar. '12, kl: 20:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott mál :) Ekkert meira pirrandi en illa frá gengið í kringum vinnu á bílum, smurning eða annað.

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

Hafthoragnar | 28. mar. '12, kl: 11:27:41 | Svara | Er.is | 0

veit ekki um hvernig olíu kvikkfix notar en hef heirt að þeir séu grunsamlega ódýrir í smurning. Ætla ekki að skíta neitt yfir neinn en það hefur bara sannað sig í gegnum tíðina hjá mér að þegar kemur að olíu á vélina spararu meira með tímanum með að nota gæða olíu (hvort sem hún er dýr eða ódýr) á bílinn. Og ef að kvikkfix getur boðið uppá hana á hagstæðara verði en annarstaðar sé ég ekkert athugavert með að fara með bílinn þangað.

binnibila | 30. mar. '12, kl: 23:22:42 | Svara | Er.is | 0

Það er ferlega skrítið að fólk eins og tinna skuli virkilega gera sér vinnu í að hallmæla strákunum í kvikk fix þeir eru með mjög góða vöru bæði í olium og síum svo ekki sé talað um vöflunar þeirra sem voru þó betri þegar að hann Jens vann þar en það er önnur saga .Ég veit að olíurnar og síurnar hjá kvikk fix eru að fullu sambærilegar við það sem er gefið upp fyrir bílinn þinn og varðandi biðtíman þá eru þeir bara svona vinsælir og með mjög góð'a þjónustu Binni bifvélavirkja meistari

Tinna86 | 31. mar. '12, kl: 12:10:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða síur er KvikkFixx að nota, geturðu sagt mér það?

--------------------
♥ 6.8.2008 kom prinsessan loks í heimin :D ♥
♥ 18.12.12 kom prinsinn ♥
♥ 11.7.14 ♥

https://www.facebook.com/pages/EEF-slefsmekkir/1389270787981438?ref_type=bookmark

asa1 | 31. mar. '12, kl: 18:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vantar líka að fá samanburðarlista á þessari olíu hjá þeim og öðrum olium td hjá olís n1 og shell

travill | 15. sep. '14, kl: 15:44:36 | Svara | Er.is | 0

var að fara með toyotu corrolu til þeirra skútuvogi 2 barðinn kostaði 12000 kr finnst það dýrt

travill | 15. sep. '14, kl: 15:57:42 | Svara | Er.is | 0

Hjá KvikkFix er verðinu stillt í hóf.



Verðdæmi: Olíuskipti Yaris Kr. 6.269.-

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Síða 3 af 47943 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien