"Gjafmilt" fólk.

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 07:57:55 | 1062 | Svara | Er.is | 19

Telst það góðverk að setja inn stöðufærslu á gefins síðu þar sem þú segist ætla að gefa peningakort og fólk eigi að útlista eymd sína svo þú getir valið úr verðuga? Svara svo engum í nokkra daga á meðan nokkur hundruð manns annað hvort útlista hvað þeir sjálfir eiga bágt eða nefna aðra og þeirra eymd (án leyfis) fyrir augum nokkur hundruð ókunnra? Fólk keppist um að dásama svona.

 


musamamma

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 08:00:00 | Svara | Er.is | 17

Nei, mer finnst allt svona andstyggilegt.

Ef thu ert svona gjafmildur geturdu bara gefid i hjalparsamtok eda sent illa stoddu folki peninga an thess ad gefa upp nafnid thitt.

Thetta lysir einhverri brenglun hja folki finnst mer; thad hafa nu lika verid jolathrædir herna thar sem nikk (man amk eftir einum) vildi velja einhverja fatæka mommu og fara med henni ad kaupa inn fyrir jolin og upplifa sjalf hvad hun yrdi thakklat eda eitthvad annad crap.

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 08:01:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Stjórnendur síðunnar fá ekki svar við skilaboðum til hennar. Þetta er hryllilegt.


musamamma

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 08:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta á facebook?

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 08:15:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, gefins síðunni.


musamamma

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 08:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvad heitir síðan? Gefins?

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 08:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gefins allt gefins


musamamma

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 08:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, ég lenti í Vísi fyrir að svara þeirri umræðu, útlistuð sem vond og á móti góðverkum.


musamamma

Grjona | 25. nóv. '15, kl: 08:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þetta er bara gert til að fróa þörf gefandans til að gera 'góðverk'. Þetta er eins og keppni í að vera sem verst staddur og mér finnst þetta svooooooo ljótt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

krikrikro | 25. nóv. '15, kl: 08:04:45 | Svara | Er.is | 8

Í mínum bókum telst það ekki til góðverka, nei. Að mínu mati fara góðverk fram í hljóði, með virðingu og reisn allra í huga. Ef ég hef eitthvað gefins þarf sá sem vill hlutinn/aðstoðina eða what ever ekki að sanna fyrir mér að hann þurfi á því að halda. Það væri niðurlægjandi fyrir okkur bæði. Ef ég gef er það vegna þess að ég vill og get gefið, meira kemur mér ekki við.  

josepha | 25. nóv. '15, kl: 08:09:29 | Svara | Er.is | 2

Þetta er ógeð og á ekkert skylt við góðmennsku. 

polgara | 25. nóv. '15, kl: 08:18:10 | Svara | Er.is | 2

Alveg sammála, þetta lið sem er að þessu er að reyna að slá sig til riddara og sýna öllum hvað þau eru "ógeðslega" góð og gjafmild.  Ef þú átt auka pening farðu þá frekar með hann í hjálparsamtök sem dreyfa þessu nokkuð jafnt vonandi.  

saedis88 | 25. nóv. '15, kl: 08:18:55 | Svara | Er.is | 0

finnst það viðbjóður og ekkert í anda jólanna

Grjona | 25. nóv. '15, kl: 08:24:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þið (ekki bara þú, smelli þessu bara hérna neðan við) ættuð að skoða kommentin sem hún fær. Dæmi:

Þú ert sannkallaður engill alheimsins.bið Guð að gæta þess að þetta rati í réttar hendur hjá fólki sem virkilega þarf á þessu að halda ekki hjá folki sem kann þann leik að þykjast en þurfa alls ekki.því miður kunna allmargir þann leik en karma sér um sína
GUÐ BLESSI YKKUR FYRIR FALLEG VERK


♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

saedis88 | 25. nóv. '15, kl: 08:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sure, guð bjargar öllu! 

Grjona | 25. nóv. '15, kl: 08:35:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Audda.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

piscine | 25. nóv. '15, kl: 09:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ekki má gleyma karma!

Abba hin | 25. nóv. '15, kl: 09:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahah jesús minn. Djöfull er fólk brenglað.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 10:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég gubbaði á skjáinn

Dúfanlitla | 25. nóv. '15, kl: 14:11:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ógeðfellt.

Grjona | 25. nóv. '15, kl: 08:20:23 | Svara | Er.is | 0

Já kona!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bluejean | 25. nóv. '15, kl: 08:21:02 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst gott verk missa mátt sinn við það að opinbera það.   Góðverk eru aðeins á milli tveggja og helst eins.  Léttast er fyrir þiggjandann að vita ekki hver gaf.  Það er nógu erfitt að þiggja ölmusu svo það bætist ekki ofan á að vita hver gaf.  Mér finnst óbragð af gjöfum sem fylgir sá baggi að talað sé um þær. Umtal þýðir ekkert annað er dulbúin krafa um þakklæti sem drepur gleðina yfir góðverkinu.  Þakklætið ætti að felast í huga gjafarans yfir því að vera svo vel staddur að hann  geti gefið.   Hverjum er aukaatriði - bara að gjöfin skili sér til þeirra sem þurfa og svo getur fólk átt gleðina fyrir sig.  

BlerWitch | 25. nóv. '15, kl: 08:46:19 | Svara | Er.is | 1

Nei. Svona "hver-á-mest-bágt" færslur eru ógeðslegar. Minna mig á það þegar frænka mín var að gefa skólatösku sem átti sko bara að fara til einhvers sem virkilega þyrfti á að halda... og barnið þyrfti að koma með til að sækja töskuna, annars fengist hún ekki afhent.

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 09:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

hversu ógeðslegt er það? Í alvöru, er þetta ekki einhver siðblinda eða sadismi?

bluejean | 25. nóv. '15, kl: 09:10:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki vonska heldur heimska.

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 09:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thetta er vist vonska...orugglega heimska lika...en heimsk manneskja sem hefdi samkennd myndi fatta nidurlæginguna sem fælist i thessu.

Dalía 1979 | 25. nóv. '15, kl: 09:24:28 | Svara | Er.is | 0

Þekki nokkra svona gjafmilda sem gefa bara til að gefa hafa oft ekki efni á þvi enn gera það samt þetta er meðvirkni 

Tipzy | 25. nóv. '15, kl: 09:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þetta er allt annað, þetta er meira svona bumfight stíll þaesem viðkomandi lætur fátæka berjast um gjöfina meðan hann horfir á. svo situr hann og klappar sjálfum sér svo á bakið "ohh ég er svo góð", viðkomandi er að fróa sér á kosntað þyggjandan sem þarf helst að vera ´hnjánum með þakklætistárin í augunum að dásama gefandann hvað hann sé góður. Ef þetta snerist bara um að gefa þá gæti viðkomandi gefið þetta nafnlaust og ekki krafist þess að hitta þyggjandan svo hann geti séð þakklætið. Það var nú aðili hérna inni sem vildi nkl þetta, sagði hreint út að hún vildi hitta þyggjandan svo hún gæti séð þakklætistárin í augunum. Ég gæti ælt ég hef svo mikinn viðbjóð á svona.

...................................................................

Tipzy | 25. nóv. '15, kl: 09:29:33 | Svara | Er.is | 4

Nei langt því frá, þetta snýst um gefandan og hann er að upphefja sjálfan sig á kostnað þyggjandans. Fæ alveg hreint viðbjóð þegar ég sé svona.

...................................................................

Dalía 1979 | 25. nóv. '15, kl: 10:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Siðblinda 

ilmbjörk | 25. nóv. '15, kl: 09:37:24 | Svara | Er.is | 1

æ þetta er svo ógeðslega rangt og bara ógeðslegt!

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 10:48:10 | Svara | Er.is | 1

Er svo þakklát fyrir þig fallegi engill  2015 þakkir fyrir að vera til og leyfa öðrum að vera þeirra gæfu aðnjótandi að getað glaðst og brosað framaní heiminn og vitað það að það verði til brauð.smjör,ostur og mjólk sem er ekki sjálfgefið nú til dags . Verum þakklát fyrir allt og alla,því engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér,engin veit sína ævi fyrr en öll er og eins og pabbi minn heitinn sagði alltaf......AÐGÁT SKAL HÖFÐ VIÐ NÆRVERU SÁLAR  verum ævinlega þakklát/ur með allt og virðum hvort annað í einu og öllu. P.S komið ávallt til dyranna eins og þið eruð klædd og komiði fram við hvort annað nákvæmlega eins og þið viljið að aðrir komi fram við ykkur. Friður,knús og kossar


musamamma

QI | 25. nóv. '15, kl: 11:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég hálf skammast mín,,, ég hef 2-3 sinnum hent einhverju inn á einhvern.. of sagt frá því.. ég hélt að að hafa sagt frá því gæti fengið aðra til að gefa....  En ég hef samt aldrei gefið meira en 666 kr. í einstaka söfnun.  Er á bömmer yfir að hafa sagt frá því.. :)

.........................................................

Andý | 25. nóv. '15, kl: 11:33:20 | Svara | Er.is | 7

Jésús kristur bara lífsreglurnar og allt. Ég held það sé búið að blokka mig af gefins síðunni því ég var alltaf að vera ömurleg tussa í svona keppnisrúnk-þráðum

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Castiel | 25. nóv. '15, kl: 14:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var líka svona þráður þar seinustu jól hætti einmitt í grúbbunni þá.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

Andý | 25. nóv. '15, kl: 11:34:19 | Svara | Er.is | 1

Nei ekki búið að blokka mig!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 11:49:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gott að fá stuðning


musamamma

fálkaorðan | 25. nóv. '15, kl: 12:16:11 | Svara | Er.is | 2

Nei þetta heitri ekkert anna en gjafrúnk og er ógeðslegt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Gunnýkr | 25. nóv. '15, kl: 12:48:04 | Svara | Er.is | 1

ég skil ekki svona... 
að fólk þurfi að útlista því hvað þau eru góð. 
Láta fólk fara í ,,hverámestbágt" keppni... 

Andý | 25. nóv. '15, kl: 17:03:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Einu sinni var kona þarna að gefa (notaða) skólatösku og hún vildi bara að eitthvað ægilega aumt barn fengi hana og svo átti að vera keppnis og hún var alveg á CAPS-inu að undirstrika að eingöngu ógeðslega fátækt fólk ætti séns í vinninginn. Þannig að ég spurði hvort maður ætti meiri séns að vinna ef krakkinn væri fatlaður í þokkabót. Þið vitið, fatlaður krakki sem er fátæklingur. Mér fannst ég sjúhúklega fyndin í gríninu. En allir urðu mjög brjálaður í þessum þræði, útí mig. Skil ekki neitt, hélt mér hefði verið hent út :/

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Andý | 25. nóv. '15, kl: 17:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Og eitt fyndið líka. Einu sinni var kona að gefa húfu eða ég man ekki, peysu kannski sem búið var að merkja krakkanum, alveg stórum stöfum svona dót með nafninu framan á á kannski 9 ára strák sem heitir einhverjum tveimur nöfnum sem ég man ekki. Og þá taggaði ég vinkonu mína sem var nýorðin amma og spurði hana hvort það væri nokkuð búið að skíra hvítvoðunginn, hvort það væri ekki tilvalið að skíra hann bara þessu ágæta nafni og græða peysu í leiðinni


Ó mérst ég svo fyndin oft!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Tipzy | 25. nóv. '15, kl: 17:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hohoho það er fyndið

...................................................................

Louise Brooks | 25. nóv. '15, kl: 17:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fliss

,,That which is ideal does not exist"

pafugl | 25. nóv. '15, kl: 17:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Umræðan í þessum þræði snýst um að velta sér uppúr eymd annarra. Alveg ömurlegt

Andý | 25. nóv. '15, kl: 17:20:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já og hvað, má ég allt í einu ekki skjóta inn skemmtisögum hingað lengur sem snúa að fólki sem veltir sér upp úr þurfalingum? Ókei, bæ!!!!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

pafugl | 25. nóv. '15, kl: 17:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú Andý auðvitað ég meinti þetta alls ekki þannig. Sögurnar eru fyndnar, ég var bara svo hugsi um þetta umræðuefni. Bestu kveðjur frá frú pafugli

Andý | 25. nóv. '15, kl: 17:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha. Ég var nú bara að stríða þér :)


Mbk., Andý Hrekkjusvín

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Gunnýkr | 26. nóv. '15, kl: 12:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahahah Andý... hahahahahah

Gunnýkr | 25. nóv. '15, kl: 12:51:42 | Svara | Er.is | 7

svo er fólk að nafngreina einhverja sem þeir vita að eiga erfitt.
Jiii hvað ég yrði illa ósátt ef ég stæði illa og fólk væri að setja nafn mitt í svona þræði...

Abba hin | 25. nóv. '15, kl: 13:07:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála, það er algjört ógeð :(

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 13:46:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ÉG sem ætlaði að benda á þig :( segðu svo að ég hugsi ekki til þín HA

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Gunnýkr | 25. nóv. '15, kl: 15:52:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já takk fyrir það. 
gleður mig... :p

VanillaA | 25. nóv. '15, kl: 12:56:43 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst þetta bara hreinlega ógeðslegt, og mér líður illa við að sjá svona. Þessi þráður varð með þeim lengstu og manneskjan var enn að koma inn og biðja um skilaboð þótt hundrað manns væru búnir að svara og senda. Ömurlegt.

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 13:45:25 | Svara | Er.is | 2

Ohhhh ég var of sein að senda vælusögu.


Ég á nýjan bíl, er með nýjar neglur, geng í Gabor og Tamaris skóm, nýkomin frá útlöndum og er öryrki og mánuðurinn minn náði ekki saman og ekki sá næsti heldur.  Get ekki gefið dóttur minni það sem hana langar í í jólagjöf og keypt bensín á bílinn hjá stráknum.

Væli væl  plísplísplís viltu hafa mig í huga, það hefur það enginn verra en ég :(

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 25. nóv. '15, kl: 13:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búið að taka þetta út?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 13:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

nefnilega | 25. nóv. '15, kl: 21:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Damn, ég sem var að joina þessa grúppu bara til að sjá þetta!

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 14:22:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er svo skelfilegt að það ætti að stofna sér hjálparsamtök fyrir þig svona eins og rauði krossinn eða unicef

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 14:54:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já mér finnst það  Búhúhúhú ég þarf sko að fara í litun og plokkun og vantar pening.


ÆJ það er ljótt af mér að gera grín því að það er margt fólk sem er í erfiðri stöðu, en það fólk er allra síst þarna inni að auglýsa stöðu sína.


Og eins og einhver sagði að þá fer þetta ekkert alltaf á rétta staði þar sem þörfin er og auðvelt að spila sig eitthvað voðalega þurfandi og koma svo í pels, á nýjum bíl og með nýjar neglur að sækja.  Ef ég ætti ekki pening og endar næðu ekki saman þá væri bílnum fórnað og hann tekinn af númerum og þyrfti þá ekki að borga tryggingar og eldsneyti af honum.  Ju jú vinkona mín gæti hafa gefið mér neglur og pelsinn frá ömmu minni eða keyptur í Rauða krossinum.


En mér er saman.


Minnist þess alltaf að fyrir nærri 30 árum unnu tvær konur með mér.  Önnur þeirra var einstæð með 2 börn, hafði ekki ofan í börnin sín að borða og varla húsnæði.  Hin var í "sambúð" (óskráðri) og var með 2 börn og hafði nóg ofan í börnin sín og húsnæði.  Seinni konan kvartaði endalaust undan því að hvað allt væri erfitt og hvað allt væri dýrt.  Fyrri konan kvartaði aldrei og eldhúskonurnar laumuðu að henni afgöngum eftir daginn og fyrir það var hún þakklát en bað aldrei um neitt.


Báðar þessar konur fóru í sömu vikunni til Féló til að óska eftir fjárhagsaðstoð, sú fyrri fór með bros á vör og hlakkaði til og vældi þessi ósköp og fékk fjárhagsaðstoð.  Sú seinni fór með þunga og hlakkaði ekki til að þurfa að leita sér að aðstoðar og því voru þessi spor þung fyrir hana, hún sagði hvernig staðan hjá henni væri og sýndi fram á það en fékk neitun.  


Hvor átti meiri "rétt" á aðstoðinni? Vann mjög náið með þessum konum.  Og ég veit af svona dæmum enn í dag, þó eru reglurnar orðnar strangari.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háess | 25. nóv. '15, kl: 14:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er hræðileg saga. :(

Gerði mig leiða að lesa.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 15:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já við vorum mjög leiðar hinar sem unnum með þessum konum og fórum af stað með leynilega söfnun til handa þeirri sem ekki fékk fjárhagsaðstoðina en þurfti virkileg á henni að halda.  Hún var mjög þakklát en auglýsti aldrei sína stöðu á einn eða neinn hátt.




Ég veit líka um aðila sem hringdi í ákveðið félag í ákveðnu bæjarfélagi og sagði það að það væri mjög þröngt í búi hjá ákveðnu fólki í bæjarfélaginu og það ætti hvorki til hnífs né skeiðar. Þetta félag fór af stað og ákvað að gefa pening og leitaði til annarra félaga í bæjarfélaginu og saman fóru forsvarsmenn þeirra félaga og ætluðu að afhenda þessa aðstoð og bankaði uppá.  Fólkið varð hvumsa og spurði hvað væri í gangi eiginlega, það ætti alveg nóg fyrir sig og sína og engir erfiðleikar.  Þá hafði ættingi þessa fólks hringt og þessi ættingi var ekki alveg heill í höfðinu.


Annað dæmi þar sem sömu félög gáfu ákveðna fjárhæð og átti að færa tveimur gömlum konum. Þegar það fréttist að það ætti að styrkja þessar aumigjans gömlu konur í félaginu þá stóð kona upp og sagði, ætlum við að gefa þessum aumingjans gömlu konum fullt af peningum svo þær geti verið út úr drukknar yfir jól og áramót?  Þetta færi allt í brennivín og ekkert í mat.  Það var því ákveðið að fara með matarpakka handa þeim.


Það þarf að skoða vel hvernig hlutirnir eru og engan vegin hægt að stilla þessu þannig upp að þetta sé keppni eins og inn á Gefins síðunni.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Brindisi | 25. nóv. '15, kl: 15:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég hallast einmitt því miður af að þessi hópur sé alltaf að stækka, þá er ég að meina svona fólk sem fer í litun og plokkun, kaupir nýjasta Iphoninn, bíður í röð eftir omaggio, peningurinn klárast og þá er sko vælt og fengið hjálp hjá hjálparsamtökum

hef engar sannanir eða rannsóknir til styrktar mínu máli......svona ef Ert ætlar að fara að svara :) sé bara tölur um aukna bílasölu, símasölu, eyðum milljörðum í jólatónleika og allskonar þannig á meðan á sama tíma finnst manni fátæktarkvartið alltaf aukast en kannski er ríka fólkið bara alltaf að kaupa þrennt af öllu og ekkert skánar annars

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 15:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já því miður er það þannig og það bitnar á þeim sem virkilega þurfa á því að halda.  Hef einmitt engar sannanir fyrir slíku heldur, þetta sér maður bara úti í þjóðfélaginu.  Þekki einmitt konu sem kom heim á þorláksmessu með fullan poka frá Mæðrastyrksnefnd í annari hendinni og heimabíó í hinni sem hún keypti og grobbaði sig einmitt af því að svona ætti maður að fara að því að lifa á kerfinu.


Fátækrakvartið er alltaf að aukast og mér sýnist það vera mest hjá því fólki sem leyfir sér mest og hefur ekkert peninga vit,  athugið að ég er EKKI að alhæfa og þegar peningarnir eru búnir að þá fer fólk að grenja yfir peningaleysi og hvað allt sé dýrt og yari yari yari þegar það á allt. Og ef maður býður föt á börnin þá er bara fnæst á mann að út úr fataskápunum fljóta fötin og börnin þeirra fari sko ekki i notuð föt.


Svo þeir sem virkilega þurfa aðstoð þeir segja ekki orð því þeir skammast sín fyrir sína stöðu og biðja ekki um aðstoð.  Það forgangsraðar öðruvísi oft á tíðum og nýtir peningana betur og er þakklátt fyrir það sem því er rétt.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Brindisi | 26. nóv. '15, kl: 09:56:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl sumt fólk er orðið svo skammarlaust

Ziha | 25. nóv. '15, kl: 15:09:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ruglaðirdu nokkud saman fyrri og seinni í endann?

,

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

nefnilega | 25. nóv. '15, kl: 21:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gabor? Ertu hundraðára eða?

Steina67 | 26. nóv. '15, kl: 01:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

JÁ og ég elska þá

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háess | 25. nóv. '15, kl: 13:59:05 | Svara | Er.is | 0

Fólk er greinilega komið í "jólastuðið", þvílíkur viðbjóður!

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

hallon | 25. nóv. '15, kl: 14:06:35 | Svara | Er.is | 0

Ég yfirgaf þessa síðu, gafst upp á henni því mér blöskraði oft svona þræðir og líka þegar fólk var að auglýsa eitthvað gefins komu upp rifrildi á milli mögulegra þiggjenda hver ætti mest bágt og ætti þetta mest skilið.

Santa Maria | 25. nóv. '15, kl: 15:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ eg held þvi miður ad þeir sem þurfa virkilega adstoð leiti ekki eftir henni.Sá td á Jólakraftaverk síðunni þar eru 2 manneskjur stjórnendur sem hafa verið ansi kræfar ad betla á öllum síðum ad þær eigi eigi ekki mat eda neitt liggur við í byrjun mánadarins en eru nu stjórnendur á þessari siðu,hvernig veit fólk ad þetta sem þær eru ad biðja um fari í réttar hendur eda ad þær séu ad safna fyrir sjálfan sig bara?þær eru allan daginn ad setja inn aldur á börnum svo veit fólk ekkert meir hvert þetta fer..en vona innilega ad þetta fari á rétta stadi.

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 15:22:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.


Ég er ekki tilbúin heldur til að gefa með peningum.  ÉG vil frekar styrkja með matargjöfum og fatagjöfum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Santa Maria | 25. nóv. '15, kl: 15:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en eins á faceb er erfitt ad fylgjast med hvert þetta er ad fara þær setja bara endalaustv aldur á börnum svo veit enginn i hvada hendur þetta fer.Fyrirtæk eru ad styrkja þetta.

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 15:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veit ekki hvort þú manst eftir því sem var á textavarpinu að mig minnir, man ekki alveg hvernig það var en það voru rosa flottir vinningar alltaf og svo kom í ljós að sá sem stjórnaði þessu hirti vinningana að mestu alla sjálfur og setti bara nöfn vina og ættingja eða lét vini og ættingja hafa þá.


Þetta er ofboðslega vand með farið svo rétt sé.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Santa Maria | 25. nóv. '15, kl: 16:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg er hrædd um ad það sé eitthv til i þvi i þessu tilfelli.

Dúfanlitla | 25. nóv. '15, kl: 14:10:07 | Svara | Er.is | 1

Ég hef séð svona,, finnst þetta bara ljótt.  Snýst bara um hversu góður gefandinn er . Það eru aðrar leiðir til að vekja fólk til umhugsunar og gefa.  

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 15:42:07 | Svara | Er.is | 0

Það var hlegið að mér í vinnunni fyrir að ana út í rauðan dauðann án þess að fatta neitt. Sjálfsmorð á netinu.


musamamma

Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 15:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir að ana út í þessa umræðu? eða barnaperramálið?  ERtu búin að hringja í Fangelsismálastofnun?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 17:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ana út í þessa umræðu. Ekki búin að hringja, mundi ekkert í morgun og búin að vera á haus í dag, vinna og talþjálfun.


musamamma

Háess | 25. nóv. '15, kl: 15:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

What?

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 17:06:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hlegið að hvað ég næ fólki auðveldlega upp á móti mér ;) 


musamamma

Háess | 25. nóv. '15, kl: 17:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahahaha eitthvað kannast ég við svoleiðis. ;)

Ælofjú!

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Cheddar | 25. nóv. '15, kl: 17:29:44 | Svara | Er.is | 1

Fólk sem vill gefa á bara að láta það í hendur hjálparsamtaka en ekki standa í svona bulli. Ég og þú höfum enga burði til að meta hver á mest bágt og hver ekki. Ég mundi éta núðlur öll jólin frekar en taka þátt í svona bulli.

smbmtm | 25. nóv. '15, kl: 20:49:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta fáránleg leið til að vera "gjafmildur" af hverju fer viðkomandi bara ekki í mæðrastyrks nefnd eða álíka góðgerðar samtök. Mætti halda að viðkomandi fái kikk út úr þessu..... En svo er hún kannski að gera af góðum hug bara vanhugsað..

presto | 26. nóv. '15, kl: 14:46:03 | Svara | Er.is | 0

Oj

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Síða 1 af 47546 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, tinnzy123, paulobrien, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, Guddie