"Listaverkið" Litla hafpulsan í Reykjavíkurtjörn

Júlí 78 | 7. des. '18, kl: 11:50:42 | 259 | Svara | Er.is | 0

Veit einhver hvað "listaverkið" Litla hafpulsan kostaði sem var plantað þarna í Reykjavíkurtjörn?  Hvernig gat borgarfulltrúum dottið í hug að samþykkja þetta? Mér finnst þetta vera að eyðileggja tjörnina og sko fleirum en mér fannst það, ég keyrði þarna framhjá í gær með öðrum í bíl og við eiginlega skellihlógum. Dettur ekki öllum í hug eitthvað annað en hafpulsa þegar litið er á þetta? Sjá ekki allir hvað þetta er eða hverju þetta líkist? Hefði svona verið leyft í öðrum löndum og það miðsvæðis í borgum? Mér finnst við bara verða að athlægi í augum útlendinga með þessu. Og ég skammast mín ef að danadrottning hefur farið farmhjá þessum ósköpum. Svo segir þarna í fréttinni: " Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, hafði ekki heyrt af skemmdunum þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann sá skemmdirnar út um glugga á Ráðhúsi Reykjavíkur og var greinilega hissa og miður sín." Á hann ekki eitthvað bágt?
http://www.visir.is/g/2018181209183/litla-hafpulsan-hefur-misst-reisn-sina

 

BjarnarFen | 7. des. '18, kl: 13:38:38 | Svara | Er.is | 1

https://www.youtube.com/watch?v=lYSOmYyNHpU

kaldbakur | 7. des. '18, kl: 16:11:57 | Svara | Er.is | 0

Dagur B hefur ekkert séð þetta var bara að lesa um þetta fyrirbæri í blöðunum. 
Upplýsingafulltrúinn heldur að þetta sé eitthvað verkfæri sem Holu Hjálmar noti til að stappa í holurnar  sem eru jú útum allt.
Hommar og lesbíur vita ekkert hverskonar verkfæri þetta er. 
En gaman að þessu eða hvað ...gæsirnar roðna þegar þær sjá þetta. 

kaldbakur | 7. des. '18, kl: 16:38:13 | Svara | Er.is | 0

Þeir hefðu auðvitað átt að sýna danadrottningu verkið þegar hún var hér um daginn.
Hefði kannski farið úr henni mesti kuldahrollurinn ? 

Júlí 78 | 8. des. '18, kl: 12:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já eða danadrottningin hefði bara fengið hjartaslag við þessi ósköp ef hún hefði farið þarna framhjá. Eiginlega sammála því að Dagur B. hefur varla vitað af þessu máli, hann getur ekki hafa verið svo vitlaus að samþykkja þetta. En líka möguleiki að þau þarna í borgarstjórn hafi ekkert vitað hvernig verkið myndi líta út, allra síst að "pulsan" yrði bleik og það sem er þar fyrir neðan gult!  Þetta var eins og hvert annað djók þarna! Þetta er kannski orðið þannig þarna í borgarstjórn: "Eigum við að samþykkja listaverk eftir xxxxx?, það nefnist Litla hafpulsan"  Hmmm..já merkilegur listamaður, hlýtur að vera gott verk frá henni. Samþykkt!" 

kaldbakur | 8. des. '18, kl: 21:55:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski erum við Júlí 78 mín bara svona gamaldags  ? Einu sinni voru málverk með berum konum hvað þá körlum ekki vel séð opinberlega  að manni var sagt.  En þetta er jú kannski öðruvísi  eftirlíking af kynfærum karls útí miðri tjörn þar sem mömmurnar koma með litlu börnin sín til að gefa öndunum :)  ? Svo er líka smekkur fólks mismunandi.
Mér kemur í hug að það mætti gera smærri  afsteypu (raunstærð ? ) af  "listaverkinu" hafa það vel þungt  og gæti staðið 
á t.d. skrifborði og verið notað sem bréfapressa. 
Virðist einhvernveginn svo "handhægt" :) 
En ég verð nú að viðurkenna að ég myndi ekki vilja  hafa þannig verkfæri á mínu skrifborði, nóg að hafa það undir skrifborðsplötunni hehe.. 

Júlí 78 | 9. des. '18, kl: 10:05:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að maður þurfi að vera smákrakki eða blindfull til að fíla þetta "listaverk"

kaldbakur | 9. des. '18, kl: 10:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski - held að það sé búið að sprengja typpið upp . Var mynd af því einhversstaðar  allavegana  með "minni reisn" :)
Annars hefði kannski mátt hafa not af þessu   sem gosbrunn ? 

Júlí 78 | 9. des. '18, kl: 10:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég setti inn link hér efst þar sem þetta sést bæði með fullri og minni reisn ;)  Nei, takk engan gosbrunn á þetta, helst bara henda þessu á haugana en væri kannski hægt að selja þetta í "dótabúðina".... heitir hún ekki "Hjálpartæki ástalífsins"?  ;)  

kaldbakur | 9. des. '18, kl: 10:28:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já bara grín ... en jú hún heitir víst eitthvað þannig...  veit ekki hvort þetta  væri brúklegt heldur stórt er það ekki ? :)

Júlí 78 | 9. des. '18, kl: 10:31:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú varla brúklegt en kannski einhverjir vilja hafa þetta upp á punt í sínu svefnherbergi og finnst þetta æsandi ;)

kaldbakur | 9. des. '18, kl: 10:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski... en þetta heitir hafpulsa... ?  Er það eitthvað í stíl við hafmeyju ? 

Júlí 78 | 9. des. '18, kl: 10:36:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara skil ekki þetta orð hafpulsa, hef aldrei heyrt það áður. Örugglega nýtt orð þar sem þetta átti að fara í vatn og einhverjum hefur þótt þetta líkt pulsu. En enginn stíll yfir þessu.

kaldbakur | 9. des. '18, kl: 10:42:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm mér finnst   pulsur stundum góðar en líst ekki á þessa, brauaðið líka skrítið líkist snúð, er þetta laukur sem er þarna með  ?

Júlí 78 | 9. des. '18, kl: 10:52:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst pulsur bestar á 17. júní og vil þær með öllu og laukurinn verður að vera glær og ferskur, ekki gulur! ;) En þessi pulsa sem á að vera framlag til 100 ára lýðveldisafmælisins líst mér ekkert á. 

kaldbakur | 9. des. '18, kl: 11:00:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu ég held að ég sé búinn að ná þessu. 
Maður verður að reyna að setja sig inní hugarheim listamannsins. 
Þetta er ung og myndarleg kona. 
Maður má ekki gagnrýna þetta hugsunarlaust. 
"Hafpulsa" er einhverskonar myndlíking sjómannsins þegar kemur af hafi. "Litla" er  svona smá stríðni og líka eitthvað krúttlegt. Þarna er skírskotun til "litlu Hafmeyjunnar" en hafmeyjan er jú draumur sjómannsins. 

leonóra | 9. des. '18, kl: 11:35:03 | Svara | Er.is | 1

Ég er nú svo forpokuð og úldin að ég vil hafa fögur listaverk á okkar bestu stöðum.  Ég vil líka hafa verslanir með íslensku handverki eða lista gallerý á okkar bestu stöðum - ekki H&M verslun.  Litla hafpulsan er að mínum dómi hvorki fögur né mikið listaverk og því hefði ég valið henni stað úti á Granda eða í Fjölskyldugarðinum en ekki í nafla miðborgarinnar.  Auðvitað er hafpulsunni ætlað að koma af stað róti í hugum manna og af stað umræðum og það hefur henni tekist - en samt verður hún ekki fallegri fyrir það.  Almennt séð held ég að litla hafpulsan njóti hvorki virðingar né aðdáunar.  Mundi svo gjarnan vilja heyra frá einhverjum sem sér hana með öðrum augum en ég.

Júlí 78 | 9. des. '18, kl: 12:04:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst allt í lagi að hafa H&M verslun í miðbænum og fleiri búðir með merki sem tíðkast erlendis. En ég er ekki viss um að útlendingarnir versli svo mikið í H&M búð hér, geta sjálfsagt fengið vöruna ódýrari heima hjá sér. En ágætt að hafa verslanir með íslenskur handverki eða lista gallerý á okkar bestu stöðum. Ég vil alls ekki hafa þessa "Litlu hafpulsu" út á Granda eða í Fjölskyldugarðinum. Vil bara stinga gati á þetta, hleypa loftinu úr og henda á haugana. 

BjarnarFen | 9. des. '18, kl: 12:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þér finnst það ekki allt í lagi að fá H&M. Skoðaðu þetta https://www.dw.com/en/hm-sits-on-billions-of-unsold-clothes-as-profits-plummet/a-43175750 og þá veistu hvað ég á við.

amazona | 9. des. '18, kl: 12:50:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ok, þú hefur ekki hundsvit á list og finnur þig knúna til að auglýsa það, list hefur alltaf kallast á við samtíma sinn og er síbreytileg,
conceptlist/hugmyndalist byggist á ákveðinni hugmynd, Steinunn hefur unnið með PULSU árum saman, þetta er eitt tilbrigðið.
Varla er fólk að hugsa um dildóa og buttplugs þegar það fær sér eina SS pulsu.

Júlí 78 | 9. des. '18, kl: 13:01:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki er ég að hugsa um dildóa þegar ég fær mér eina puslu ;) En allt í lagi að grínast eitthvað. Það er alltaf matsatriði hvað er list og hvað ekki. Það sem einum finnst list finnst öðrum ekki. Svo getur manni fundist þegar einhver er að byrja í sinni listsköpun (t.d. málverk) að viðkomandi sé ekkert sérstaklur listamaður en fundist svo frábær með sín seinni verk. Annars þá þarf ég ekkert að vera að stúdera listaverk til að geta hafa eitthvert vit á því.

amazona | 10. des. '18, kl: 00:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hahahahahahahahahahahahahahaha
Akkurat t. d. málverk

Júlí 78 | 10. des. '18, kl: 01:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú mátt hlæja..
Skilgreinineg á list: "List   er það þegar sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og  myndir, tónverk eða styttur   eða aðrir hlutir eru búnir til, í þeim megintilgangi að varpa ljósi á  fegurð   og mikilfengleika  heimsins,  að tjá tilfinningar eða skilning listamannsins, eða að aðrir fái notið verksins. Orðið list getur einnig átt við um afrakstur slíkrar sköpunar.

Erfitt er að skilgreina list á altækan hátt, þótt margir hafi sterkar skoðanir á því hvað er list og hvað ekki. Ótal mælikvarðar eru til um það hvaða skilyrði hlutur eða verknaður þarf að uppfylla til að teljast list. Sumir telja að list sé það sem eykur skilning okkar á umheiminum umfram einfaldan hlutlægum skilning. Oft er talað um að verknaður sé list ef afraksturinn er fagurfræðilegur (Hatcher, 1999). Samkvæmt þessari skilgreiningu hefur list fylgt mannkyninu frá því örófi alda, eins og hellamálverk sýna.

En þótt hægt sé að skilgreina list á mjög víðtækan máta eru margir sem vilja undanskilja ýmsa iðju sem þó miðar að fagurfræðilegum afrakstri, svo sem handverk og iðnhönnun Samkvæmt þessari skilgreiningu, sem er nýrri af nálinni, er orðið list lítið meira en stytting á hugtakinu sköpunarlist eða hámenningarlist list. Með öðrum orðum er mest áhersla lögð á nýnæmi listarinnar og að listamaðurinn ögri áhorfandanum, svo upplifun listarinnar verður virkur atburður, frekar en að listin sé í bakgrunni og geri umhverfið fallegra. Til dæmis geta handprjónuð föt sem unnin eru samkvæmt uppskrift aldrei orðið list í þessum skilningi orðsins, sama hversu vel þau eru unnin.

Til viðbótar við nýnæmið er stundum gerð krafa um að list sé unnin í göfugum tilgangi. Dæmi um það er þegar tónverk eða kvikmyndir sem framleiddar eru í þeim megintilgangi að afla tekna fyrir framleiðandann eru undanskilin frá skilgreiningunni á list, og kölluð iðnaður (sbr. kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður).

Þegar list er skilgreind á þröngan máta, líkt og rætt er um hér að ofan, er sjaldgæft að menn séu sammála um hvað er list og hvað ekki. Því hafa ýmsir haldið því fram að slíkar skilgreiningar hafi meira að gera með smekk heldur en hlutlæga aðgreiningu."

kaldbakur | 10. des. '18, kl: 19:33:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gaman að þessu Júlí þú búin að sanka að þér allskonar skilgreiningum á list  :) 
En veistu list er eingöngu það sem þú sérð  í brjósti og huga þér ? 

Júlí 78 | 10. des. '18, kl: 20:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á ég veit það vel enda varð ég bara að setja þetta inn fyrir hana amazona svona í stríðni því hún þykist hafa svo mikið vit á list. Mér verður hugsað til þess þegar ég í framhaldsskóla átti að velja mér bók (í íslensku) til að lesa og skrifa um. 2 bækur voru í boði. Önnur bókin var eftir einhvern vel metinn rithöfund (sem sjálfsagt margir kalla listamann) og hin bókin var eftir rithöfund sem ég vissi ekki til að væri þekktur rithöfundur. Ég ákvað að lesa nokkrar blaðsíður úr þessum bókum áður en myndi ákveða hvaða bók yrði valin. Þessi bók sem var eftir þekkta rithöfundinn fannst mér óskiljanleg og ég hélt engan veginn athygli við lesturinn þar. Allt annað með hina bókina eftir hinn rithöfundinn sem var ekki eins þekktur enda valdi ég þá bók. Fékk svo mjög góða einkunn fyrir úrdrætti/umfjöllunina enda fannst mér bókin svo áhugaverð og gott að lesa hana. Það fer ekki á milli mála að mér fannst þessi rithöfundur sem skrifaði þessa bók sem ég las vera miklu betri rithöfundur en hinn sem var þekktur rithöfundur. En svo getur svo sem vel verið að einhver annar hefði verið á allt annarri skoðun og fundist hin bókin miklu betri. Svo þetta er altaf matsatriði hjá hverjum og einum hvað er list og hvað ekki.

kaldbakur | 11. des. '18, kl: 08:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil þig vel :)
Öll þessi umræða um "Den lille havpölse". (litlu hafpulsuna).
Ég held að höfundurinn heiti Steinunn þú hefur aldeils  kveikt bál hér með því að velja hana sem umræðuefni. 
Þannig að þú ert öðruvísi þenkjandi en þegar þú varst í framhaldsskólanum. :)

Júlí 78 | 11. des. '18, kl: 09:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fann það á netinu hver  höfundurinn er, Steinunn Gunnlaugsdóttir heitir hún, hef ekki séð hana áður. Það getur vel verið að hún geti gert einhver fín verk en ég leyfi mér að segja að þetta er alls ekkert fínt eða flott. Það kemur fram í frétt að hún hafi fengið boð um að sýna "verkið" í Danmörku. Verði þeim að góðu en það gæti komið mótmæli frá fólki þar. Nei, nei held ég sé ekki mikið öðruvísi þenkjandi en þegar ég var í framhaldsskóla. Kann að meta góð listaverk. Finnst t.d. Erró mikill listamaður, Kjarval, Luisa Matthíasdóttir og margir fleiri. Sumir eru bara alveg "með þetta"

Júlí 78 | 11. des. '18, kl: 09:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ekki gleyma að nefna Ásgrím Jónsson. T.d. þessar myndir frá Þingvöllum finnst mér frábærar.
http://www.listasafn.is/english/associated-collections/asgrimur-jonsson-collection/web-exhibiton-asgrimur-jonsson/landscape/


kaldbakur | 11. des. '18, kl: 09:38:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú vissulega rétt hjá þér.  
En það er svoldið gaman að þessu öllu líka. Steinunn er klárlega að ögra fólki sá þarna góða leið. Ég veit ekki alveg hvernig henni tókst að setja "listaverkið" í tjörnina þarna rétt fyrir framan adapollinn. En það verður alltaf einhver umræða um djarfa listamenn. Man að Alfreð Flóki var umdeildur, end myndirnar hanns með erótík og hálfgerðri djöfladýrkunn. Nú rithöfundar og skáld eru líka umdeildir.
Þurfa samt ekkert endilega að klæmast til að verða áberandi held ég. 
Hér er listaverk eftir jupprennandi listamann Rögnvaldur Skúla.
Hann er kannski að fara svipaða leið og Steinunn ?
Listmálaranum Rögnvaldi Skúla þótti gaman að sjá málverkið sitt í Áramótaskaupinu.

kaldbakur | 11. des. '18, kl: 09:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gleymdi að segja að þetta listaverk Rögnvalds Skúla var í síðasta áramótaskaupi. 
Ég held að skaupið hafi þótt nokkuð gott ef ég man rétt. 

Júlí 78 | 11. des. '18, kl: 10:38:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meira að segja ég var nú hneyksluð á þessu áramótaskaupi. Er ekki langt gengið þegar RÚV sýnir svona í einhverju áramótaskaupi þar sem fólk á öllum aldri horfir á það? Kall með typpið út í loftið og kellingar berbrjósa í heitum pottum? 

kaldbakur | 11. des. '18, kl: 13:06:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú sennilega komið á svoldið grátt svæði finnst manni. 
Kallinn stuðar en ju ju stelpurnar berbrjósta þær virðast hafa gaman af.
Karlinn með litla typpið er jú bara mynd  (málverk) veit ekki hvort það var einhver fyrirmynd ? 

Júlí 78 | 11. des. '18, kl: 15:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar berbrjóstu konur, sjálfsagt var verið að gera grín að metoo byltingunni. En ég hafði engan húmor fyrir henni og finnst hallærislegt að mæta fyrir framan Alþingishúsið berbrjósta eða í sundlaugar. Mín skoðun, get þó hlegið að ýmsu öðru! Mér sýnist að beðið hafi verið um þessa mynd fyrir þetta skaup og ég las á netinu þegar verið var að fjalla um þetta: " Í atriðinu var gert grín að typpamyndum sem eru oftar en ekki sendar án þess að viðtakandinn óski eftir þeim." Þessi Rögnvaldur Skúli virðist alveg geta málað en ég mæli með að hann máli eitthvað annað!

kaldbakur | 11. des. '18, kl: 17:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála þér held bara alveg 100%. Metoo  var ofnotað. 
Þessar stelpur í pottinum voru svosem með lagleg brjóst, en alveg óþarfi þessi sýniþörf.
Rögnvaldur er laginn með pensilinn það er alveg klárt.   
Mér finnst að ef þessi erótík eða hvað maður kallar þetta bæði á lérefti eða í þrívídd flottari sem abstrakt. 
eins og Piccaso eða aðrir snillingar myndu útfæra þetta. Nákvæmnismálarar eiga ekkert erindi í svona kynfæravesen. 
Verður hálf hallærislegt. 

Júlí 78 | 11. des. '18, kl: 09:03:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meinti Louisa Matthíasdóttir

kaldbakur | 9. des. '18, kl: 12:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er smá erótískur orðaleikur hjá listakonunni.
Til er heimsfrægt danskt listaverk "Den lille havfrue"  stytta í Kaupmannahöfn eftir ævintýri H C Andersen.   
Hér er listakonan að skírskota til þessa verks og kallar sitt listaverk á dönsku "Den lille havpölse" (ísl. Litla hafpulsan). 
Við erum ekki eins rík hvað ævintýraskald varðar þar sem danir eiga sinn H C Andersen. 
Hver veit nema að einhver upprenandi skáld okkar búi til " Ævintýri litlu hafpulsunnar" ? . 

Lýðheilsustofa | 11. des. '18, kl: 13:06:52 | Svara | Er.is | 1

''Listamaðurinn'' er þekktur dópisti. Hún er í no boarders og einhverju svona rugli. Mér finnst ljótt að borga henni fyrir þetta, því upphæðin sem hún fær fer beint í dóp og þetta veit borgarstjórn og er í raun bara að nota neyð þessa einstaklings. Hefði verið betra að nota þessa peninga til að koma henni á stofnun þar sem hún gæti unnið úr sínum málum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bíll dreginn í burtu aparassinn 21.5.2019 22.5.2019 | 04:52
Hræsnarar ekki Hatarar Blómabeð 21.5.2019 22.5.2019 | 04:08
Guð ekki hress ! Dehli 13.5.2019 22.5.2019 | 01:39
góða fólkið sem berst fyrir réttindum kvenna adaptor 21.5.2019 21.5.2019 | 23:18
Fullur maður Dehli 20.5.2019 21.5.2019 | 20:18
kettlingar fást gefins eru 6vikna Viola 18.11.2006 21.5.2019 | 19:50
Svara fullum hálsi R E D 26.7.2006 21.5.2019 | 19:07
Almenn netverslun? Björn Erlendur 18.5.2019 21.5.2019 | 14:10
Sumarskóli Fjárnám oskar87 21.5.2019 21.5.2019 | 12:55
Hvernig skal svara umræðu huggy 30.10.2006 21.5.2019 | 10:00
Vá hvað Þórdís Lóa og restin af borgarstjórn er illa gefin. spikkblue 17.5.2019 21.5.2019 | 09:59
Allir að svara. galdranornin 6.12.2004 21.5.2019 | 09:55
svara og snarsvar Cesar1 19.8.2010 21.5.2019 | 09:46
Varðandi offitu rusl í sundi. Lýðheilsustofa 20.5.2019 21.5.2019 | 09:21
Ódýr góð og þægileg rúm? baldurjohanness 20.5.2019 21.5.2019 | 02:08
Bretland í gær Hliðarsjálf 21.5.2019
Bunionetta König 20.5.2019
Rosalega feit börn Lýðheilsustofa 17.5.2019 20.5.2019 | 17:06
Vegir landsins og ferðamennirnir Júlí 78 18.5.2019 20.5.2019 | 14:27
Hvaða rúmfatnaði mælið þið með? fannykristin 20.5.2019 20.5.2019 | 14:26
Hvað er í gangi Eurovision Blómabeð 19.5.2019 20.5.2019 | 14:08
Gynem NoaNona 20.5.2019
500 kr mynt Hr85 20.5.2019
Heimilissýningin 2019 rósanda 19.5.2019 20.5.2019 | 10:37
Nú þurfum við að standa saman við bakið á okkar fólki í Hatara. BjarnarFen 19.5.2019 20.5.2019 | 05:52
Emergency! glutenfrítt fiskfars Pasima 19.5.2019 20.5.2019 | 00:00
Hvar finn ég barnapössun? FjólaM 19.5.2019 19.5.2019 | 18:12
Einhver að losa sig við kassa ? flutnings kassa? looo 19.5.2019 19.5.2019 | 12:44
Tæpum 27 milljörðum hent í vonlausan Strætó. kaldbakur 19.5.2019 19.5.2019 | 08:52
Fasteignasala kdm 15.5.2019 18.5.2019 | 23:45
Hmm, ætlaði að svara.... valadh 19.2.2004 18.5.2019 | 18:09
hvernig er hægt að na reykinga likt er með stol Dísan dyraland 15.5.2019 18.5.2019 | 18:03
Klippt af óskoðuðum bíl aparassinn 18.5.2019 18.5.2019 | 15:30
Textinn Óþekk úr söngleikum Matthildi í Borgarleikhúsinu Anna 18.5.2019
Lesblindurannsókn sig2 18.5.2019
sobril vegna prófkvíða ommsa 16.11.2012 18.5.2019 | 05:28
Getur verið ? Dehli 16.5.2019 18.5.2019 | 00:46
Í hvaða sæti lendum við í Eurovision? Hr85 17.5.2019 18.5.2019 | 00:38
Flokkstjóri bakkynjur 17.5.2019
Hvernig á maður að svara..? mastema 4.12.2009 17.5.2019 | 21:03
Leiskólinn Hálsaskógur mikaelll 3.5.2019 17.5.2019 | 20:59
Eru allir að bæta á sig á esopram? Yfirhamsturinn 17.5.2019 17.5.2019 | 16:08
Hvað finnst ykkur að eigi að gera við svona menn? spikkblue 15.5.2019 17.5.2019 | 11:11
að svara skilaboðum sól í hjartanu 23.9.2005 17.5.2019 | 05:18
Breytt viðhorf til matarolíu og fitu ? kaldbakur 15.5.2019 17.5.2019 | 00:48
Búa í Svíþjóð vs Danmörk hverniger 15.5.2019 16.5.2019 | 19:27
Kynlýsklúbbur mega83 9.5.2019 16.5.2019 | 18:59
Orkupakkinn. Það sama og gerðist fyrir bankana? Lýðheilsustofa 13.5.2019 16.5.2019 | 17:19
Þekkir þú málverkið? MadameSilla 16.5.2019 16.5.2019 | 16:49
DIY Salt Kerti rakelmad 16.5.2019 16.5.2019 | 14:54
Síða 1 af 19698 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron