"Þetta kemur þegar það kemur"

Lavender2011 | 21. sep. '14, kl: 00:17:54 | 498 | Svara | Þungun | 0

Hverjar hafa fengið sig fullsadda af þessari setningu :(

Þó þetta sér 100% satt að þá á ég mjög erfitt þegar þetta er sagt, reyneríið er farið að taka toll á andlegu hliðina á mér aftur. Hef verið nokkuð góð síðan í mars á þessu ári og tekið þessu með bara jafnaðargeði en nú finn ég mig detta til baka, ein sem ég þekki til er preggó og var að tilkynna að hún sé farin að finna hreyfingar (nokkrir dagar síðan) og ég er bara plehh - dauðöfunda hana og er svekkt , sár , fúl og allur pakkinn

 

Nola | 21. sep. '14, kl: 09:13:51 | Svara | Þungun | 0

Ég skil þig mjög vel. Ég er reyndar orðin ólétt en þessi lína fer jafn mikið í taugarnar á mér núna og í reyneríi. Þurfti að sitja á fingrunum þegar ein skrifaði þetta sem fyrirsögn umræðu hér inni um daginn! :p

stelpan69 | 21. sep. '14, kl: 15:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ohh ég skil þig svo vel. Það fara að verða komin 3ár æi reyneríi hér og ekkert gerist. Þarf bara að losa mig við 2-5kg í viðbót fyrir meðferð í art. Er búin að losa mig við 17kg. Svo núna siðasta hring og þennan er ég eiginlega bara búin að gefast upp. Andlega hliðin gagnvart þessum barneignumer bara handónýt.

Knús <3

Lavender2011 | 21. sep. '14, kl: 17:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Nola er alveg sammála þér, átti erfitt með þá fyrirsögn ÞÓ ég hafi verið ánægð fyrir hennar hönd.
Enn já einmitt að vera komin 3 ár hjá okkur kallinum líka. Ég á eftir að létta mig meira 15 kg og það gengur hægt. Helvítis pcos-ið er að há mér verulega á þann hátt. Enn ég get, skal og ætla að ná þessu af mér. Okkar næstu skref eru að ég losi mig við þessi kg og síðan mæting aftur hjá Snorra í ART og þá tekur við 2-4 mánaða bið eftir smásjármeðferð.

Er bitur - pirruð og sár og viðurkenni það fúslega :´(

Nola | 21. sep. '14, kl: 17:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Enda eðlilegar tilfinningar. Reyneri er ofboðslega erfitt og ég stóröfunda þær sem finnst þetta ekkert mál og spá ekkert í þessu.
En auðvitað samgladdist maður, bara sérstakt að setja svoleiðis frasa inn á svona síðu.


Ég er dugleg að koma hér inn og fylgjast með því mig langar svo að sjá jáin koma í bunkum. Finn svo til með öllum sem eru í þessari bið, hún tekur á.

littlelove | 21. sep. '14, kl: 20:38:24 | Svara | Þungun | 0

Jesús þessi setning fær mig til að vilja myrða fólk! Urgh! Þetta kemur nefnilega bara ekkert alltaf þegar það kemur, stundum kemur bara ekki neitt!
AHhhh það var pínu gott að losa um þennan pirring :)
En allavega gott hjá þér að segja það bara "outloud" að þú sért pirruð og sár og þessi setning sé gjörsamlega ömurleg, tek klárlega undir með þér :)

Lavender2011 | 21. sep. '14, kl: 22:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já æji þurfti þess bara, en auðvitað alls ekki til að móðga neinn. Stundum er bara gott að geta sagt þessa hluti hérna inná þungun. Sérstaklega þar sem maður oft getur ekki sagt þá annarstaðar.

skellibjalla7 | 22. sep. '14, kl: 00:12:47 | Svara | Þungun | 0

Þessi setning hjálpar mér reyndar mjög mikið í mínu ferli. Ég og maðurinn minn erum að gera allt sem við getum og meira getum við ekki gert. Ég get ekki svekkt mig á þessu endalaust og þarf því leið til þess að losa um þetta og sleppa gremjunni og biturðinni. Ég get því ekki annað en hugsað að þetta gerist bara þegar það á að gerast og ég stjórna því ekki nema upp að vissu marki.

nycfan | 22. sep. '14, kl: 09:40:03 | Svara | Þungun | 0

Ohhh já þetta pirrar mann ótrúlega, sérstaklega þegar maður er nýbúinn að verað fyrir þeim vonbrigðum að fá Rósu í heimsókn og allt virðist vonlaust. Mér tekst að komast í þetta hugarástand rétt fyrir egglos, vona að jákvæðnin hjálpi til :/
Ég fór til heilunarmiðils fyrr í ár og þar var mér sagt að ég yrði ólétt þegar það ætti að gerast svo ég hef ákveðið að reyna að hugsa þannig að það sé bara einhver annar sem ræður þessu fyrir mig og ákveður réttan tíma.... það allavega hjálpar stundum því það er eitthvað svo lítið sem maður getur sjálfur gert annað en þau augljósa.
Stubburinn minn varð til þegar ég bjóst ekki við að það tækist því ég varð veik strax eftir getnað og það þurfti bara eitt skipti í þeim hring því aðstæður voru þannig að við náðum bara að reyna einu sinni svo núna er ég farin að halda að það þurfi að gerast þannig núna aftur :/

Lavender2011 | 22. sep. '14, kl: 14:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég reyndar trúi því einmitt sjálf að þetta sé fyrirfram ákveðið. Ég á samt svo erfitt með að aðrir segi þetta við mann :/

nycfan | 23. sep. '14, kl: 12:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ohhh já það er það. Svo er maður líka ekki að deila því með öllum að maður sé virkilega búinn að vera að reyna lengi. Þoli ekki að heyra "er ekki kominn tími á annað" mig langar að öskra á fólk "jú við erum búin að vera að reyna í meira en ár en það gengur ekki!!!"

Lavender2011 | 23. sep. '14, kl: 19:27:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já segðu hjá mér eru allar vinkonur komnar með barn, sumar með 2. Ég og kærastinn erum búin að vera saman í 7 1/2 ár. Búa saman í 5 ár og ég fæ reglulega ,,Hva á ekki að fara að koma með krakka" ,,Þið eruð búin að vera svo lengi saman" ,,Á ekki að fara að gera foreldra ykkar ömmur og afa"

JÚ VIÐ ERUM AÐ REYNA, BÚIN AÐ REYNA Í 2 1/2 ÁR,... 2 X FENGIÐ JÁKVÆÐ PRÓF EN ÞAÐ FESTI SIG EKKI OG EINU SINNI MISST KOMIN 8 VIKUR ... Væri "gaman" að sjá hvað fólk myndi segja þá ?!

úff smá púst hehe

littlelove | 26. sep. '14, kl: 16:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það væri örugglega mjög fyndið að sjá svipinn á fólki :)

Lavender2011 | 27. sep. '14, kl: 13:47:44 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

guð segðu ; væri alveg skondið að sjá hver viðbrögðin væru

Nola | 28. sep. '14, kl: 11:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ohh ég fékk svona ræðu um að það væri sko komið að okkur núna að fjölga heiminum og öll fjölskyldan ( tengdó, 4 systkin hennar, makar og börnin þeirra ásamt mökum og hluta barnabarna tengdósystkinanna) störðu á okkur í von um svar. Þetta var í kaffiboði á sunnudegi en ég hafði misst á miðvikudegi. Ein kasólétt þarna og önnur að tilkynna óléttu. Mjög sárt.
Fólk á ekki að spyrja svona.

Lavender2011 | 28. sep. '14, kl: 12:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Guð nei, ohh það er hrikalegt ! Fólk virðist ekki átta sig á þessum hlutum

rosewood | 24. sep. '14, kl: 02:07:35 | Svara | Þungun | 0

er bara komin með alveg ofboðslega leið á öllum svona setningum. Þetta kemur þegar það á að koma, hættu bara að hugsa um þetta, vinkona vinkonu minnar sko hún....."arg.

Lavender2011 | 24. sep. '14, kl: 13:36:14 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

oooohhh já einmitt þetta ,,, ég þekki til para sem urðu ólétt UM LEIÐ og þau hættu að reyna" !!

valinsnera | 28. sep. '14, kl: 21:18:47 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég þoooli þetta ekki..


Og ég fæ oft líka: já, þið eruð líka svo ung, nógur tími í þetta.. (Er að verða 25 ára) 

Lavender2011 | 29. sep. '14, kl: 16:00:07 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

segðu ... bööööööggandi !

Heiddís | 25. maí '16, kl: 13:06:51 | Svara | Þungun | 0

Ég ætla að fá að uppa þennan gamla þráð. Er að reyna að ná upp smá jákvæðni hjá mér fyrir áframhaldandi reynerí. Á einmitt í vandræðum með þessa setningu einmitt "þetta kemur þegar það á að koma" eða eða eitthvað álíka. Mér finnst ágætt að nota þetta sjálf og veit innst inni að þetta er satt. En það sem ég er að vandræðast með er það hvort að það að ég hugsi mikið um reyneríið og svo upptekin af þessu ferli sé á einhvern hátt að eyðileggja fyrir okkur. S.s. að í raun sé minn hugsunarháttur að stjórna þessu? Og ég get bara ekki sleppt því að hugsa um þetta - ég skil ekki hvernig það er hægt. Úff get orðið svo ergileg yfir þessu...

Heiddís | 25. maí '16, kl: 13:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Væri líka gaman að heyra frá þeim sem tóku þátt í þessum þræði hvernig hefði gengið... :)

Heiddís | 26. maí '16, kl: 12:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Engar pælingar í kringum þetta?

Hedwig | 27. maí '16, kl: 16:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Tók ekki þátt í þessum þræði en hjá okkur kom þetta bara þegar við tókum það stóra skref að fara í glasa eftir 5 ár án getnaðarvarna. Tókst þá í fyrsta hjá okkur :)

Heiddís | 30. maí '16, kl: 09:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Frábært til hamingju! og hvenær áttu að eiga? eða ertu kannski búin að eiga?
Ég var í einhverjum blús þarna fyrir nokkrum dögum, nýbyrjuð á túr og þá er mað alltaf svolítið viðkvæmur ;)

Hedwig | 30. maí '16, kl: 09:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Búin að eiga og litla kraftaverkið að verða 7 mánaða :) var samt bara að eignast hana í gær finnst mér haha :P

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
jákvætt egglosapróf? sigga85 13.8.2016 15.8.2016 | 20:21
LISTINN (NÝR) 15. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 15.8.2016
Reyna eftir missi Grænahetjan 11.8.2016 12.8.2016 | 22:39
Jákvætt? Jakvættprof 15.7.2016 11.8.2016 | 17:09
Jákvætt??? lykkelig 10.8.2016 11.8.2016 | 08:32
LISTINN (NÝR) 10. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 10.8.2016
Hætt á pillunni, engar blæðingar lala146 17.2.2016 9.8.2016 | 22:12
Egglos og þungunarpróf - vill einhver? Mukarukaka 7.8.2016 9.8.2016 | 21:48
Lína alltaf lína? (mynd) sjopparinn 26.6.2016 9.8.2016 | 11:18
tww - tveggja vikna biðin Unicornthis 26.6.2016 9.8.2016 | 11:08
LISTINN (NÝR) 8. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 8.8.2016 9.8.2016 | 10:41
ólétta - sæði sigga85 8.8.2016 9.8.2016 | 03:05
Bið í glasameðferð everything is doable 27.7.2016 8.8.2016 | 19:51
egglos og tíðarhringur sigga85 27.7.2016 8.8.2016 | 19:50
sveppasýking-lyf eb84 5.8.2016 8.8.2016 | 00:51
Útferð og verkir - Egglos búið ? Grasker00 26.7.2016 8.8.2016 | 00:07
ykkar einkenni sem erud bunar ad fa ja blomina 28.7.2016 8.8.2016 | 00:05
egglosaverkir eb84 30.7.2016 8.8.2016 | 00:04
Gætu þetta verið einkenni? kimo9 27.7.2016 7.8.2016 | 23:55
Zika veiran spij 1.8.2016 7.8.2016 | 23:52
vika framm yfir, neikvætt notjona 26.7.2016 7.8.2016 | 23:50
Egglospróf frá USA HelgaS13 31.7.2016 7.8.2016 | 23:50
Samgróningar Daley 28.7.2016 7.8.2016 | 23:47
ovulation calculator Jona714 26.7.2016 7.8.2016 | 23:46
Femar... thorabj89 10.7.2016 7.8.2016 | 23:46
Sprautan og þungun dakota11 24.7.2015 7.8.2016 | 23:45
hvenar verður hreiðurblæðing Jona714 24.7.2016 7.8.2016 | 23:44
Hormónalykkjan pinkgirl87 19.6.2016 7.8.2016 | 23:42
egglosapróf getur verið? eb84 14.7.2016 7.8.2016 | 23:38
Ljós lína marga daga í röð aspon 11.7.2016 7.8.2016 | 23:37
þungunarpróf: er þetta lína? beatrixkiddo 27.7.2016 7.8.2016 | 23:36
Komin næstum viku fram yfir.. Ag2014 23.7.2016 7.8.2016 | 23:35
Er ekki að skilja?! Dexy 7.7.2016 7.8.2016 | 23:34
Reyna eftir missi lukkuleg82 4.8.2016 7.8.2016 | 23:33
LISTINN (NÝR) 6. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 6.8.2016 7.8.2016 | 23:32
ohhhhh!!! pinkgirl87 25.7.2016 7.8.2016 | 23:31
Óléttupróf! Unicornthis 7.8.2016 7.8.2016 | 23:00
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ Unicornthis 21.6.2016 6.8.2016 | 21:23
Hrædd um að þetta gangi ekki upp-3fósturlát Allamalla77 4.8.2016 4.8.2016 | 23:56
LISTINN (NÝR) 4. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 4.8.2016
LISTINN (NÝR) 1. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 1.8.2016 4.8.2016 | 00:12
egglos, egglospróf, PCOS og fl bussska 3.8.2016 3.8.2016 | 15:19
Janúar hópur fyrir meðgöngu? :D Napoli 2.8.2016
LISTINN (NÝR) 29. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 29.7.2016
LISTINN (NÝR) 27. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 27.7.2016 27.7.2016 | 22:05
LISTINN (NÝR) 24. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 24.7.2016 27.7.2016 | 11:48
Smá fræðsla pinkgirl87 25.7.2016 27.7.2016 | 01:30
Reyneríshópur eða spjall sem er virkur? Elegal 26.4.2016 22.7.2016 | 17:37
LISTINN (NÝR) 21. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 21.7.2016
LISTINN (NÝR) 18. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 18.7.2016 19.7.2016 | 08:34
Síða 7 af 4867 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Guddie, Bland.is