20 vikna sónar og lítið barn.

Mysterí | 19. feb. '15, kl: 14:15:35 | 502 | Svara | Meðganga | 0

Langar svo að fá að heyra reynslusögur frá þeim sem hafa farið í 20 vikna sónar og krílið verið of lítið miðað við meðgönglengd. Var að koma úr 20 vikna sónar og krílið er á stærð við 18 vikna. Er að fara í fylgjusýnatöku til að leita eftir litninga göllum og erfðagöllum.
Er svo stressuð yfir þessu öllu saman hvort að það verði í lagi með barnið og svona :/

 

Adam Snær | 20. feb. '15, kl: 15:06:22 | Svara | Meðganga | 0

Hef ekki lent í því en langaði bara að senda þér eitt knús og gangi ykkur vel :)

BlueCherry | 21. feb. '15, kl: 20:14:07 | Svara | Meðganga | 0

Lenti í þessu með stelpuna mína, fór í stungu daginn eftir sónar og það gékk allt saman vel :) Hún er 2 ára í dag...gangi þér rosalega vel :)

"If you obey all the rules, you miss all the fun"

júlíprins | 22. feb. '15, kl: 00:03:07 | Svara | Meðganga | 0

Þetta kom líka fyrir hjá minni dömu, hún fæddist lítil og létt 10 merkur eftir fulla meðgöngu og 46 cm. Var mjög vel fylgst með vexti alla meðgönguna. Hún er ennþá frekar lítil og létt og mjög smábeinótt (7 ára) en að öðru leyti heilbrigð. vonandi gengur allt vel hjá ykkur 

Mysterí | 22. feb. '15, kl: 12:15:30 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hvernig voru hreyfingarnar á meðgöngunni hjá krílunum ykkar. Funduð þið snemma eða seint hreyfingar og voru þær sterkar eða daufar?
Ég finn voða lítið enn sem komið er... bara dauf pot. Ég á eina 7 ára stelpu fyrir og meðgangan hennar gekk mjög vel og eðlilega fyrir sig og ég var farin aö finna miklu meira hjá henni á þessum tíma meðgöngunnar. Ég er svo stressuð þessa dagana og get ekki hætt að hugsa um að það sé ekki allt í lagi með barnið og þar sem ég finn svo litlar hreyfingar þá eykur það bara enn meira hræðsluna um að eitthvað sé að :(

duka | 22. feb. '15, kl: 17:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er komin 21 v með 3 barn og er nýfarin að finna fyrir hreyfingum daglega, aðallega á kvöldin og mismikið eftir dögum. Maðurinn minn fann spark fyrir ca viku síðan. Ég finn mun minna fyrir hreyfingum núna en í hin skiptin, enda er ég með fylgjuna framan á núna. Hvar er fylgjan hjá þér?
En það er kannski ekkert skrítið að þú finnir minna ef barnið er svona lítið, mér finnst amk. mikill munur á hreyfingum núna og bara fyrir 2-3 vikum síðan.

Gangi þér vel!

duka | 22. feb. '15, kl: 17:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Og annað..... ég hef líka fundið fyrir því á öllum mínum meðgöngum að hreyfingarnar minnka þegar ég er stressuð eða undir miklu álagi. Gæti verið eitthvað svoleiðis hjá þér?

Mysterí | 22. feb. '15, kl: 19:31:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er með fylgjuna framan á núna og frekar ofarlega og það var sagt við mig í sónarnum að ég ætti alveg að finna hreyfingar neðarlega. Enn enn sem komið er finn ég voða dauf pot. Ég er búin að vera stressuð eiginlega alla meðgönguna því að við erum búin að vera að reyna svo lengi við barn nr 2( búin að lenda 2x í duldum fóstulátum ) þannig að það er búið að vera svolítil hræðsla um að missa þetta lika.
Ég er búin að vera að reyna að hugga mig við að hugsanlega sé þetta bara fylgjan og barnið liggi bara þannig að ég finni ekki miklar hreyfingar :/

nefnilega | 22. feb. '15, kl: 20:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég hef bæði verið með fylgjuna að framan og aftan og fann rosalegan mun á hreyfingum.

júlíprins | 24. feb. '15, kl: 00:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

þetta var meðganga nr 3 og ég fann mjög seint fyrir hreyfingum, ég var með fylgjuna aftan á og fann hreyfingar ekki fyrr en eftir 20 vikur, man ekki nákvæmlega hvenær en er með það einhverstaðar skrifað. ég man að ég hafði pínu áhyggjur af þessu þar sem ég fann fyrr með barn nr 1 og 2 og á seinustu meðgöngu nr 4 fann ég hreyfingu um 13 vikur. 

TylerD | 23. feb. '15, kl: 13:03:47 | Svara | Meðganga | 0

já ég hef lent í þessu en er því miður ekki með góðu sögu, barnið dó síðan á 22. viku meðgöngu, en það var líka skert flæðið í naflastrengnum hjá stráknum mínum.
Gangi þér vel og endilega leyfðu okkur að fylgjast með framhaldinu

Curly27 | 24. feb. '15, kl: 14:55:33 | Svara | Meðganga | 0

Sendi þér styrk og vona af öllu mínu hjarta að allt sé í lagi með barnið þitt. <3

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 7458 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Guddie, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien