365 reikningar

farfugl | 6. júl. '15, kl: 23:30:28 | 512 | Svara | Er.is | 0

Hef orðið var við að þegar liður aðeins á mánuðinn að þá hækkar gagnamagnið frá síðasta mánuði . td í mai var ég með x mikið gagnamagn sem ég ath eftir mánaðamótin um 2 eða 3 júní en svo kemur reikningur og þá hefur gagnamagnið hækkað um x mikið og langt yfir meðatal í mai mánuiði.
Svo ég tók skjáskot núna 3 júlí af mínum síðum þar sem sést samtals gagnamagnið og þegar ég fór í dag og ath mínar síður, þá hefur samtals gagnamagnið fyrir júní hækkað aftur og meira en meðatal.
Ég er með tölvupóst frá þeim sem er sagt við fyrirspurn frá mér að gagnamagnsteljari hjá þeim er það nákvæmur að hann telst fulltalinn eftir sólahring. ss ég á að geta séð í dag hvað ég notaði í gær og það á að standa.
Svo eruð þeir einnig að rukka mig yfir 1000kr fyrir leigu á beinir (router) en samkvæmt verðskrá frá þeim er hann á 590kr
Svo stendur á síðunni hjá þeim að upphafsgjöld úr heimasímanum er 9,7kr en þeir rukka 9,8kr Ok kannski lítið 10 aura en sínir bara hverru ónákvæm vinnubrögð er hjá þeim og mér finnst þetta allt eitthvað svo loðið hjá þeim, fátt um svör og endar alltaf að beðnín mín og athugasemd verður send til rétta deildar og verður skoðað.
Þið vitið líka að 1 GB er 1024 MB svo hvernig telja þeir þetta hjá okkur, þeir hafa ekki geta svarað mér því
20 GB er semsagt 20480 MB sem ætti þá að vera frítt ekki satt...
Ætla að bíða til næsu mánaðamóta og sjá hvað þeir gera (eða gera ekkert neitt) og þá hugsa ég að leita mér aðstoðar td hjá neytendastofnun eða eitthvað álika, þá væri fínt ef það væru fleiri sem væru sammála mér.
Fleiri með reynslusögur af 365

 

Maríalára | 6. júl. '15, kl: 23:51:34 | Svara | Er.is | 2

Já, eftir að Tal sameinaðist 365 er ég allt í einu farin að nota meira gagnamagn og fæ mun hærri reikninga, kannast ekki við að vera að nota netið meira en vanalega. Svo finnst mér enginn vita neitt þegar ég tala við þjónustuverið þarna og endalaus bið alltaf að ná sambandi, maður getur jú pantað símtal frá þeim en þá er happaglappa frá hvaða deild sá starfsmaður er og endar maður oft á því að þurfa samt að bíða heillengi á línunni fyrir rétta deild. Ég er einmitt að fara að færa mig annað. 

minnipokinn | 7. júl. '15, kl: 00:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sami pakki hér... var svo sátt hjá Tal en núna er ég alvarlega að spá í því að skipta 

☆★

Gale | 7. júl. '15, kl: 02:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég líka.

minnipokinn | 7. júl. '15, kl: 11:47:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli maður sé ekki með sama gb magn og maður var með hjá Tal? kemst ekki inná mínar síður hjá 365. Ansi hrædd um að þeir séu búnir að minnka og séu svo að rukka um þessi auka 10 10 10 

☆★

Gale | 7. júl. '15, kl: 17:29:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var búin að vera hjá Tali síðan þeir urðu til. Þeir erfðu mig frá fyrirtækinu sem var á undan. Hef alltaf verið ánægð með þá, og ég varð aldrei vör við allt þetta slæma sem allir voru alltaf að tala um, að Tal væri svo glatað, ömurleg þjónusta og allt það. Þetta fyrirtæki var því miður með mjög illt umtal sem ég skildi aldrei.

Það sem ég hef aðallega tekið eftir síðan flutt var til 365 er að netið er stundum hægara og jafnvel dettur úr (virðist helst gerast á álagstímum), en ég er með 200 GB gagnamagnspakka og ég kemst inn á "Mínar síður" og get fylgst með niðurhalinu og mér finnst það ekki hafa breyst. Ég download-a mjög miklu af TV þáttum og þess vegna notum við mikið gagnamagn, en ég hef einmitt verið að fylgjast með þessu og við erum að fara með minna held ég núna, líklega út af það er sumar og margir þættir ekki í gangi, en samt...

Ég ætla að fara að skoða öll netfyrirtækin bráðum (bara alveg um leiiiiiiiiiiið og ég nenni ;)  og ætla að skipta. Þarf bara að finna góðan díl hjá fyrirtæki sem ég treysti.

minnipokinn | 7. júl. '15, kl: 21:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég var alltaf mega sátt hjá Tal og held það hafi einmitt aldrei dottið út og var líka hjá þeim sem voru áður Sko eða hvað það hét... kannski einu sinni. En fór og tjekkaði þetta í dag og er enn með 80 gb eins og ég var með hjá Tal en samt voru þeir að taka aukalega gb þó ég hafi bara verið búin með 46gb. Fannst einmitt eitthvað skrítið að hafa alltaf borgað um 9000 en svo allt í einu var þetta komið uppí 14.000. Endilega fleiri að tjekka þetta hjá sér ef þeim finnst reikningurinn hafa hækkað. 

☆★

Gale | 7. júl. '15, kl: 22:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Minn reikningur hefur nefnilega ekkert hækkað, er alltaf rétt yfir 12.000 kr.

Mainstream | 7. júl. '15, kl: 00:01:46 | Svara | Er.is | 1

Þetta er 365. Ég hef aldrei skilið þetta Stokkhólmsheilkenni að vilja skipta við þetta fyrirtæki. Eins og þegar fólk hélt virkilega að það myndi spara svo mikið að kaupa einhverjar áskriftir af sömu bíómyndum og sýndar eru á RÚV...með því að kaupa netið líka. Svo spes!

farfugl | 7. júl. '15, kl: 00:10:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

reyndar er ekki með stöð2 enda kostar oþarfa mikið, er með hérna stöð3 og krakkarásina og netið fylgir með því, meðan maður er undir 20gb á manuði þá finnst mér verðið í lagi.
En já þeir lifa á þvi að bjóða rosa góð tilboð en svo láta borga alveg heilan helling fyrir umfram notkun.
og ef þú borgar ekki þá bara strax í motus og þá töfaldast allt draslið, en um leið og maður er að borga of mikið, þá er ekki hægt að leiðrétta það nema með rosalegri vinnu og tíma. Algjör einstefna

fallegazta | 7. júl. '15, kl: 00:48:17 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst eitthvað verulega bogið við þetta. Ég hef borgað 10-13 þúsund fyrir net og heimasíma frá 2009 svo núna allt í einu fæ ég reikning upp á rúm 21 þúsund.

farfugl | 7. júl. '15, kl: 01:05:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mæli með að þið skoðið vel reikningana, kikið inn á minar síður hjá þeim og skoðið verðskrána og berið saman.

Felis | 7. júl. '15, kl: 08:09:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ógeðslega mikið - ég er að borga ca. 14þús fyrir net, gsm, digital sjónvarp og einhvern sjónvarpsrásapakka hjá vodafone (og finnst það hafa hækkað, en sennilega er hækkunin bara sú að við höfum verið að leigja myndir í leigunni mun oftar en áður)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

neon | 7. júl. '15, kl: 18:51:22 | Svara | Er.is | 0

Var hjá Tal í mörg ár og aldrei mikið vesen restartaði rouder kannski 2 á ári. Bara núna búinn að restarta allavega 10 sinnum á þessu ári hjá 365 og ferðast mikið útá land og tek eftir hvað farsímatengingin er miklu verri og hægari núna hja 365. Plús reikningarnir hafa hækkað við svipaða notkun.

minnipokinn | 7. júl. '15, kl: 21:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tjekkaðu hjá þér hvort þeir séu að taka fyrir auka gb magn þó þú sért ekki búin með þitt. Í þeim mánuði sem mér fannst reikningurinn hækka svakalega úr 9000 í 14.000 rúmlega voru þeir að rukka auka gb þó ég væri bara búin með 46/80.

☆★

fínt | 7. júl. '15, kl: 22:15:41 | Svara | Er.is | 0

Tal, nú 365, rukkar fyrir innlennt niðurhal. Þ.e. allt niðurhal er skráð sama hvort þú sért að skoða íslenskar eða erlendar síður. Mér persónulega finnst það gjörsamlega fáránlegt og sætti mig ekki við það, skoðaði þetta í drasl þegar tal varð 365 og endaði á að vera með farsímann minn hjá tal en færði netið yfir til hringdu. Þeir eru mjög sanngjarnir og ég hef ekki lent í neinu veseni síðan ég færði mig yfir. Mæli með því að þið skoðið þetta vel og vandlega afþví að 365 er að smyrja fááááránlega ofan á allt, þú færð einhvern grunnpakka sem er mjög lítill og svo þarftu að borga aukalega fyrir nánast allt.

fifan | 10. júl. '15, kl: 22:47:27 | Svara | Er.is | 0

Úff ekki láta mig byrja! Er búin að standa í þvílíku stappi við þá útaf reikningum frá þeim og held að þeir geri í því að rukka fólk of mikið og vonast til að engin geri athugasemdir! Þeir drógu rúmlega 20.000 af kortinu mínu og svo kom líka reikningur í heimabankann upp á um 13.000 krónur. Þegar ég skoðaði svo reikninginn þá var verið að rukka mig um geymslugjalf á símanúmerinu mínu 1990 fjórum sinnum og eitthvað álíka fáránlegt! Þegar ég loksins náði tali af þeim eftir að hafa verið númer 25 á bið hjá þeim í símanum í nokkra daga og þeir aldrei hringt til baka þá sögðu þeir að þeir væru búnir að leiðrétta reikninginn og sendu mér yfirlit af nýja! En eru ekki enn að fatta að ég var búin að borga hina upphæðina (bæði kortið og heimabankann) og þeir minnast ekkert á að borga mér mismunin heldur tala um eftirstöðvar skuldar!!! Þetta er allt svona hjá þeim. Svo sendi hann mér yfirlit hvað ég ætti að borga næstu mánaðarmót og þá var það mun hærra en var búið að lofa í símann og mun hærra en reiknivélin þeirra segir að ég eigi að greiða og svo gerist sama sagan aftur....dregið af kortinu mínu og líka reikningur í heimabanka sem fer í MOTUS ef hann er ekki greiddur strax á gjalddaga! Úfff gæti haldið áfram endalaust en þetta er víst orðið nógu flókið....það er allavega mjög mikið bogið við alla reikninga hjá þeim og það að maður sé númer 25 í bið hjá þeim marga daga í röð bendir til þess að það sé eitthvað mikið að ;)

farfugl | 10. júl. '15, kl: 22:56:41 | Svara | Er.is | 0

Spurning um að fara til td mynta og láta þá um að gera reikninga og senta 365
Ætti að vera hægt að leika sama leikinn

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47619 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Guddie