3ja barnið

maímaímaí | 16. júl. '15, kl: 13:40:58 | 462 | Svara | Er.is | 0

Ég snýst í hringi með það hvort við ættum að skella í 3ja barnið.
Við eigum fyrir 4 og 7 ára sem yrðu þá 5 og 8 þegar krílið kæmi.
Hver er ykkar reynsla með þetta, aukast útgjöld mikið?
breystist fjölskyldu-mynstrið mikið?
fer allt á haus eða verður þetta meira svona eins og við 4 séum að eignast þetta nýja barn saman, svona sameiginlegt verkefni okkar allra?

Hjartað segir að við ættum að drífa í þessu en heilinn kemur sífellt með rök gegn því... húsnæði ekki nógu stórt, fjármálin mættu vera betri, klára mastersnámið fyrst o.s.fr.v.

 

Ziha | 16. júl. '15, kl: 19:13:57 | Svara | Er.is | 0

Hjá varð það miklu erfiðara að eignast barn nr. 3 en nr.2..... þeir eldri voru þá 4 og 6 ára, s.s. þegar nr.3 fæddist.  Það varð bara eins og allt margfaldaðist, þvotturinn, miklu erfiðara að taka til eftir þá alla osfrv... að ekki sé minnt á að bíllinn varð eiginlega í minnsta lagi....  Húsnæðið var minnsta málið og fjármálin voru ekki mikið mál heldur þar sem ég var hvort eð er heimavinnandi. 

en það var samt klárlega auðveldara að koma með nr.3 en nr.4...... það liðu nefnilega 14 ár á milli þeirra ....og það var alveg eins og að byrja upp á nýtt.  Þessir eldri voru samt duglegir að passa..... svo við gátum alveg skroppið út í búð osfrv, en það var samt erfitt. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sava | 17. júl. '15, kl: 21:12:58 | Svara | Er.is | 0

Við eignuðumst okkar þriðja fyrir ári síðan og þá voru þau eldri 10 og 7 ára. Fyrir mitt leyti þá var það dásamlegasta ákvörðun í heimi að koma með þriðja barnið. Jú vissulega mikil vinna og þvotturinn er svakalega mikill. En vá hvað þetta er gaman. Þetta var svo sannarlega eins og við fjögur værum að koma með eitt lítið kríli, eldri börnin voru ekki minna spennt en við og vilja endilega eitt systkini í viðbót. Svo eru þau líka svo dugleg að passa litla systkinið, þannig að ég get sinnt þvottum og gert eitt og annað hérna heima við á meðan þau stóru leika við það yngsta. En ég myndi samt reyna að klára mastersnámið áður en krílinu væri bætti við, ég er svo fegin að vera búin með mitt nám og geta haft allan tímann með börnunum. Annars gæti ég þetta ekki. Áttu mikið eftir? Geturu ekki stefnt að því að klára námið á meðgöngunni?

niniel | 18. júl. '15, kl: 20:53:36 | Svara | Er.is | 0

Við stukkum úr einu í þrjú (tvíburar) og þó ég elski börnin mín afskaplega mikið þá hefði ég viljað hefði ég viljað geta stoppað eftir tvö. Það er rosalega erfitt að finna tíma til að sinna öllum eins og þau þurfa, það er alltaf drasl og ég er alltaf þreytt.
Fjármálin eru ekki issue eins og er, en þegar þau verða öll 3-4 árum eldri sé ég fyrir mér að tómstundir og fleira verði þokkalega stór útgjaldaliður.
Það er áreiðanlega öðruvísi að hafa þau ekki svona þétt og álagið dreifist betur, en að eiga þrjú leikskólabörn er allavega svolítið brjálæði.
Mér finnst dýnamíkin í barnahópnum líka oft svolítið óheppileg, þau litlu ýmist keppast um athygli þeirrar stóru eða plotta saman gegn henni, tvö saman eru voða góð en erfitt að ná balans öll þrjú.

maímaímaí | 18. júl. '15, kl: 23:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já takk fyrir þessar reynslusögur stelpur :)
við erum búin að ákveða að skella okkur af stað í þriðja, og vera þá með hvítvoðung og tvö skólabörn (6 og 8 ára)
Ég vissi alltaf innst inni að mig langaði í 3, og manninum mínum líka, svo þetta eru árin sem við erum í barneign. Þetta verður auðvitað alveg mikið krefjandi, en pottþétt þess virði. Ef allt gegnur að óskum!

Wild Horse | 8. mar. '16, kl: 22:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þriðja komið? :D

maímaímaí | 10. mar. '16, kl: 12:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha... neee... enn í vinnslu ;)

Smjörlíkið | 2. apr. '16, kl: 17:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Núna bíður maður spenntur:-D er eitthvað komið í ljós?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47640 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien