4+ barna mæður og jafnvel 3 barna líka

Nola | 5. júl. '16, kl: 08:20:17 | 694 | Svara | Er.is | 0

Þið sem eigið 4 börn eða fleiri, langaði ykkur alltaf í svona mörg börn eða gerðist þetta bara? Var mikið mál að eignast fjórða barnið (fjárhags-, vinnu- og andlega)?

Við erum svo á báðum áttum með hvað okkur langar til að gera. Eigum þrjú börn eins og planið hefur verið alla tíð en höfum svolítið verið að ræða fjórða barnið.
Okkur langar alveg en samt erum við í svo þægilegri stöðu eins og þetta er núna. Við þyrftum stærri bíl og að lokum stærra húsnæði (ef allir ættu að fá sér herbergi annars dugar þetta).
Við ákveðum að láta þetta nægja og ég er sátt við ákvörðunina út daginn en næsta efast ég eða hann. Þá ákveðum við að eignast eitt enn og sagan endurtekur sig. Þannig rúllum við í gegnum lífið. Mér finnst liggja á þessu því ég vil ekki að fjórða barnið kæmi langt á eftir systkinum sínum ef það kæmi en eins langar mig til að einbeita mér meira að sjálfri mér.

Getur einhver gefið ráð eða deilt sínu lífi og ákvörðunum?

 

Ziha | 5. júl. '16, kl: 08:36:00 | Svara | Er.is | 0

Bæði og.... langaði alltaf í mörg börn.  En já, það var svolítið mál á visan háttt að eignast það fjórða en það var mest út af því að það urðu 14 ár á milli 3 og 4... svo við byrjuðum eiginlega upp á nýtt þar.    En við áttum nógu stóran bíl og húsnæðið dugði... svo þar slapp allt.  Fjárhagslega slapp það líka þótt við höfðum steingleymt því að við þyrftum að borga barnapössun til 8-10 ára.. hehe... (fyrst dagmamma rúmlega eins árs, svo leikskóli, svo skólavistun.....) ..... :oP  Við hefðum meira að segja viljað geta eignast barn nr.5, en aðstæður og likamleg heilsa buðu einfaldlega ekki upp á það..... :o(  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

passoa | 5. júl. '16, kl: 08:59:47 | Svara | Er.is | 0

Ég hef ekki heyrt marga sjá eftir því að hafa bætt einu barni við, en aftur á móti hef ég kynnst manneskjum sem einmitt sjá eftir því að hafa ekki eignast eitt barn í viðbót.


Þar sem þetta blundar í þér, heldurðu að þú eigir eftir að verða sátt ef þú kemur ekki með eitt í viðbót?

Nola | 5. júl. '16, kl: 09:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ákkúrat það sem við erum að spá :) erum svo sátt núna og nennum varla út í frekari barneignir en þar sem við erum bæði alltaf að hugsa um eitt enn þá erum við svo hrædd um að sjá eftir að bæta ekki við ef við látum þrjú duga.

passoa | 5. júl. '16, kl: 09:42:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi skellið í eitt í viðbót ;) Augljóst að þú/þið mynduð sjá eftir því ef þið gerið það ekki, og jú, eflaust er þetta erfitt fyrst um sinn, eins og með öll börn, en þið eigið allavega mjög líklegast ekki sjá á eftir því að hafa komið með eitt í lokið :) Þá geturðu líka notið þess að fá síðustu meðgönguna og vitað það.

Alpha❤ | 5. júl. '16, kl: 10:38:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það er af því að þær viðurkenna það ekki. Fullt af konum skrifa nafnlaust á netið og sjá eftir að hafa eignast annað barn eða jafnvel að eignast barn yfir höfuð.

Nola | 5. júl. '16, kl: 10:51:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svolítið að fiska eftir þannig hreinskilni. Langar að heyra sannleikann um hvort þetta sé jafn erfitt eða léttara en viðkomandi bjóst við. Hvort þetta þyngdi lifið mikið eða hvort þetta sé allt alveg meiriháttar.
Snýst hratt í hringi með þetta. Finnst ég vera á seinasta snúning ef ég ætla mér þetta.

niniel | 5. júl. '16, kl: 20:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, ég myndi taka þessu með eftirsjána með fyrirvara... Ég á "bara" þrjú, en með stuttu millibili og það var ekki ætlunin að þau yrðu svona mörg, allavega ekki svona fljótt. Og þó ég elski þær allar mikið og jafnt, þá blundar það einmitt nær stöðugt í mér hvernig væri ef þau væru bara tvö. Hvað væri miklu auðveldara að fara allt ef við værum "maður á mann", auðveldara að fá pössun fyrir tvö en þrjú, hvað þær myndu mögulega bonda á annan hátt ef það væri ekki alltaf þessi erfiða staða að tvær hanga saman og þriðja lendir á jaðrinum... Ég finn líka að fólki finnst meira mál að fá mann í heimsókn (og jafnvel líka hitta mann annars staðar) af því þær "eru svo margar", það fylgir þeim hellings áreiti, ég get sjaldnast einbeitt mér 100% að spjalli eða öðru, og held að fólki finnist það oft einhvern veginn skuldbundið til að hjálpa mér með þetta allt ef það hittir mig. Ég gæti aldrei sagst sjá eftir því að hafa eignast þær - en á einhverju ákveðnu leveli býr samt klárlega með mér tregi þessu tengdur og kannski ákveðinn söknuður yfir því hvernig hlutirnir hefðu getað verið öðruvísi.

bogi | 6. júl. '16, kl: 08:25:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru dætur þínar ungar?

Ég á þrjú börn sem fæddust á fimm árum og á tímabili var ég örugglega alveg að bugast (svona amk. ef ég kíki í baksýnisspegilinn). Síðan eru þau orðin eldri og þetta er að verða allt annað, stundum gæti ég jafnvel hugsað mér fjórða barn.

Oft er ég að hugsa hvað ef ég hefði gert þetta og hitt - td. í sambandi við barneignir og hversu snemma ég byrjaði, einnig snemma í sambandi. En það þýðir ekkert, ekki hægt að breyta eftir á.

niniel | 6. júl. '16, kl: 18:30:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þær eru enn ungar já, og ég veit að það þýðir ekkert að velta sér upp úr því hvernig hlutirnir hefðu getað verið öðruvísi, enda stjórna þessar hugsanir mér ekkert í dag (var aftur á móti með fæðingarþunglyndi á tímabili og þá voru þessar pælingar alveg að sliga mig). Vildi bara benda upphafsinnleggi á að svona tilfinningar (tregi/söknuður/eftirsjá eftir einhverju sem var eða ekki var) fylgja því líka alveg að bæta við barni, ekki bara því að gera það ekki (út frá þessu "engin sér eftir börnunum sem hún eignast").

Hedwig | 5. júl. '16, kl: 12:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að fáir myndu samt viðurkenna það að sjá eftir að hafa eignast eitt barn í viðbót þó þau geri það kannski. Og ekkert mál að viðurkenna að sjá eftir því að hafa ekki eignast eitt barn í viðbót þegar það er ekki til staðar sem lítið barn.

Sem sé annað að tala um að sjá eftir litla barninu sínu sem er til staðar en að sjá eftir einhverju sem hefði getað orðið.

Lilith | 5. júl. '16, kl: 11:39:40 | Svara | Er.is | 2

Mundu bara að börn verða unglingar líka, og það geta verið ansi erfið og krefjandi ár. 

Blah!

everything is doable | 5. júl. '16, kl: 13:26:13 | Svara | Er.is | 0

Hef bara svar frá 5 bara vinkonu minni, henni fannst ekkert mál að bæta við fjórða en fimmta barnið var meira en að segja það =) 

guds777 | 5. júl. '16, kl: 13:37:12 | Svara | Er.is | 0

Fá sér fleiri, þú ætleiðir þá bara krakkan ef þér mislíkar.

Ziha | 5. júl. '16, kl: 18:35:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á hún að ættleiða fleiri ef henni mislikar við barnið?  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Felis | 5. júl. '16, kl: 13:52:54 | Svara | Er.is | 0

Ég á von á nr. 3. Það er ekki séns að ég vilji eignast fleiri eftir þetta.
Við þurfum nú þegar stærri bíl en erum í fínasta húsnæði.

Núna er ég barneignarmaskína en svo ætla ég einhverntíman að fá að lifa fyrir mig. Komast aftur í vinnuna sem ég elska og sakna og svona.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

pjonadot | 5. júl. '16, kl: 20:17:00 | Svara | Er.is | 0

ég er með þrjú og myndi alls ekki vilja bæta því fjórða við

Gunnýkr | 5. júl. '16, kl: 20:23:36 | Svara | Er.is | 0

eg á þrjú og langaði í það fjórða. Það hefði samt kostað slatta. Þyrftum að skipta um bíl og kaupa stærri og svo vorum við akkurat með 3 barnaherbergi og þau eru mjög lítil þannig að það hefði verið þröngt fyrir tvö í herberginu. Ég var líka komin i vinnu sem ég vildi ekki fara út í fæðingarorlof. 
Svo tók karlinn ákvörðun um að hann vildi ekki fleiri börn þannig að það var út af borðinu.  
er fegin í dag :)

fálkaorðan | 5. júl. '16, kl: 21:22:02 | Svara | Er.is | 0

Ég eða reyndar við hættum við að láta klippa hjá okkur eftir þriðja. Töluðum um kannski eitt enn eftir 5 ár.

Núna 3 árum síðar er ég skelfingulostinn yfir tilhugsuninni um óvartóléttu og er að pæla í að fá hýsinguna fjarlægða.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

strákamamma | 6. júl. '16, kl: 08:03:50 | Svara | Er.is | 0

ég á 5 börn og ég hef alltaf vitað að mig langaði í mörg börn. Er sjálf úr stórri fjölskyldu og elska það.   maðurinn minn á svo einn úr fyrra sambandi svo við erum með 6 börn samtals. við erum með stóran bíl og menn eru ekki ragir við að deila herbergi þegar þess þarf.  sjötta barnið okkar er 6 árum yngra en næstu tveir á undan svo hann er algert örverpi og það er yndislegt. Hann á 5 stóra bræður sem dýrka hann og vilja allt fyrir hann gera. 

strákamamman;)

Nola | 6. júl. '16, kl: 08:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hjá mér yrðu yngstu tvö meiri örverpi heldur en hjá þér.

Eins mikið og mig langar þá held ég samt að ég láti mín þrjú nægja.
Langar til að gera hluti fyrir sjálfa mig og vera frjáls peningalega séð.

Samt er þetta svo erfið og endanleg ákvörðun.

Elgur | 6. júl. '16, kl: 08:26:15 | Svara | Er.is | 0

Ég var alveg búin eftir þrjú börn, aðallega af því að ég var svo veik á öllum meðgöngunum og gat bara ekki hugsað mér 6  mánuði af ælum í viðbót.  Maðurinn minn var ekki tilbúinn til að láta klippa strax og svo varð ég ólétt að fjórða barninu. Það kom aldrei neitt annað til greina en að halda því enda langaði okkur  í barnið. Svo var ég svo heppin að meðgangan gekk betur og ég var ekki jafn lengi með ógleðina. 
Mér fannst eiginlega erfiðara að eignast þriðja barnið en það fjórða, með það fjórða þá var maður orðinn vanur að vera með mörg börn og stórt heimili. Við áttum nógu stóran bíl og þurftum hvort eð er að stækka við okkur húsnæði þannig að það breytti ekki miklu. En svo skiptir líka máli hvað er langt á milli, ég var hvort eð í smábarnapakkanum með einn tæplega tveggja ára, veit ekki hvort ég hefði nennt að byrja alveg upp á nýtt eftir að allt væri orðið þægilegt og allir farnir að bjarga sér svolítið sjálfir.
Okkur fannst báðum að fjölskyldan væri fullkomnuð með fjórða barninu og maðurinn minn fór strax og lét klippa á hjá sér. Það eru fimm ár síðan og við erum enn mjög sátt og finnst við eiga mátulega mörg börn.

stjarnaogmani | 6. júl. '16, kl: 14:10:33 | Svara | Er.is | 0

Ég á 3 börn og tvö af þeim er með fyrri manni. Þegar ég var með seinni manni og eignaðist 3ja barnið, tveimur árumm eftir það varð ég ófrísk en þar sem það voru komnir brestir í sambandið og einnig velti ég því fyrir mér, hvað vil ég vera gömul þegar yngsta barnið verður 20 ára. Ég ákvað að ég vildi ekki vera sextug og ákvað þá að þetta væri komið nóg. Þegar sú ákvörðun var tekin lét ég taka mig úr sambandi og er sátt við það. Það þarf bara að ákveða er þetta komið nóg og standa við það. Það er nógu dýrt að ala upp 3 börn

stjarnaogmani | 6. júl. '16, kl: 14:19:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil taka það fram að 3ja barnið mitt fæddist verulega fatlað og ég var á tímabili að hugsa um að reyna að eignast hið "heilbrigða" barn með seinni manninum. Það kom strax eftir fæingu barnsins. Við ræddum það og var ákvörðun tekin að það væri nóg að sinna fötluðu barni

BlerWitch | 6. júl. '16, kl: 14:24:03 | Svara | Er.is | 0

Minn lét taka sig úr sambandi eftir 3. barnið. Svo skildum við og ég lét taka mig úr sambandi því ég var ákveðin í að eiga ekki fleiri, þó ég kynntist nýjum manni (var 32 ára). Það var fyrir tíu árum og ég hef aldrei séð eftir því, komin með nýjan mann sem á líka 3 börn á svipuðum aldri og mín.
Ég hugsaði líka að ég vildi ekki storka örlögunum þar sem börnin mín voru öll heilbrigð. Ég hef séð lífi fólks umturnað við að eignast fötluð börn eða börn með annan vanda (með fullri virðingu) og fannst óþarfi að hætta á slíkt, komin með 3 börn.

Allegro | 6. júl. '16, kl: 14:49:34 | Svara | Er.is | 0

Var í þessum sporum fyrir ekki svo löngu. Fannst það í raun mikil forréttindi að hafa þetta val, bæði líkamlega, andlega, sambands, fjölskyldu, atvinnu og fjárhagslega. 


Langaði bara að segja að ég er viss um að þú verðir sátt með þá ákvörðun sem þú tekur á hvorn vegin sem hún verður. Það eru kostir og gallar við allt og þegar maður hefur tekið ákvörðunina þá er um að gera að minna sig á kostina og njóta. 






Snobbhænan | 8. júl. '16, kl: 09:54:29 | Svara | Er.is | 0

Ég á 3 og vissi innst inni að ég myndi alltaf vilja eiga 3. Stuttu eftir að þriðja fæddist hefði verið mjög auðvelt að plata mig í fjórða. í dag er ég mjög fegin að það gerðist ekki.  Er algjörlega sátt við að eiga þessi 3.  OG svo sátt við að eiga núna aðeins meiri tíma fyrir mig.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47935 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, paulobrien, Guddie, tinnzy123, annarut123, Kristler, Paul O'Brien