6 ára og íþróttir

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 00:29:15 | 278 | Svara | Er.is | 0

Síðasta ár hefur strákurinn verið i sundi og fimleikum og fundist það æði. Það var 2x o viku sund í 30 mín og svo 1x i viku fimleikar í 45 min. Nú prufaði hann i sumar fótbolta og fannst æði, voru æfingar 3x i viku i klst. Nú er sundið að byrja og fótboltinn kominn i fri fram í okt. Hafði hugsað að hann fengi að æfa bæði en ef að það yrðu aftur æfingar 3x i viku að sleppa einni. Ennn svo var ég að skoða stundaröfluna og hann er í íþróttum 2x i viku og skólasundi 1x. Svo ég velti fyrir mér hvort fótboltinn sé ekki of mikið :/ Hvap finnst ykkur hæfilegt og hvað eru ykkar að æfa?

 

donaldduck | 31. ágú. '15, kl: 06:08:45 | Svara | Er.is | 0

minn strákur var í skólaíþróttum 2x og sundi 1x og 5x fótboltaæfingum - vildi meira á þeim tíma 

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 08:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann vill nefnilega vera í bæði. Og fimleikum..og prufa frjálsar.. og prufa körfubolta. Við sögðum stopp og hann mætti velja tvennt en nú er ég ekki viss og spá hvort það væri of mikið.

donaldduck | 31. ágú. '15, kl: 13:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

leifðu honum það, þú finnur það á honum ef það er of mikið. 


ég gerði það þannig með mína fimleikastelpu þegar hún var á þessum aldri og vildi prófa handbolta að fimleikarnir gegnu fyrir á með hún var að ákveða sig. þannig að ef það voru æfingar í báðum greinum á sama degi þá foru fimleikar, man að einn daginn voru báðar greinar hver á eftir annari og hún tók bara báðar. endist ekkert í handboltanum af því að þjáfarinn þar talaði fimleikana endalaust niður þar til eg talaði við yfirþjálfara yngri flokkanna þar sem við erum

Felis | 31. ágú. '15, kl: 08:02:37 | Svara | Er.is | 4

mér finnst þetta ógeðslega mikið - mér finnst reyndar líka að börn eigi að hafa tíma til að leika sér á daginn. 
Semsagt þetta er ekkert endilega of mikið af hreyfingu, bara of mikil tímaskuldbinding. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 08:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þess vegna er èg líka svoldið að spá í þessu.
Hann er í frístund og þar leikur hann við félaga sína í 2-3 tima. Önnur sundæfingin er reyndar á tima sem að hann annars væri í frístuns og svo gæti verið að fótboltinn yrði það líka.
Þarf að pæla í þessu þvi mér finnst hann ekki eiga ap vera með eitthvað plan eftir frístund á hverjum degi.

Felis | 31. ágú. '15, kl: 08:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta hefur svosem örugglega meiri áhrif á leiktíma þegar hann verður aðeins eldri og hættur að vera í frístund. 
Sonur minn er í 5. bekk og undanfarna 2 vetur hefur það verið þannig að sumir krakkarnir í bekknum hans eru með svo rosalega dagskrá að þeir geta aldrei leikið utan skóla. Td. ein vinkona hans er á æfingum 6 daga í viku (jafnvel 2-3 klst æfingar) og þegar hún er ekki á æfingum þá er hún í heimsóknum hingað og þangað - ég held að það barn hafi aldrei haft tíma til að leiðast eða þurft að hugsa sjálft hvað hún á að gera næst. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 10:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff það er rosaleg. Ég hef einmitt hugsað það þannig að meðan hann er svona ungur að hann fái að prufa ýmsar íþróttir og jafnvel vera í tveim meðan að þetta einmitt tekur ekki of mikinn tíma. skilst á þeim sem ég hef rætt við að nú fari þetta að vera mikið til á skólatíma en ætli það fari ekki eftir íþróttunum.
en ég myndi einmitt ekki vilja að hann væri öll síðdegi í einhverju heldur hafi smá tíma fyrir sig og vinina. Sé til hvernig æfingataflan í fótoltanum kemur út.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 31. ágú. '15, kl: 13:38:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef reynslu af því, sem tómstundakennari, að þurfa hreinlega að hugga svona börn og unglinga sem eiga að gera allt og vera best í öllu


Það er bara ljótt að þræla börnum svona út

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Máni | 31. ágú. '15, kl: 16:50:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er oft þannig sem þau vilja hafa það. Börnin mín eru 3 til 4 sinnum í viku í tónlistarskólanum og fengu að bæta við í fyrra af eigin ósk og frumkvæði. Annað dans tvisvar í viku og hitt vikulega.

LadyGaGa | 31. ágú. '15, kl: 14:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn á þessum aldri líta oftast á þessar æfingar sem leik.  

bogi | 31. ágú. '15, kl: 09:03:39 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að ef að þessar æfingar eru á skólatíma þá er alveg eins gott að vera á þeim eins og í frístund.

Bakasana | 31. ágú. '15, kl: 09:04:54 | Svara | Er.is | 0

þetta er alveg örugglega ekkert sem er of mikið líkamlega fyrir hann. Spurning samt hvort skuldbindingin um að mæta á allar þessar æfingar er eitthvað sem muni vefjast fyrir honum eða ykkur. Ef þið hafið svigrúm fyrir allt þetta prógram og honum finnst hann ekki vera að missa af einhverju sé ég ekkert að þessu. 

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 10:48:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mun ekki þrýsta á að hann mæti ef hann virkilega vill þa ekki og hef alveg leyft að hann sleppi einni og einni. Ég er nokkuð frjáls með tíma til að fara með hann og svo eru æfingasvæðin ekki svo fjarri. Veit um jafnaldra hans sem mun síðar í vetur fara sjálfur með stræto á sundæfingar og heim aftur og hef verið að íhuga að leyfa mínum að prufa að fara sjálfur á einhverjar æfingar, ef hann vill. En þá einhverntímann síðar í vetur og þá æfa hann í leiðinni fyrst og svona. En eins og ég segi, annars er ég frekar laus til að geta farið með hann á æfingar.

Hugfangin | 31. ágú. '15, kl: 09:17:40 | Svara | Er.is | 0

Yngsta barnið mitt æfir knattspyrnu í 3 tíma í viku og handknattleik í 2 tíma. Æfingar eru inni á dægradvalartíma. Honum finnst þetta ekki of mikið (er líka í íþróttum 2x og sundi 1x í skólanum)

GoGoYubari | 31. ágú. '15, kl: 09:28:04 | Svara | Er.is | 0

Ef hann vill það og þið sjáið ykkur fært að hann mæti á allar æfingar (ekkert vesen með skutl eða svoleiðis) þá finnst mér ekkert að því. Hann hittir auðvitað krakka á æfingunum svo hann er ekki að fara að vera félagslega einangraður en hefur kannski minni tíma með krökkunum í skólanum (líka um að gera að tékka á vini sem gæti æft með honum eða eitthvað).

Catalyst | 31. ágú. '15, kl: 10:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann á vin í sundinu sem er í öðrum skóla svo mér þætti vænt um að þeir næðu að hittast þar aðeins. Síðan eru nokkrir í bekknum í fótboltanum (sem var hluti ástæðunnar að prufa í sumar svo hann myndi sjá kunnugleg andlit þegar hann mætti í skólann, erum ný í hverfinu).

daggz | 31. ágú. '15, kl: 13:49:19 | Svara | Er.is | 0

Minn 8 ára hefur verið bæði í sundi og fótbolta og það hefur ekkert verið of mikið. Stundum verður hann leiður á að þurfa að mæta en hann gleymir því um leið og hann er mættur.

Hann var í allan fyrra vetur 3x í sundi (45 min) og 2x í fótbolta (1 klst). Svo var hann reyndar 1x í viku (1 klst) í körfubolta. Þetta fannst honum ekki nóg, hann vildi líka vera í skíðum/snjóbretti. Við sögðum stopp við því.


Hann kemur til með að vera 3x í viku í fótbolta og eins sundi 3x í viku. Spurning með körfuboltann.

--------------------------------

daggz | 31. ágú. '15, kl: 14:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek það samt fram að ég er ekki viss um að ég myndi nenna þessu ef hann gæti ekki sjálfur komið sér til og frá milli staða á mjög skömmum tíma, einn kosturinn við að búa í litlu samfélagi.

--------------------------------

nóvemberpons | 31. ágú. '15, kl: 13:56:15 | Svara | Er.is | 0

minn 6 ára vildi æfa bæði sund og karate, ég sagði að hann yrði að velja annað hvort, bæði eru æfingar 2x í viku 50 mín í einu. 

Fannst það einmitt of mikil tímaskuldbinding að vera að æfa eitthvað 4x í viku. 

4 gullmola mamma :)

cithara | 31. ágú. '15, kl: 14:22:09 | Svara | Er.is | 0

Mín litla er að byrja í 2. bekk núna, í fyrra vildi hún gera allt


Hún er svo heppin að þar sem við búum eru íþróttafélögin með samstarf um æfingar fyrir 1.-4. bekk sem virkar þannig að krakkinn er skráður í 'boltaskóla' og fer þá tvisvar í viku í hann og þar er farið í allar boltaíþróttirnar. Svo fer hún í grunnþjálfun og þar er farið í allskonar úthalds- og styrktaræfingar, hlaup, stökk, klifur o.s.frv. Svo er sundskóli og þar er bara sund, svo er skíðaskóli og þar eru gönguskíð og/eða svigskíði í boði. Hvert er tvisvar í viku og passað uppá að engar æfingar rekist á. Svo í fyrra þegar hún vildi vera í öllu var hún á 8 æfingum á viku sem allar voru á skólatíma eða strax eftir skóla og gat farið sjálf á allt nema skíðin, þar skiptust foreldrar á að skutla (5-7 mín akstur)


Svo er auðvitað mikill kostur við þetta allt saman að maður borgar bara eitt gjald og krakkinn getur verið í einni grein eða öllum. 


Í ár ætlar hún bara að vera í boltaskóla og grunnþjálfun (og svo er hún reyndar að læra á trommur og getur gert það líka á skólatíma.


Skólinn er líka með svona 'frístundahlé' frá 11-12 alla daga (fyrir 1. - 4. bekk) og þar inní koma íþróttaæfingar, tónlistarskólatímar, kór, gæðastund á bókasafninu, út að leika, ævintýraferðir og allskonar sem krakkarnir velja sér í samráði við foreldra sína.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Ígibú | 31. ágú. '15, kl: 16:45:53 | Svara | Er.is | 0

Sko stelpan mín hefur verið að æfa karate frá því að hún var 6 ára og það hafa alltaf verið 2 klukkutíma æfingar á viku hjá henni. Í fyrra fékk hún svo að mæta á æfingar með eldri krökkum líka, þannig að hún gat bætt við sig æfingum ef hún kærði sig um.

Núna er hún með 3 klukkutímaæfingar á viku (er 10 ára) og mér finnst það bara fínt. Ég vil að hún hafi líka tíma til að leika sér, eða bara slappa af eftir skóla. En á móti kemur að margir af vinum hennar eru uppteknir allan daginn í hinu og þessu svo að það er líka pínu fúlt að hafa engan til að leika við en nógan tíma sjálfur.

rumputuskan | 31. ágú. '15, kl: 21:08:23 | Svara | Er.is | 0

Mitt 6 ára barn stundar tvær íþróttir, önnur er 3x í viku og hin 2x. Æfingarnar eru alltaf búnar í síðasta lagi kl 16.30 svo það er nægur tími til að leika eftir það. Einnig eru vinirnir á æfingunum líka. Mér finnst þetta samt í það mesta svo við sleppum kannski eins og einni æfingu á viku ef barnið þreytist.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47933 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien