7 ára barn sem lýgur :/

190708 | 2. feb. '16, kl: 19:21:23 | 961 | Svara | Er.is | 0

Einhver sem á barn sem lýgur hiklaust, alveg fram í rauðann dauðann og hikar ekki :/ Heldur sig við skáldaða sögu alveg þar til hægt er að sýna honum svart á hvítu að við vitum að hann sé að ljúga :( Hann er 7 ára og verður 8 ára á árinu.

 

1916 Traub | 2. feb. '16, kl: 19:36:48 | Svara | Er.is | 1

nei en ég hef kynnst 3 lygasjúkum fullorðnum einstaklingum um ævina og ef þér tekst ekki að vinda ofan af þessu þá samhryggist ég þér

190708 | 2. feb. '16, kl: 19:59:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl takk fyrir, þetta hræðir mig alveg sko :/

1916 Traub | 2. feb. '16, kl: 20:04:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég færi beint til barnageðlæknis eða barnasálfræðings með hann

Abbagirl | 2. feb. '16, kl: 21:40:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Vá, viltu ekki bara láta leggja hann inn.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Ruðrugis | 2. feb. '16, kl: 22:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Allt í lagi að kaupa 2-3 tíma hjá barnasálfræðingi sem ræðir við barnið. Barnið tekur líklega meira mark á sálfræðingi og skynjar það vonandi að þetta er alvarlegt mál þar sem foreldrarnir fóru með hann til "læknis".

gruffalo | 3. feb. '16, kl: 22:53:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er mjög mikilvægt að grípa fljótt inn í svona. Það er barninu og öllum sem að því kemur fyrir bestu uppá framtíð þess.

Bakasana | 2. feb. '16, kl: 20:27:25 | Svara | Er.is | 4

Fer það ekki svolítið eftir aðstæðum? Fólk lýgur af mismunandi ástæðum. Af hverju er barnið að ljúga? Til að skemmta sjálfum sér og öðrum? Til að komast hjá því að taka ábyrgð á einhverju? Til að fá athygli og aðdáun? Af því það gerir ekki greinarmun á raunveruleika og ímyndun? 

LaRose | 2. feb. '16, kl: 20:34:32 | Svara | Er.is | 1

Eru önnur merki um skerta samkennd? Fær hann samviskubit? Er hann góður við önnur börn? Góður við dýr? Stelur hann?

musamamma | 2. feb. '16, kl: 21:09:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann er 7.


musamamma

LaRose | 2. feb. '16, kl: 21:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

I know...er nátengd siðblindum einstaklingi sem byrjaði í barnæsku...en auðvitað er það langólíklegasta orsökin.

musamamma | 2. feb. '16, kl: 22:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Upphafsinnlegg er 3 setningar. Að sjá mögulega siðblindu í 7 ára barni út frá 3 setningum frá ókunnugri manneskju á spjallvef er í besta falli absúrd.


musamamma

LaRose | 3. feb. '16, kl: 06:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sammála, tek þetta aftur

Horision | 3. feb. '16, kl: 23:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Siðblinda gæti klárlega verið eitt af því sem kemur til greina ef eitthvað kemur til greina en köld lygi fram í rauðan dauðann er eitt af einkennum siðblindingja.

ert | 3. feb. '16, kl: 23:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Börn eru ekki greind siðblind.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

190708 | 2. feb. '16, kl: 22:20:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fær samviskubit er ofsalega ljúfur við alla og hjálpsamur, þetta er það eina en mér finnst þetta eina bara ofsalega mikið :/

ullarmold | 3. feb. '16, kl: 21:47:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

veistu þetta er líklega bara tímabil, hef alveg séð möööörg börn ganga í gegnum svona og elst af þeim flestum

190708 | 3. feb. '16, kl: 23:20:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já við héldum það en þetta er bara að versna

ullarmold | 3. feb. '16, kl: 23:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff jæja gangi þér vel :)

sophie | 4. feb. '16, kl: 22:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Láttu sem ekkert sé. Hann er nú bara 7

190708 | 5. feb. '16, kl: 20:27:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það geri ég ekki, ætla ekki að bíða eftir því að þetta verði verra :/

ert | 5. feb. '16, kl: 20:28:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væri ekki ráð að leita til sálfræðings út af þessu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

190708 | 5. feb. '16, kl: 20:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú eigum tíma það er bara löng bið :/

ert | 5. feb. '16, kl: 20:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er óvenjulegt því almennt er ekki löng bið hjá sálfræðingum á einkamarkaði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 2. feb. '16, kl: 21:01:33 | Svara | Er.is | 5

Og hvað er vandamálið?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

musamamma | 2. feb. '16, kl: 21:09:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Barnið hefur sjálfstæðan vilja og fer eins langt og hann kemst. Hvort tveggja hræðilegir eiginleikar.


musamamma

LadyGaGa | 5. feb. '16, kl: 11:47:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru það svo hræðinlegir eiginleikar?  

musamamma | 6. feb. '16, kl: 00:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þvert á móti.


musamamma

190708 | 2. feb. '16, kl: 22:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Að barnið sé að ljúga

ert | 3. feb. '16, kl: 09:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er til margs konar lygi. Yfirleitt eru foreldrar samþykkir sumri lygi en mjög á móti annarri.

Fæstir vilja að börn segi alltaf satt og segi t.d. "Mér finnst þetta ljótur kjóll", "Mér fannst maturin vondur"?

Foreldrum er oft sama um fullyrðingar eins og "Ég var að leika við Spiderman" sem tengjast ímyndun.

En flestum er illa við ef börn ljúga til að firra sig ábyrgð "Ég braut ekki rúðuna"

Vilt þú helst að hann segi alltaf satt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nokkuð | 2. feb. '16, kl: 21:08:36 | Svara | Er.is | 0

Það ljúga allir.

alboa | 2. feb. '16, kl: 21:18:23 | Svara | Er.is | 3

Ég tæklaði þetta þannig að ef þetta skipti einhverju máli þá talaði ég við hana um afleiðingar þess að ljúga, að missa traust. Ef þetta gekk langt þá missti hún fríðindi sem gengu út á traust (svæði úti að leika t.d.).

Lygi sem skipti engu máli lét ég frekar afskiptalaust.

kv. alboa

190708 | 2. feb. '16, kl: 22:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við erum búin að reyna þetta allt :/

alboa | 2. feb. '16, kl: 22:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta tók langan tima og ég horfði frekar á þetta sem langhlaup upp á að kenna henni að lygar kalla á vantraust en að stoppa lygarnar akkúrat þá.


kv. alboa

Bíll2017 | 2. feb. '16, kl: 21:24:08 | Svara | Er.is | 6

Það er talið þroskamerki þegar börn ljúga því þá hafa þau tileinkað sér það sem kallast "theory of mind". Það eru nokkur stig af lygum og það þriðja, "tertiary lies", lærist í kringum 7 ára aldur. Kannski er barnið þitt bara að prófa sig áfram í þessu núna. Þú getur gúglað "theory of mind" og "tertiary lies" til að skoða greinar um þetta. Það er að sjalfsögðu gott og eðlilegt að kenna börnum að ljúga ekki, en oftast óþarfi að hafa áhyggjur af lygasýki?

Ruðrugis | 2. feb. '16, kl: 22:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki einn sem er 9 ára sem hefur logið meira og minna frá því hann byrjaði að tala. Ég kynntist honum þegar hann var 5 ára og ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar hann opnaði á sér munninn. Amma hans sagði mér að hann hefur alltaf verið svona en foreldrarnir taka ekkert á þessu og finnast þetta allt í lagi. Þau leiðrétta hann ekki einu sinni, hlægja bara góðlátlega af honum.


Hann er svona kunningi okkar fjölskyldu og kemur stöku sinnum inn á heimilið mitt og ég hef hann undir smásjá. Hann lýgur, stelur, kennir öllum öðrum um ef eitthvað misferst (sem hann gerir) og ég veit ekki hvað. Hann lýgur að kennurunum sínum og foreldrum bekkjarsystkina og allt. Gjörsamlega óstöðvandi krakki. 


Ég myndi hafa verulegar áhyggjur ef ég ætti þennan krakka og ekki horfa framhjá þessari hegðun.

190708 | 2. feb. '16, kl: 22:23:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við horfum einmitt alls ekki framhjá þessu af því þetta hræðir okkur alveg.
Hann er farinn að ljúga uppá aðra í leiðinni :/

Ruðrugis | 2. feb. '16, kl: 22:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi halda áfram að reka þetta ofan í hann eins og þið gerið, fá aðra sem er logið upp á að gera það líka. Það má samt ekki alveg taka alla aðra 7 ára krakka trúanlega fram fyrir ykkar, þau geta alveg verið að notfæra sér tækifærið og logið upp á ykkar.
Aðalega að segja honum bara að ef hann hrópar alltaf úlfur úlfur þá trúir honum enginn þegar úlfurinn kemur loksins og hann verður étin!
Svo er að taka af honum allt traust, leiða hann inn í skóla á morgnanna (því þið treystið honum ekki að labba sjálfur inn), fylgja honum alla leið inn í íþróttasal ef hann æfir íþróttir, ekki leyfa honum að fara út einum og bara trúa ekki neinu sem barnið segir eða segja alla vega að ykkur langi að trúa honum (ef hann tönglast á því að þetta sé alveg satt) en þið vitið hvað hann er mikill lygari að það sé ekki hægt að trúa þessu. Þið vitið hreinlega ekki hvað er satt og hvað er lygi. 

Nagga | 3. feb. '16, kl: 00:16:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Að taka af honum allt traust er mjög róttæk aðgerð sem ég myndi aldrei, aldrei, aldrei gera. Mér bara leið illa við að lesa þessa lýsingu.

Ruðrugis | 4. feb. '16, kl: 21:29:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst það nú bara allt í lagi í nokkra daga ef viðkomandi barn er farið að hegða sér eins og upphafsinnlegg hefur verið að lýsa. Þau eru gjörsamlega búin að gefast upp.

190708 | 2. feb. '16, kl: 22:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var einmitt búin að lesa mér til um þetta en þetta er bara að ágerast :(

Brindisi | 2. feb. '16, kl: 21:35:56 | Svara | Er.is | 0

ef þetta eru einstök atvik þá myndi ég ekki hafa áhyggjur....eða fer eftir eðli lygana, dóttir mín laug þegar við fundum fullt af kattarmat í rúminu hjá henni (til að hafa köttinn) að hún hefði sko ekki gert það......og var reið að við skildum ekki trúa henni en núna 8 árum síðar hlæjum við saman að þessu og það voru nokkur önnur dæmi

190708 | 2. feb. '16, kl: 22:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki einstök dæmi, langt frá því

Dalía 1979 | 2. feb. '16, kl: 22:08:52 | Svara | Er.is | 1

Minn sonur er og var hraðlyginn enn tengi það við adhd sem hann er greindur með 

190708 | 2. feb. '16, kl: 22:25:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur ekki farið í neina greiningu og ég er 100% viss um að hann sé ekki með adhd.

Petrís | 2. feb. '16, kl: 22:24:38 | Svara | Er.is | 0

Er hann eitthvað af því sem LaRose spyr?

Sigggan | 2. feb. '16, kl: 22:27:24 | Svara | Er.is | 1

Minn er svona. Er það allskonar sögur um sig og pabba sinn sem hefur aldrei sinnt honum og skrautsögur í kringum það. Minn reynir þetta aðallega við krakka sem hann er að kynnast. Ég hef útskýrt fyrir honum hvaða afleiðingar þetta getur haft og vona að þetta eldist af honum. Veit þetta er óskhyggja í mínum. Er þetta samt ekki svona semi normal á þessum aldri? Man ég gat skáldað heilu sögurnar þegar ég var krakki og það óx að mér :)

Sigggan | 2. feb. '16, kl: 22:29:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok autocorrect lætur mig líta út fyrir að vera óskrifandi...

musamamma | 2. feb. '16, kl: 23:03:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Algjörlega eðlilegt að barn skáldi sögur um föður sem hefur aldrei sinnt því. Það er til að minnka sársaukann og reyna að falla inn í hópinn. 


musamamma

Sigggan | 3. feb. '16, kl: 00:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já akkúrat þannig sem ég skil það hjá mínum. Takk fyrir þetta svar :)

190708 | 3. feb. '16, kl: 10:53:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst í rauninni alveg eðlilegt þroskamerki þegar börn prufa að ljúga/plata en þetta er alveg langt frá því

ert | 3. feb. '16, kl: 11:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að hvaða leyti er þetta ólíkt því?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

190708 | 3. feb. '16, kl: 21:36:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Afþví ég hef alveg gengið í gegnum hitt með eldri börnum en þetta er alvarlegra

ert | 3. feb. '16, kl: 21:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er mjög erfitt að ráðleggja fólki varðandi lygi barna ef maður veit ekkert um aðstæðurnar þar sem barn lýgur. Lygi hefur yfirleitt tilgang og ef það á stoppa börn sem ljúga í því að ljúga þá þarf að átta sig á því af hverju þau eru að ljúga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 2. feb. '16, kl: 22:28:05 | Svara | Er.is | 0

Er það ekki gáfnamerki?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

tóin | 2. feb. '16, kl: 23:37:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hjá 4 ára

bogi | 3. feb. '16, kl: 11:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

haha - dóttir mín 4 ára lýgur stundum. T.d. segir hún mér að það hafi ekki verið neinn hádegismatur á leikskólanum. Ég segi þá "í alvöru, bara ekkert að borða? ég trúi þessu ekki". Þá segir hún "já - en þú mátt ekki spurja kennarann um þetta".

Ekkert sérlega lúmsk lygi ...

JungleDrum | 3. feb. '16, kl: 14:10:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg eitthvað sem mín 4. Ára myndi láta út úr sér. Aldrei neitt lúmskt :)

LaRose | 3. feb. '16, kl: 15:16:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er 7 ára ekki dálítið gamalt fyrir það? Tengi það meira við svona leikskólaaldurinn.

LaRose | 3. feb. '16, kl: 15:16:51 | Svara | Er.is | 2


Hverju er hann að ljúga?
Er hann að gera sjálfan sig kúl og segja ofursögur? Er hann að ljúga að hann sé búinn að taka til? Geturðu ekki komið með dæmi?

190708 | 3. feb. '16, kl: 21:35:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann t.d á að koma heim beint úr skóla eða hringja og láta vita af sér, en í fyrradag kom hann ekki heim fyrr en 4klst eftir skóla og sagði að stelpa (sem var einu sinni að hrekkja hann soldið) hefði elt sig og pínt sig allann tímann, lamið sparkað og meitt sig :/
Við sáum strax að þetta var lygi og reyndum margt til að læta hann segja okkur satt enn ekkert gerðist, hann var meira segja tilbúinn að fara heim til hennar og setjast niður með henni og okkur mömmunum.
Þegar við tókum 1 dag í tölvustraff og myndum taka fleiri daga nema hann myndi segja okkur satt og þá loksins sagði hann okkur satt.
Tek það fram að hann var ekki að gera neitt af sér og hefði þar af leiðsndi ekki þurft að vera hræddur um að fá einhverja refsingu :/

ert | 3. feb. '16, kl: 21:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að hann lýgur til að koma sér undan því sem hann vill ekki gera?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

190708 | 3. feb. '16, kl: 23:20:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei samt ekki

ert | 3. feb. '16, kl: 23:26:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í hvaða aðstæðum lýgur hann þá? Það er það skiptir svo miklu máli. Geturðu nefnt annað dæmi um lygi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 3. feb. '16, kl: 23:20:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann lýgur til að gera sér lífið auðveldara, til þess að fá að gera það sem hann vill gera og til að sleppa við skammir mögulega. Þetta er frekar dæmigert fyrir hans aldur. Ég hef kynnst sex og sjö ára börnum sem ljúga, ýmist til að gera sig merkilegri og fá athygli, eða til þess að sleppa við að gera eitthvað og líka til að hefna sín. 


Myndi tala við sálfræðing ef þú hefur áhyggjur. 

LadyGaGa | 5. feb. '16, kl: 11:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði gert það sama og hefði gengið líklega að hurðinni hjá stelpunni og guggnað þar.  Þ.e. ég laug alveg þar til ég þurfti að díla við sannleikann.  Var algert pókerface þangað til.  Mamma sá í gegnum þetta oft en ekki pabbi.  Pabbi trúði því að ég væri fullkomin og að það þyrfti aldrei að skamma mig.

noneofyourbusiness | 3. feb. '16, kl: 23:22:44 | Svara | Er.is | 0

Barnið mitt, tveggja og hálfs árs lýgur. Ég hef gripið barnið tvisvar í lygi um það sama. Sem er að neita því að hafa prumpað. Og barnið bendir svo á hundinn, sem er kannski inni í öðru herbergi. 


Ég skil ekki alveg af hverju barninu finnst það þurfa að ljúga um þetta, en einhvers staðar frá hefur það þá hugmynd að það eigi ekki að prumpa og því sé best að ljúga um það. Sú hugmynd kemur ekki frá mér. 

Rauði steininn | 4. feb. '16, kl: 22:44:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Dóttir mín hefur hrokkið við og spurt hver var að banka þegar hún prumpaði.

Ég held að þau verði ekkert vör við það líkamlega þegar þau prumpa.

sophie | 4. feb. '16, kl: 22:40:47 | Svara | Er.is | 1

Öss .... mörg börn eru svona. Alls ekki bregðast of harkalega við. Þetta eldist af honum

LadyGaGa | 5. feb. '16, kl: 11:46:26 | Svara | Er.is | 0

Ég var svona sem barn, held ég sé bara allt í lagi manneskja.  Ég þorði ekki að takast á við afleiðingar sannleikans.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47923 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien