Á að leggja niður Stígamót?

Geiri85 | 4. sep. '21, kl: 12:26:54 | 235 | Svara | Er.is | -2

Þetta virðist vera frekar spilltur staður.

* Fyrrverandi starfsmenn hafa talað um ofbeldismenningu á vinnustaðnum.

* Aktívisminn í kringum þessa starfsemi hefur oft gengið talsvert lengra en bara að aðstoða þolendur, jafnvel bara verið með áróður sem jaðar við karlfyrirlitningu.

* Í fjölda ára var dóttir forstöðukonunnar í borgarstjórn á sama tíma og borgin mokaði peningum til félagsins. Þetta hefði fyrir löngu síðan verið kallað spilling ef stjórnmálamaðurinn hefði verið úr öðrum flokki og málstaðurinn annar.

Og núna það nýjasta...

* Þau tóku við fjárkúgunarpeningum (fleiri milljónum) sem atvinnuþolandi Íslands útvegaði þeim.


Þetta er náttúrulega galið að einhver svona spilltur kvenrembuklúbbur úti í bæ sjái um þennan viðkvæma málaflokk sem er að aðstoða þolendur ofbeldis. Ég held það væri betra að vera með þetta innan heilbrigðiskerfisins, með teymi sett saman af t.d. hjúkrunar- og sálfræðingum.

Það ætti að minnsta kosti að frysta öll fjárframlög frá ríki og borg þar til rannsókn hefur átt sér stað. 

 

KingofAsgard | 4. sep. '21, kl: 19:15:27 | Svara | Er.is | 3

Leggja niður Stígamót? Einn af fáum stöðum sem þolendur kynferðisofbeldis geta leitað eftir aðstoð án þess að vera með dómstól götunnar ofan í sér sem hrópa á þær að þær séu mannorðsmorðingjar eða lygarar eða hvað annað verra? Ertu genginn af göflunum? Þetta innlegg hlýtur að vera partur af einhverjum hrútlélegum brandara.

Geiri85 | 4. sep. '21, kl: 19:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki að segja að það eigi ekki að vera slíkt úrræði í boði heldur að það sé kominn tími til að leggja það í hendur annarra aðila.


Annars mjög kaldhæðnislegt þetta tal þitt um dómstóla götunnar því fólk tengt Stígamótum hefur einmitt oft verið í því hlutverki.

KingofAsgard | 4. sep. '21, kl: 21:07:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nákvæmlega dómstóll götunnar sem úthrópar þolendur kynferðisbrota mannorðsmorðingja og lygara. Loksins er me too hreyfingin að snúa því við og skila skömminni þar sem hún á heima, hjá fokking gerendunum.

Meðan að Stígamót er stofnun sem þolendur kynferðisbrota treysta eftir að hafa fengið gott orðspor þolenda í þessum málum, þá er engin ástæða til að ætla að rífa þau í sig nema þig langi virkilega til að gera þolendum erfiðara fyrir.

Geiri85
KingofAsgard | 4. sep. '21, kl: 22:21:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju hefur þú meiri áhyggjur af orðspori gerenda en heilsu og velferð þolenda? Af hverju geta þolendur ekki fengið að fokking njóta vafans í eitt skipti fyrir öll? Um leið og þú dregur úr trúverðugleika meintra þolenda þá gildir það um alla þolendur, líka alla raunverulega þolendur, og það er annað áfall fyrir þolendur þegar þeim er ekki trúað, og það gerir ekkert annað en að hjálpa gerendum að komast upp með sinn fokking glæp. Gerendameðvirknin í þessu samfélagi er óþolandi.

Geiri85
KingofAsgard | 5. sep. '21, kl: 08:21:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hverjir ljúga líka? Gerendur þegar þeir eru ásakaðir. Þá ljúga þeir til um sakleysið sitt. Það er miklu algengara að gerendur ljúgi sakleysi upp á sig heldur en að þolendur ljúgi sekt upp á geranda.

Ég bý í heimi sem verndar gerendur því fólk neitar að trúa þolendum nema að hafa sannanir og ég vil að því verði breytt hið snarasta. Ef allir hugsuðu eins og þú, þá myndi ofbeldi halda áfram að þrífast í heiminum því enginn myndi styðja við bakið á þolendum af því þeir hafa ekki sannanir fyrir atburðinum. Þetta snýst um að standa við bakið á þolendum kynferðisofbeldis og leyfa þeim að njóta vafans.

Hlutleysi er ekki hægt. Í þögninni þrífst ofbeldi. Hlutleysi jafngildir því að neita að trúa því að þolandi sé að segja satt og þeir fengju þá ekki viðeigandi stuðning. Ofbeldi er gríðarlega mikið vandamál, miklu algengara vandamál en að ljúga ofbeldi upp á næsta mann.

Ef allir væru hlutlausir vegna skorts á sönnunum, þá kæmum við t.d. ekki barnaníðingum upp á yfirborðið til að stöðva þá. Þeir myndu halda áfram iðju sinni því enginn þorir að taka á þeim af því þeir þora ekki að leyfa þolandanum að njóta vafans.

Hlutleysi er ekki bara til þess fallið að verja meinta gerendur sem logið er upp á. Hlutleysi er til þess fallið að þú verð ALLA gerendur, líka alla sem eru sekir. Hlutleysi er til þess fallið að rýra trúverðugleika ALLRA þolenda, ekki bara þeirra sem ljúga.

Hlutleysi VER FOKKING GERENDUR.

Ég myndi frekar óvart styðja við bakið á þolanda en að styðja óvart við bakið á mönnum eins og barnaníðingum eða öðrum nauðgurum.

Geiri85 | 5. sep. '21, kl: 19:37:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það breytir engu hvert hlutfallið er. Jafnvel þó það væri 99% sekir þá er það ósanngjarnt gagnvart þessu eina prósenti að sjálfkrafa trúa sekt upp á þá. Réttarkerfið okkar byggist á sakleysi uns sekt er sönnuð og það er gott viðmið til að hafa almennt i lífinu.

En þú virðist vera búin að finna þinn sanleika í einhverskonar femínískum trúarbrögðum, svo ég held það þjóni ekki miklum tilgangi að reyna að ræða þetta eitthvað við þig frekar. 

KingofAsgard | 5. sep. '21, kl: 20:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka ósanngjarnt að gerendur geti logið upp sakleysið sitt og það er bara tekið gilt.

Geiri85 | 6. sep. '21, kl: 00:42:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað leiðinlegt þegar fórnarlömb kynferðisofbeldis ná ekki fram réttlæti í réttarkerfinu. Fáir sem eru ósammála þér í því. Það er bara ekki góð lausn að dæma (formlega eða óbeint með göturéttlæti) alla þá sem fingrinum er bent á. Og það segir sig sjálft að því fleiri sem vilja refsa öllum þeim sem fá á sig ásakanir því meiri freisting verður í því að misnota þetta vopn sem ásakanir geta verið. Það er bara mannlegt eðli jafnt hjá konum eins og körlum. 

KingofAsgard | 6. sep. '21, kl: 05:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekkert vald til að dæma gerendur. En ég hef vald til að trúa þolendum. Það er í mannlegu eðli að vega og meta þær upplýsingar sem við fáum og hjá mér nýtur þolandi alltaf vafans. Það er mjög ósanngjarnt að það sé bara hægt að beita kynferðisofbeldi og réttarkerfið sendir flestum þolendum puttan og tekur í það stundum nokkur ár. Við búum við handónýtt réttarkerfi sem finnst stuldur á kjúklingasamloku verðskulda þyngri dóm en lífshættuleg ofbeldisbrot. Réttarkerfi sem dæmir sjaldnast í málum og styður við bakið æ gerendum. Það er því ekki að furða að þolendur hafa ekki trú á réttarkerfinu og leggja ekki í að fara þá leið, mæta geranda sínum (sem getur verið mikill streituvaldur) með kannski 1% líkur á að vinna málið. Það er líka mjög streituvaldandi fyrir þolanda að stíga fram og enn meira streituvaldandi að upplifa að þeim sé hreinlega ekki trúað. Við getum ekki lifað í þannig ríki sem þöggun á kynferðisbrotum er stunduð. Því ef við tölum ekki um þegar brotið er á okkur og hver gerði það, þá missum við af þeim upplýsingum hverjir það eru sem eru að stunda ofbeldi trekk í trekk í trekk því fólk þorir ekki að nafngreina og því fá þessir menn að leika lausum hala í samfélaginu og halda bara áfram að brjóta á öðru fólki. Við verðum einfaldlega að trúa þolendum sem stíga fram ef okkur er annt um þeirra heilsu og vegferð. Það er MJÖG ósanngjarnt gagnvart þolendum að þeim sé ekki trúað útaf því að það er 1/500 eða eitthvað sem dettur í hug að það sé sniðugt að ljúga. LANGOFTAST er þetta þeirra upplifun af atvikinu sem á rétt á sér jafnvel þó gerandi neiti sök (enda gera þeir það nánast allir, það er ekkert að marka geranda sem neitar sök)

KingofAsgard | 7. sep. '21, kl: 21:59:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sést kannski vel núna af hverju brotaþolar leggja ekki í dómskerfið, þegar að háttvirtir hæstaréttarlögmenn finnst það ósköp eðlilegt mál að deila lögregluskýrslu með almenningi til að gera lítið úr þolanda ofbeldis.

Ég get allavega staðfest það að ef ég verð einhvern tíman fyrir ofbeldi, þá er ég ekki að fara að kæra, það hefur ekkert uppá sig þegar kerfið er að bregðast þolendum svona trekk í trekk í trekk og geta átt von á því að lögmenn birti skýrsluna þína á Facebook.

Við skulum því gleyma þessari hugmynd að brotaþolar nenni að standa í þessu þegar þeir þurfa að standa í ennþá meira veseni til að fá þau sjálfsögðu réttindi að upplifun þeirra standist.

Geiri85 | 7. sep. '21, kl: 22:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða ofbeldi? Skýrslan sýnir okkur einmitt að líklegast er um að ræða fjárkúgara með falskar ásakanir frekar en raunverulegan þolanda. Auðvitað tókk hún frekar við peningunum en að láta reyna á málið í kerfinu því það var tilgangurinn með þessu alveg frá upphafi. 

KingofAsgard | 7. sep. '21, kl: 22:36:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús minn. Lastu yfir höfuð skýrsluna? Þar kemur fram að hann hafi þrengt að öndunarvegi hennar með nægum þrýsting til að valda bólgum í hnakkaskýlinu.

Er það ekki ofbeldi?? Shitturinn titturinn hvernig er hægt að vera svona fokking meðvirkur????

Geiri85 | 7. sep. '21, kl: 22:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engir sjáanlegir áverkar. Bólgur lol give me a break önnur hver manneskja er með einhvers konar bólgur.

En óháð því þá náðist náttúrulega sátt og málinu þar með lokið, með hennar samþykki. 

KingofAsgard | 7. sep. '21, kl: 23:07:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf að vera sjáanlegur áverki til að það sé ofbeldi? Já, líkamspartar geta bólgnað upp við ofbeldi. Hvað í andskotanum þykist þú vera að verja þegar það er augljóst á öllum gögnum málsins að þarna var beitt ofbeldi? Hvernig geturðu verið svona fokking meðvirkur?

Ég er með þá tilgátu að þú sért með svarta samvisku og ert að reyna að þagga niður í þolendum til að komist ekki upp um þig. Hvort það sé rétt veit ég ekki en það er það eina sem mér dettur í hug að geti verið skýringin á því að þú sért enn að reyna að verja ofbeldismann og gera þolandan að geranda þrátt fyrir að öll gögn staðfesti að um ofbeldi var að ræða.

Geiri85 | 7. sep. '21, kl: 23:48:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gögn um að manneskja á ákveðnum tímapunkti sé með bólgur er engan veginn staðfesting á að ákveðinn aðili hafi á ákveðnum tíma beitt hana ofbeldi. Ekki vera svona glær. 

KingofAsgard | 8. sep. '21, kl: 08:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús, hvernig er hægt að vera svona meðvirkur. Læknar staðfesta að hnakkaskýlið sé óvenju bólgið af völdum áverka. Kolbeinn veit að hann gerði rangt og leitar sátta í málinu með því að borga því hann er hræddur við að atvikið fréttist til hans yfirmanna. Það er ekki bara ein kona þarna sem lenda í þessu, þær eru tvær og maðurinn meira að segja játar að hafa ekki hagað sér vel.

Vertu ekki svona fokking meðvirkur.

ert | 7. sep. '21, kl: 23:26:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjittur, og ég ekki með áverkavottorð um bólgur þótt önnur hver manneskja sé með það.
Alltaf er ég útundan.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 7. sep. '21, kl: 23:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert líka ekki að reyna að kúga peninga af efnuðum manni er það nokkuð? 

ert | 7. sep. '21, kl: 23:55:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá er helmingur þjóðarinnar í því. Aldrei fæ ég að vera með.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 4. sep. '21, kl: 20:23:56 | Svara | Er.is | 0

Án þess að vera að verja Stígamót á nokkurn hátt hvernig leggjum við niður frjáls félagasamtök þegar forsvarsmenn þeirra vilja ekki leggja þau niður?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 4. sep. '21, kl: 21:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við getum það auðvitað ekki en stór hluti af rekstrinum er fjármagnaður með peningum frá ríki og borg. Þessir aðilar geta ákveðið að fjármagna frekar aðra til þess að veita svona þjónustu.

ert | 5. sep. '21, kl: 10:57:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt. Það væri leiðin.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 7. sep. '21, kl: 22:21:16 | Svara | Er.is | 0

Sérstrúarsöfnuðurinn vill ekki bara fá að stjórna því hverjir stjórna KSÍ eða hverjir fá að spila fyrir landsliðið heldur núna skal bara hætta með þrískiptingu valdsins og skipta út vara­ríkis­sak­sóknara.

Hvað næst ætla þær að skipta sér af því hver er forseti eða forsætisráðherra?

Aftur... af hverju er verið að setja almannafé í öfgafull áróðurssamtök?

ert | 7. sep. '21, kl: 23:02:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Er einhver sértrúarsöfnuður sem vill fá að ráða því hverjir spili fyrir landsliðið? Hvaða óskir um landsliðmenn hefur þessi sértrúarsöfnuður sett fram? Að Katrín Jakobs spili? Eða Gunni litli á Bangsadeildinni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

KingofAsgard | 7. sep. '21, kl: 23:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virðist ekkert hafa upp á sig að ræða við þennan gæja. Þó það komi skýrt fram að um ofbeldi sé að ræða, þá lokar hann bara augunum og þykist ekki sjá það og sýnir þar með að hann vill að gerendur lifi frjálsir og hamingjusamir meðan að þolendur þora ekki að tjá sig. Stígamót eru ekki öfgafyllri samtök en svo að þau hafa bjargað mörgum mannslífum eftir hrottalegt kynferðisofbeldi. En Hr85 er slétt sama, hann hampar þessum mönnum eins og kóngum jafnvel þó að gögn sýni fram á að um ofbeldi sé að ræða. Hver veit nema Hr85 sé hugsanlega ofbeldismaður sjálfur og er bara hræddur um að feministar komi upp um hann.

ert | 8. sep. '21, kl: 00:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að honum standi ógn af þeirri þjóðfélagsbreytingu sem er að eiga sér stað. Breytingin er sú að ef ég segi: X þá þarf ég að velta því fyrir mér hvernig aðrir bregðist og upplifi það. Það er erfitt fyrir þá sem eiga erfitt með að reikna út hvernig annað fólk bregst við. Fyrir fólki sem á ekki erfiðleikum með þetta þá getur verið erfitt að skilja að það sé til fólk sem fattar bara ekki að meirihluti fólks verður gapandi á like-um þeirra. 


Þetta er svolítið breyting frá tíma sem fólk mátti eiginlega segja hvað sem var um minnihluta hópa á meðan það lét ráðamenn í friði. Nú er það að snúast við - breytingin er ekki alveg yfirstaðinn en hún er langt komin.


Ef þessi breyting gengur alfarið í geng þá þýðir það það að þeir sem geta ekki reiknað út viðbrögð fólks geta orðið undir í samfélaginu. Auðvitað er það fólk hrætt um sína stöðu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Geiri85 | 8. sep. '21, kl: 00:13:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða gögn? Vottorð frá lækni um að þú sért með bólgur á hnakka er engan veginn sönnun fyrir því að ákveðinn maður hafi beitt þig ofbeldi á ákveðnum stað og tíma. Vottorðið segir bara að þú sért með ákveðna áverka en ekki hvernig þeir nákvæmlega urðu. Meint fórnarlamb gæti þess vegna hafa valdið þeim sjálf, eða fengið vinkonuna sem var með sér í fjárkúguninni í það.

Það er búið að bösta þessa gellu ítrekað við að ljúga. Hún talaði um að vera með sýnilega áverka í fleiri vikur og það reyndist vera rangt. Hún hélt því fram að lögfræðingur á vegum KSÍ hefði boðið sér þagnarsamning, það reyndist líka vera rangt.


Segðu hlutina bara hreint út. Þú trúir ekki þolendum, þú trúir konum. Það er afstaða sem aðeins kvenrembur eru með, sem fyrirlíta karlmenn. 

ert | 8. sep. '21, kl: 00:31:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta æðislegt plott
Stígamót senda konur út á skemmtistaði þar sem þær sjá hvaða fullu karlar eru. Svo fara konurnar heim, veit sjálfri sér áverka og kæra karlana fyrir ofbeldi. Karlarnir muna ekkert af því að þeir eru svo fullir þannig að þeir neyðast til að semja við konurnar sem gera það að skilyrði að Stígamótum sé greitt (af hverju blessaðar konurnar hirða bara ekki millurnar sjálfar skil ég ekki). 
Stígamót eru þannig í fjárkúgun og til þess að losna við Stígamót þá er skynsamlegast að taka þau af fjárlögum þrátt fyrir að Stígamót geti aflað sér tugmilljóna á góðri helgi - þarf bara 3-4 konur til að ná í 10 millur.


Er ekki eitthvað langsótt við þetta plott?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

KingofAsgard | 8. sep. '21, kl: 07:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

,,Segðu hlutina bara hreint út. Þú trúir ekki þolendum, þú trúir konum. Það er afstaða sem aðeins kvenrembur eru með, sem fyrirlíta karlmenn"

Segð þú hlutina eins og þeir eru, þú trúir gerendum í blindni, horfir ekki á staðreyndir málsins og ert hræddur við að einhver uppljóstri þig.

Geiri85 | 8. sep. '21, kl: 11:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert í nákvæmlega sama gír og fólk var í þegar nornaveiðarnar voru upp á sitt besta. Ef einhver efaðist um ásakanir þá var viðkomandi bara ásakaður um að vera sjálfur norn. Viðbjóðsleg taktík.

KingofAsgard | 8. sep. '21, kl: 12:44:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit þó ekki hvernig ég á að vera kvenremba sem hatar karlmenn verandi karlmaður sjálfur. Mer er skítsama um kynið, ég myndi trúa karlmanni sem myndi tjá mér að honum hefði verið nauðgað. En mig sárnar hvernig talað er um þolendur og hvað fólk eins og þú tekur illa á móti þeim þegar þau gera ekkert af sér og það eina er að þau vogi sér að segja sína sögu.

redviper | 19. sep. '21, kl: 00:14:06 | Svara | Er.is | 0

Borgin/borgarráð er gjörspillt eins og svo mikið hér. Takk fyrir að tala um það

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Síða 2 af 47618 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien