A.d.h.d og lyf

Hebba91 | 18. feb. '18, kl: 21:47:57 | 333 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin að vera í tvær vikur á concerta, fyrst 18mg en núna 27mg í 2 vikur áður en eg hækka meira. Engar aukaverkanir né nein vandamál. Málið er bara að ég er ekkert svo viss um að ég finni neinn mun. Sumir segjast sjá einhvern smá mun. Ég fann reyndar mun þann daginn sem eg gleymdi að taka inn lyfið áður en ég fór að vinna en það gat allt eins verið tilviljun þvi eg var mjög þreytt og pirruð þann dag. Flestar ef ekki allar reynslusögur sem eg hef heyrt tala um að finna strax mun við fyrstu töflu? Hver er ykkar reynsla af adhd og lyfjum? Hvenær funduð þið afgerandi mun og hvernig þá?

 

bonchu | 18. feb. '18, kl: 21:50:31 | Svara | Er.is | 0

Hvernig mun ertu að vonast eftir að finna ?

Hebba91 | 19. feb. '18, kl: 13:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara er ekki viss, bjóst kannski við að hreyfiþörfin og óróleikinn myndi snar minnka strax og að eg fynndi strax afgerandi mun á einbeitingu. Finnst allir tala svo mikið um "Nýtt líf" og "frelsi".. en eg upplifi ekkert slíkt. Reyndar nuna helgar eru erfiðari (tek ekki lyfin þá) en eg veit ekki hvernig. Held eg hafi haft óraunhæfar væntingar til lyfsins eins og eg var nu fyrst hrædd við þau. Er að biða eftir tima hjá geðlækninum og mun auðvitað ræða þetta við hann

bonchu | 19. feb. '18, kl: 13:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kannski þarftu stærri skammt Prufa aðra tegund. Best að ræða við læknirinn

kaldbakur | 20. feb. '18, kl: 18:13:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig lýsir þetta sér hjá þér þessi ADHD einkenni ? Hvenær byrjaði þetta og hvað ertu búin að vera lengi svona ?

Hebba91 | 20. feb. '18, kl: 21:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg á mjög erfitt með að útskýra svo fólk skilji mig. Yfirmyrmandi tilfiningar, hugurinn gjörsamlega að gera útaf við mig. Eins mig skorti stjórn. Oft verða hlutir bara of mikið fyrir mig og alltof yfirþyrmandi. Elska skipulag en eg bara get það ekki, verður ekkert ur þvi er alltof mikil last minute manneskja. Tala nú ekki um ofvirknina,ég get bókstaflega ekki slakað alveg á eg er alltaf á einhverju iði eða hreyfingu. Er þessi nett "pirrandi" týpa sem kem með óþarfa læti oft. Fatta það jafn óðum og eg gleymi mér. Ég hef alltaf verið svona, bara fyrst núna nylega að fatta að þetta er ekki endilega norm þo þetta sé "mitt norm" og ég þarf ekki að líða svona eins og mér liður oft. Og þessi greining skýrir svoo svoo ó svooo margt!

kaldbakur | 20. feb. '18, kl: 23:40:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvernig gekk í skóla eða vinnu ? Eða þá bara heima ?

Hebba91 | 21. feb. '18, kl: 09:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg hef ekki góða skóla reynslu, gekk ekkert sérstaklega vel en dröslaðist einhvernveginn áfram af hræðslu við kennara í tveim skólum allavega. Einkannir ekkert til að hrópa húrra yfir en eg man ekkert mikið úr skóla svo get ekki sagt mikið. Vinnur, byrja alltaf rosalega vel en flosna úr þeim einhverrahluta vegna.

kaldbakur | 21. feb. '18, kl: 10:25:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvar ertu stödd í lífinu núna með fjölskyldu ?

Hebba91 | 21. feb. '18, kl: 13:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er einhver sérstök ástæða fyrir þessum spurningum? Mér gengur nú bara upp og niður eins og gengur og gerist.

kaldbakur | 21. feb. '18, kl: 14:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei bara forvitni ég veit ekkert um svona ADHD en svo mikið rætt um þetta og greiningar.
Mig langaði bara að vita hvernig þetta væri frá þeim sem er með þetta sjálfur.

Hebba91 | 21. feb. '18, kl: 17:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heimilislífið mitt er rosalega upp og niður og eg ströggla soldið að halda utanum allt saman. En vert er að hafa í huga að eg er líka með þunglyndi, kvíða, áráttu og þráhyggju tendesa og persónuleikaröskun. Þó það hafi tekist að halda þvi vel niðri í um ár með mikilli aðstoð fag aðila. Eg er kannski ekki beint besti "kandídatinn" að spyrja útí adhd þvi eg er að verða 27 ára og ný búin að greinast með þetta. Aldrei skoðað þetta neitt af viti áður og er að læra inná þetta. Hef alltaf talið sjálfa mig of heimska til að læra, þvi eg hef aldrei geta lært neitt af viti svo var mér tjáð að það gæti breyst með lyfjagjöf og fræðslu. En eg veit ekki.

kaldbakur | 21. feb. '18, kl: 19:30:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þakka þér fyrir og gangi þér vel.

kaldbakur | 21. feb. '18, kl: 21:08:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig kom það til að þú lést greina þetta ?

Hebba91 | 22. feb. '18, kl: 10:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg hitti geðlækni útaf öðru málum og hann spurði mig í fyrsta tíma hvort eg væri greind með ADHD og þegar ég sagði nei þá vildi hann endilega skoða það nánar.

kaldbakur | 22. feb. '18, kl: 10:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og er ávinningur af því að hafa fengið þessa greiningu ?

Hebba91 | 22. feb. '18, kl: 10:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg veit það ekki enþá, er svo nýlega greind eitthvað. Finnst það hingað til hálf tilgangslaust en ætla gefa þessu sjéns og heyra betur í lækninum.

Myken | 22. feb. '18, kl: 11:29:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þó þú ert ekki að spyrja mig þá get ég sagt að ávinningur fyrir margar sem eru ekki greyndir fyrr en á fullorðins árunum er fyrst og fremst léttir.
Léttir yfir því að það er ekki vegna þess að þú ert svona heimskur og latur eða viljaleysi að þú ert eins og þú ert og nærð aldrei að klára það sem þú byrjar á eða vera "eðlileg" að það sé ástæða fyrir því.  
Veit að margir tala akkurat um þetta.. Ekki til að nota ADHD sem afsökun heldur meira að vita það fyrir sig.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

kaldbakur | 22. feb. '18, kl: 11:45:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þakka þér fyrir að svara forvitni minni. Þetta er gott svar frá þér finnst mér.

Hebba91 | 23. feb. '18, kl: 07:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Aah jú ég kannast við það!

Myken | 21. feb. '18, kl: 21:27:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gangi þér vel ég fékk greiningu 41 árs eða svo .. þú veist það finnast stuðninghjópar bæði ísl og erlendir..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Hebba91 | 22. feb. '18, kl: 10:41:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg er einmitt að skoða hópa. Þori samt takmarkað að tjá mig, veit ekki afhverju.

Myken | 22. feb. '18, kl: 11:24:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þér er alveg óhætt að tjá þig við erum öll í sama bátnum ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

pib | 23. feb. '18, kl: 17:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

27 mg eru mjög lár skammtur - algengt fyrir fullorðna er 45 eða 54 en mjög gott að byrja hægt. Ég er sjálf á 63mg. Mjög misjafnt hvað hentar hverjum og einum og alls ekki hað þyngd.

Myken | 23. feb. '18, kl: 22:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Því miður að minnstakosti hérna í Noregi eru margir læknar mjög svo fastir í þessu 1 mg pr kg dæmi og svo helst ekki stærri skamt en x mikið.. Veit að þar sem ég fór eru þeir mjög fastir á þessu en heimilislæknirinn minn sem er lærður á þessu sviði gerir það ekki það er það frekar hvaða skammtur passar hverjum..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 21. feb. '18, kl: 21:25:24 | Svara | Er.is | 0

það þarf ekki að vera að þú sjálf finnir svo mikin mun ekki þannig það verði svart og hvít en aðrir í kringum þig gætu fundið mun á þér.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

kaldbakur | 21. feb. '18, kl: 21:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ADHD er talið vera nokkuð algengt meðal drengja.
Var þetta ekki bara sagt vera óþekt áður fyrr ?

Myken | 21. feb. '18, kl: 21:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hjá fólki á mínum aldri og eldra þá var það það örugglega já..

En með algengi held ég að það sé svolítið yfirdregið að segja algengt meðal drengja en já það er oftar drengjum eða stúlkum. En stúlkur eru oft greindar seint jafnvel ekki fyrr en á fullorðins aldri því það kemur öðruvísi fram hjá þeim og hormónar geta haft mikil áhrif á ADHD. það er bara seinustu ár sem það hefur verið farið að einbeita sér betra á "stelpu" adhd og viðurkenna það meira..
En þó það sé kallað "stelpu" eða "stráka" adhd þá er það að sjálfsögðu ekki allgylt það eru aðilar af hinu kyninu sem finnst innan hvors mengis.. bara svo það sé sagt.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

kaldbakur | 21. feb. '18, kl: 21:40:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok

Hebba91 | 22. feb. '18, kl: 10:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt heyrt smá um að aðrir sjái mun en veit ekki, finnst eins og reynsla nánast allra í þessum hópum sé bara einmitt "frá fyrstu töflu" svo eg varð forvitin.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46382 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie