Á lausu eða ekki á lausu

Júlí 78 | 23. maí '20, kl: 07:29:52 | 171 | Svara | Er.is | 0

Var að kíkja í DV. Þar segir til dæmis að hún Dóra Júlía sé ekki á lausu. Ha, las ég ekki í gær eða fyrradag að hún væri á lausu? Er ég eitthvað að rugla annars? Jæja en hver er þessi Dóra Júlía? Hef bara aldrei séð þetta andlit áður. Er þetta kannski vinkona ritstjóra DV? Ahhh, nú les ég að hún er plötusnúður! Vita það ekki flestir? 


Svo les ég í sama blaði að Fjölnir Þorgeirsson eigi von á barni með einhverri Margréti Magnúsdóttur. Er þetta þá 5 barnið hans eða barn númer 6 með jafn mörgum konum? Þetta er orðið eins og framhaldssagan endalausa. En lesendur ættu ekki að örvænta, Fjölnir er nefnilega duglegur að skilja við konurnar svona cirka about þegar krakkinn er kominn smá á legg. Þá heyrum við sjálfsagt aðra sögu í DV af honum með einni nýrri sem hann er búinn að barna. 


Já það er ekki að ástæðulausu að ég kalla DV Séð og heyrt blaðið. Alltaf eitthvað krassandi þar af einkamálum fólks hvort sem þeir eru frægir eða ekki frægir.https://www.dv.is/fokus/2020/5/22/dora-julia-er-ekki-lausu/

https://www.dv.is/fokus/folk/2020/5/22/fjolnir-thorgeirs-og-margret-eiga-von-barni/


 

Kaffinörd | 23. maí '20, kl: 11:49:31 | Svara | Er.is | 1

Er DV búið að taka við af Séð og Heyrt ?

Kaffinörd | 23. maí '20, kl: 11:50:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars finnst mér þetta algjört sorprit

Júlí 78 | 23. maí '20, kl: 14:13:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já DV hefur verið sorprit gegnum árin a.m.k. finnst mér þeir hafa gengið of langt í ýmsum málum, myndbirtingar og fl. en maður veit svo sem ekki hvað tekur við með nýjum ritstjóra. Núna er víst Tobba Marinós nýtekin við svo sjáum til hvað verður..

Júlí 78 | 23. maí '20, kl: 12:28:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já næstum því. Þetta er a.m.k. hallærisleg blaðamennska. Alltaf að fjalla um eitthvað fólk sem tekur upp á því að skilja eða taka saman. En reyndar taka fleiri fjölmiðlar upp á svona greinilega. Ég var til dæmis að lesa um það að Björn Ingi hjá Viljanum væri kominn á Tinder og Mogginn birti líka þegar hann skildi við þessa Kolfinnu Von. Já við máttum greinilega ekki missa af þessu...þetta er jú líka maðurinn sem mætir á flesta fundina og spyr þegar þríeykið talar á sínum fundum.


https://www.mbl.is/smartland/stars/2020/05/20/bjorn_ingi_hja_viljanum_maettur_a_tinder/

https://www.mbl.is/smartland/stars/2020/01/08/kolfinna_von_og_bjorn_ingi_skilin_ad_bordi_og_saeng/

Hr85 | 23. maí '20, kl: 12:05:52 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki nóg lengur að slúðra bara um fólk sem er þegar frægt fyrir eitthvað ákveðið heldur er núna gengið lengra og einfaldlega gert fólk frægt fyrir ekki neitt svo það séu fleiri til að slúðra um. 

Júlí 78 | 23. maí '20, kl: 14:10:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, ég er alltaf að lesa um einhverja sem ég veit ekkert hver eru sem á víst að vera orðið kærustupar.

kaldbakur | 23. maí '20, kl: 19:54:34 | Svara | Er.is | 0

Júlí !
Þarna ertu að fara útí eldfimt málefni
Ég hélt að þú værir kannski ekki þarna ?
En þú getur sett allt á annan endan - hugsaðu um afleiðingarnar.

Júlí 78 | 23. maí '20, kl: 22:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða afleiðingar? Af því ég talaði um það sem kemur í dagblöðum sem meira að segja eru á netinu? Þú sérð það nú sjálfur kaldbakur að ég er í raun að gagnrýna það að blöðin séu að skipta sér af einkamálum annarra, bæði þeirra sem eru frægir og ekki frægir. Pældu í því ef þú kæmir með 10 sambúðaraðila um ævina eða kannski fleiri og alltaf þegar þú kemur með nýja konu þá yrði því skellt upp í blöðin. Já það yrði ekki skemmtilegt fyrir þig, held þú myndir bara vilja fá að hafa þitt einkalíf í friði.

kaldbakur | 24. maí '20, kl: 10:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já satt segirðu Júlí ég passa vel uppá mínar konur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Guðni og Guðmundur Franklín hnífjafnir _ Hvenig glataði Guðni forskotinu ? kaldbakur 23.5.2020 25.5.2020 | 09:55
Hrifinn af stelpu sem er nýbyrjuð í sambandi dude67 21.5.2020 25.5.2020 | 02:07
Mastersritgerð noa32 25.5.2020
Já nú sjáum við raunverulegar kappræður um forsetaembættið. kaldbakur 21.5.2020 24.5.2020 | 23:28
Ódýrir giftingahringir seppalina 14.5.2020 24.5.2020 | 21:35
Gleraugu frá Costco Davidlo 24.5.2020 24.5.2020 | 13:45
Dekk undir tjaldvagn gullageimfari 21.5.2020 24.5.2020 | 11:16
Laga bremsur á fellihýsi? túss 17.5.2020 24.5.2020 | 11:14
Hvad eyðir kia sportage sjálfskiptur Hauksen 22.5.2020 24.5.2020 | 10:43
Á lausu eða ekki á lausu Júlí 78 23.5.2020 24.5.2020 | 10:43
Fyrir þá sem búa einir.. sopi1 13.5.2020 24.5.2020 | 09:26
Vantar álit á setningu rósa 31 25.10.2008 24.5.2020 | 03:59
Strætó og Kórónuveiran - Eiga strætisvagnar og Borgarlína einhverja framtíð ? kaldbakur 13.5.2020 24.5.2020 | 03:43
Veðurapp/widget pisa 23.5.2020
Veðurapp/widget pisa 23.5.2020
Svuntuaðgerð - læknir! Mjóna 13.5.2020 23.5.2020 | 20:14
Hvað eyðir Toyota Rav 4 GX bensín 2019 thorhanna67 21.5.2020 23.5.2020 | 13:19
Verkaskipting á heimili rjominn19 21.5.2020 23.5.2020 | 01:48
Flug til útlanda aflýst Helga31 21.5.2020 23.5.2020 | 01:45
Covid og framhaldsskólar Draumadisin 20.5.2020 22.5.2020 | 20:19
Seðlabankastjórinn raunsær og hvetur þjóðina. kaldbakur 21.5.2020 22.5.2020 | 19:26
Alveg hreint ótúlegt þetta.... Andý 12.5.2020 21.5.2020 | 21:16
Hvar er best að smyrja bíl á Seltjarnarnesi Glowglow 7.5.2020 21.5.2020 | 20:24
Minna kjöt-meiri lífsgæði. Kristland 19.5.2020 21.5.2020 | 17:04
Malshættir og orðatiltæki María H 19.5.2020 20.5.2020 | 22:21
Flutningur til Bandaríkinn hlifstill 20.5.2020 20.5.2020 | 17:21
Strætó tæki að sér rekstur Icelandair - Strætó er vanur taprekstri. kaldbakur 18.5.2020 20.5.2020 | 08:38
Greiðlumat með lágt lanshæfis mat beggamist 19.5.2020 19.5.2020 | 23:00
dæmdur barnaperri yo542 18.5.2020 19.5.2020 | 20:23
"Ég er tvítug og ég get ekki keypt íbúð án þess að fá aðstoð frá foreldrum mínum" Kshanti 5.4.2013 19.5.2020 | 20:19
jæja það er svo komið fyrir mér Twitters 18.5.2020 19.5.2020 | 20:12
Covid skimun og blóðprufa. Fær maður að vita niðurtöðu? Metallica81 17.5.2020 19.5.2020 | 00:36
Sjampó sem hreinsar klór úr hári baranikk 16.5.2020 18.5.2020 | 19:04
Skipta um glugga - tréverk og gler jaðraka 14.5.2020 18.5.2020 | 17:52
Þurr hársvörður BabyPanda 17.5.2020 18.5.2020 | 17:29
Sell CVV Fullz/Dumps/Bank login/WU Transfer/Paypal Transfer/ATM Card/Giftcard ace7979 18.5.2020
uppskrift agga42 16.5.2020 18.5.2020 | 13:41
Reykjavíkurflugvöllur fluttur í Hvassahraun í skjóli nætur. kaldbakur 14.5.2020 17.5.2020 | 10:54
Svandís Þula, Minning....diskurinn snúllus 2.2.2007 17.5.2020 | 10:22
Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði í HR nam2020 16.5.2020
Leikskólinn Sunnuás coimbra 15.5.2020 16.5.2020 | 15:24
Búa á Ísafirði ? áburður 4.5.2020 16.5.2020 | 12:01
svuntuaðgerð lebba 12.5.2020 16.5.2020 | 10:20
Auglýsa áfengi? Blómabeð 15.5.2020 15.5.2020 | 23:52
Gúmmí listar ini 14.5.2020 14.5.2020 | 23:29
Latex ofnæmi kisukona75 14.5.2020 14.5.2020 | 22:49
Sumarskóli / framhaldsskóli Hjólhýsi 14.5.2020 14.5.2020 | 21:53
Kofi í Skammadal Primitivo 13.5.2020 14.5.2020 | 18:00
Sjálfsofnæmi - Sérfræðingur? - Hashimoto's Thyroditis dóra landkönnuður 5.2.2016 14.5.2020 | 17:29
Já það er verið að þetta byggð á Heimsvísu - Líka ! kaldbakur 14.5.2020
Síða 1 af 24220 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, anon, Coco LaDiva, krulla27, Bland.is, ingig, Gabríella S, vkg, TheMadOne, Krani8, superman2, flippkisi, rockybland, tinnzy123, aronbj, mentonised, MagnaAron