Á unnustu í Afríku hvað er best að gera?

HTML | 13. apr. '16, kl: 21:13:46 | 962 | Svara | Er.is | 0

Ég kynntist afrískri stelpu 2008 hérna á Íslandi þegar hún var í heimsókn hjá systur sinni sem er íslenskur ríkisborgari. Þá var hún aðeins í þrjá mánuði. Svo fór hún aftur til Afríku en svo slógum við upp þráðinn aftur fyrir þremur árum og fórum að tala saman aftur á Facebook. Hún lagði til að ég kæmi til Afríku og ég gerði það.

Fór síðan aftur til Afríku í fyrra sumar og þá trúlofuðumst við þar. Hún á lítinn strák sem verður fimm ára á þessu ári en hann er farinn að líta á mig sem faðir hans.

Nú höfum við verið að plana að þau komi til Íslands og að við myndum búa saman en í dag fór ég til Útlendingastofnun og spurði manneskjuna þar hvað væri hægt að gera en ég fékk enga aðstoð þar því hún er bara unnusta mín og þá engin réttindi hér.

Svo hef ég verið að skoða að sækja um visa fyrir hana en það er mjög flókið ferli ef við erum ekki gift skilst mér og það mundi ganga auðveldara fyrir sig ef við værum gift.

Og að fá strákinn hingað líka.

Er einhver hér sem hefur farið í gegnum þetta og getur ráðlagt mér hvað er best að gera?

 

ert | 13. apr. '16, kl: 21:17:23 | Svara | Er.is | 3

Þið eigið engan annan séns en að gifta ykkur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

HTML | 13. apr. '16, kl: 21:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er ekkert grín þetta ferli

ert | 13. apr. '16, kl: 21:19:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er það ekki. Þetta er mjög erfitt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 13. apr. '16, kl: 21:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þetta er bara all in eða ekki. Ef þú vilt fá hana hingað þá verðið þið bara að gifta ykkur. Að vissu leiti þá er þetta líka öryggi fyrir hana að þetta sé ekkert laust í reipunum þegar hún leggur allt undir og flytur með barnið hingað.

HTML | 13. apr. '16, kl: 21:35:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er þá ekki eini möguleikinn að gifta sig úti? En svo veit maður ekki hvort giftingarvottorðið er tekið alvarlega hérna heima. En það ætti náttúrulega að vera þar sem gifting ætti að vera sama um allan heim. Einhver sagði mér að við verðum að gifta okkur hér, ef við giftum okkur úti þá gæti verið að vottorðið yrði ekki tekið gilt.

T.M.O | 13. apr. '16, kl: 21:40:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég held að þið þurfið að vera gift þegar hún skráir sig inn í landið, ég er ekki alveg með þetta á hreinu en ég veit að það er auðveldara fyrir borgara í Evrópusambandsríki að gifta sig öðrum utan EU hérna og fá réttindi en Íslending að giftast eh utan Evrópu. Evrópulögin eru miklu auðveldari en Íslensku.

Dalía 1979
travel89 | 14. apr. '16, kl: 13:54:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

það er ekki rétt... ef þau eru gift þá má hún dvelja á íslandi á meðan unnið er úr dvalarleyfisumsókninni. Tala af reyslu :)
Sjá hér:Aðstandandi íslensks ríkisborgara

Makar, sambúðarmakar og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn séu viðkomandi þegar á Íslandi. Ekki eru gefnar út áritanir til að þessir aðilar komist til landsins áður leyfi er gefið út. http://utl.is/index.php/rettindi

Dalía 1979 | 14. apr. '16, kl: 14:32:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þá hefur þetta eitthvað breyst hélt að maður þyrfti að yfirgefa landið sem túristi ef maður ritar sig inn í landið sem slíkur 

travel89 | 14. apr. '16, kl: 13:51:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

erlenda giftingavottorðið sem slíkt ætti að nægja til þess að hún og sonurinn gætu fengið visa til að heimsækja þig. þegar þau eru svo komin til landsins þyrftuð þið sennilega að fara til sýslumanns og gera þetta löglega hér...
en eitt stórt atriði varðandi barnið - þið þurfið að vera með það alveg á hreinu hver afstaða blóðföður er, og með allt skriflegt sem staðfestir það. Gætuð annars lent í veseni.
Gangi ykkur vel :) mín reynsla af útlendingastofnun er GÓÐ en það þarf bara að passa sig að vera með alla pappíra og allt á hreinu!

HTML | 14. apr. '16, kl: 13:54:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er að blóðfaðirinn er ekki inn í myndinni. Hann hefur engan áhuga á barninu. Mamman ætlar að reyna að sækja um fullt forræði.

travel89 | 14. apr. '16, kl: 13:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég myndi passa að það sé gengið í gegn fyrst... þið munuð annars lenda í erfiðleikum hjá ÚTL.

HTML | 14. apr. '16, kl: 13:59:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hefur þú gengið í gegnum þetta ferli?

Maður er að heyra svo mismunandi frá fólki og svo eru aðrir sem labba í gegnum kerfið eins og ekkert sé.

travel89 | 14. apr. '16, kl: 14:01:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já maðurinn minn er frá landi utan EES og við höfum bara góða reynslu af ÚTL :) Pössuðum okkur bara að hafa allt 100% frá byrjun og höfum ekki lent í neinu veseni...

T.M.O | 13. apr. '16, kl: 21:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fáðu bara allar mögulegar upplýsingar og farðu 100% rétta leið í gegnum þetta svo að þið lendið ekki í einhverju veseni vegna vitlausra pappíra eða eitthvað. Ég man eftir nýlegri umfjöllun um hjón þar sem annað var frá Bandaríkjunum, Íslenska ríkið viðurkenndi ekki hjúskaparvottorð sem voru gefin út í því fylki sem þau giftu sig svo að það hjónanna var bara eins og hver annar ólöglegur innflytjandi hérna. Vertu alveg 100% að allt sé í lagi og doubletékkaðu það svo.

HTML | 13. apr. '16, kl: 21:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ætla sko að double tékka það. Takk fyrir svarið.

Dalía 1979 | 14. apr. '16, kl: 00:01:41 | Svara | Er.is | 0

það er mjög erfitt að fá landvistaleyfi þessa dagana enn alveg þess virði að sækja um 

travel89 | 14. apr. '16, kl: 14:07:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

það er ekki satt, ákveðin löggjöf er í gildi og ef fólk á rétt á dvalarleyfi skv lögum þá fær það leyfið - löggildir makar íslendinga eiga að fá leyfi að því gefnu að þeir geti lagt fram öll þau gögn sem krafist er og hafi hreina sakaskrá.

Dalía 1979 | 14. apr. '16, kl: 14:36:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur nú verið í fréttum undan farið að fólk frá afríku og ameriku fær frímerki á rassgatið og sent út landi þannig að það eiga ekki allir rétt á að fá dvalarleyfi hérna miða við það ...

travel89 | 14. apr. '16, kl: 14:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

já það fólk sem hefur ekki haft öll sín mál í lagi gagnvart ÚTL frá byrjun.... fólk þarf líka að taka ábyrgð á sjálfu sér og að hafa allt sitt á hreinu :)

Dalía 1979 | 14. apr. '16, kl: 14:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ólöglegt að koma inn í landið á röngum forsendum eins og að koma sem túristi eða á 3 mánaða visa og fara svo upp að altarinu og gifta sig ...það er ekki  að virka þannig maður verður að yfirgefa landið og koma til baka á réttum forsendum ..þannig var það alla vega 

travel89 | 14. apr. '16, kl: 14:41:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Tekið af síðu útlendingastofnunar:

Aðstandandi íslensks ríkisborgara

Makar, sambúðarmakar og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn séu viðkomandi þegar á Íslandi. Ekki eru gefnar út áritanir til að þessir aðilar komist til landsins áður leyfi er gefið út. http://utl.is/index.php/rettindi

presto | 14. apr. '16, kl: 11:50:07 | Svara | Er.is | 0

Hvernig fékk hún leyfi til að koma hingað síðast? (2008)
Fær hún ekki ferðamanna visa núna?
Hefur þú fjárhagslega burði til að sjá fyrir ykkur þremur?
Er faðir drengsins samþykkur flutningi og td. Því að þú ættleiðir drenginn?
Hvað sagði útl.stofnun um giftingu úti?

Alli Nuke | 14. apr. '16, kl: 12:39:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað sagði útl.stofnun um giftingu úti?

Já það væri gaman að heyra hvað þetta helvítis rasistahyski hjá UTL hefur að segja.

Trolololol :)

HTML | 14. apr. '16, kl: 13:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún fékk ferðamannavisa í gegnum systur sína.

Við ætlum að hafa það þannig að hún komi fyrst og strákurinn verður hjá annari systur sem býr þarna úti svo kemur strákurinn seinna. Faðir stráksins hefur engan áhuga á stráknum hefur ekkert samband þannig að það er enginn að pæla hvað hann vill.

ert | 14. apr. '16, kl: 13:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Útlendingastofnun mun pæla í því hann vill. bara að vara þig við.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

travel89 | 14. apr. '16, kl: 13:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

einmitt... ÚTL dugar ekki að þið segið "hann hefur ekki áhuga á barninu"... þið þurfið að hafa lögmæt skjöl í höndunum sem styðja ykkar mál.

HTML | 14. apr. '16, kl: 14:41:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað. Ég geri mér alveg grein fyrir því. Ert þú að vinna þar kannski? Eigum við að færa þér skjölin?

travel89 | 14. apr. '16, kl: 14:45:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

haha nei ég vinn reyndar ekki þar en hef gengið í gegnum ferlið.
Umsækjendum frá upprunalandi mannsins míns er nánast undantekningalaust hent úr landi og ég hef aðeins verið að aðstoða nokkra aðra í ferlinu líka... langaði bara að benda þér á að það er best að hafa lögmæt skjöl um allt og ekki ganga að neinu vísu :)
Þú mátt senda mér skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar, gangi þér vel!

presto | 14. apr. '16, kl: 16:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki alveg svo einfalt með pabbann þegar til stendur að flytja barn úr landi. Hann þarf að samþykkja td. Ættleiðingu og ég held að stjúpættleiðing sé eina vitið til að tryggja rétt hans á Íslandi.
Ertu viss um að það sé skynsamlegt að skilja drenginn eftir úti?

HTML | 14. apr. '16, kl: 21:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef hún fer fram á fullt forræði yfir stráknum með því að sýna fram á að hann hefur ekki veitt neina framfærslu fyrir strákinn. Það ætti að vega mikið og að hann er ekki til staðar og að það er vonlaust að ná sambandi við hann.

staðalfrávik | 15. apr. '16, kl: 00:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá sömuleiðis einmitt lítur ekki vel út að taka hann ekki með.

.

HTML | 15. apr. '16, kl: 01:22:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við þurfum að koma okkur fyrir. Fólk er í mismunandi stöðum. Og á meðan mundi hann vera hjá systur hennar sem getur vel séð um hann.

staðalfrávik | 15. apr. '16, kl: 01:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er ekki að dæma neitt. Bara að segja að ef hún kemur ekki með hann lítur það ekki vel út. Held að UTLST sé ekkert rosa skilningsrík og finnst kannski bara upplagt að ef mamma hans kemur án hans hingað geti hún verið án hans hér. Það hefur verið ströggl fyrir foreldra utan EES að fá börnin sín hingað, skoðaðu bara úrskurði.

.

presto | 15. apr. '16, kl: 08:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Margir flytja milli landa, þetta réttlætir ekki að barnið sé skilið eftir.

neutralist | 16. apr. '16, kl: 10:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það sýnir ekki umhyggju fyrir barninu að skilja hann eftir. Ég myndi alltaf taka hann með, því hitt lítur illa út gagnvart UTL. 

presto | 16. apr. '16, kl: 16:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála

presto | 15. apr. '16, kl: 08:16:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast um að það skipti öllu. Gjaldþrota foreldri glatar ekki foreldraréttinum sjálfkrafa. Talandi um framfærslu þá hefur móðirin klárlega ekki atvinnuréttindi á Íslandi núna. Hefur hún menntun sem auðveldar henni að fá starf á Íslandi eða er hún án sérhæfingar? Duga þínar tekjur til að sjá fyrir þeim báðum auk þín? Áttu húsnæði sem dugir fyrir 4ra manna fjölskyldu? Kemur til álita að þú flytjir út í 6-12 mánuði?

HTML | 16. apr. '16, kl: 01:32:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess vegna þarf barnið að vera eftir. Því að launin mín duga ekki fyrir framfærslu á henni og barninu þegar hún er farin að vinna þá getur barnið komið. Afhverju spyrðu hvort ég eigi húsnæði fyrir 4ra manna fjölskyldu? Við erum þrjú.

Við bæði myndum auðvitað vilja að barnið mundi koma á sama tíma og hún en það er bara ekki alveg hægt. En þó svo að hann verði hjá systur sinni í smá tíma er ekkert alvarlegt. Hann er reyndar mjög háður mömmu sinni þar sem hún hefur séð um hann allt sitt líf en hann mun bara aðlagast alveg eins og hann mun aðlagast Íslandi þegar hann kemur hingað.

staðalfrávik | 16. apr. '16, kl: 10:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hversu langur tími er líklegur til að líða þar til hún má vinna? Vikur? Mánuðir? Ár? Svo eru líkur á að barnið komist ekkert strax inn í kerfið og þurfi að bíða eftir leikskólaplássi eftir að það er komið ef það er á leikskólaaldri. Þá þarf einhver að vera heima með það.

.

presto | 16. apr. '16, kl: 16:53:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Því að meðan hún hefur ekki vinnu og býr á Íslandi er hún augljóslega ekki fær um að sjá fyrir barninu. Þannig má nota sömu lýsingu á henni og þú notar um föðurinn (ég er ekki að halda því fram, bara að benda á þetta). Það að þú sjáir þér ekki fært að sjá fyrir henni og barninu hér á landi hljómar ekki heldur vel, sorrí. Það þarf að skoða þetta þegar kemur að því að veita henni/þeim landvistarleyfi. Ég spyr um 4 því það er vel þekkt að ástfangin pör eignist börn (plönuð og óplönuð) - ef hún verður ólétt og er enn atvinnulaus- væruð þið þá sammála um að fóstureyðing væri nauðsynleg þar sem fædda barnið væri mikilvægari partur af fjölskyldunni? Eða myndi barnið koma veg fyrir að stóri bróðir kæmi frá Afríku? Áttu húsnæði yfirleitt og hvað hentar það fyrir stóra fjölskyldu? Ég myndi fara aftur í útlendingastofnun og spyrja betur út í þetta allt. Ég vona að þetta gangi vel, en þetta er alls ekki einfalt mál.

HTML | 19. apr. '16, kl: 18:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ástæða fyrir því samt þegar fólk kemur hingað og tekur ekki alla sína fjölskyldumeðlimi með í einu. En ég er ekki með húsnæði sem væri gott fyrir barn þar sem ég er í vinnuhúsnæði. En hún gæti búið hér með mér. En þetta er ekki einhver skúr, þa er ágætt að vera hérna fyrir fullorðið fólk. Það er ekki auðvelt að fá íbúð sem étur ekki upp launin manns.

presto | 19. apr. '16, kl: 18:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vona að þetta gangi upp hjá þér, en mér sýnist mörg ljón í veginum og hún taka býsna stóran séns að segja skilið við barnið.

Petrís | 16. apr. '16, kl: 18:03:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst ansi vafasamt að ætla að skilja barnið eftir um óákveðinn tíma, ef þú getur ekki séð fyrir ykkar er kannski ráð á að reyna að koma sér fyrst þannig fyrir að þú getir það. 

Petrís | 14. apr. '16, kl: 12:32:57 | Svara | Er.is | 0

Hvað ertu búinn að umgangast þau lengi í allt? Passaðu þig að giftast ekki manneskju sem þú í raun þekkir ekki. Spurning um að þau komi til eins langrar dvalar sem ferðamenn og þau geta og þú út eins lengi og þú getur. Myndir þú giftast manneskju hér heima eftir svona stutt kynni. Þetta er ekkert grín því dvalarleyfi þeirra er bundið hjónabandi ykkar og þið þurfið að vera gift í 3 ár til að hún eignist eigin réttindi. Þetta er því rosalega mikil skuldbinding fyrir þig og ekki síst barnið. 

HTML | 14. apr. '16, kl: 13:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búinn að þekkja hana síðan 2008

presto | 14. apr. '16, kl: 16:26:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvenær tók hún saman við barnsföður sinn? Voru þau lengi saman?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 16. apr. '16, kl: 20:40:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju spyrðu?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Sigggan | 14. apr. '16, kl: 23:42:30 | Svara | Er.is | 1

En var hún með þér og síðan barnfeðri sínum eftir að hún fór út aftur? Ef barnið er 5 ára í dag og þið saman síðan 2008 og núna 2016 = 8 ár.
Ertu viss um að hún sé þér trú? Er ég kannski að misskilja eitthvað hérna?

HTML | 15. apr. '16, kl: 01:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við vorum ekki saman fyrr en fyrir þremur árum. Heldur að maður sé alveg glær haha. Já ég á kærustu til 8 ára og hún barn með öðrum og já hún hlýtur að hafa bara gert barnið óvart. Ætla bara ekkert að pæla í því. Já þú ert að misskilja.

Sigggan | 15. apr. '16, kl: 10:48:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok gott mál :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Síða 7 af 47947 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien