Að borga fyrir brotið í búð

Sossa17 | 1. des. '18, kl: 20:23:22 | 940 | Svara | Er.is | 1

Ég lenti í því í Garðheimum um daginn að jólaskraut brotnaði hjá mér þegar ég var að versla.
Atburðarásin er sú að ég stend við hliðina á jólatré úr vír sem var með mörgum óróum, en er að skoða skraut á borði við hliðina á þessari uppstillingu og lítið að spá í standinum. Ég held niðursokkin á óróum í kassa og hrekk í kút við háan hvell. Þá hafði víratréð dottið niður og þar sem ég vissi ekki að ég hafði einu sinni verið að snerta tréð kveikti ég ekki strax á að þetta hefði verið út af mér. Tréð var samanbrotið og greinilega óstöðugt að nóg var að ermin á úlpunni minni hefði snert það (ekki einu sinni ýtt í það) svo það small saman flatt á gólfið.

Vel fullorðin kona kemur hlaupandi og ég er miður mín og hjálpa henni að týna upp óróa ásamt manninum mínum. Biðst ég ítrekað afsökunar á þessu niðurlút og verð fegin að sjá að nánast allir óróarnir eru heilir. Ég sagði henni að standurinn væri heldur mjög valtur og að ég hefði ekki einu sinni vitað að ég hefði komið við hann. Hún svaraði snúðug að henni fyndist hann ekki sérstaklega valtur. Hún ræðir ekki meira um þetta og við hjónin höldum áfram að versla í búðinni.

Nokkru seinna förum við að kassanum og ætlum að borga. Þá hafði konan beðið átektar og kemur hlaupandi og plantar sér við hliðina á okkur með brotna óróa í litlu boxi og reiknivél með ca. 5.666,66 kr en segir ekkert. Þetta er frekar vandræðalegt, annað fólk í röð fyrir aftan okkur vitni að þessu öllu og afgreiðslustelpan skilur ekkert. Svo ég spyr "Eru þetta óróarnir sem að brotnuðu?". Hún jánkar því og segir ekkert meira. Ég er með kortið á lofti að fara að greiða fyrir hin kaupin og spyr "Ertu s.s. að biðja mig um að greiða fyrir þetta?". Þá verður hún eitthvað skringileg og svarar engu fyrr en ég spyr hvort þetta sé venjan í búðinni að ef eitthvað brotni líkt og með standinn að greitt fyrir það. Þá segir hún að óróarnir sem ég braut séu virði 17þús krónur. Ég á erfitt með að trúa að 4-5 ekki sérstaklega vandaðir froska óróar séu svona mikils virði og veit ekki hvernig hún reiknaði út þessa tölu á vasareikninum. Hins vegar kæri ég mig ekki um að vera með vesen eða ókurteisi og hún virtist nægilega gömul til þess að vera yfirkona þarna að ég samþykkti að greiða þetta og sleppti öðrum kaupum. Ég bendi henni á að þessi uppstilling eigi eftir að detta hjá fleirum þar sem ég vart snerti tréð. Hún svarar fáu og er hálf vandræðaleg og hissa yfir að ég sleppti hinum kaupunum. Væntanlega þarna búin að kveikja á því að ég muni ekki versla í Garðheimum framar.

Kannski svekk fyrir þau, því þótt búðin sé nú ekki ódýr, þá hef ég verið dugleg að versla hjá þeim tré, blóm og allt sem tengist því, kannski upp á 40-50þús sem af er að ári. Er búðin nefnilega akkúrat á leiðinni heim úr vinnunni minni. Mun ég hins vegar ekki stíga fæti þangað inn framar - ekki út af peningunum sem ég innti af hendi heldur viðmótið sem ég fékk og hvernig konan tók á þessu fannst mér mjög niðurlægjandi. Hún hefði mátt ræða við okkur inni í búð þegar þetta gerðist.. eða eftir á, enda vorum við í nokkurn tíma í búðinni eftir þetta að versla. Ég hefði samþykkt að greiða þetta en sleppt öðrum kaupum.

Ég var hugsi yfir þessu öllu því ef eitthvað hefur brotnað hjá mér eða börnunum í öðrum búðum, þá hef ég látið starfsfólk vita, ekki þurft að greiða fyrir það og verið því duglegri að versla í viðkomandi búð (hugsanlega út af samviskubiti yfir að brjóta eitthvað hjá þeim og þakklæti hvernig tekið var á því) og er enn viðskiptavinur. Eftir að hafa rætt við vini og vandamenn virðist sem að enginn hafi lent í svona aðstæðum, eða þurft að greiða fyrir hluti sem þau eða börnin hafa óvart brotið í búðum. Kannski hafa aðrir aðra reynslu eða finnst prinscip að greiða fyrir það sem brotnar.. en ég get sagt að það var undarleg tilfinning að labba út í bíl eftir það sem átti að vera gleðileg jólainnkaup fyrir það sem átti að vera jólaskreytingarkvöld, nokkrum þúsundkörlum fátækari með ekkert til að sýna fyrir það nema niðurlút og leið yfir þessari málsmeðferð.

Vildi ég því vara aðra foreldra við því að taka ekki börnin með í Garðheima þar sem þessi valti standur á eftir að detta hæglega niður aftur.. með tilheyrandi kostnaði. Ef standurinn er ekki lengur til staðar, þá hefur konan líklega viðurkennt að það var eitthvað til í þessu hjá mér.

 

nixixi | 1. des. '18, kl: 20:36:20 | Svara | Er.is | 2

Þetta er gjörsamlega fáránlegt. Garðheimar skulda þér að minnsta kosti afsökunarbeiðni og endurgreiðslu, helst inneignarnótu líka! Ertu búin að tala við æðsta yfirmann/eiganda? 

Sossa17 | 1. des. '18, kl: 21:21:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit eftir á að ég hefði líklega átt að kalla til yfirmanns (ef einhver slíkur er á svæðinu kl 19.45) en í aðstæðunum í viðurvist margra viðskipavina og eftir að hafa reynt að ræða við konuna sem ég taldi jafnvel vera verslunarstjóra miðað við aldur og hvað hún var ákveðin að ég þyrfti að greiða fyrir þetta, þá gerði ég það ekki. Ákvað að sofa á þessu en er núna nokkrum dögum síðar enn reið og ósátt við þessa niðurlægingu og niðurút var ég fyrir yfir því einu að hafa orðið valdur af því að brjóta óróa. Nokkra þúsundkarla endurgreiðsla bætir lítið fyrir þann hluta og voru aðrir starfsmenn vitni að þessari uppákomu.

nixixi | 1. des. '18, kl: 21:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki of seint að tala við yfirmann eða eiganda. Drífðu í því fyrr en seinna og gefðu þeim ekkert eftir.

Sossa17 | 1. des. '18, kl: 21:37:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já líklega rétt. Viðmótið sem ég fékk í búðinni kom svo flatt upp á mig að ég efaðist um hvort að yfirmenn myndu kannski segja það sama og konan. Takk fyrir svörin.

amazona | 1. des. '18, kl: 23:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Dóttir vín sem að er 22 ára er æðsti yfirmaður á sínum vinnustað, aldur hefur ekkert að gera með stöðu fólks.

TheMadOne | 1. des. '18, kl: 20:51:17 | Svara | Er.is | 0

þetta hefur hvergi tíðkast þar sem ég hef unnið. Bara partur af rýrnun

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Ray | 1. des. '18, kl: 20:52:45 | Svara | Er.is | 0

Finnst þú eigir alls ekki að borga þetta,,það verður að ganga þannig frá vörum í verslunum að það sé óhætt að ganga fram hjá þeim,,  

Sossa17 | 1. des. '18, kl: 21:23:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún svaraði mér strax að ekkert væri að standinum. Eftir á að hyggja fór ég að hugsa að EF ég hefði ýtt handleggnum að standinum sem olli því að hann valt, hvað þá með öll börnin sem koma inn í búðina og hlaupa um og jafnvel rekast í eða á standinn. Skrifa þetta því hér þar sem standurinn Á eftir að detta aftur ef það hefur ekki þegar gerst.

Metallica81 | 1. des. '18, kl: 21:40:50 | Svara | Er.is | 3

Ég myndi senda mail á Vaktstjórana í afgreiðsludeild. sjá email hér http://www.gardheimar.is/gardheimar/um-gardheima/starfsmenn
Ég stór efast um að svona sé tæklað með því að rukka viðskiptavin. Spurning hvort þessi starfsmaður sé ný eða hafi ekki verið viss hvernig það ætti að tækla svona.

Sossa17 | 1. des. '18, kl: 21:46:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var vel fullorðin og kom stökkvandi frá kassanum bakvið þegar hún heyrði lætin. Vissi greinilega strax hvað hafði dottið og brotnað. Ég einhvern veginn túlkaði á staðnum að hún væri jafnvel verslunarstjóri en hún var snúðug og fúl út í mig fyrir hvað hafði gerst og ég sá við kassann að hún ætlaði ekki að gefa þetta eftir, þótt að vandræðalegt væri. Finnst svo ótrúlegt að nýr starfsmaður myndi ganga svona á viðskiptavini en hvað veit maður.

Metallica81 | 1. des. '18, kl: 21:59:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eina sem mér dettur í hug er að senda þá fyrirspurn á rekstrastjórann. Sjá hvað hann segir. Það hlítur að vera þá í verklagi hjá starfsmönnum að rukka. Það er ekkert sanngjarnt að sumir starfsmenn séu að rukka þegar verklagið á að vera bara rýrnun.

Hauksen | 1. des. '18, kl: 21:42:15 | Svara | Er.is | 2

Þetta er allavegana okurbúlla svo mikið er víst. Þar sem er okur . Þar er græðgi.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

spikkblue | 15. des. '18, kl: 00:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, algjör okurbúlla. Hvað heldurðu að margir vinni þarna? Hvað heldurðu að launakostnaður, fasteignagjöld og annar kostnaður sé?

Er ekki réttast að hætta rekstrinum og reka allt starfsfólkið?

Hauksen | 15. des. '18, kl: 15:23:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þu gleymdir einu. Hvad heldurdu ad hagnaður eigenda sé?

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

spikkblue | 15. des. '18, kl: 18:11:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vonandi einhver. Til þess er verslun jú, til þess að hagnast á henni. Það er tilgangslaust að fara út í rekstur ef hann skilar engu.

Ef fólk sér hag sinn í því að versla þarna og fer ánægt út, þá er kominn hinn fullkomni grundvöllur fyrir viðskipti, sem er að báðir aðilar hagnist á þeim.

askjaingva | 1. des. '18, kl: 22:06:53 | Svara | Er.is | 2

Vá þetta finnst mér gróft

Júlí 78 | 1. des. '18, kl: 23:26:59 | Svara | Er.is | 3

Ég hefði ekki borgað þetta heldur heimtað að fá að tala við  verslunarstjórann og ef hann hefur ekki verið við þá hefði ég heimtað að fá að tala við hann í síma. Þar sem þú ert búin að borga þá auðvitað talarðu við hann þó það sé eftirá og ferð fram á endurgreiðslu á þessu og afsökunarbeiðni.

adaptor | 2. des. '18, kl: 01:57:47 | Svara | Er.is | 2

takk fyrir þetta ég hef einmitt verlsað mikið við garheima sérstaklega á vorin fyrir háar upphæðir ég mun ekki versla fyrir eina krónu í þessari kompu eftir að hafa heyrt um svona framkomu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Júlí 78 | 2. des. '18, kl: 08:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara býst við að það séu mistök hjá Garðheimum að setja ekki starfsfólkið á smá námskeið yfir það hvernig á að koma fram við viðskiptavini. Ég sjálf hef fengið góða þjónustu í Hagkaup, held að þeir séu örugglega búnir að segja starfsfólki það að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér (það borgi sig). Þó taka þeir ekki við bókum nema í sömu umbúðum og voru keyptar. En reyndar blöskraði mér eitt sinn þegar ég ætlaði að skila einhverju sem er svo sem ekki til frásögur færandi nema það að það var þarna einhver kona sem ætlaði að skila jólafötum af krakka. Það var svo greinilegt að það var búið að nota fötin!! Samt lét starfskonan (hún var ekki einu sinni mjög ung) þessa konu sem vildi skila fötunum fá innleggsnótu fyrir þessu! 

leonóra | 2. des. '18, kl: 10:28:22 | Svara | Er.is | 1

Vá hvað þetta er klaufalegt.  Hef ekki trú á að þessi kona sé yfirmaður.  Þessi verslun er dýr og leggur mikið upp úr fagmennsku og framsetningu.  Þessi kona virkar í frásögninni eins og fíll í postulínsbúð.  Er þokkalega viss um að eigendur hefðu tæklað málin allt öðruvísi.  Sendu yfirmönnum póst.  Láttu okkur vita um framhaldið.

binz | 2. des. '18, kl: 13:13:08 | Svara | Er.is | 1

Ekki hika hafðu samband við verslunarstjóra, pottþétt eh mistök hjá óþjálfuðum jólastarfsmanni. Þú færð þó allavegana eh svör, búðir eru vel tryggðar fyrir svona þettað er bara skrifað á rýrnun og þú hefðir aldrey átt að þurfa að borga fyrir þettað. Drífðu þig nú að senda fyrirspurn. Ömurlegt að vera með óþægilega líðan fyrir eh aulaskap starfsmanns. Og að því sögðu ekki láta guddugan óþjálfaðra starfsmanna stoppa þig í að versla þarna í framtíðinni nema ef þú færð eh ömurleg viðbrögð við fyrirspurn þinni.
Berðu höfuðið hátt og stattu með sjálfri þér gangi þér vel.

Binz

kaldbakur | 2. des. '18, kl: 18:25:41 | Svara | Er.is | 1

Verslunin ber ábyrgð á þessu. 
Þú borgar ekki fyrir svona. 
Þeir ættu að borga þér til baka og svo sárabætur kannski tífalda upphæðina ?

Kaffinörd | 3. des. '18, kl: 22:33:13 | Svara | Er.is | 1

Þurfti að greiða fyrir teketil íæ um árið árið í mjög þröngri hönnunarbúð og gat sjálfum mér um kennt. Skil bara ekki þennan þráð. Þu brýtur og þá borgar þú en ekki hvað.

Selja2012 | 11. des. '18, kl: 21:43:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég hef aldrei lent í slíku.

omaha | 13. des. '18, kl: 13:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en ekki fullt söluverð.....alllls ekki.

Kaffinörd | 13. des. '18, kl: 15:04:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei fékk reyndar smá afslátt c.a. 20%

Selja2012 | 14. des. '18, kl: 01:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kostaði ketillinn þá?
Ég hef ekki heyrt um að fólk greiði fyrir svona slys nema orðið vitni að slíku í túristabúð í útlöndum þar sem búðirnar eru kannski ekki tryggðar og fólk er ekki beint að fara að koma þarna aftur að versla.

Kaffinörd | 14. des. '18, kl: 07:40:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Átti að kosta c.a. 6300kr en borgaði c.a. 4500kr

Selja2012 | 16. des. '18, kl: 21:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu verslað mikið þarna síðan?

gamino | 4. des. '18, kl: 08:58:15 | Svara | Er.is | 0

Ég hefði ekki borgað fyrir þetta. Það er ekki hægt að hringja í lögreglu þó maður labbi út og borgi ekki,
ef lögreglan myndi mæta þá svarar maður bara að þetta séu bara deilur hvort að um skaðabótaskylda háttsemi sé að ræða eða ekki og þér sé í frjálst vald sett að hafna bótaábyrgð. Þá er það bara þeirra að lögsækja þig fyrir dómstólum
fyrir utan að maður ætti aldrei að þurfa að borga fullt verð fyrir hlutinn þar sem tjón búðarinnar er ekki fullt verð fyrir hlutinn heldur innkaupaverð þeirra og ekki með virðisaukaskatti. Myndi hiklaust senda tölvupóst á yfirmann og krefjast endurgreiðslu.
Barnið mitt braut um daginn eitthvað þarna í Garðheimum, þar sem að foreldrar bera ekki sjálfkrafa ábyrgð á börnunum sínum þá þurfti ég ekki að borga það.

Sessaja | 4. des. '18, kl: 12:11:07 | Svara | Er.is | 0

Ed òròinn kostar 17.þ finnst mèr glatad að þú sér látinn borga fimmu.. Þau versla þetta líklegast á 5.þ og verðlagning er meir en 10þ. En ok svo annað ef þau skreyta þannig að það blokkar gangveginn og verða slys þá myndi maður halda að þau reikna með slys verði og þeirra missir. Óróa á að hengja í lofthæð svo þetta er mjög ósanngjarnt að þú sért látinn borga.

ræma | 4. des. '18, kl: 15:49:01 | Svara | Er.is | 0

þetta er alveg fáránlegt, búðir eru tryggðar fyrir svona skemmdum / rýrnun og kúnnar eiga ekki að borga svona.


Gardheimar | 4. des. '18, kl: 16:35:14 | Svara | Er.is | 19

Fyrir hönd Garðheima langar mig til að biðja þig innilegrar afsökunar á þessu atviki. Okkur þykir mjög leitt að heyra af þessari upplifun þinni. Það er stefna okkar að skilja aldrei svona við mál. Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustuupplifun og að viðskiptavinir okkar fari ánægðir út. Þín upplifun hefur greinilega verið mjög neikvæð og hafa þar verið gerð mistök af okkar hálfu.
Mig langar til að biðja þig um að senda inn skilaboð á facebook síðu Garðheima, þannig að ég geti haft samskipti við þig beint og boðið þér bætur.
Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri.

seljanlegt | 5. des. '18, kl: 09:11:26 | Svara | Er.is | 0

Þú berð ekki ábyrgð á illa uppstilltum vörum!

Myken | 7. des. '18, kl: 12:18:04 | Svara | Er.is | 0

ég veit ekki betur en að verslanir sé trygðar fyrir akkurat svona 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

BjarnarFen | 7. des. '18, kl: 13:48:22 | Svara | Er.is | 0

Ef eitthvað brotnar inni í búð, þá er það tryggt. Aldrei að borga fyrir svoleiðis lagað og ef það á að neyða þig til að borga eitthvað, þá bíðuru bara eftir að þau hringi á lögregluna eða ferð út.

Annars afþví að þú borgaðir, þá áttu að fara með reikninginn í Neytendafélagið og fá þetta endurgreitt og helst krefjast skaðabóta líka.

Steina67 | 7. des. '18, kl: 17:49:05 | Svara | Er.is | 1

Mér þykir eðlilegt að fólk borgi ef börnin þeirra hafa brotið eitthvað og þau leikið lausum hala án eftirlits í búðinni.


Annað ef það er klárlega óvart.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Sessaja | 7. des. '18, kl: 18:53:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Slys er fyrirgefið ekki viljandi sammála.

krilamamma | 11. des. '18, kl: 18:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eftirlitslaus börn geta líka rekist óvart í hluti, en framkoman hefði kannski verið skiljanlegt ef hún (upphafspóstarinn) hefði tekið vöru og viljandi fleygt í gólfið og brotið hana..

slys gerast og búðirnar eru tryggðar fyrir því
hvern hefði starfsmaðurinn rukkað ef hún hefði labbað í burtu en ekki hjálpað og beðist afsökunar?
alveg eins og þegar börn eru í búð þá er ekki venjan að rukka þau um slys ef þau eru enn sjáanleg nálægt slysinu..

daffyduck | 11. des. '18, kl: 23:16:34 | Svara | Er.is | 0

Þarna er starfsmaður sem er skítsama um viðskiptavin búðarinnar. Svo það að þú hafir hætt við einhver önnur kaup eða ætlir ekki að koma aftur. Er einh að sm henni er drullusama um. Þarna hefur þú einfaldlega verið svo óheppin að hitta á einhverja t...u sem var að eiga slæman dag eða ár og hún fann sèr þarna ástæðu til þess að geta loksins fengið útrás og verið með leiðindi út af engu.

0987 | 12. des. '18, kl: 22:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef lent í svipuðu af vísu ekki í Garðheimum en þetta er rangt að láta greiða fyrir óhapp í verzlun

spikkblue | 15. des. '18, kl: 00:44:35 | Svara | Er.is | 0

Jesús minn fokking kristur.

Það er manneskja frá Garðheimum búin að tjá sig (þann 4. des.) um þetta og bjóða viðkomandi um að hafa samband til að leiðrétta þetta leiðindarmál.

Samt heldur heykvíslaskríllinn áfram að þjösnast á því hvað "þetta sé rangt og mikið óréttlæti og bla bla bla"... hvernig er það með ykkur rauðkurnar, lesið þið aldrei innleggin áður en þið haldið áfram að vera stríðsmenn lyklaborðsins?

Selja2012 | 15. des. '18, kl: 09:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að umræðan á þræðinum snúist nú almennt um hvað er rétt í þessum aðstæðum ef hlutir brotna í búð.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bíll dreginn í burtu aparassinn 21.5.2019 22.5.2019 | 04:52
Hræsnarar ekki Hatarar Blómabeð 21.5.2019 22.5.2019 | 04:08
Guð ekki hress ! Dehli 13.5.2019 22.5.2019 | 01:39
góða fólkið sem berst fyrir réttindum kvenna adaptor 21.5.2019 21.5.2019 | 23:18
Fullur maður Dehli 20.5.2019 21.5.2019 | 20:18
kettlingar fást gefins eru 6vikna Viola 18.11.2006 21.5.2019 | 19:50
Svara fullum hálsi R E D 26.7.2006 21.5.2019 | 19:07
Almenn netverslun? Björn Erlendur 18.5.2019 21.5.2019 | 14:10
Sumarskóli Fjárnám oskar87 21.5.2019 21.5.2019 | 12:55
Hvernig skal svara umræðu huggy 30.10.2006 21.5.2019 | 10:00
Vá hvað Þórdís Lóa og restin af borgarstjórn er illa gefin. spikkblue 17.5.2019 21.5.2019 | 09:59
Allir að svara. galdranornin 6.12.2004 21.5.2019 | 09:55
svara og snarsvar Cesar1 19.8.2010 21.5.2019 | 09:46
Varðandi offitu rusl í sundi. Lýðheilsustofa 20.5.2019 21.5.2019 | 09:21
Ódýr góð og þægileg rúm? baldurjohanness 20.5.2019 21.5.2019 | 02:08
Bretland í gær Hliðarsjálf 21.5.2019
Bunionetta König 20.5.2019
Rosalega feit börn Lýðheilsustofa 17.5.2019 20.5.2019 | 17:06
Vegir landsins og ferðamennirnir Júlí 78 18.5.2019 20.5.2019 | 14:27
Hvaða rúmfatnaði mælið þið með? fannykristin 20.5.2019 20.5.2019 | 14:26
Hvað er í gangi Eurovision Blómabeð 19.5.2019 20.5.2019 | 14:08
Gynem NoaNona 20.5.2019
500 kr mynt Hr85 20.5.2019
Heimilissýningin 2019 rósanda 19.5.2019 20.5.2019 | 10:37
Nú þurfum við að standa saman við bakið á okkar fólki í Hatara. BjarnarFen 19.5.2019 20.5.2019 | 05:52
Emergency! glutenfrítt fiskfars Pasima 19.5.2019 20.5.2019 | 00:00
Hvar finn ég barnapössun? FjólaM 19.5.2019 19.5.2019 | 18:12
Einhver að losa sig við kassa ? flutnings kassa? looo 19.5.2019 19.5.2019 | 12:44
Tæpum 27 milljörðum hent í vonlausan Strætó. kaldbakur 19.5.2019 19.5.2019 | 08:52
Fasteignasala kdm 15.5.2019 18.5.2019 | 23:45
Hmm, ætlaði að svara.... valadh 19.2.2004 18.5.2019 | 18:09
hvernig er hægt að na reykinga likt er með stol Dísan dyraland 15.5.2019 18.5.2019 | 18:03
Klippt af óskoðuðum bíl aparassinn 18.5.2019 18.5.2019 | 15:30
Textinn Óþekk úr söngleikum Matthildi í Borgarleikhúsinu Anna 18.5.2019
Lesblindurannsókn sig2 18.5.2019
sobril vegna prófkvíða ommsa 16.11.2012 18.5.2019 | 05:28
Getur verið ? Dehli 16.5.2019 18.5.2019 | 00:46
Í hvaða sæti lendum við í Eurovision? Hr85 17.5.2019 18.5.2019 | 00:38
Flokkstjóri bakkynjur 17.5.2019
Hvernig á maður að svara..? mastema 4.12.2009 17.5.2019 | 21:03
Leiskólinn Hálsaskógur mikaelll 3.5.2019 17.5.2019 | 20:59
Eru allir að bæta á sig á esopram? Yfirhamsturinn 17.5.2019 17.5.2019 | 16:08
Hvað finnst ykkur að eigi að gera við svona menn? spikkblue 15.5.2019 17.5.2019 | 11:11
að svara skilaboðum sól í hjartanu 23.9.2005 17.5.2019 | 05:18
Breytt viðhorf til matarolíu og fitu ? kaldbakur 15.5.2019 17.5.2019 | 00:48
Búa í Svíþjóð vs Danmörk hverniger 15.5.2019 16.5.2019 | 19:27
Kynlýsklúbbur mega83 9.5.2019 16.5.2019 | 18:59
Orkupakkinn. Það sama og gerðist fyrir bankana? Lýðheilsustofa 13.5.2019 16.5.2019 | 17:19
Þekkir þú málverkið? MadameSilla 16.5.2019 16.5.2019 | 16:49
DIY Salt Kerti rakelmad 16.5.2019 16.5.2019 | 14:54
Síða 1 af 19698 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron