Að búa á Völlunum í dag

strawberrytatoo | 28. jan. '19, kl: 18:35:02 | 518 | Svara | Er.is | 0

Ég er að velta því fyrir mér hvernig fólk er að fíla það að búa á Völlunum í Hfj eftir að það er komin nokkura ára reynsla á hverfið. :)

Umferð, ég vinn í Höfðanum í 110, er erfið umferð fyrir og eftir vinnu?

Leikskólar og grunnskólar, eruð þið ánægð með það?

Annað sem ykkur finnst? Ég er mikið hikandi yfir þessu hverfi, finnst ég vera mjög langt í burtu frá öllu einhvernveginn.

 

seago | 28. jan. '19, kl: 21:28:13 | Svara | Er.is | 7

já það er öruglega flestum hulin ráðgáta hvað knýr fólk til að búa þarna

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Júlí 78 | 28. jan. '19, kl: 21:44:37 | Svara | Er.is | 0

Einhvern tímann átti ég erindi þarna en bara öll þessi hringtorg, skemmtu þér vel að keyra þau öll! Svo segi ég, maður getur alveg eins búið á Suðurnesjum eins og að búa þarna, allavega nokkuð löng leið að fara úr Reykjavík og á Vellina í Hfj. sérstaklega í og úr vinnu þegar umferðin er sem mest. En samt ekkert víst að hverfið sé slæmt, skólar og svoleiðis. Og þægileg leið að keyra í miðbæ Hfj.frá Völlunum, miðbærinn í Hfj. er voða kósí. En þar sem þú vinnur í Höfðanum þá myndi ég halda að Grafarvogur væri heppilegri fyrir þig eða bara mörg önnur hverfi. Þó myndi ég aldrei nenna að búa í miðbæ Rvk eða í vesturbæ Rvk. En misjafn er smekkur fólks, Gísli Marteinn er held ég alsæll þar ;)  

strawberrytatoo | 28. jan. '19, kl: 22:18:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já langar mest að fara í Grafarvoginn eða Kópavog. Sé bara að lang mest af íbúðum sem mig langar í virðast vera á Völlunum.

En já, hugsa að ég gleymi þessu. Er það reglulega í rvk að þetta er ekki sniðugt. Kannski frekar ef maður væri að vinna í Hfj.

Júlí 78 | 28. jan. '19, kl: 22:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, allt annað ef þú værir í vinnu í Hfj. En hafnfirðingar fara samt um allt höfuðborgarsvæðið en kannski sérstaklega þreytandi að fara á hverjum degi í og úr vinnu frá Völlunum í þungri umferð. 

Kaffinörd | 6. feb. '19, kl: 17:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú vinnur í Kópavogi,Garðabæ eða Hafnarfirði er fínt að búa í miðbænum.

kaldbakur | 29. jan. '19, kl: 00:56:55 | Svara | Er.is | 0

Vellirnir eru ódýrasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu, færð ódýrari steypu þar.
Seltjarnarnes, Vesturbær Reykjavíkur og Miðbærinn eru eðlilega dýrustu hverfin og hafa verið það í áratugi og með allri þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað undanfarið með þéttingu byggðar dregur ekki úr þeirri þróun. Vægi miðbæjarins eykst enn meir með nýjum LSH  við Hringbraut. Úthverfin Grafarvogur, Grafarholt, Árbær og Breiðholt hafa algjörlega setið eftir og eru sérstaklega erfið hvað umferð til vinnu snertir. Fólk í þessum hverfum eyðir um 1 klst á dag í biðröðum og umferðarteppum. Umferð úr Hafnarfirði og Garðabæ og Kópavogi þarf ekki að þola ljósastýrð gatnamót til vinnusvæða í mið_Reykjavik þannig að sú leið er þokkalega greiðfær. 

Júlí 78 | 29. jan. '19, kl: 08:50:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hélt nú að Breiðholtið væri líka með ódýrusta hverfinu í Rvk. en kannski hefur það breyst. En fasteignasali sagði við mig fyrir nokkrum árum að það væri munur á verði fasteigna í Breiðholtinu. Það væri verðmætara í Seljahverfinu heldur en annars staðar í Breiðholti. Ég myndi segja að það væri ágætt fyrir strawberrytatoo að eiga heima í Grafarvogi, Árbæ, Hraunbæ og Breiðholti upp á vinnuna að gera og ég held að konan lendi nú varla í umferðarteppu við að keyra þaðan í vinnuna sem er upp á Höfða. Jafnvel ekkert agalegt að komast úr Kópvogi til og frá Höfðanum. Veit ekki alveg hvað þú átt við þegar þú talar um að úthverin hafi setið eftir. Er það ekki aðallega í Úlfarársdal? Hin hverfin sem þú nefnir eru nú alveg uppbyggð og a.m.k. nauðsynlegasta þjónustan eins og matvörubúðir nálægt, sundlaugar og eitthvað fleira. En það getur líka verið ástæða að fólk vilji búa í úthverfum. Kannski vill það ekkert búa í miðju kraðakinu þar sem umferðin er mest. En jú alveg hægt að lenda í umferðarteppu til dæmis á Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Bústaðavegi og fleiri stöðum. Einnig getur verið hæg umferðin þegar fólk kemur úr vinnu úr Rvk. þegar það fer að nálgast Hafnarfjörðinn. 

kaldbakur | 29. jan. '19, kl: 10:29:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú vissulega margt gott í öllum hverfum  En verð hefur hækkað t.d. hefur verð í Breiðholti hækkað meira en í miðbæ núna síðustu mánuði samkv. könnun sem ég sá.  En fermetraverðið er ennþá hæst þarna nálægt "traðarkinu" euns og þú nefnir það. 
Allt eru þetta uppbyggð hverfi engin spurning.  Já já þú heldur að strawberrytatoo sé kona, kannski ? 
Hún segist vera langt frá öllu þarna á Völlunum ég trúi því vel. Mér finnst nú mörg af þessum hverfum vera álíka langt frá öllu. 

Júlí 78 | 29. jan. '19, kl: 11:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður segir kraðakinu kaldbakur en ekki traðakinu þó svo að kraðak sé kannski ekkert íslenska, veit ekki, en býst við að það vísi til enska orðsins crowd. Einhvern veginn fannst mér strawberrytatoo sé kona. Kannski er ég smá skyggn! Eða eigum við að kalla þetta innsæi? ;)  Þú ert kannski hrifinn af þessum hverfum sem eru miðsvæðis. Ég las nú eitthvað viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sjálfstæðiskonu. Hún var flutt úr huggulega húsinu sínu sem var ábyggilega í Seljahverfi í Breiðholti ef ég man rétt og búin að kaupa sér stærra hús í miðbæ Reykjavíkur. Hún var reyndar mjög jákvæð yfir því en hún lýsti því nú samt að þegar hún fengi sér morgunkaffið (eða morgunmatinn) þá heyrði hún í öllum ferðatöskunum frá ferðamönnunum. Það virtist ekkert angra hana svo sem en myndurðu fíla það kaldbakur að jafnvel þessi ferðatöskuhljóð væru að vekja þig á morgnana fyrir alla aldir? Það væri nú ekki fyrir mig takk fyrir....

kaldbakur | 29. jan. '19, kl: 14:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí mín takk fyrir að minna mig á málvöndun.  Ég á það til að flýta mér um of. 
Já ég er veikur fyrir þessju svæði hér miðsvæðios enda hef ég búið hér alla mína æfi. 
Ég er veikur fyrir því að sjá sjóinn og jafnframt þykir mér kostur að sjá fólk fara framhjá í allskonar erindum.
Ég er reyndar ekki þar sem töskuskrallið og allra mest er af túristum. 
En túristar og Airbnb íbúðir eru þó allt hér í kringum mig eins og víða í bænum. 

Júlí 78 | 29. jan. '19, kl: 15:41:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil þig vel að þig langi að sjá út á sjóinn. Held það séu margir draumastaðir til dæmis á vestfjörðum eða austfjörðum þar sem mjög fallegt útsýni út á sjóinn. Það væri ekki leiðinlegt að hafa aðgang að einu slíku húsi að sumri til, bara verst að það er svo langt að fara! 

kaldbakur | 29. jan. '19, kl: 18:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú  vissulega draumastaðir við sólarlag  við gætum fundið okkur farartæki   eða hvað heldur þú ? 

Júlí 78 | 29. jan. '19, kl: 20:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha ;)  Sérðu okkur ekki í anda Blandverjarnir á leið í sveitina?  ;)

kaldbakur | 29. jan. '19, kl: 21:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Draumur í dós ? :) 

Júlí 78 | 29. jan. '19, kl: 11:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Best að hafa þetta rétt, Hanna Birna bjó í raðhúsi í Fossvoginum áður. En ég hefði haldið í það hús!
Hérna er það (sjá viðtal):
http://www.visir.is/g/2012121009216


Júlí 78 | 29. jan. '19, kl: 12:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hérna er húsið sem að Hanna Birna flutti í, tilheyrir 101 en telst víst í Vesturbænum: 
https://www.mbl.is/smartland/heimilislif/2018/01/25/heimilislif_eg_skipti_ekki_um_husgogn/

guess | 2. feb. '19, kl: 08:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vellirnir eru alls ekki lengur sérlega ódýrt hverfi og hefur fasteignaverð reyndar hækkað einna mest a Völlunum af hverfunum á höfuðborgarsvæðinu (hægt að fletta því upp með því að skoða ooinberar tölur). Það er umframeftirspurn eftir sérbýlum i hverfinu sem þrýstir verðinu upp.

Wilshere19 | 29. jan. '19, kl: 08:35:36 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst hverfið frábært. Ef þú ert hinsvegar að fara út í umferðina á háannatíma, þá myndast oft mikil traffík, sérstaklega við stóra hringtorgið hjá Bergunum. Ég sparaði mér þá alltaf tíma og fór í gegnum Elliðavatnsveginn :)

adrenalín | 29. jan. '19, kl: 15:08:02 | Svara | Er.is | 0

flutti úr Breiðholti á vellina þar sem ég vinn í Hafnarfirði. Var 10 mín á leiðinni í vinnuna úr Breiðholti en er 25-30 mín núna og þarf að fara 14 hringtorg. Hverfið hér er fínt en þessi umferðateppa óþolandi. Svo er ansi langt í sumt , t.d. næsta sjoppa er uppi á holti. 

seago | 3. feb. '19, kl: 02:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er samt örugglega rosa gaman að búa á völlunum ef þér finnst gaman að aka í hringi

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

CF40 | 4. feb. '19, kl: 09:34:43 | Svara | Er.is | 0

Bjó þar í 6 ár og var svo guðslifandi fengin að flytja þaðan, samt vinn ég í Garðabæ. Roslega langt að nálgast alla þjónustu nema Bónus, bakarí og rækt.

Júlí 78 | 4. feb. '19, kl: 11:32:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki gleyma, einn veitingastaður þar líka, Thai restaurant Ban Kúnn!

CF40 | 4. feb. '19, kl: 15:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

satt :)

Kaffinörd | 6. feb. '19, kl: 17:29:37 | Svara | Er.is | 0

Þú ert t.d. rúma 1 klst frá Völlunum niður á Lækjartorg með Strætó leið 1

Júlí 78 | 6. feb. '19, kl: 18:07:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú færð kannski sæti á leið í vinnuna þína með Strætó frá Völlunum en ekkert víst að þú fáir sæti á leið heim úr vinnunni og þá verðurðu að standa upp við enda kannski meirihluta leiðarinnar í einhverri kös (í kremju) í strætó, skemmtu þér vel Kaffinörd ;)

kaldbakur | 6. feb. '19, kl: 18:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er virkilega einhver sem ekki fær sæti æi Strætó ? 
Ég sé flesta vagnana tóma eða 3-4 farþega oftast. 
Strætó fór útaf veginum við Skíðaskálann í Hveravöllum í dag. 
Bílstjórinn og farþeginn já það var einn farþegi í stórum rútubíl á leið til Selfoss sluppu ómeiddir.
Farþeganum var boðið að taka leigubíl til Selfoss því hann þurfti að mæta í vinnu. 
Ég held að Strætó mætti breyta þannig að á mörgum leiðum væri heppilegra að leigubíll sækti nokkra farþega heim til sín  í stað þess að keyra þessa stóru vagna á einhverjar biðstöðvar sem fólk þarf að koma sér fótgangandi til í öllum veðrum. 

Júlí 78 | 6. feb. '19, kl: 22:08:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það fá ekkert allir sæti í strætó á álagstímum, á leið í vinnu/skóla og heim aftur úr vinnu/skóla. Stætó átti bara að aflýsa þessari ferð, það var bæði hált og hvasst á leiðinni. Hefðu getað séð þetta fyrir að þetta gæti skeð í svona veðri.
http://www.visir.is/g/2019190209309

Kaffinörd | 6. feb. '19, kl: 23:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Satt

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ég er kynseginn spikkblue 18.3.2019 19.3.2019 | 23:33
Barn í jarðaför Skrattastrumpur 18.3.2019 19.3.2019 | 23:18
Listi yfir topp 10 stríðshrjáð lönd (ásamt trúarbrögðum sem þar eru ríkjandi) spikkblue 19.3.2019 19.3.2019 | 23:14
Hvenær "má" barn vera eitt heima? Móðirjörð 23.2.2019 19.3.2019 | 22:58
Barnsmóðir er bæjarhóran Wowww 19.3.2019 19.3.2019 | 22:54
Spakmæli um barneignir til að tí ilkynna óléttu? Fudge 18.3.2019 19.3.2019 | 22:16
Innflytjendavandamál í t.d. Svíþjóð spikkblue 19.3.2019 19.3.2019 | 22:16
Hvar fæst hveitigras? garfield45 18.3.2019 19.3.2019 | 20:55
Skríllinn á Austurvelli kaldbakur 16.3.2019 19.3.2019 | 20:27
Ofnæmislæknir asta76 19.3.2019
Hvatning til Garðbæjinga! BjarnarFen 19.3.2019
Eurovision - Hatrið mun sigra Sessaja 16.3.2019 19.3.2019 | 17:30
Hvaða ryksugu róbót mælið þið með? filifjonka 19.3.2019 19.3.2019 | 09:51
Vinna með atvinnuleysisbótum rwg 18.3.2019 19.3.2019 | 00:37
Vændisþjónustu þarf að lögleiða - að minnsta kosti í einhverri mynd spikkblue 27.12.2018 18.3.2019 | 23:59
nintendo wii Twitters 13.3.2019 18.3.2019 | 23:36
Þegar tveir leigja saman, námslán og skatraskýrsla rokkari 12.3.2019 18.3.2019 | 21:36
Evrópu dómstóllinn Mannréttindadómstóll Evrópu ESB og yfirgangur þessara aðila kaldbakur 14.3.2019 18.3.2019 | 20:44
Öryrki sem vinnur hoppaskoppa 16.3.2019 18.3.2019 | 20:31
Er í lagi að lögreglan hegði sér svona? BjarnarFen 16.3.2019 18.3.2019 | 18:22
Albufeira - Portugal Anna 18.3.2019 18.3.2019 | 16:32
Baðlínan eða baðverk hhdis 17.3.2019 18.3.2019 | 16:16
GERLAUSAR PIZZUR kollagb 18.3.2019
Champix í póllandi sumarfugl 17.3.2019 18.3.2019 | 12:07
Modafinil við ADHD bjarkihb 7.3.2015 18.3.2019 | 11:47
Bílamyndavélar sig2 18.3.2019
Útskriftarveisla - Vantar hugmyndir! bryndiselsa 17.3.2019 18.3.2019 | 09:40
Hvað er mest borgaðasta starf á íslandi Eldur Árni Eiríksson 15.3.2019 18.3.2019 | 08:53
Er hægt að fela GSMnúmer þegar maður sendir SMS? GullaHauks 17.3.2019 18.3.2019 | 03:37
flóttamenn omaha 16.3.2019 18.3.2019 | 00:05
góður heila og taugalæknir Jósafat 20.3.2009 17.3.2019 | 22:07
Má leigjandi vera gjaldkeri húsfélags láv 17.3.2019 17.3.2019 | 15:59
Góður húðsjúkdómalæknir? Ljufa 16.3.2019 17.3.2019 | 13:08
Bílvelta -Túrrist Sessaja 17.3.2019
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 17.3.2019 | 10:35
Hjálparinn janefox 12.3.2019 17.3.2019 | 08:13
Bílaþrif hinna útvöldu ! Wulzter 12.3.2019 16.3.2019 | 20:19
veigur93 16.3.2019 16.3.2019 | 20:16
Að láta sér nægja það sem náttúran gefur okkur til lífsviðurværis. kaldbakur 15.3.2019 16.3.2019 | 17:07
Gunnar Nelson stream landakort 16.2.2013 16.3.2019 | 15:15
Mun hatrið sigra að lokum? spikkblue 16.3.2019 16.3.2019 | 14:49
Einhliða áhyggjur ! Dehli 16.3.2019 16.3.2019 | 09:20
Mislingar bakkynjur 15.3.2019 16.3.2019 | 08:24
Ólétt af fyrsta barni-bugun. magnea90 11.3.2019 16.3.2019 | 00:25
Föstudagskvöld - hvað eru þið að gera? Twitters 15.3.2019
Af - hommun ? Dehli 6.3.2019 15.3.2019 | 22:22
Er vefverslun Nettó ekki að virka hjá fleirum? Andrea02 15.3.2019 15.3.2019 | 19:10
Sertral Laubba 09 4.2.2019 15.3.2019 | 16:14
WowAir Vínber 13.3.2019 15.3.2019 | 15:24
survivor aðdáendur Twitters 14.3.2019 15.3.2019 | 14:55
Síða 1 af 19691 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron