Að byrja á leikskóla

noneofyourbusiness | 29. maí '15, kl: 00:03:23 | 257 | Svara | Er.is | 0

Barnið mitt á að byrja á leikskóla í haust og allt í einu er ég smá kvíðin. Hann er búinn að vera hjá sömu dagmömmunni í meira en ár og hefur líkað mjög vel þar. Þar á hann mjög góðan vin sem hann leikur sér mikið við, en því miður er vinurinn fluttur úr hverfinu og fer ekki í leikskólann hér. 


Mér finnst þetta bara svolítið stórt stökk, frá fimm börnum hjá dagmömmu yfir í nærri 100 börn í leikskóla. Hvernig gekk þetta hjá ykkar börnum? Eiga börn á þessum aldri (tveggja ára þegar hann byrjar) auðvelt með að eignast nýja vini?

 

Catalyst | 29. maí '15, kl: 00:10:34 | Svara | Er.is | 0

Jájájá minn eignaðist strax nokkra vini. Skipti siðan um leikskola 3.5 ars og var lika fljotur þa að eignast vini.
Hann fer numa i skola i haust ì öðru hverfi (fluttum fyrir nokkrum manuðum) og þo hann hafi alltaf plummað sig vel og verið fljotur að eignast vini þa ereg samt stressuð! Svo eg skil þig vel :)

noneofyourbusiness | 29. maí '15, kl: 00:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég var smá stressuð þegar hann byrjaði hjá dagmömmu en jafnframt mjög ánægð með hvað hann var strax ánægður þar og eignaðist góðan vin í þessum strák sem hann lék sér mest með. Svo verða engin af börnunum frá dagmömmunni á sama leikskóla og hann. Kannski eru þetta óþarfa áhyggjur, en þetta er samt stórt skref fyrir lítið tveggja ára kríli. 

furtado | 29. maí '15, kl: 00:45:23 | Svara | Er.is | 7

Deildarstjórinn okkar sagði að svona kríli eignuðust ekki vini þannig séð. Þau léku sér meira bara sjálf og byrjuðu svo að mynda tengsl við hin börnin seinna meir.


En inni á deildunum eru bara ca 10-20 börn í einu svo það er ekki eins og barnið hangi innan um 100 börn bara skyndilega. Starfsfólk leikskólanna kann þetta alveg og veit alveg hvað það er að gera. Held þú þurfir ekkert að vera kvíðin fyrir þessu :)


Þetta gekk mjög vel hjá okkur til að byrja með. Það gekk miklu verr að skipta um deild heldur en að skipta frá dagmömmu yfir í leikskóla.

noneofyourbusiness | 29. maí '15, kl: 00:53:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit að þetta er sagt um svona lítil börn að þau eignist ekki vini, en strákurinn minn og þessi strákur hjá dagmömmunni hafa samt verið alveg rosalega góðir vinir. Við erum að tala um að þeir fagna hvor öðrum þegar þeir mæta, og eru báðir ómögulegir ef hinn er veikur. Þeir eru langmest saman af öllum börnunum þarna, og eru mikið að hnoðast hver í öðrum og leika sér saman. 

staðalfrávik | 29. maí '15, kl: 01:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjálfsagt eru þeir bráðþroska og hafa náð að mynda frekar náin tengsl. Spurning hvort þið foreldrarnir hafið áhuga á að viðhalda þeim þó hinn sé fluttur? Mínir strákar léku sér bara við hliðina á öðrum börnum og jú það var einhver væntumþykja en ekkert sem ég myndi kalla vináttu þannig að ég get ekekrt ráðlagt sem foreldri  þannig. Hvað með önnur börn hjá dagmömmunni, fylgir honum einhver annar?

.

noneofyourbusiness | 29. maí '15, kl: 01:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er ekki náinn neinum öðrum börnum hjá dagmömmunni, þannig, og ekkert þeirra fer í sama leikskóla og hann. 


Ég þekki foreldra hins stráksins voða lítið.

staðalfrávik | 29. maí '15, kl: 01:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er greinilega félagslega fær og allar líkur á að hann plummi sig vel, þú hefur það í hendi þinni að heyra í þessu fólki eða sleppa því. Gerðu það ef þig langar til, annars ekki.

.

fálkaorðan | 29. maí '15, kl: 01:16:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Litlinn minn á engann vin hjá dagmömmunni núna, en stórinn og stelpan mín áttu bæði sína vini hjá sínum dagmömmum.


Er samt ekki að segja að börnin líði fyrir það að þessi vinátta slitni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 29. maí '15, kl: 01:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona lítil börn eignast alveg vini. Vináttan þeirra er kannski ekki eins og vinátta eldri barna eða fullorðinna en þessir vinir skipta alveg jafn miklu máli.


EN... þessi vinátta hefur ekki dúpstæð áhrif og það myndast ekki skarð þegar svona ungir vinir fara í sundur, einfaldlega af því að heilinn er ekki orðinn nógu þroskaður til þess að geyma minningarnar skipulega eins og eftir 3 ára aldur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 29. maí '15, kl: 01:28:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau eignast nefnilega vini, þó að það sé kannski öðruvísi en vinátta eldri barna. Það er alveg ótrúlega gaman að sjá þá fagna hvor öðrum á morgnana og allt öðru vísi þegar við komum og hinn strákurinn er ekki kominn. Minn er samt alveg til í að fara inn til dagmömmunnar, en það eru ekki sömu fagnaðarlætin og þegar þeir vinirnir hittast. 


Ég skil það líka að hann mun ekki sakna vinarins á sama hátt og eldri börn gera, en það er svo gaman að sjá hann svona ánægðan og ég vona að hann verði jafn ánægður og glaður á leikskólanum. 

fálkaorðan | 29. maí '15, kl: 01:12:26 | Svara | Er.is | 0

Elstan var 2 ára og 1 mánaða þegar hún fekk pláss og ég var voða fegin af því að 'stóru' börnin hjá dagmömmunni voru orðin voða fá og ég hreinlega hlakkaði til að hún kynntist aðeins stærri hóp og aðeins eldri börnum. Svo tók hún þvílík málþroska og þroskastökk við það bara að fara á leikskóla.


Miðjan var 2 ára og 2 mánaða, það var pínu skrítið að slíta þá bræðurna í sundur en þeir voru hjá sömu dagmömmunni en að sama skapi var hann að fara á sama leikskóla og systirin, þau léku sér saman úti fyristu dagana, kannski hægt að tala um vikurnar ef ekki er átt við mikið miera en tvær og svo hefur hann bara eignast sína vini og þau eru alveg sjálfstæð frá hvoru öðru.


Litlinn er svo að byrja núna í ágúst þá 2 ára og 2 mánaða, ég hlakka ógurlega til að hafa þau öll saman á sama leikskóla og í göngufjarlægð. Bæ bæ skutl á morgnana hæ hæ göngutúrar. Jú hú loksins! hvað var ég að spá að sækja ekki um forgang fyrir hann, þetta hefði getað hafa gerst fyrir löngu!!!

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 29. maí '15, kl: 01:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo yndislegt að þau skuli geta verið saman systkinin, jafnvel þó að þau séu sjálfstæð hvort frá öðru. Litli kallinn minn er einn og þess vegna eru þessi vinamál kannski enn mikilvægari fyrir vikið. 

fálkaorðan
nóvemberpons | 29. maí '15, kl: 08:17:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mínir guttar voru saman á leikskóla og núna síðasta árið saman á deild þar sem það er bara ein elsta deild. Elsti er svo að fara í skóla og ég kvíði smá hvernig hinn mun taka því að vera einn á leikskólanum alltí einu

4 gullmola mamma :)

ilmbjörk | 29. maí '15, kl: 04:45:47 | Svara | Er.is | 1

´minn var aldrei hjá dagmömmu, byrjaði á leikskóla 9 mánaða. En hann byrjaði á alveg nýrri deild þá (var verið að stækka leikskólann akkúra þá) og þeir voru bara 2 til að byrja með, og svo komu fleiri og fleiri. Það gekk rosa vel. En svo skipti hann um leikskóla stuttu áður en hann varð 2ja ára og það gekk frekar illa en eftir mánuð sirka var þetta orðið fínt og hann á rosalega góða vini þar núna (komin 2 ár) :)

nóvemberpons | 29. maí '15, kl: 08:15:30 | Svara | Er.is | 1

Öllum mínum gekk mjög vel að byrja á leikskóla elsti var hjá dagmömmu og byrjaði svo mánuði fyrir 2 ára á leikskóla, miðjan var ekki hjá dagmömmu og byrjaði 2 mánuðum fyrir 2 ára á leikskóla. Litla ponsið byrjaði svo 1 árs og gekk mjög vel.

4 gullmola mamma :)

labbalingur | 29. maí '15, kl: 09:04:05 | Svara | Er.is | 1

Mín fór aldrei til dagmömmu og var svo sem ekki í miklum samskiptum við önnur börn þegar hún byrjaði í leikskóla þannig það voru svolítil viðbrigði en hún var samt mjög fljót að aðlagast og kynnast hinum börnunum og starfsfólkinu. Ég sá bara hvað henni líkaði vel í leikskólanum sem hún var í. Hún er komin á annan núna og það er ekki alveg komin reynsla á það ennþá, fullt af nýjum börnum. Hún kannast samt við sum þeirra.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

Galieve | 29. maí '15, kl: 09:57:06 | Svara | Er.is | 1

Þetta hefur verið ekkert mál hjá okkur. Eldri drengurinn eignaðist besta vin strax en besti vinur yngri drengsins er sextugur leikskólakennari. Yngri er ekkert hrifin af krökkum á sínu aldri og vill bara vera með kennurunum.

LadyGaGa | 29. maí '15, kl: 09:59:51 | Svara | Er.is | 1

Hann verður sko ekki með öllum þessum 100 á deild  :)   Þau eru í litlum hópum, mjög litlum hópum oftast.  Þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, flest börn á Íslandi ganga í gegnum þetta og standa sig bara prýðisvel.

Snobbhænan | 29. maí '15, kl: 10:03:21 | Svara | Er.is | 1

Jú þetta er stökk en barnið er samt ekki að fara úr 5 barna hóp yfir í 100 barna hóp. Hann er að fara úr 5 barna hóp í kannski 15-20 barna hóp þar sem verður fleira starfsfólk, hluti þeirra faglærður og barnið fær mikil tækifæri til náms í gegnum leik og starf.  


Ef þú sjálf kvíðir þessu skaltu fá að skoða leikskólann, skoðaðu heimasíðuna, lestu þér til um faglega starfið, hvaða þróunarverkefni er verið að vinna að og svo framvegis.


Og til hamingju með að barnið þitt sé að fara að byrja á leikskóla. það er stórt og gott skref. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 07:08
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Síða 1 af 47600 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien, Kristler, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123