Að eiga barn í nóvember

skor01 | 1. feb. '15, kl: 02:21:44 | 796 | Svara | Meðganga | 0

hæ allar ! Nú erum við búin að reyna fyrir barni nr. 2 í 3 hringi en ekkert gerst og gríðarleg vonbrigði auðvitað þar sem það kom strax með fyrra barn. Ætla samt ekkert að vorkenna sjálfri mér of mikið því ég veit að margar hérna hafa verið að reyna mikið lengur svo frjósemisduft til ykkar allra ! En að spurningunni.. Við ætluðum að taka okkur pásu næstu 3 hringi því ég hef einhvernveginn alltaf haft það í husnum að vilja ekki eignast barn nálægt jólunum/um miðjan vetur (nóv-jan). Ekki spyrja afhverju, ég veit það eiginlega ekki sjálf. Finnst bara leiðinlegt að hugsa til þess að barnið fái þá kannski sameiginlegar jóla og afmælisgjafir og gleymist soldið í amstri jólanna ofl. sjálf á ég afmæli að vori svo ég þekki þetta svosem ekki. En núna eftir að Rósa frænka kom í þessum mánuði þá erum við ekki tilbúin til að bíða í 3 mánuði með reyneríið og ætlum að reyna aftur næsta hring og prófa Royal jelly eða maca. Þá mun barnið að öllum líkindum koma í byrjun nóv. Auðvitað er alltaf yndislegt að eiga barn og auðvitað skiptir engu máli hvað mánuð það kemur en þið sem eigið börn í nóvember eða eigið sjálf afmæli þá, hvernig var ykkar reynsla á að eih afmæli seint á árinu ? Hefur það einhver áhrif að jólin séu handan við hornið ? Vona að þið skiljið hvað ég er að hugsa :) Gangi okkur öllum vel !

 

yay !

skor01 | 1. feb. '15, kl: 02:23:46 | Svara | Meðganga | 0

Eiga afmæli*

yay !

malata | 1. feb. '15, kl: 07:51:59 | Svara | Meðganga | 0

Ég á afmæli 30 október (sem sagt, næstum því í byrjum nóvember ;) ) og hef alltaf fengið almennilegt afmælið og ekki séð fyrir neitt erfitt í sambandi við jólin. Ég skil hvað þú meinar, en ég held að það sé nóg ef það stressar þig að forðast að eignast barn frá 15. desember til 15. janúar - jólin eru ekki svona lengi í alvöru.
Frjósemisduft til þín!!!

ilmbjörk | 1. feb. '15, kl: 08:09:56 | Svara | Meðganga | 1

Sko ég var alltaf í þessum sömu pælingum og þú.. en maðurinn minn og systir hans eiga afmæli í lok október og bróðir minn og konan hans eiga bæði afmæli í desember og þau hafa alltaf fengið afmæli og afmælisgjafir og allt það. Ég er ekkert að spá í þessu núna, langar bara að verða ólétt ;) Barnið fær alltaf það afmæli sem þú heldur fyrir það :)

Mér finnst t.d. mikið "verra" að eiga afmæli í lok júlí eins og sonur minn, alltaf allir í sumarfríi þegar hann á afmæli, sumarfrí í leikskólanum og við kannski einhverstaðar í fríi og maður getur aldrei haldið almennilga upp á afmælið hans fyrr en seint og síðarmeir.. Einn frændi okkar á líka afmæli seint í júlí og hann hefur aldrei verið heima á afmælinu sínu, alltaf í sumarfríi, að keppa á fótboltamóti eða eitthvað þannig..

smusmu | 1. feb. '15, kl: 08:17:03 | Svara | Meðganga | 0

Ég á sjálf afmæli um miðjan desember og það hefur aldrei truflað að jólin séu nálægt. Fékk jú stundum jólasvein í afmælið mitt sem var bara gaman :Þ

MUX | 1. feb. '15, kl: 15:36:36 | Svara | Meðganga | 0

Ekki skárra að eiga afmæli um sumar, ég á afmæli um hásumar og það komu alltaf fáir í afmæli til mín og yngsta mín er fædd líka um hásumar og ég hef ekki einu sinni reynt að halda upp á afmælið hennar þá (hún átti reyndar að fæðast í september, henni var nær!), ég á líka börn fædd að vori og í janúar og viðurkenni að það var skemmtilegasti tíminn að vera með vorbarn, það var orðið pínu stærra þegar sumarið kom og maður gat farið í göngur í góða veðrinu og dúllað sér, janúar krílið fæddist inn í mitt RS seasonið og lenti á sjúkrahúsi 6 vikna út af því og vesen og maður var fastur inni fram á sumarið einhvernveginn. 

because I'm worth it

BabyBlossom | 1. feb. '15, kl: 15:52:58 | Svara | Meðganga | 0

Ég á sjálf afmæli í byrjun desember og hef sjalf aldrei fengið sameginlega afmælis/jólagjöf þannig ég mundi ekki hafa miklar áhyggjur af því.. hins vegar á ég HELLING af jólastyttum sem ég fékk í afmælisgjafir haha en það er bara notarlegt :) ég á barn fætt í enda nóvember sem hefur hingað til ekki fengið sameginlega gjöf né jólastyttu hehe

Lítil dama fædd 23. nóvember 2012

staðalfrávik | 1. feb. '15, kl: 17:28:10 | Svara | Meðganga | 0

Ég á afmæli í nóvember og hef alltaf fundist það ágætt fyrir utan það þegar ég var að taka bílpróf haha. :) Ég á tvo syni fædda seint í des (greinilegt hvenær fengitími okkar hjóna er:)). Eldri er 10 ára og sá yngri kom núna um áramótin og eldri virkilega óskaði sér að fá barnið í desember í stað janúar en ég var sett þá. Hann er svo mikið yndi að hann myndi ekki óska sér svona nema hann væri sjálfur ánægður með afmælisdaginn. Hvernig þetta svo verður í framtíðinni verður bara að koma í ljós þar sem músin er fædd þann 25. Hann mun pottþétt fá sér veislu og sér gjafir eins og þessi eldri.

 Þess má svo geta að eldri börnin mín eru bæði  fædd mjög nálægt páskum.

.

gulladomma | 1. feb. '15, kl: 18:00:35 | Svara | Meðganga | 0

Ég á einn alveg í lok okt og það hafa aldrei neitt sameinast afmælis og jólagjafir, held alltaf uppá afmælið hans fyrstu helgina í nóvember...fynnst þetta alveg fínn tími :)

Emmellí | 1. feb. '15, kl: 21:10:29 | Svara | Meðganga | 0

á barn sem er fætt um miðjan nóvember og það gleymist ekkert neitt afmælisstöff. Þú ert að mikla þetta of mikið fyrir þér. Svo á ég 2 frændsystkini sem eiga afmæli í desember og þau gleymast ekkert heldur. Það er bara afmælisveisla eins og ef  barnið ætti afmæli í hverjum öðrum mánuði. Það mæta allir í öll afmæli hvort sem það er 30 desember eða um miðan nóvember. Engar sameiginlegar gjafir (afmælis/jóla) - þau fá sínar afmælisgjafir og jólagjafir þó það sé stutt á milli.

Hugsaðu bara hvað þú sparar mikið í dagmömmugjöld ef þú nærð að koma með barn á árinu ! Bara eitt ár hjá dagmömmu/ungbarnaleikskóla en ekki tvö !

Maluettan | 1. feb. '15, kl: 21:59:23 | Svara | Meðganga | 0

Á afmæli 12 dögum fyrir jól og það hefur aldrei verið neitt vesen. Stundum leiðinlegt að eiga afmæli i prófum og svona en aldrei neitt alvarlegt :-) 

H0412 | 1. feb. '15, kl: 22:29:32 | Svara | Meðganga | 0

Ég á strák í byrjun desember og það eina sem hefur böggað mig í sambandi við það er að ég er sjálf alltaf í prófum þegar hann á afmæli. Nú á ég von á mér og er sett í lok júlí og er einmitt mun stressaðri fyrir þeim afmælisdegi, alltaf í lok stumars, erfitt að safna öllum saman o.s.frv. Svo ég sé ekkert að því að eignast barn í lok nóv, byrjun des. Minn gaur fær alltaf sitt afmæli og sína veislu, aldrei sameiginlegar gjafir.

skor01 | 2. feb. '15, kl: 02:09:46 | Svara | Meðganga | 2

Já það er rétt, ég er örugglega bara að mikla þetta fyrir mér :) Slæ þá bara til og við prófum aftur í næsta hring og vona innilega að það hafist ! Takk fyrir svörin stelpur !

yay !

rótari | 2. feb. '15, kl: 07:27:41 | Svara | Meðganga | 0

Sæl ég á afmæli í byrjun des og fékk alltaf afmælis og jólagjafir :) aldrei neitt vesen en eftir að ég varð fullorðin finnst fólki rosa sniðugt að gefa mér jólakertastjaka í afmælisgjöf HAHAHA rosa spennó ;) en sem barni fannst mér æði að eiga afmæli í des og vera alltaf með jólaljós í glugganum mínum í afmælinu :)
var sjálf að eignast kríli 19 des og er bara frekar ánægð með þá dagsetningu :D

Degustelpa | 2. feb. '15, kl: 12:19:34 | Svara | Meðganga | 1

sonur minn á afmæli 27. október og ég á afmæli 3. jan og maðurinn minn 7. jan
Og ég er tvíburi.
Mamma setti þá reglu að við systur fengum ekki sameiginlega gjöf og við þyrftum að fá jóla og afmælisgjöf, amk til að byrja með. Eftir að við eldumst og fengum vit að þá höfum við fengið einhverjar sameiginlegar jóla og afmælisgjafir en það er annað en ef barn fengi það.


Mér fannst æði að fá að hafa jólatréð uppi þegar við áttum afmæli, eins með manninn minn.
Ef þú setur skýrar reglur með pakkana að þá ætti barnið ekkert að finna fyrir þessu.


Systir mannsins míns á svo afmæli seint í desember en hún fékk alltaf lélegar afmælisgjafir en ég held samt að það sé frekar það að foreldrar þeirra settu ekki þessar skýru reglur eins og mamma mín gerði.


Afmælin hér hafa ekki áhrif á jólin, tilhlökkunin sem barn var alveg jafn mikil.




En svo eitt í viðbót, mamma vorkenndi okkur að þurfa að bíða í næstum ár á milli gjafatíma svo við fengum lengi sumargjafir, sem voru t.d. ný sundföt, eða fótbolti eða eitthvað lítið dót bara til að fá pakka. Ég held að það hafi hjálpað líka

kisurófa | 2. feb. '15, kl: 15:44:03 | Svara | Meðganga | 0

Ég á barn fætt um miðjan nóvembermánuð og það var bara fínt. Það eru aldrei sameiginlegar afmælis- og jólagjafir og gerir biðina fyrir jólin styttri ;)

tk95 | 2. feb. '15, kl: 15:55:55 | Svara | Meðganga | 0

Eg a afmæli 22 des. Fekk aldrey sameiginlega gjafir sem bar . En þegar eg varð eldri for svona einn og einn að gefa mer sameiginlegar gjafir og það komst bara i vana og varð allt í lagi :)

Love the life you live,
Live the life you love <3

Ice1986 | 2. feb. '15, kl: 18:27:59 | Svara | Meðganga | 0

Ég á afmæli rétt fyrir jól. Á svo systkini sem eiga afmæli líka í kringum jólin. 
Þetta skiptir engu máli. Þú verður samt sem mamma að setja smá reglur. Mamma mín tók fyrir það að blanda saman jólum og afmæli. Við fengum alveg að eiga okkar dag og við fengum alltaf 2 gjafir. Mamma talaði við ættingja og bað um að jólakskraut yrði aldrei gefið sem afmælisgjöf ( frekar sem jólagjöf ef það fólk ætlaði að gefa það). Ég fékk hins vegar 1 sinni jólaskraut frá vinkonu minni sem ég man að ég varð pínu skúffuð útaf. 


Þetta er fínn tími til að eiga afmæli og ekkert verri en annar. Stundum pínu leiðinlegt að eiga afmæli í prófum. Ég myndi frekar taka afslöppun á þetta og leyfa krílinu að koma þegar það vill. Þú ræður þessu samt alveg sjálf og það að taka pásu útaf þessu er ekkert vitlausara en margar aðrar ástæður. 


Í dag finnst mér æði að eiga afmæli rétt fyrir jól því það er besta afsökun í heimi til að sleppa við leiðinlegustu jólaboðin  ;) 

Nola | 2. feb. '15, kl: 19:16:45 | Svara | Meðganga | 1

Mér hefur alltaf þótt hræðileg tilhugsun að eiga afmæli svona seint á árinu en þegar ég byrjaði að reyna þá gat ég ekki hugsað mér að sleppa því. Ég varð ófrísk og sett 15 nóvember! Nokkrum dögum síðar missti ég hins vegar. 
Átti frekar erfitt andlega þar til ég varð ófrísk aftur en sem betur fer gerðist það fljótt og er ég sett núna í febrúar. Mér finnst það samt ekkert mikið skárra heldur en að eiga afmæli seint á árinu. Erfitt að gera manni til hæfis ;)

bibi88 | 4. feb. '15, kl: 13:14:36 | Svara | Meðganga | 0

Hæ ég á son fæddan fyrripart desember og hafði sömu áhyggjur af þessu og þú, en þetta er ekki neitt vesen hann fær alltaf afmæli sem er afmæli. Passa bara að ekkert jólaskraut sé komið upp. Þettt er ekkert mál, Ég mundi bara halda áfram ad reyna því þetta er alls ekkert mál. Nú á ég von á öðru barni um verslunarmannahelgina og hef hin s vegar áhyggjur að það mun aldrei neinn koma í afmæli þess. Ég á líka afmæli að vori eins og þú ahhaha.. GAngi þér vel :)

california | 4. feb. '15, kl: 13:19:31 | Svara | Meðganga | 0

Madur pælir einmitt i thessu a eina i agust og adra i september. Eg einmitt ætladi ad reyna ad stjorna eithvad en eftir næstum 2ár i reyneríspakkanum er okkur alveg sama. Kannski bara ekki des uppa hin bornin ad gera

holle | 6. feb. '15, kl: 10:20:42 | Svara | Meðganga | 1

Ég á einn sem á afmæli á jólunum. En hann hefur alltaf fengið afmælis og jólagjafir. Ég setti þær reglur sjálf og hef bannað fólki að gefa honum eina gjöf sem á að vera bæði afmælis og jólagjöf hihi :) Bara barnsins vegna :) Fólk skilur það mjög vel. Vildi einmitt alls ekki að afmælið hans myndi týnast í allri jólageðveikinni :)

yarisinn | 6. feb. '15, kl: 21:27:54 | Svara | Meðganga | 0

Eg a strák i nóvember og það var bara rosa kósy. Hann gleymist ekkert. Þad ad hann eigi afmæli i nov hefur enginn ahrif a jolaundirbúning.

Strákurinn kom 13.nóv 2008
strákur tvö fæddist 18 janúar 2011

joice | 7. feb. '15, kl: 02:18:52 | Svara | Meðganga | 0

Ég á afmæli í byrjun nóvember og ég upplifði aldrei að það væri voða nálægt jólunum. Byrjun desember finnst mér hinsvegar ekki heillandi tími, þá er aðventan að byrja og svo eru prófin líka þá.

workingman1 | 9. feb. '15, kl: 02:23:47 | Svara | Meðganga | 0

Mer finnst þetta algjort auka atriði og ekki þess virði að vera að pæla í.....og hvað þá að stressa sig á...bornin koma ekki alltaf eftir pontunum eða i þeim mánuði sem við viljum....eg mundi frekar hugsa um það að fá heilbrigt barn heldur en að vera búa til hrakspár um hvernig Afmælin hja krakkanum verða.....konur róa sig aðeins??

Kríli5 | 10. feb. '15, kl: 21:42:34 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég skil þig samt alveg, ég vil taka pásu á reyneríi núna bara því ég vil ekki eignast barn í okt-des, og veit ekkert afhverju, langar bara að eiga barn snemma á árinu eða sumri til, er sjálf fædd í febrúar og hefur alltaf fundist það rosa fínt :)

skor01 | 12. feb. '15, kl: 01:06:34 | Svara | Meðganga | 2

Óþarfi að vera með dónaskap og segja okkur að róa okkur :) Enginn að vera sjálfselskur hérna heldur einfaldlega spurna saklausrar spurningar. Auðvitað koma börnin ekki eftir pöntunum og ég geri mér fulla grein fyrir því.

yay !

skor01 | 12. feb. '15, kl: 01:06:34 | Svara | Meðganga | 0

Óþarfi að vera með dónaskap og segja okkur að róa okkur :) Enginn að vera sjálfselskur hérna heldur einfaldlega spurna saklausrar spurningar. Auðvitað koma börnin ekki eftir pöntunum og ég geri mér fulla grein fyrir því.

yay !

trilla77 | 12. feb. '15, kl: 09:12:13 | Svara | Meðganga | 0

ég á nóvemberbarn og það barn fær engar sameiginlegar jóla- og afmælisgjafir :)
Það á sitt afmæli bara

Kammó | 16. feb. '15, kl: 01:44:22 | Svara | Meðganga | 0

Ég á börn fædd í lok nóv. og byrjun jan.og þau hafa aldrei fengið sameiginlega afmælis og jólagjöf. Mér fannst fínt að eiga börn á þessum tíma, maður er hvort eð er mikið heima fyrstu mánuðina og þau voru þá orðin stálpuð um sumarið og gaman að vera með þau úti.
 Eini gallinn sem ég sé við þetta er að allar gjafir hrúgast inn á ca 6 vikna tímabili, væri kannski þægilegra ef það dreifðist meira yfir árið.

Millae | 16. feb. '15, kl: 12:04:25 | Svara | Meðganga | 0

Eg á desember barn sem á afmæli í kringum jólin finn ekkert fyrir finnst það æði. Fekk reyndar soldið sameinilegar fæðingar og jólagjafir

Kríli5 | 2. mar. '15, kl: 21:39:53 | Svara | Meðganga | 2

Var ad fa jakvætt þannig liklegast verður það nóvemberbarn ! Er mega sátt þó eg hefdi alveg viljad frekar eiga snemma á arinu :)

skor01 | 2. mar. '15, kl: 21:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 4

Var að fá jákvætt líka þannig þetta verður nóvemberbarn hérna líka ;)

yay !

Haruni | 4. mar. '15, kl: 14:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég var líka að fá jákvætt :-) ég er reyndar bara rosalega sátt við nóvemberbarn, er sjálf desemberbarn og hef bara góða reynslu af því að vera seint á árinu (og í kringum jólin)

malata | 3. mar. '15, kl: 10:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Til hamingju báðar! Sko, þetta verður frábært nóvemberbarn :)

skor01 | 3. mar. '15, kl: 10:08:35 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Já þetta verður yndislegt :D Skiptir engu máli ! Þetta er bara eitthvað í hausnum á manni en svo um leið og maður fær jákvætt þá skiptir þetta núll máli ;)

yay !

Kríli5 | 3. mar. '15, kl: 12:16:11 | Svara | Meðganga | 0

kærastinn minn var á sama máli að vilja ekki barn a þessum tima svo kom jakvætt og hann bara sko það virkaði að hugsa þetta ! erum bæði glöð :) :)

Lety | 3. mar. '15, kl: 18:32:39 | Svara | Meðganga | 0

ég á barn sem er fæddur um miðjan november og stelpu sem er fædd í byrjun desember og þau gleymast ekki og fá alltaf sér afmæli og afmælisgjafir og jolagjafir :)

#stjarna# | 3. mar. '15, kl: 18:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég spáði mikið í þessu einu sinni en nú er mér nkl sama, bara ef ég verð svo heppin að verða ólétt ( búin að reyna í 5 ár) Finnst tíminn engu máli skipta!!!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8089 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Guddie, Paul O'Brien