Að eiga enga vini

Stong113 | 26. apr. '19, kl: 16:08:49 | 429 | Svara | Er.is | 0

Þetta er LANGT. Sorry :-)

Ég er 24 ára kvk og ég get svo svarið það að ég fæli allar konur í burtu frá mér og hef alltaf gert fyrir utan einstaka stelpur þegar ég var yngri. Ég var útilokuð af meirihluta stelpnanna þegar ég var barn þannig grunnskólinn var ömurlegur og illa var komið fram við mig þar. Þannig ég er soldið "brennd" ef það er hægt að orða það þannig og stressast öll upp í kringum kvennfólk. Sem er ömurlegt. Þrái að eiga góðan vinkonuhóp. Hef alltaf bara kynnst einni og einni stelpu ef ég hef verið í skóla eða vinnu, nema þegar ég fór í háskóla að þá komst ég í góðan hóp en varð síðan ólétt og þurfti að hætta í skólanum og fékk líka þetta ömurlega fæðingarþunglyndi og vinkonur mínar heimsóttu mig einu sinni og síðan bara ekki meir og ég hef ekki hitt þær í meira en tvö ár núna.. sem er ömurlegt, en ég tek það á mig líka þar sem ég var alls ekki dugleg að hafa samband heldur.
Núna er staðan bara eins og ég í fæðingarorlofi með mitt annað barn og tala bara við sjálfa mig á daginn eða við barnið sem auðvitað svarar mér ekki. Eina vinkona mín býr á höfuðborgarsvæðinu en ég þurfti að flytja út á land þannig ég hitti hana nánast aldrei og sambandið orðið eftir því.

Finnst eins og það sé eitthvað að mér og hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé félagsfælin eða sé óviðeigandi eða dónaleg í samskiptum. Skil þetta ekki, því ekki er það eitthvað útlitislegt þótt ég segji sjálf frá. Hef aldrei átt erfitt með að kynnast strákum, enda voru þeir alltaf góðir við mig þegar ég var barn og voru þeir oft mínir einu vinir. EN mig langar svo í vinkonur haha :-) Geta farið í stelpuferð einhvert eða bara út að borða eða í bæinn og fengið sér rautt eða hvítt! OG einhvern annan til að tala við ef eitthvað er en mömmu, þótt hún sé frábær að þá vil ég ekki henda öllum mínum lífsins vandamálum í andlitið á henni.
Hvernig kynnist 24-25 ára tveggja barna móðir öðrum konum og myndar sterk tengsl? Finnst ég hafa misst af í lífinu að eiga ekki góðar vinkonur. Finnst svo leiðinlegt að verða 25 ára og geta ekki haldið veislu því ég hef engan til að bjóða og fagna með. Þannig ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt. Svo líka þegar ég gifti mig, það verður bara óþægilegt! Maðurinn minn með sinn hjúts strákavinahóp og svo ég með engann.

Er einhver sáli sem hjálpar manni í svona löguðu ?

Kv. Þessi sem talar við sjálfa sig

 

krullukjúkklingurogsósa | 26. apr. '19, kl: 16:41:54 | Svara | Er.is | 0

Mæli með að senda þetta á konurnar á mæðratips (þær sem eru admins á facebook groupunni) sem senda inn nafnlaust fyrir mann...mun fleiri þar sem gætu mögulega svarað þessu :) Get því miður ekki svarað þessu sjálf en vona að þú getir fengið hjálp á mæðratips ;)

ert | 26. apr. '19, kl: 17:03:18 | Svara | Er.is | 0

Í gegnun mömmumorgna og vini barnanna. Bjóða konum sem börn á sama aldri í kaffi og þess háttar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

isbjarnamamma | 26. apr. '19, kl: 19:17:24 | Svara | Er.is | 1

Mér dettur í hug að kannski væri sniðugt að fara í kvennfélag ,svo dettur mér í hug safnaðastarf í Kirkjunni þinni, spila Brids, prjónakaffi er viða ,  göngufélagar, taka þátt í íþróttastarfi, ég held að það sé nokkuð algangt að konur einangrist svona,  svo dettur mér í hug sjálfboðastarf hjá Rauðakrossinum,,og Slysavarnarfélagi, vonandi gengur vel hjá þér,

bfsig | 26. apr. '19, kl: 21:44:35 | Svara | Er.is | 2

Yfir höfuð þá nálgast konur og karlar samtal og samskipti með pínu öðruvísi hætti. Hugsanlega ertu að kikka aðeins meira inn á karla spectrumið í samskiptum. Prufaðu að googla þig í gegnum það, gæti verið að þú eigir erfiðara með að ná tengingum við kvenfólk því þú funkerar aðeins öðruvísi og ef þú vilt ná betri tengingum við kvenfólk þá þarftu að temja þér aðeins öðruvísi nálgun í samtölum. (Just a thought)

ert | 26. apr. '19, kl: 22:20:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð segja að þetta er mjög góð athugasemd og virkilega vel orðuð. :)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 26. apr. '19, kl: 22:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bjóst við að þú myndir koma hérna inn og kalla mig karlrembu. Tek þessu sem merki um að þetta verði fín helgi.

ert | 26. apr. '19, kl: 22:35:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég var að hugsa um að skrifa eitthvað í þessa átt sem þú skrifaðir. Ég er voða fegin að ég gerði það ekki því ég hefði aldrei getað gert það svona vel. Núna deyrðu úr hjartaáfalli yfir þessum ummælum mínum og missir af bestu helgi lífs þíns ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 26. apr. '19, kl: 22:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Beint í hjartað Ert...... Beint í hjartað.

bfsig | 26. apr. '19, kl: 22:46:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

(Hættu svo þessu daðri, við erum að hæjakka þráðin af greyjið stelpunni, öll athyglin verður á okkur. Allar þessar kynsveltu einhleypu þriggja barna mæður hérna eru örugglega byrjaðar að poppa yfir þessum þræði)

Erika82 | 27. apr. '19, kl: 16:19:49 | Svara | Er.is | 1

Það eru margir hópar af konum á Facebook sem eru í fæðingarorlofi með börn á sama aldri- hóparnir heita þá oftast eftir mánuði sem börnin eru fædd í. Margar eru duglegar að hittast reglulega og mynda vinasambönd.
Einnig mæli ég með mömmumorgnum í kirkjum og bókasöfnum í þínu hverfi en þar kynntist ég frábærum hópi kvenna sem eru vinkonur mínar enn í dag.

askjaingva | 30. apr. '19, kl: 01:04:40 | Svara | Er.is | 0

Vandamálið liggur hjá þér eins og þú veist nú þegar. Ekki að þú sért leiðinleg eða dónaleg. Þegar börn verða fyrir miklu einelti og hunsun myndast oft ákveðinn veggur vantrausts gagnvart fólki. Vandinn er að þú þarft að bregðast öðruvísi við öðrum en eftir mörg ár ótta og vantrausts er ansi erfitt að komast þangað hjálparlaust. Það eru ýmsir sérfræðingar til sem hægt er að leita hjálpar hjá en ég mæli með að þú skoðir áfallastreitu meðferð og meðferð við meðvirkni. Lausnin í Kópavogi er með örnamskeið í meðvirkni sem þú ættir að prófa.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Síða 7 af 47885 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, tinnzy123, Guddie