Að eiga strák og stelpu !

Gojaber | 14. jan. '15, kl: 14:40:39 | 627 | Svara | Meðganga | 0

Eru margar hérna sem eiga fjögur börn, öll af sama kyni ? :) Maður finnur fyrir miklum þrýstingi í fjórða skiptið að koma með hitt kynið þegar fyrir eru þrír drengir á heimilinu :) Þó að manni sé sjálfum alveg sama þá er eins og umhverfið krefjist þess að maður eigi bæði kynin og var fólk byrjað að spyrja hvenær ætti að koma með stelpuna þegar að ég var ný komin heim af fæðingardeildinni með þennan yngsta. Eru fleiri sem hafa fundið fyrir þessum þrýstingi?

 

Nola | 14. jan. '15, kl: 16:04:06 | Svara | Meðganga | 0

Já strax þegar ég varð ófrísk af barni nr 2. Það kom sama kyn. Sumir áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum þegar fréttist að þriðja barnið af sama kyni væri á leiðinni.

joice | 14. jan. '15, kl: 19:10:39 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 5

oooo þetta ergir mig svo. Mér finnst svo ömurlegt að ef ég mun í þriðja sinn eignast sama kynið (á von á mínu þriðja) þá mun samfélagið ekki samgleðjast eins innilega. Þegar ég eignaðist annað barnið mitt var ein kona sem sagði "æjjjj, það var leitt" þegar ég sagði henni að ég hefði fengið sama kyn haha! ég hló bara og spurði bara hvort henni væri alvara. Það fauk í mig og fyrst var ég með samviskubit yfir að hafa spurt hana svona hvasst á móti, en er eftir á fegin að hafa sagt eitthvað. Þetta er helber dónaskapur! 

Ég verð reyndar að segja að ég er með sömu sorgartilfinningu varðandi ef kemur í ljós að barnið mitt verði á einhvern hátt "öðruvísi" en önnur. T.d. með Downs. Mér finnst glatað að ég verði alsæl með mitt elskulega litla barn í fanginu og fólk vorkenni mér og barninu mínu, eins og það sé ekki gleði að "þannig barn" fæðist. Þetta þjóðfélag sem hreykir sér af umburðarlyndi og viðurkenningu angar af fordómum í þessum efnum. Já.. og þá er ég búin að fá útrás með það! ;) 

En mér finnst líka erfitt að ef ég fæ svo hitt kynið, að þá muni allir samgleðjast svo ægilega, eins og einhver langþráður draumur sé að rætast. Ég væri alsæl með þrjú börn af sama kyni :) 

Nola | 15. jan. '15, kl: 16:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég skil þig mjög vel og ég vonaðist eftir sama kyninu í þriðja skiptið því það fór í taugarnar á mér að fólk hreinlega ætlaðist til þess að ég fengi núna hitt kynið. 
Skil ekki af hverju aðal málið sé ekki bara að barnið sé heilbrigt.

MUX | 15. jan. '15, kl: 17:52:12 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

ég fékk ekki að vita kynið á fyrstu 2 meðgöngunum mínum og það var sama kynið, og hefði viljað hafa það eins á þriðju en frá 12-20 viku var ég alltaf að fá spurningar á við "var verið að reyna við stelpuna núna" o.s.frv. og ég bara varð að fá að vita kynið svo ég gæti verið búin að "vara fólk við" ef það væri von á strák og það búið að jafna sig þegar barnið fæddist og gæti þá kannski samglaðst okkur.  


Svo kom reyndar í ljós að það væri von á "nýju kyni" og það tók eiginlega ekkert skárra við, barnið var ekki fætt og fólk var búið að dæma hana frekjudós og dekurrófu því hún ætti tvo stóra bræður til að hugsa um sig ásamt foreldrunum sem myndu eflaust dekra hana meira en strákana því hún væri óskastelpan (ég satt best að segja hefði ekkert síður viljað einn strák í viðbót og var eiginlega búin að gera ráð fyrir því). 

because I'm worth it

strákamamma | 9. mar. '15, kl: 18:44:40 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

haha   við erum einmitt búin að fá þetta nú þegar....  ákváðum að segja ekki frá kyni barnsins á meðgöngu..en fólk er nú þegar farið að tala um hvernig stóru bræðurnir fimm munu taka á móti kærustum ef þetta er stelpa....  

strákamamman;)

smusmu | 15. jan. '15, kl: 08:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Úff hvað fólk getur verið undarlegt :/ Foreldrar mínir eiga bara okkur 3 systurnar og þau fengu í mörg ár spurninguna "Hvenær á svo að koma með strákinn?" Pabbi sagði fólki einfaldlega að hann þyrfti engann strák, stelpurnar hans væru bara meira en nógu góðar fyrir hann. Og svo seinna kom bara "aldrei, ég er búin að láta klippa" :Þ Ég er alveg pínu að vonast til að fá þriðju stelpuna núna, það væri hagkvæmast og ég er svoddan leiðindarpúki að mér þætti það bara gaman að segja "Aldrei" við fólkið sem mun spurja hvenær eigi að koma með strákinn x)

Nola | 15. jan. '15, kl: 16:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Ég segi einmitt við fólk að ég ætli aldrei að koma með hitt kynið enda sé ég hrikalega ánægð með eintökin mín :) 

chiccolino | 14. jan. '15, kl: 20:22:00 | Svara | Meðganga | 2

Ég á nú svosem bara tvo stráka en ég var varla komin heima af fæðingardeildinni með þann eldri þegar það fór að rigna yfir mig "og hvenær á svo að skella í stelpuna?" Eins og ég ráði því bara! Finnst þetta hrikalega asnalegt, ég er bara mjög ánægð með drengina mína tvo og svo átti ég ennþá allt eftir fyrri strákinn þNnig að þótt það væri ekki bleikt tjullský hangandi hérna yfirr okkur, þá var heilmikill sparnaður fólginn í því að eignast tvö börn af sama kyni :) 

kruslan | 15. jan. '15, kl: 09:12:33 | Svara | Meðganga | 1

Ég á 4 stelpur og mikið kannast ég við þetta, algjörlega óþolandi pressa frá öllum og vonbrigðin oft mikil hjá öðrum þó svo að ég sé alsæl með mínar 4 stelpur:)

akali | 15. jan. '15, kl: 23:26:31 | Svara | Meðganga | 0

Strákarnir mínir voru ekki mánaða gamlir þegar eg var spurð hvenær eg ætli að koma með tvíbura stelpur til að eiga bæði! Móðgaði flesta þegar eg sagðist vilja bara 1 barn næst og eg yrði mjög glöð að fa annan strak þar sem eg a alltof mikið af fötum og dóti handa strak :) meira að segja sma pressa a mig nuna að verða ólétt og er reglulega sp hvort að eg se nokkuð ólétt og þeir rétt 14 mánaða!

Ziha | 17. jan. '15, kl: 17:36:46 | Svara | Meðganga | 0

Ég er hætt... en ég á fjóra stráka.... og það er enn þrátt fyrir að ég sé orðin 45 ára að koma aðfinnslur um það hvort ég ætli ekki að reyna við stelpuna.... eins og fólk haldi að það sé það eina sem skipti máli!  Mér var sama sjálfri en veit að manninn minn langaði pínu meira í stelpu... samt myndi hann ekki vilja skipta .....:o)  Ég viðurkenni það samt að ég væri til í eins og eina ömmustelpu........ einhverntímann!  :oP  En ömmustrákar yrðu samt alveg eins velkomnir..... en það er víst ekki á planinu hjá strákunum mínum næstu árin... :o)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Gojaber | 17. jan. '15, kl: 19:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já kynið er algert aukaatriði svo lengi sem þessi kríli eru heilbrigð. Ég held að við getum bara búið til stráka, Það virðist vera mjög algengt að ef að fók á þrjú af sama kyni að þá verði það fjórða það líka. :)

smusmu | 17. jan. '15, kl: 20:38:35 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þegar ég átti eldri stelpuna mína hvíslaði pabbi því að mér að hann væri pínu feginn að ég hefði fengið stelpu (Það voru allir búnir að ákveða að ég kæmi nú með afastrák fyrir hann fyrst hann var svona ægilega óheppinn að eiga bara stelpur!!) því hann kynni svo vel á stelpurnar :P Núna á hann 3 afastelpur og gæti ekki verið ánægðari með þann árangur :P

Kolfreyja | 18. jan. '15, kl: 05:31:33 | Svara | Meðganga | 0

Ég er geng með 3ja strákinn, væntanlegur á næstu dögum, og ég er farin að fá spurningar um hvenær við ætlum svo að koma með 4. Koma með stelpuna......

mileys | 9. mar. '15, kl: 09:53:16 | Svara | Meðganga | 1

Það var einu sinni heilbrigðismenntuð kona sem ég vann með sem sagði í einhverri svona umræðu á kaffistofunni:"Það eru algjör forréttindi að eiga bæði kyn!" (Hún átti nefnilega sjálf strák og stelpu). Ég var svo hissa á manneskjunni að láta þetta útúr sér haha

strákamamma | 9. mar. '15, kl: 18:43:54 | Svara | Meðganga | 1

ég á 4 stráka...og maðurinn  minn einn, svo við eigum fimm stráka...  og ég er ólétt af okkar síðasta barni.


Við fáum þessa pressu stöðugt.  sérstaklega með kommentinu "það væri svo gaman fyrir ykkur að prófa eitthvað nýtt"    ég er komin með standardsvar við þessu kommenti  :  " það er eitthvað nýtt í hvert sinn sem nýr einstaklingur fæðist, mínir 5 strákar eru langt frá því að vera allir eins...þeir voru allir "eitthvað nýtt" "


ég hef líka prófa ðað taka kaldhæðnina á þetta og segja bara  "já rosa skítt að eiga bara stráka...vildi óska að ég hefði ekki eignast þá"      þá verður fólk oft hvumsa.


Svona er fólk bara...

strákamamman;)

malata | 9. mar. '15, kl: 19:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er ólétt í 1. sinn - en bróðir minn á einan strák og þrjár stelpur. Það fyrsta sem mamma sagði við mig þegar ég tilkynnti óléttuna var "ég vona að þú sér að gefa mér annan strák!" Jæja, ég er ekki að velja og mér er eiginlega sama. Ef það er stelpa er ég viss um að fá einhverja leiðinda komment - samt ef það er alveg nr. 1 hjá mér!!!

Gojaber | 11. mar. '15, kl: 08:51:50 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já Vinkona mín átti bara stráka fyrir og átti svo stelpu í fyrra. Nú heyri ég marga segja ýmist við hana eða bara ef að þeir spyrja mig um hvernig gangi hjá henni:: oo en gaman fyrir hana að fá loksins stelpuna... eða loksins tókt þetta hjá henni eða eitthvað í þessum dúr. Ég verð alveg pirr þegar að ég heyri þetta !! líka vegna þess að ég veit að henni var alveg sama, hún fékk ekki að vita kynið og var alveg undir það búin að fá einn strákinn enn :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8138 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien