Að eignast barn án maka.

JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 19:40:49 | 1935 | Svara | Er.is | 3

Ég er kona á besta aldri og mig langar að eignast barn. Ég á ekki maka og hef verið einhleyp í mörg ár og sé ekki fram á að það sé eitthvað að fara að breytast í náinni framtíð. Það eitt og sér er ekki vandamál í mínum augum, mig langar ekkert sérstaklega að vera í sambandi. Þannig að ég er farin að velta því fyrir mér hvort ég eigi að ráðast í þetta verkefni ein.

Mig langar að biðja ykkur um að skrifa og ræða um kostina og gallana við að gera þetta svona. Ég vil vera viss um að ég sé að hugsa út í allt svo ég geti vegið þetta og metið. Ef þið hafið sjálfar verið í þessum sporum megið þið endilega svara og líka senda mér einkaskilaboð.

 

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 19:42:47 | Svara | Er.is | 2

Ertu með einhverjar áætlanir um hvernig þú ætlar að ráðast í þetta verkefni?


Tæknifrjóvgun eða ráðast á einhvern saklausan mann niðri í bæ eða annarsstaðar?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 19:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég hafði hugsað mér tæknifrjóvgun.

bubbinnn
JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 20:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Það er rétt og vonandi geta öll börn nýtt sér þann rétt þar sem því verður við komið. Það er bara ekki alltaf þannig. En það er hægt að velja um að sæðisgjafinn sé þekktur eða ekki og ef fyrri kosturinn er valinn ætti barnið að geta fengið upplýsingar um sæðisgjafann þegar og ef það vill það einhvern tímann. Á Íslandi er löglegt fyrir einstæðar konur að fara í tæknifrjóvgun.

bubbinnn
ullarmold | 25. nóv. '15, kl: 01:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þessi lög voru líklega ekki skrifuð með tilliti til tæknifrjógvunar, en þar sem þú ert svona mikill fylgis maður þessaara laga, nenniru þá ekki að fara á eftir öllum þeim börnum sem hafa verið rangfeðruð í gegnum aldirnar ?

Svo eru börn sem eru ættleidd ? en eiga báða forelra á þetta við þau ? eða börn sem eiga feður sem afneituðu þeim ?

247259 | 14. des. '15, kl: 20:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða börn sem hafa misst foreldra sína ung (algengara útí heimi en hér en getur alltaf komið fyrir).

247259 | 14. des. '15, kl: 21:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oooog ég hugsaði einhvernvegin bara um börn sem missa báða foreldra, sem er spes þar sem annað foreldri mitt missti annað sitt foreldri MJÖG snemma á lífsleiðinni.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 14. des. '15, kl: 21:25:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru alltaf einhver ung börn sem missa foreldri sitt á hverju ári á Íslandi

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

247259 | 14. des. '15, kl: 21:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég veit, eins og ég bætti svo við var ég að hugsa um að barn missi báða foreldra, sem vissulega gerist, en virðist þó vera algengara í öðrum, strærri, löndum. Og eins og ég sagði líka í viðbótinni þá fatta ég ekki þessa hugsun mína sjálf þar sem ég er barn manneskju sem hefur alla sína æfi bara átt eitt foreldri.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 14. des. '15, kl: 21:30:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afi minn átti ekki foreldra, en hann væri að vísu hátt í 100 ára ef hann væri á lífi. En þetta er sem betur fer ekki algengt nú til dags

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

247259 | 14. des. '15, kl: 21:32:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, sem betur fer er það ekki algengt, en getur auðvitað gerst :(

ullarmold | 15. des. '15, kl: 00:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er algengara í útlöndum þar sem hér á íslandi er líklegra að ættingi taki við börnum, annað en í útlöndum þar sem fjölskyldu tengsl og annað er engan vegin jafn náið og hér á íslandi.

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:13:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann trompar ekki íslensk lög.

Allegro | 24. nóv. '15, kl: 20:24:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

þá væntanlega ef því verður við komið.


Geri ráð fyrir að barn sem kona eignast eftir tæknisæðingu sé eini foreldri barnsins. Sæðisgjafi telst ekki faðir barns.

Allegro | 24. nóv. '15, kl: 20:24:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þ.e sem kona eignast ein eftir tæknisæðingu

bubbinnn
Allegro | 24. nóv. '15, kl: 20:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

enda er ekki verið að tala um eingetið barn. Þú veist væntanlega hvað fellst í tæknisæðingu. Sæðisgjafi er ekki foreldri barns og því á barnið væntanlega ekki tvo foreldra.

bubbinnn
Allegro | 24. nóv. '15, kl: 20:35:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Barn einhleyprar konu sem fer í tæknifrjóvgun er ekki feðrað. 

bubbinnn
Allegro | 24. nóv. '15, kl: 20:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég nenni ekki að fara út í einhverjar hártoganir. Ég held að þú vitir alveg hvað ég á við alveg eins og ég veit hvað þú ert að fara. Barnasáttmálinn sem þú vitnar í er ekki að ræða um sæðisgjafa.

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnasáttmálinn fjallar um öll börn í heiminum.
Hann tilgreinir ekki sérstaklega hvernig þau komu undir.

JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 20:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

En hvað á þá að gera við barn sem missir annað foreldri sitt áður en það fæðist? Bara miðilsfundir alla barnæskuna til að geta kynnst því foreldri?
Það að gefa frá sér kynfrumu og að vera foreldri en engan veginn það sama.

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að gefa frá sér kynfrumu eins og þú orðar svo smekklega, er reyndar nákvæmlega það sama og vera foreldri.
Svo geta foreldrar verið góðir, slæmir, kærleiksríkir og afskiptir...

JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 21:11:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Það er það sem sæðis og eggjagjafar gera, gefa frá sér kynfrumur. Það er ekkert ósmekklegt við það. En ég og þú leggjum greinilega ekki sömu merkingu í orðið "foreldri" svo það er tilgangslaust að ræða það eitthvað frekar. Ef þú hefur engu við að bæta sem kemur þessum þræði við þá ertu búin/n að koma þínu sjónarhorni á framfæri.

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:14:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það
Og þú sömuleiðis ert búin að koma þínu sjónarhorni á framfæri.

sigmabeta | 25. nóv. '15, kl: 20:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Eitthvað segir mér að þú veifir ekki barnasáttmálanum mikið framan í feður sem nenna ekki að sinna börnunum sínum...

bubbinnn | 25. nóv. '15, kl: 20:14:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst að allir, ekki bara ég, eigi að veifa barnasáttmálanum framan í slíka feður.

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

samkv. íslenskum lögum þarf barnið ekki að vera feðrað.

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:40:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Nei barn einhleyprar konu sem fer í tæknifrjóvgun á EKKI tvo foreldra.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:45:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öll börn eiga tvo foreldra, annars yrðu engin börn til...

Funk_Shway | 24. nóv. '15, kl: 23:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hahahaha já þannig sæðisgjafi á 1000 börn út um allan heim og verður að sinna þeim öllum af því þau eiga rétt á því.... Ég held þú sért að misskilja hvað það er að vera sæðisgjafi, þetta er gjöf og maður tekur ekki tilbaka gjafir eða setur skilyrði á þau.

Rakindel | 25. nóv. '15, kl: 20:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held að hann sé að miskilja orðið foreldri,

bubbinnn | 25. nóv. '15, kl: 20:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða þá að þú sért að misskilja orðið foreldri

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:19:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þau eiga tvo líffræðilega foreldra en engin kvöð er á foreldri að feðra tæknifrjóvgað barn:


„Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, sbr. 3. mgr., samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans“
- http://www.althingi.is/lagas/140a/2003076.html

nerdofnature | 14. des. '15, kl: 11:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að barn pars sem nýtir sér sæðisgjafa á þrjá foreldra? Eða er bara sæðisgjafinn faðir barnsins?

bubbinnn | 14. des. '15, kl: 20:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Augljóslega er sæðisgjafinn líffræðilegt foreldri barnsins

T.M.O | 14. des. '15, kl: 21:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ekki undir nokkrum kringumstæðum væri leitað til sæðisgjafans ef til dæmis báðir "hinir" foreldrarnir myndu deyja skyndilega. þar kemur skilgreiningarmunurinn á "foreldri" og "líffræðilegt foreldri" í því tilfelli kristallast munurinn á því sem er kallaður "gjafi" eða "donor" og það sem við köllum í daglegu tali foreldri

bubbinnn | 14. des. '15, kl: 21:33:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tek eftir því að þú segir "liffræðilegt FORELDRI"...

I rest my case !..

T.M.O | 14. des. '15, kl: 21:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er spurning um tæknilega notkun á orði og almenna notkun á orði. Ef þú fattar ekki muninn þá er lítið hægt að gera fyrir þig. Ef einhver talar um slátur við þig sem notkun á því orði um kynfæri karlmanns tuðar þú þá um að það hljóti að vera þá matur eða slátur sem mat þá hljóti það að vera kynfæri karlmanns? Ef einhver talar um línu sem raflínu ferð þú þá að rífast um línu á blaði?

bubbinnn | 14. des. '15, kl: 21:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður nú að koma með aðeins betri röksemdarfærslu en þetta....

En svo ég reyni að átta mig á því hvað þú ert að fara....það eru til líffræðilegir foreldrar, fósturforeldrar, stjúpforeldrar, fyrrverandi stjúpforeldrar og svo framvegis...

Hvað getur eitt barn átt marga foreldra?..2 eða 4 eða 10 eða 30?

Er ekkert takmark á því hvað eitt barn getur átt marga foreldra?.....

T.M.O | 14. des. '15, kl: 22:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekkert flókið, sættu þig bara við þær skilgreiningar sem eru fyrir hendi

bubbinnn | 14. des. '15, kl: 23:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft ekkert að svara frekar en þú villt..

T.M.O | 14. des. '15, kl: 23:23:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bara kjánalegt af því sem ég hefði haldið að væri fullorðin manneskja að átta sig ekki á að samhengi orða hefur mismunandi merkingu

bubbinnn | 14. des. '15, kl: 23:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nú ekkert sérstaklega flókið mál
Annaðhvort ertu foreldri eða ekki foreldri.
Maður getur ekki stundum verið foreldri og stundum ekki.

T.M.O | 14. des. '15, kl: 23:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt annaðhvort er maður fiskur eða fiskur

bubbinnn | 14. des. '15, kl: 23:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ekki þetta komment...

T.M.O | 14. des. '15, kl: 23:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hefði heldur ekki átt von á því

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:21:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uppeldisforeldri og líffræðilegt ofreldri þarf ekki að vera það sama.

Fólk sem elst upp hjá fósturfjölskyldu frá fæðingu er ekki munaðarlaust og eru þeir lögfræðilega foreldrar í flestum tilvikum.

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:20:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líffræðilegu foreldrar eru ekki alltaf uppeldisforeldar og ekki alltaf tækifæri til þess.

íslensk lög segja að ekki þurfti að feðra tæknifrjóvguð börn.

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæðisgjafinn vill í flestum tilfellum vera nafnlaus.  Aðilinn er búinn að gefa sæðið frá sér og því ekki hægt að sækja til hans meðlagsgreiðslur enda telst sæðisgjafi ekki sem foreldri barns í þessum tilvikum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:38:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ENGIN pabbi í þessu tilviki. 

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:41:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er barnið þá eingetið?

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið er getið með gjafasæði.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæðisgjafinn er þá pabbinn

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

NEI HANN ER EKKI PABBINN

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:54:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

OK...fyrst þú skrifar með hástöfum, hlýtur þetta að vera rétt hjá þér !..

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er rétt hjá mér, lestu bara barnalögin 76/2003

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:56:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skal gera það ef þú lest Barnasáttmálann

Zagara | 24. nóv. '15, kl: 21:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

7. gr. 
1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. 

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og í sumum tilfelum getur barnið leitað uppi sæðisgjafann þegar það er orðið 18 ára.  En langt í frá allir sæðisgjafar sem vilja það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ættu ekki öll börn að fá ást og umhyggju BEGGJA foreldra í uppvextinum?

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Samkvæmt 1. gr.  barnalaga nr. 76/2003  á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna telst maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun faðir barns sem þannig er getið. Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans.
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6771

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:58:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög og sáttmálar SÞ gilda yfir íslensk lög

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Lög hér á landi eru í samræmi við  barnasáttmálann.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

7. gr. 
1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. 


7.gr. barnasáttmálans

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

staðalfrávik | 24. nóv. '15, kl: 23:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já? Ég er að hringja í alla vini mína með fötlun akkúrat núna og tilkynna þeim það. Þeir eru frá sér numdir af hrifningu.

.

Háess | 25. nóv. '15, kl: 18:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá, ég fékk samviskubit yfir að hafa flissað yfir þessu kommenti hahaha!

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Pippí | 25. nóv. '15, kl: 08:52:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er kolrangt hjá þér. Sáttmálar SÞ eru ekki lög, SÞ setur enginn lög. Löndum er í sjálfvar sett hvort þau skrifi undir sáttmála SÞ og þá samþykkja þau að gera sitt til að þeim sé framfylgt á þeirra yfirráðasvæði. 

Eins og komið hefur fram þá eru lög hér á landi í samræmi við barnasáttmálann.

Zagara | 24. nóv. '15, kl: 20:54:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eiga öll börn tvo foreldra?

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei..sum eiga 17

josepha | 25. nóv. '15, kl: 08:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

T.d ef foreldri deyr, foreldri er sæðisgjafi, forledri er fáviti. Geta verið ýmsar ástæður. 

mars | 25. nóv. '15, kl: 21:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það að eiga tvo foreldra er engin trygging fyrir ást og umhyggju.
Ég ólst t.d. upp með föður sem sýndi mér hvorugt.
Ég er sammála því að æskilegast er að börn geti þekkt og umgengist foreldra sína og svo snýst þetta ekki bara um foreldrana heldur afa og ömmu og fleiri ættingja.
Það breytir því ekki að barn getur verið alveg fullkomlega hamingjusamt hjá bara móður eða bara föður og það hlýtur að vera á ákveðinn hátt gott að vita að maður elst upp hjá foreldri sem virkilega vildi mann.

bubbinnn | 25. nóv. '15, kl: 21:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Get tekið undir allt þetta hjá þér.
Mestu skiptir ást og umhyggja foreldranna.
Það hlýtur að vera best fyrir barnið að báðir foreldrar sýni ást og umhyggju en það er reyndar ekki alltaf þannig í lífinu, því miður.
Og svo er það líka þannig að þegar börn stálpast, fara þau að leita í ræturnar og spyrja spurninga eins og;... Hver er ég....Hvaðan kem ég?

mars | 25. nóv. '15, kl: 22:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert sammála öllu sem ég sagði þá hefur þú ekki lesið nægilega vel;)
Ég benti nefnilega á að barn geti alveg verið fullkomlega hamingjusamt hjá bara einu foreldri.

bubbinnn | 25. nóv. '15, kl: 22:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég sagði að þó að það sé hamingjusamt, kemur alltaf að því að það leitar í ræturnar.

Bakasana | 24. nóv. '15, kl: 20:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú? Þannig að ef við hjónin ættum barn sem væri getið með gjafasæði eða gjafaeggi, ætti það barn þrjá foreldra? 

bubbinnn
Bakasana | 24. nóv. '15, kl: 21:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

þá mig og sæðisgjafann sem sagt? Svona fyrst sæðisgjafar eru foreldrar. 

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kanski spurning um að fara að rukka sæðisgjafann um meðlagið

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Djöfulsins vitleysa veltur upp úr þér

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:19:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Djöfulsins blótsyrði veltur upp úr þér.

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:24:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég á bara til ljót orð yfir vitleysuna sem vellur upp úr þér

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:27:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jú ég hef sýnt fram á annað með bæði úr barnasáttmálanum og barnalögum sem byggð eru á barnasáttmálanum.  Það er þú sem getur ekki tekið því.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Bakasana | 24. nóv. '15, kl: 21:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nújæja. Sælir eru einfaldir og allt það.

keltnesk | 26. nóv. '15, kl: 17:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Gaf mamman þá barnið frá sér? Sem manneskju sem alhæfir um skilgreiningu á hvað foreldri er, þá ertu nú ekki með þetta allt á hreinu. 


Fósturforeldrar: fólk sem elur upp barn en eru ekki líffræðilegir foreldrar né hafa verið í sambandi við líffræðilega foreldra barnsins. 
Stjúpforeldrar: Fólk sem er ekki líffræðilegir foreldrar barnins en tekur þátt í uppeldi barns í sambúð við líffræðilegt foreldri barnsins. 

bubbinnn | 26. nóv. '15, kl: 19:37:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála

247259 | 14. des. '15, kl: 21:07:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar væri það stjúpfaðir í þessu samhengi, þar sem maðurinn er giftur móðurinni. 
Svona ef þetta væri ekki tóm þvæla hjá þér.

bubbinnn | 14. des. '15, kl: 21:33:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt hjá þér...

Bakasana | 15. des. '15, kl: 08:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei. Hann væri einfaldlega faðir, börn eru feðruð þeim körlum sem eru kvæntir móður barns við fæðingu. Magnað að sjá hversu margt fullorðið fólk virðist ekki átta sig á því að foreldraskilgreining, er fyrst og fremst lagaleg og samfélagsleg en ekki líffræðileg, þótt hún hvíli að einhverju leiti á líffræði. 

247259 | 16. des. '15, kl: 09:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sérðu ekki neðri línuna? Þar sem stendur "Svona ef þetta væri ekki tóm þvæla hjá þér"? Þar sem ég á við um að þetta virkar ekki svona eins og bubbinn vill meina.
Ég var að benda á ranga (og mjög algenga) notkun á orðinu fósturforeldri.

Bakasana | 16. des. '15, kl: 10:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah ok. 

Eplasamloka | 26. nóv. '15, kl: 12:23:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar eru líka til börn sem eiga líffræðilega 3 foreldra. http://www.iflscience.com/health-and-medicine/meet-girl-dna-three-parents

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

„Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, sbr. 3. mgr., samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans“
- http://www.althingi.is/lagas/140a/2003076.html

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur aldrei gerst svo vitað sé.

Allegro | 24. nóv. '15, kl: 20:26:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þ.e sæðisgjafi telst ekki foreldri barns.

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1) „faðir föður/(!? föðurs), feður (þgf.et. fornt/úrelt feður) KK
1 • karlmaður (karlkyns-vera) sem hefur getið þann sem um er rætt, pabbi, pápi faðir minn“
https://snara.is/

2) „Samkvæmt 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna telst maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun faðir barns sem þannig er getið. Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans.“
- http://www.althingi.is/lagas/140a/2003076.html


3) "...[Um foreldri barns sem getið er við tæknifrjóvgun gilda ákvæði 6. gr.]
2 [Barn einhleyprar konu sem getið er við tæknifrjóvgun verður ekki feðrað.]..."

„Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, sbr. 3. mgr., samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans“
- http://www.althingi.is/lagas/140a/2003076.html


4) „7. gr. 1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.“
- http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnheildartexti.html

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkv. þessum lögum og skilgreiningum er sæðisgjafinn faðir barnsins en er ekki skyldað til að vera feðrað (sjá punkt númer 3) og það er ekkert sem segjir að ekki sé hægt að ala vel upp barn aðeins af móður (reyndar er aldrei bara móðirin eða faðirinn sem elur upp barnið "það þarf heilt þorp til að ala upp barn").
- Þessi gamli hugsunarháttur að það þurfi mömmu fyrir umhyggju og pabba fyrir aga er úrelt fyrirbæri.
Helmingur mannkyns með ákveðna litninga og ákveðin kynfæri hafa ekki einhvern einn eiginleika sem nauðsynlegt er barninu sem hitt kynið hefur ekki. Við erum ólíkir einstaklingir óháð hvort við séum með xx litning eða xy litning (sjá http://www.visindavefur.is/svar.php?id=377 ).

Funk_Shway | 24. nóv. '15, kl: 20:03:20 | Svara | Er.is | 3

Ég þekki konu sem gerði þetta og það gengur rosalega vel hjá henni en hún á líka gott bakland, mamma hennar og maðurinn hennar hjálpa henni mikið með barnið. Átt þú gott bakland? Auðvitað er þetta alltaf hægt þú gerir bara það sem þú þarft að gera en margar konur hafa gert þetta og gera þetta einar í dag án upprunalegs maka. Maður getur aldrei verið 100% þó maður sé í sambandi og eignist barn með maka, maður gæti alltaf endað uppi einn með barn/börnin.

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 20:09:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú getur vel alið upp barn án þess að hafa stóra fjölskyldu í kringum þig. 


musamamma

Funk_Shway | 26. nóv. '15, kl: 12:29:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sagði ég eitthvað annað?

musamamma | 26. nóv. '15, kl: 19:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú talar eins og þetta sé gerlegt með gótt bakland. Ég áréttaði að það er ekki nauðsyn.


musamamma

Funk_Shway | 26. nóv. '15, kl: 19:22:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Ég vil vera viss um að ég sé að hugsa út í allt svo ég geti vegið þetta og metið"


Ég var að tala um út frá því sem ég þekki til, myndi halda að þetta væri hluti af því að geta vegið og metið. 


" Auðvitað er þetta alltaf hægt þú gerir bara það sem þú þarft að gera en margar konur hafa gert þetta og gera þetta einar í dag án upprunalegs maka. Maður getur aldrei verið 100% þó maður sé í sambandi og eignist barn með maka, maður gæti alltaf endað uppi einn með barn/börnin."


Hérna er ég bókstaflega að segja að þetta sé samt hægt án baklands.

musamamma | 26. nóv. '15, kl: 19:23:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sorry, ég hef misskilið þig.


musamamma

Funk_Shway | 26. nóv. '15, kl: 20:14:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil samt alveg hvernig það gæti hafa gerst. Ég vanda mig betur næst.

strákamamma | 24. nóv. '15, kl: 20:04:11 | Svara | Er.is | 11

ég hef eignast barn ein og átt það ein þar til það varð 4 ára,  Það er alveg hægt, hvað þá ef maður er bara með þetta eina barn. Það sem ég saknaði helst við það að eiga maka var að eiga einhvern sem elskar og dáist að barninu eins mikið og maður sjálfur gerir, svona "komdu og sjáðu hvað þetta er krúttlegt"  dæmi.


Mér fannst mikið auðveldara að vera ein með barn en það var að eiga barn með manni sem maður er ekki ánægður með. Þegar maður er einn veit maður að maður er einn, og gerir ekki ráð fyrir neinni astoð neinstaðar frá, það gerir það auðveldara að sjá um alla hluti einn. 




Ég þekki barn sem er barn einstæðrar móður eftir tæknifrjóvgun, hann er mjög vel fúnkerandi drengur, rétt eins og börn annarra einstæðra foreldra svo ég hed ekki að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af því að vera að gera barninu óleik með þessu.

strákamamman;)

JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 20:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég á eitt barn fyrir og hef verið einstæð móðir mest allan tímann frá því að það fæddist. Ég á reyndar alveg frábæran barnsföður svo það hefur ekki beint verið erfitt. Ég bý ekki ein og manneskjan sem ég bý með virðist vera tilbúin að hjálpa mér með þetta, en það er auðvitað ekki það sama og maki sem á barnið með manni. Líkamsklukkan tifar og ég veit að ef ég ætla að eignast fleiri börn, sem mig langar mjög mikið að gera, þá þarf ég að fara að hugsa út í leiðir til þess. Mig langar einmitt ekki að sitja á elliheimilinu sorgmædd og með eftirsjá af því að ég þorði ekki.

bubbinnn
Bakasana | 24. nóv. '15, kl: 21:07:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nei. Ekki nema í hausnum á þér. 

Dúfanlitla | 24. nóv. '15, kl: 21:54:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Láttu manneskjuna í friði. Nenni ekki að skrolla ígegnum þetta bull frá þér.

kdm | 24. nóv. '15, kl: 23:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég forvitnast um hvað þú ert gömul:) Ég er fertug og er í sömu stöðu og þú, langar voðalega mikið í eitt lítið kríli áður en það verður of seint:)

JónasKvaran | 25. nóv. '15, kl: 18:11:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nokkrum árum yngri en þú :)

Silaqui | 24. nóv. '15, kl: 20:07:05 | Svara | Er.is | 9

Sem kona sem var einstæð móðir í næstum 8 ár, þar af mest alla meðgönguna (og með fjarlægan föður fyrstu árin), get ég ekki annað en sagt bara go for it!
Ég hafði reyndar góðan stuðning, sérstaklega á meðgöngunni og fyrst á eftir. Tel það alveg nauðsynlegt eiginlega. Það er alveg örugglega rosalega erfitt að fæða og ala upp barn fyrstu mánuðina án nokkurs stuðning. 
Það er alveg ómögulegt að neyðast hálfgert í samband til þess að eignast barn. Mikið betra að eignast bara barnið sjálf og gera hlutina á sínum forstendum, heldur en annað hvort að fara í samband sem maður er ekki viss um eða eignast ekkert barn og harma það sem eftir er.

bubbinnn
Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 24. nóv. '15, kl: 20:24:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Barnasáttmálinn er ekki settur ofar réttindum foreldra til að hætta saman sko

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef fólk hættir saman getur barnið alveg þekkt og kynnst báðum foreldrum

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 24. nóv. '15, kl: 20:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef báðir foreldrarnir nenna því já

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki hægt að bera þessar aðstæður saman.  Þ.e. Einstætt foreldri sem fer í tæknifrjóvgun eða einstætt foreldri sem gat barnið með manni sem aðilinn bjó með.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
nefnilega | 24. nóv. '15, kl: 20:47:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ertu með einhverja þráhyggju gagnvart Barnasáttmálanum?

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 20:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú með einhverja afneitum út í Barnasáttmálann?

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 20:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

  6. gr.   [Foreldri barns við tæknifrjóvgun.] 1)
 [Kona sem elur barn sem getið er við tæknifrjóvgun telst móðir þess.
 Kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun telst foreldri barns sem þannig er getið. Sama á við um konur sem skráð hafa sambúð sína í þjóðskrá.
 Maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun telst faðir barns sem þannig er getið. Sama á við um mann og konu sem skráð hafa sambúð sína í þjóðskrá.
 Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, sbr. 3. mgr., samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans.
 Maður sem gefið hefur sæði í öðrum tilgangi en greinir í 4. mgr. telst faðir barns sem getið er með sæði hans nema sæðið hafi verið notað án vitundar hans eða eftir andlát hans.] 2)





*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
veg | 24. nóv. '15, kl: 21:07:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú hefur greinilega aldrei heyrt um kindina Dolly

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:08:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þú verður að sætta þig við það að sæðisgjafi er EKKI foreldri í þessum skilningi.  

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bfsig
gruffalo | 25. nóv. '15, kl: 18:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ekki foreldri ef þú sinnir ekki barni sem er búið til úr þér.

gruffalo | 25. nóv. '15, kl: 18:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þó það sé búið til úr þér*

gruffalo | 25. nóv. '15, kl: 18:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þá kona sem gefur hjónum gjafaegg þriðja foreldri barnsins sem kæmi mögulega úr þeirri eggjagjöf?

JónasKvaran | 25. nóv. '15, kl: 18:36:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei þú ert að misskilja. Gjafakonan og maðurinn eru foreldrarnir vegna þess að þau leggja til kynfrumurnar. Konan sem gengur með barnið og mun síðar ganga undir nafninu "mamma" er alls ótengd barninu og er ekki foreldri og fær ekki að fara með á foreldrafundi, bara maðurinn og egggjafinn.

Vasadiskó | 26. nóv. '15, kl: 11:53:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég sé bara fyrir mér einhvern karlkyns fastakúnna sæðisbanka sem gerir ekkert nema að þeytast milli foreldrafunda...
"Afsakið hvað ég er seinn! Hvernig er svo Júlíus búinn að vera að standa sig? ... ha, já fyrirgefðu. Hvernig er Stefán búinn að vera að standa sig?"

staðalfrávik | 26. nóv. '15, kl: 11:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og þar sem þetta eru danskir sæðisgjafar þá er fyrirhöfnin ekkert lítil heldur.

.

gruffalo | 26. nóv. '15, kl: 13:32:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaa

presto | 11. des. '15, kl: 08:24:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann ber ekki skyldur foreldris gagnvart börnunum- engin framfærsluskylda, engin lögformleg tengsl. Í þínum heimi væri rétt að banna sæðisgjöf og eggjagjöf.

bfsig | 11. des. '15, kl: 17:01:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sagði það aldrei.

En barnið er ekki foreldralaust ef það sem dæmi var ættleitt.

Það er til hugtak sem heitir "Birthparents".

bfsig | 11. des. '15, kl: 17:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá meina ég auðvitað fyrir utan foreldrana sem ættleiddu.

staðalfrávik | 14. des. '15, kl: 21:30:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Birth parent á ekki við um sæðis/egggjafa.

.

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:24:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ákveður að vera sæðisgjafi þá fylgir ekki því að þurfa borga meðlagsgreiðslur og hitta öll börnin sem hafa komið af þínu gengi osfrv.

Egi engan pabba?
Það á líffræðilegt foreldri sem er ekki til staðar af augljósri ástæðu.

strákamamma | 24. nóv. '15, kl: 21:22:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já....ef þeir eru til...   barn sem getið er með gjafasæði á bara eitt foreldri

strákamamman;)

bubbinnn
strákamamma | 24. nóv. '15, kl: 21:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er bara ekki rétt...  barnið á móður, og líffræðilegan föður.  en þessi líffræðilegi faðir er ekki foreldri barnsins

strákamamman;)

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á þá barnið bara eitt líffræðilegt foreldri?

strákamamma | 24. nóv. '15, kl: 21:30:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já.... því það að gefa frumu gerir menn ekki að foreldrum. 

strákamamman;)

bubbinnn
Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, það gerir fólk ekki að foreldrum að gefa frá sér kynfrumu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
Funk_Shway | 24. nóv. '15, kl: 23:25:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Er maðurinn minn alltaf að drepa börnin sín þegar hann fær það í lakið?

strákamamma | 24. nóv. '15, kl: 21:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara ekki satt....ekki í tilfellum sæðisgjafa.   Það dugar lítið að þræta um það, þrætur breyta ekki staðreyndum

strákamamman;)

bubbinnn
Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert með hártoganir.  Og já sum börn eru eingetin.


Það er alveg sama hvað þú þrætir fyrir þetta, það breytir engu um það hvernig þetta er.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er setning ársins;.."Sum börn eru eingetin" !...

Grjona | 24. nóv. '15, kl: 21:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sorrí, ætlaði ekki að mínusa þig :/

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:30:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Barn einstæðrar konu sem getið er með tæknifrjóvgun og þar með gjafsæði verður ekki feðrað.  Svo lagalega séð á það barn bara eitt foreldri.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður sem hefur gefið frá sér sæði verður ekki foreldri við það.  Hvað er svona erfitt við að skilja það?




Við vitum vel að það þarf bæði mann og konu til að geta börn, en í svona tilvikum að þá verður sæðisgjafinn ekki sjálfkrafa foreldri og hefur engin tengsl við barnið á neinn hátt.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:42:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki samansem merki að vera foreldri og hafa tengsl við barnið

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er heldur ekkert samasem merki á milli þess að gefa sæði og vera foreldri

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:49:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er akkúrat samansem merki þarna á milli.
En það verður sennilega foreldri með engin tengsl við barnið sem er slæmt barnsins vegna.

Steina67 | 24. nóv. '15, kl: 21:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta eru bara svo miklar ranghugmyndir að það hálfa væri nóg.  Mætti halda að þú værir formaður forsjárlausra foreldra.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Bakasana | 24. nóv. '15, kl: 21:53:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

 Skv þínum rökum eiga konur sem ganga með og fæða börn ekki þessi sömu börn ef þau eru getin með gjafaeggi. 
Ég held það sé öllum orðið ljóst að þú notar orðið foreldri í allt öðrum skilningi en aðrir í þessum heimshluta, m.a. Löggjafinn. En þú ert alla vega sammála sjálfri þér. 


bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 21:56:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hægt að vera ósammála sjálfum sér?

bfsig
Grjona | 25. nóv. '15, kl: 07:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er verið að segja að það að leggja til kynfrumu gerir manneskju ekki sjálfkrafa að foreldri. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

nerdofnature | 14. des. '15, kl: 11:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki verið að tala um að barnið eigi bara eitt foreldri þannig að það hafi verið eingetið. Heldur að skv. lögum og reglum þá sé sæðisgjafi ekki talinn sem foreldri og því er ekki verið að brjóta barnasáttmálann þó svo barnið fá ekki að kynnast sæðisgjafanum.

bubbinnn
247259 | 14. des. '15, kl: 21:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef tæknifrjóvgun er gerð með gjafasæði/gjafaeggi er mjög ólíklegt að báðir aðilar séu á staðnum og taki virkan þátt í getnaði.

staðalfrávik | 14. des. '15, kl: 21:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við það að gefa sæði. Ekki lána heldur gefa.

.

Silaqui | 24. nóv. '15, kl: 22:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Fólk er búið að útskýra fyrir þér að sæðisgjafar eru ekki taldir til foreldra skv barnasáttmálanum, né íslenskum lögum.
Lestu það bara aftur. 


daffyduck | 25. nóv. '15, kl: 01:12:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir að hafa lesið í gegnum allt tuðið í þér hérna. Bara verð ég að segja þetta. Mikið ofboðslega ertu mikið FÍFL.

JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 20:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef nokkuð góðan stuðning og mér finnst einmitt ekki koma til greina að fara bara í eitthvað samband til þess að geta uppfyllt þennan draum. Ég er ekki tilbúin í slíka málamiðlun.

Silaqui | 24. nóv. '15, kl: 22:05:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að skella sér bara í þetta :)

Bakasana | 24. nóv. '15, kl: 20:56:54 | Svara | Er.is | 8

Ég mæli með því að fara í heimsókn á Art Medica og ræða við frjósemissérfræðing og félagsræðgjafa sem starfar á þeirra vegum. Og leita uppi hóp sem heitir einstakar mæður á Facebook og draumabörnum. Það er frekar öflugur og stór hópur kvenna sem er að eignast og ala upp börn án maka. 
Gallarnir eru að þetta er klínískt ferli en ekki rómantískt eins og manni er innprentað að barneignir eigi að vera, kostnaðurinn getur verið mikill, sumir eiga erfitt með að standa með sjálfum sér í þessu vali (td gagnvart gjömmurum eins og er strax kominn í þennan þráð og jafnvel sínum náustu sem hafa skoðun á því hvernig börn eiga að koma undir), bæði á meðgöngu og eftir að barnið fæðist, það getur verið erfitt að fara í gegnum tæknimeðferðir án maka eða náins trúnaðarvinar. Oft sem fólk upplifir alls konar upp og niðursveiflur í tækniferlinu. Svo er það auðvitað ákveðið erfiðleikastig að eiga barn sem á hreinlega ekki pabba og alls konar stellingar sem fólk þarf að setja sig í gegnum uppeldið til að tækla það. En það er auðvitað bara eins og gengur og gerist í öllum fjölskyldum sem eru ekki hefðbundin císitölufjölskylda. 
Kostirnir eru að þú veist hvað þú ert að gera. Þú ert ekki að eignast barn óvart, heldur verður vel undirbúin. þar fyrir utan auðvitað allir sömu kostir og fyrir okkur sem fórum hefðbundnu leiðina. Þig langar í barn og þú átt kost á því. 

JónasKvaran | 24. nóv. '15, kl: 21:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Heyrðu frábært að fá þessar ábendingar um hópana. Ætla svo sannarlega að koma mér í samband við þá. Persónulega hef ég engar áhyggjur af almenningsálitinu. Ég tel að það komi engum öðrum en mér við hvernig ég kýs að haga mínum barneignum og held að ég geti alveg staðið með sjálfri mér hvað það varðar. Ég myndi samt ekki gera þetta öðruvísi en að ræða við baklandið mitt því sennilega myndi ég ekki treysta mér í þetta ef ég fengi engan aðstoð.

Bakasana | 24. nóv. '15, kl: 21:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Held það sé svakalega gott að heyra í þeim sem hafa gengið í gegnum þetta. gangi þér vel. 

Dúfanlitla | 24. nóv. '15, kl: 21:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Go for it! 

Þjóðarblómið | 25. nóv. '15, kl: 22:33:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég finn ekki hópinn þegar ég leita að honum á facebook og hef heldur ekki fengið aðgang á draumabörnum. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Bakasana | 25. nóv. '15, kl: 23:06:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær eru með secret hóp. Þú skalt bara hafa samband gegnum wordpress síðuna sem einhver linkaði á ofar í þræðinum og biðja um að fá aðgang. Gæti trúað að einhver í félaginu sé líka admin á hópnum á draumabörnum. En það gæti líka hugsast að sá vettvangur sé orðinn minna notaður. 

noneofyourbusiness | 24. nóv. '15, kl: 21:11:26 | Svara | Er.is | 0

Kosturinn: Þú eignast barn ef allt gengur upp.


Gallar: Það getur kostað mikið að fara í meðferðir og það er oft erfitt að vera ein með barn. 

athorste | 24. nóv. '15, kl: 21:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.althingi.is/lagas/135b/1996055.htmlgr. 1.6 Gjafi: Einstaklingur sem leggur öðrum til kynfrumur.
..... Sé um að ræða einhleypa konu eða konu í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með annarri konu er þó ætíð heimilt að nota gjafasæði. Jona þú mátt senda mér skilaboð ef þú vilt vita meira . MÆli með einstökum mæðrum eru á fésinu. Það eru margir gjafar sem vilja vera þekktir þú getur t.d fengið heilmargar upplysingar um hann t.d hlóðupptöku heilsufarssögu hans og hans nánsutu áhugamál jafnvel barnamynd.við 18 ára aldur má barn setja sig í samband við viðkomandi. Það er ekki skuldbinding af hans hálfu að hittast . Sæðið er innflutt og danskt. Þú færð meðlag fra ríkinu svokallaðan barnalífeyrir og þu færð 9 mánuða fæðingarorlof. 'ihugaðu þetta vel ferlið getur verið mjög kostnaðarsamt og ekki endilga víst að fyrsta meðferð heppnist. https://einstakarmaedur.wordpress.com/ á heimasíðu einstakra mæðra eru ýmsar upplýsngar.

athorste

bubbinnn
athorste | 24. nóv. '15, kl: 22:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

elsku bubbinn ég get skikið að fólk finnist skrýtið eða ekki sammála að ríkið borgi meðlag. En þú virðist ekki alveg skilja þetta með gjafasæði. Þegar þú færð gjafasæði þá er það danskt sem sagt flutt inn. Þú veist ekki hver maðurinn er. Þú færð að vita ýmsilegt td hárlit áhugamál og hjá sumum geturðu fengið ansi margar upplýsingar en þú ert ekki með nafn. þetta er ekki einvher maður sem þú eignast barn með heldur færðu sæði og ferð annaðhvort í tæknifrjóvgun eða glasameðferð. Þetta er samkvæmt íslenskum lögum . Svo má hafa skoðanir á því hvort ríkið eigi að borga meðlag ef það gerir það ekki þá er ekkert meðlag því það er engin þekktur faðir. Ef þú eignast barn og viðkomandi kk var einhver sem þú hittir í fyllerí og svafst hjá og jafnvel í útlöndum og getur ekki haft uppá honum. Þú verður einstæð móðir þá færðu barnalífeyri.

Að öðru leyti get ég alveg skilið að þetta sé umdeilt og misjafnar skoðanir á þessu .EN það er engin faðir heldur einungis gjafi

athorste

bubbinnn | 24. nóv. '15, kl: 22:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er þá gjafi sem er faðir.

athorste | 24. nóv. '15, kl: 22:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hann er líffræðlegur faðir já en ekki í félagslegum skilningi en eins og ég sagði þá geturðu ekki krafið hann um meðlag þú veist ekki hver hann er ;). Faðir óþekktur amk þangað til barn er 18 ára í sumum tilfellum. Þegar faðir er óþekktur þá færðu barnalífeyrir.

Svo er hægt að hafa ýmsar skoðanir á þessu málum en þetta er leyfilegt á Ísland smakvæmt lögum að vera einhleyp kona og fara í tæknifrjóvgun

og bara svo ég segi það aftur þú veist ekki hver faðir er. Þú getur valið gjafa út frá ýmsum einkennum hæð hárlit augnlit menntun osfrv. En þú ert ekki með nafn á viðkomandi eins og þú sjálfsagt skilur ;)

athorste

athorste | 24. nóv. '15, kl: 22:53:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

og í lagalegum skilningi er barn ófeðrað þar sem faðir er óþekktur þó svo að auðvitað hafi komið kk frumur til.

athorste

bubbinnn
Steina67 | 25. nóv. '15, kl: 00:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú getur þrætt fram í rauðan dauðan um þetta en það þýðir samt ekki að það sé rétt hjá þér.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

bubbinnn
athorste | 25. nóv. '15, kl: 00:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eins og ég sagði hef fullan skilning á mismunandi viðhorfum gagnvart þessu . Lög eru annars það sem við förum eftir hér á landi allir eru ekki sammála öllum lögum en þannig er það nú bara . Það ríkir skoðanafrelsi síðast þegar ég vissi . Svo ég ætla ekkert að rökræða þetta. þetta er svona og sumum finnst þetta ekki í lagi það er alveg ok.

athorste

Zagara | 25. nóv. '15, kl: 00:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þar kemur inn í réttur barnanna til framfærslu sem þér þykir svo rosalega mikilvægur fyrr í þræðinum... úps, gildir það kannski bara um það sem hentar þínum persónulegu skoðunum eins og að konur eigi ekki að fá að eignast börn án maka?

bfsig | 25. nóv. '15, kl: 03:23:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð að segja eins og er.... Ef aðili ákveður að verða foreldri single, þá finnst mér að meðlag eigi ekkert að greiðast af restinni af þjóðfélaginu.

Grjona | 25. nóv. '15, kl: 07:19:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Tja, ef meðlagið væri handa einstæða foreldrinu þá gæti ég tekið undir þetta hjá þér. En það er bara ekki þannig, meðlagið er til framfærslu barnsins.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

JónasKvaran | 25. nóv. '15, kl: 18:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sem betur fer fær fólk smá fjárhagslega aðstoð til að geta mögulega eignast börn. Án barna verða engir framtíðarskattgreiðendur til þess að halda þjóðfélaginu uppi og einhvern veginn held ég að það væri ekki gott :)

TalkingBird | 24. nóv. '15, kl: 21:57:09 | Svara | Er.is | 0

https://einstakarmaedur.wordpress.com/

Háess | 24. nóv. '15, kl: 23:42:33 | Svara | Er.is | 3

Hvað ertu gömul?

Þú ert ekkert komin á síðasta séns nema að nálgast fimmtugt. :)

En go for it, algjörlega, það á ekkert makaleysi að standa í vegi fyrir því að þú eignist barn.

Gangi þér vel. :)

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

JónasKvaran | 25. nóv. '15, kl: 18:23:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha, það er rétt. En þegar ég er að nálgast fimmtugt er ekki víst að ég nenni litlum börnum í eins ríkum mæli :)

Dehli | 12. des. '15, kl: 20:39:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.fathermag.com/news/2778-stats.shtml

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

daffyduck | 25. nóv. '15, kl: 01:06:22 | Svara | Er.is | 0

Kostir: Þú eignast barn sem þú vilt og átt eftir að elska meira en allt og það elskar þig til baka meira en allt.
Gallar: það er pínu erfitt að ala upp barn það þarf mikla umhyggju sérstaklega fyrstu árin.
Það kostar líka pening að eiga barn og það þarf öryggi.
Ef þú getur þessa tvo "galla" þá skaltu vera viss um að þú vilt barn í þitt líf. Það er eins og þú veist ekki hægt að skipta um skoðun þegar það er komið.

Það er ekkert betra en að knúsa barnið sitt. En vertu viss um að þú vilt það og að þú getir sett aðra manneskju en sjálfa þig í fyrsta sæti. Því það er það sem barn þarf.

JónasKvaran | 25. nóv. '15, kl: 18:25:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á barn fyrir og ef eitthvað hefur það einmitt orðið til þess að mig langar í fleiri.

Unbeliever | 25. nóv. '15, kl: 06:49:37 | Svara | Er.is | 21

Kostir: Barn


Helstu gallar: Fólk eins og bubbinnn

Háess | 25. nóv. '15, kl: 18:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú vannst internetið með þessu svari!

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

bubbinnn | 25. nóv. '15, kl: 18:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helstu gallar: Sjá komment frá LaRose hér að neðan

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 08:06:11 | Svara | Er.is | 1

Eg hef ekki lesid umræduna en er med tvo punkta og eina spurningu.

Spurning: Thu ert a besta aldri; hvad er thad gamalt? Ertu vel yfir fertugu? Eflaust ekki mikid fyrst thu ert ad spa i tæknifrjovgun.


Er med 2 punkta vardandi barnid.

1. Thad var heimildamyndathattarod herna i DK um "fodurlaus" born eftir tæknifrjovganir. Thetta hefur verid leyft i DK svo lengi ad bornin eru ordin um tvitugt og yfir. Thar kom fram ad stor hluti thessa folks var ad berjast vid issue vardandi thad ad eiga ekki fodur og viljandi vita hver væri fadirinn og hvada rætur thad ætti. Margir bunir ad vera i salfræditimum vid thessu.


2. Eg thekki einhleypa konu sem a barn sem er ordid allstalpad og hun eignadist barnid ein. Modirin var komin a midjan fertugsaldur thegar hun fekk barnid. Barnid er unglingur, a modur um sextugt, engann pabba, engin systkini og amman og afinn eru um nirætt og barnid missti af thvi sem hin barnabornin fengu; yngri ommu og afa sem hugsudu um thau, foru i ferdalog og fleira. Fjolskyldan var mjog samhelt en nu eru barnabornin buin ad eiganst born og thetta barn er a svipudum aldri og barnabarnabornin. Systkini mommunnar eru ordin amma og afi og thad hafa ordid kynslodaskipti en thetta barn er einhvernveginn mitt a milli. Mer finnst barnid mikill einstædingur.


Regndropi | 25. nóv. '15, kl: 17:57:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi atriði 1, þá býst ég við að það hafi verið börn óþekktra gjafa? Í dag er sá möguleiki í boði að börnin megi hitta gjafann þegar þau eru orðin 18. Þá fá þau upplýsingar um uppruna sinn, mér finnst það mikilvægt. Sumar konur hafa líka fundið hálfsystkini barnsins ef ég man rétt.

Varðandi atriði 2, þá hef ég stundum velt því fyrir mér hvort það sé heppilegra, ef konur fara í þetta, að börnin séu fleiri en eitt ( t.d. tvö), því þá eiga þau systkini að, sem vonandi fylgir þeim langleiðina af lífsleiðinni. En þetta getur örugglega verið einstaklingsbundið, mæðurnar geta átt missterkt bakland fyrir.

bubbinnn | 25. nóv. '15, kl: 18:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju mega ekki öll börn vita uppruna sinn?
Af hverju eiga börn einhleypra að hafa einhvern minni rétt en önnur börn?

Bakasana | 25. nóv. '15, kl: 18:07:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðjan fertugsaldur? Eru danskar frumbyrjur ekki að meðaltali korter í þrítugt? Meinarðu að hún hafi verið komin á miðjan fimmtugsaldur? 
Annars er þetta nú kannski ekki svo ólíkt því að vera barn einstæðrar móður sem er í litlum eða engum samskiptum við barnsföður (eða öfugt) eða barn sem á bara eitt foreldri a lífi. Eða bara barn tveggja einstaklinga sem eiga fáa að. Félagsleg staða og félagsnetverkið sem fólk býr í getur verið með ýmsu móti hvort sem það velur sér að eignast barn upp á eigin spýtur eða með öðrum. Það kemur btw í ljös í þessum þræði að OP á barn fyrir. 

LaRose | 25. nóv. '15, kl: 18:18:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meinti á fimmtugsaldri og ef hun a barn fyrir finnst mer það hljóma vel

athorste | 25. nóv. '15, kl: 18:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mörg af þessum börnum hafa hitt eða vita um "systkini" sumar mæður eignast fleiri börn með sama gjafa . Það er snðugt að bípa ekk of lengi ef maður vll það. Svo eru jú fjölskyldur mismunandi t.d stutt á milli mín og föðursystur og því eigum við börn á svipuðum aldri

athorste

JónasKvaran | 25. nóv. '15, kl: 18:32:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög góðir punktar. Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér og held að ég myndi velja þekktan gjafa vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að það er öllum mikilvægt að vita uppruna sinn.
Seinna dæmið á ekki alveg við því ég er ekki komin yfir fertugt, á nokkur ár eftir i það og á barn fyrir sem er undir 10 ára aldri. Þannig að ég held að út frá þessu ætti kannski ekki að verða svo mikið vandamál. En auðvitað er þetta eitthvað sem ég þarf að skoða og einmitt frábært að fá þessa punkta því það er svo margt sem manni sjálfum dettur ekki í hug og þarf hjálp við að sjá.

UngaDaman | 25. nóv. '15, kl: 19:05:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér sýnist þú meira en tilbúin í þetta, sem er frábært. Það er nákvæmlega ekkert að því að eignast barn ein, bara nokkuð þroskað ef þú spyrð mig. 


Hafðu nokkur atriði í huga:


Ertu fjárhagslega vel stæð?
Áttu góðan varasjóð?
Hefurðu rætt við barnið sem þú átt fyrir um systkinni? Já mér finnst álit þess skipta máli þó það hafi kannski ekki lokaorðið.
Áttu góða fjölskyldu sem er tilbúin að hjálpa þér ef eitthvað kemur uppá?
Áttu trausta vinkonu/vin sem er tilbúin/nn að ganga með þér í gegnum ferlið sjálft (tækni)? Stuðningur er ómetanlegur.
Síðast en ekki síst, hvenær ætlarðu að kýla á þetta? :)


Gangi þér rosalega vel með allt saman og ég vona innilega að allt gangi upp hjá ykkur litlu fjölskyldunni.

Unbeliever | 29. nóv. '15, kl: 06:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Atriði 2: Þetta getur alveg eins komið fyrir þegar fólk eignast barn með hefðbundnum hætti um og eftir fertugt. Og jafnvel þótt fyrr sé. Ég þekki t.d. einstæða móður sem eignaðist sitt barn (unglingur núna) upp úr tvítugu, barnið var ungt þegar slitnaði upp úr sambúð og hefur frekar lítið samband haft við föður og föðurfjölskyldu (búa erlendis). Hún var sjálf langyngsta barn foreldra sem eru nú látin. Systkini hennar eru miklu eldri en hún og þeirra börn uppkomin. Þessi unglingur er í svipuðum sporum og unglingurinn í þínu dæmi. Það er engan veginn þannig að öll börn sem verða til með hefðbundnum hætt fæðist inn í einhverjar vísitöluaðstæður þar sem til staðar eru tveir foreldrar, afar og ömmur á góðum aldri og systkinabörn á svipuðu reki. 

Catalyst | 14. des. '15, kl: 12:43:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi svona kynslóðabil. Langamma og langafi byrjuðu frekar seint þannig að eignast börn og eignuðust síðasta korter í fimmtugt. Börn systkinanna urðu því svoldið dreifð í aldri. Eldri systkinin áttu börn sem voru nálægt yngsta í aldri osfrv. Því á ég frænkur sem eru á sama aldri og ég en eru systkinabörn pabba. Og það er bara allt í lagi. Við erum góðar frænkur og vinkonur og veit að þannig er hjá fleirum í fjölskyldunni. Sumar frænkurnar eru bestu vinkonur en eru í raun sitthvor kynslóðin.

Dehli | 25. nóv. '15, kl: 18:28:48 | Svara | Er.is | 0

Hverjum finnst gamann að eiga bara eitt foreldri, og vita alls ekkert um hitt ? Er það ekki eigingirni á háu stigi að gera barninu þetta ?

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

JónasKvaran | 25. nóv. '15, kl: 18:38:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu hlynnt/ur fóstureyðingum?

Dehli | 25. nóv. '15, kl: 18:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki.

..................................................................
Mínusglaður er mótrakalaus maður . essa sú ?

staðalfrávik | 26. nóv. '15, kl: 11:58:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sko þú skilur ekki. Fólk á bara ekkert að vera að stunda kynlíf fyrir hjónaband og ef barn slysast í heiminn skal það alir upp hjá vel efnaðri kristilegri fjölskyldu. Finnst sumum. Ekki mér en sumum.

.

Bakasana | 25. nóv. '15, kl: 19:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maðurinn minn átti bara mömmu. Aldrei pabba. Og þótt hann hafi alveg verið forvitinn og kannski svolítið frústreraður yfir því að svekktur einhvern tíman á ævinni að hafa aldrei fengið að vita neitt um þennan mann, þá hefur það nú ekki plagað hann neitt sérstaklega í lífinu eða gert hann neitt sérstaklega bitran. hann átti frábæra mömmu. Það er nú heldur ekki þannig að allir sem alast upp hjá tveimur foreldrum hafi unnið í foreldralottóinu. Síður en svo. 


LadyGaGa | 25. nóv. '15, kl: 19:04:24 | Svara | Er.is | 0

Ég veit um tvær sem hafa gert þetta og gengur þrusuvel  :)  Gangi þér bara vel.

musamamma | 25. nóv. '15, kl: 20:07:59 | Svara | Er.is | 0

Frábær hugmynd. Það er best að vera einstæð móðir.


musamamma

bleik peysa | 25. nóv. '15, kl: 20:23:05 | Svara | Er.is | 0

Go for it!

Þjóðarblómið | 25. nóv. '15, kl: 22:23:36 | Svara | Er.is | 4

Ég stefni á tæknisæðingu á næsta ári, vonandi fyrr en seinna. Er ein og búin að vera það í 10 ár svo ég sé ekki fram á að það breytist neitt. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Blandpía | 11. des. '15, kl: 03:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kostar þetta ferli?

Þjóðarblómið | 11. des. '15, kl: 08:30:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara ein tæknisæðing kostar um 120.000 kr. ef ég man rétt.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Alli Nuke | 11. des. '15, kl: 18:27:18 | Svara | Er.is | 1

Gallar: Jú þú ert vissulega að standa ein í þessu að mestu leyti.

Kostir: Þú verður besta mamma í heimi og munt veita heppnu barni bestu umönnun sem völ er á.

Trolololol :)

reyreyjur | 12. des. '15, kl: 10:57:27 | Svara | Er.is | 0

Veistu, ef þú átt barn fyrir og ert ein er þetta bara spurning um hvað þú treystir þér í. Það verða náttúrulega engar pabbahelgar og engin föðurfjölskylda sem hægt er að leita til með aðstoð, en það er svosem raunveruleiki margra einstæðra kvenna sem fóru ekki í tæknifrjóvgun. Maðurinn minn ólst upp án nokkurra tengsla við líffræðilegan föður sinn og upplifði höfnun alla sína æsku og unglingsár sem sitja svo eftir sem reiði, biturð og complexar á fullorðinsárum. "Pabbi" hans lætur nefnilega eins og hann sé ekki til. Hann væri hamingjusamari maður í dag ef sæðisgjafinn í reyndinni hefði bara verið sæðisgjafi í öllum öðrum skilningi líka. Pointið er að það eru aldrei neinar gulltryggðar lausnir. Ef þig langar í barn og hefur getu og aðstæður til að eignast það og ala það upp (þú veist sjálf hvort þú geur þetta, þú ert móðir fyrir) sé ég enga ástæðu til að hika. Gangi þér bara sem allra best og í guðanna bænum hundsaðu hálfvita eins og tröllið í þræðinum hérna ;)

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:25:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hugsa ég mun auðveldara að sætta sig við pabbann sem maður hefur aldrei séð eða vitað um vs. vera hafnað.

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:08:30 | Svara | Er.is | 0

Langar að benda á þeim sem fara að tala um mikilvægi feðrunar osfrv á þetta:


1) „faðir föður/(!? föðurs), feður (þgf.et. fornt/úrelt feður) KK
1 • karlmaður (karlkyns-vera) sem hefur getið þann sem um er rætt, pabbi, pápi faðir minn“
https://snara.is/

2) „Samkvæmt 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna telst maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun faðir barns sem þannig er getið. Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans.“
- http://www.althingi.is/lagas/140a/2003076.html


3) "...[Um foreldri barns sem getið er við tæknifrjóvgun gilda ákvæði 6. gr.]
2 [Barn einhleyprar konu sem getið er við tæknifrjóvgun verður ekki feðrað.]..."

„Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, sbr. 3. mgr., samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans“
- http://www.althingi.is/lagas/140a/2003076.html


4) „7. gr. 1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.“
- http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnheildartexti.html


-> -> -> -> ->

Samkv. þessum lögum og skilgreiningum er sæðisgjafinn faðir barnsins en er ekki skyldað til að vera feðrað (sjá punkt númer 3) og það er ekkert sem segjir að ekki sé hægt að ala vel upp barn aðeins af móður (reyndar er aldrei bara móðirin eða faðirinn sem elur upp barnið "það þarf heilt þorp til að ala upp barn").
- Þessi gamli hugsunarháttur að það þurfi mömmu fyrir umhyggju og pabba fyrir aga er úrelt fyrirbæri.
Helmingur mannkyns með ákveðna litninga og ákveðin kynfæri hafa ekki einhvern einn eiginleika sem nauðsynlegt er barninu sem hitt kynið hefur ekki. Við erum ólíkir einstaklingir óháð hvort við séum með xx litning eða xy litning (sjá http://www.visindavefur.is/svar.php?id=377 ).

randomnafn | 15. des. '15, kl: 04:13:00 | Svara | Er.is | 0

En varðandi kosti og galla JónasKvaran þá myndi ég bara íhuga eftirfarandi

efnahag
stöðu/stabilty (með framtíðarvinnu eða allavega með menntun sem gerir þér auðvelt að ná þér i vinnu)
stuðning frá fjölskyldu til að aðstoða þig með barnið í það minnsta ef eitthvað kemur upp á (móðir eða systkyni eða annað)

Þetta er það sem mér dettur í hug í fljótu bragði að væri allavega sniðugt að passa upp á bara upp á þinn hag og hag barnsins að sjálfsögðu.

Gangi þér annars vel með þetta.



Kannski þetta gæti e-ð hjálpað þér eða í versta falli gæti verið áhugavert:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/19/vildi_ekki_bida_eftir_maka/

http://skemman.is/stream/get/1946/16971/39532/1/Katr%C3%ADn_Magn%C3%BAsd%C3%B3ttir.pdf

Mallla | 16. des. '15, kl: 14:59:30 | Svara | Er.is | 0

Er einhver facebook grúppa eða grúppa á netinu varðandi þetta sem þú getur komist í? Það yrði örugglega gott að ræða við konur í sömu sporum. Gangi þér alveg rosalega vel :)

presto | 16. des. '15, kl: 15:50:05 | Svara | Er.is | 0

Það að barn eigi bara eitt foreldri, setur aukna pressu á viðkomandi foreldri og álag.
Það er ekki bara 1 foreldri heldur bara ein fjölskylda sem stendur að barninu (engin föðuramma og afi sem stundum koma í stað látins/fjarverandi föður á einn og annan hátt)
Enginn faðir til að taka þátt í framfærslu barnsins og uppeldi, til að leysa móður af þegar hún er þreytt eða veik eða á mikilvægum fundi eða vill bara skreppa út í göngutúr. Enginn pabbi til að taka veikindadaga á móti mömmunni frá sinni vinnu, kaupa gjafir, reiðhjól, skíði, borga íþróttir og annað tómstundanám, skutla barninu, hlýða yfir, elda matinn, þvo þvottana osfrv.
Þess vegna er mikilvægt að þekkja sitt stuðningsnet og sterk fjárhagsstaða og öruggt heimili og gott starf sérstaklega mikilvægt í mínum augum. Ég var ekki viss um að ég fyndi maka sem þyldi mig (og ég kærði mig um) en sá fyrir mér að ég vildi ekki vera barnlaus. Ef þú átt nú þegar ungling er hann nokkuð stuðningsnet fyrir þig en rétt að ræða hugsanlega barneign við hann fyrirfram. 
Ég fékk td. Aldrei sumarfrí með mínum börnum þegar þau voru á leikskóla- því leilskólarnir tóku ekki tillit til sumarleyfa foreldra (sumir gera það) gott að eiga maka þá sem gat fengið frí og séð um börnin. Samt var ég fastráðin og með rétt til sumarleyfis.

haninn | 16. des. '15, kl: 22:16:27 | Svara | Er.is | 0

Eg þekki nokkrar konur a besta aldri, yfir 30 plus. Sem bæði hafa ættleitt börn eina og svo nuna siðari ar, fengið sæðisgjafa og eru einar.
Nu er skylda held eg uti að þegar barnið er komið með aldur megi það leyta uppruna sinn.
En eg veit ekki betur nema þetta hafi gengið mjög vel fyrir sig. Ja og það var notast við tæknifrjogvun.
Um að gera að leyta upplysinga.
Gangi þer vel!!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47848 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Guddie