Að fara ein á tónleika

zakaria | 30. jún. '16, kl: 17:00:31 | 377 | Svara | Er.is | 0

Það eru bráðum tónleikar sem mig langar rosalega á, en ég finn engan með mér :/ Ég veit ekki hvort þetta séu sitjandi eða standandi tónleikar, en mig grunar standandi. Mig langar svo miiiikið að fara en þori ekki ein.

Hefur einhver hér farin ein/n á tónleika? Hvernig var? :)

 

donaldduck | 30. jún. '16, kl: 17:30:36 | Svara | Er.is | 0

eg fór ein á tónleika í fyrra sumar, var æði og ég sá sko ekki eftir því. Drífðu þig og skemmtu þér vel 

LaRose | 30. jún. '16, kl: 17:46:16 | Svara | Er.is | 0


Ég myndi klárlega fara ein.


Ég elska tónleika og að fara með öðrum; en vil frekar fara ein ef þetta eru tónleikar með tónlistarmanni/sveit sem ég elska heldur en að fara með einhverjum sem er ekki eins hrifinn eða nennir ekki að syngja með öllu og lifa sig inn í þetta. Það eyðileggur upplifunina fyrir mér svo ég fer stundum bara ein.

zakaria | 30. jún. '16, kl: 17:58:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einmitt engan sem fílar þennan tónlistmann svona mikið eins og ég. Líður bara eins og algjörum lúða ef ég fer ein :S

zakaria | 30. jún. '16, kl: 17:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En kannski ætti ég að fara bara !

Splæs | 30. jún. '16, kl: 18:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað ferðu bara. Ef þetta eru standandi  tónleikar þá geturðu ráfað um, ef þú vilt. Líklega rekstu á einhverja sem þú þekkir. Þú getur þá líka verið út af fyrir þig og fílað þetta í botn. Ef þetta eru sitjandi tónleikar, þá bara siturðu við hliðina á næsta manni og skemmtir þér vel.
Þetta er ekkert mál. Þú þarft ekki manneskju með þér til að staðfesta að þú fórst á tónleikana eða halda í hendina á þér svo þú týnist ekki. Góða skemmtun.

zakaria | 30. jún. '16, kl: 18:37:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já, takk fyrir þetta :) Ég ætla barasta að kaupa miða núna!

LaRose | 1. júl. '16, kl: 12:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tónlistarmaður sem ég elska og enginn annar í kringum mig fílar myndi fá mig til að fara eina.

Finnst það algerlega eyðileggja stemninguna ef ég er í eigin heimi að hlusta og upplifa tilfinningar þegar félaginn fer að tala við mig um eitthvað annað...af því honum finnst lagið kannski bara allt í lagi eða jafnvel lélegt.

Fyrir mér er þetta eins og að lesa góða bók, eða standa stjörf og horfa á áhrifamikið listaverk....þá vil ég ekki láta trufla mig.

alboa | 30. jún. '16, kl: 18:43:35 | Svara | Er.is | 1

Já, oftar en einu sinni. Hef skemmt mér mjög vel.

kv. alboa

kollaþ123 | 30. jún. '16, kl: 19:29:17 | Svara | Er.is | 1

já farðu bara það er enginn að pæla í því hvort maður sé með einhverjum eða ekki ;)

kollaþ123 | 1. júl. '16, kl: 16:32:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skemmtu þér bara rosa vel elskan :)

Nornaveisla | 30. jún. '16, kl: 20:21:26 | Svara | Er.is | 1

já go for it! ég fór ein á Madonnu, standandi tónleikar, dans og fjör og skemmti mér konunglega! :)

zakaria | 30. jún. '16, kl: 21:29:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst minna mál að fara ein á tónleika í útlöndum heldur en hér í miðbænum :p

Nornaveisla | 1. júl. '16, kl: 09:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja ég hafdi svosem ekki spád í tví...


En ég fór einu sinni ein á Pallaball :) Kynntist í stadin bara Helling af fólki :)

MadKiwi | 1. júl. '16, kl: 03:03:28 | Svara | Er.is | 0

já ég fór ein á tónleika erlendis, um að gera að skella sér. Sérð eftir því ef þú sleppir þeim bara útaf því að vinir þínir vilja ekki fara. Ekki láta annað fólk stoppa þig í að gera það sem þig langar til að gera!

Máni | 1. júl. '16, kl: 09:08:13 | Svara | Er.is | 0

já nokkrum sinnum t.d. núna á Radiohead. mér finnst þetta ekkert mál.

Bragðlaukur | 1. júl. '16, kl: 16:59:51 | Svara | Er.is | 0

Geturðu ekki bara auglýst eftir einhverju með þér hér? :)

zakaria | 1. júl. '16, kl: 21:59:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha æjjj neinei :p

littleboots | 2. júl. '16, kl: 07:10:35 | Svara | Er.is | 0

Já, ég hef farið tvisvar sinnum ein á tónleika og það var æðislegt. Fannst það óþægileg tilhugsun fyrst en sá alls ekki eftir því eftir á.

Fuzknes | 2. júl. '16, kl: 15:41:31 | Svara | Er.is | 0


þorir ekki? vegna? 

er þú mikið að velta þér upp úr hverjir eru einir og hverjir eru með hverjum á td tónleikum?  langað bara að spyrja....

zakaria | 2. júl. '16, kl: 16:48:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með lítið sem ekkert sjálfstraust og smá félagsfælni, þannig að já ég hreinlega þori ekki. Er samt búin að kaupa miða!
En nei ég velti því ekki fyrir mér, þó ég velti því fyrir mér að aðrir séu að velta sér upp úr því af hverju ég er ein.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Síða 10 af 47933 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien