Að fara í mál við son sinn?

amhj123 | 4. okt. '21, kl: 17:43:10 | 338 | Svara | Er.is | 1

Hvað mynduð þið gera ef þið ættuð son sem skuldaði ykkur 1.500.000 og hann svaraði ekki símtölum. Væri með skipting við ættingja og lokaði bara á ykkur? Mynduð þið fara til lögfræðings og síðan til dómstóla ef víst er að málið vinnst?

 

amazona | 4. okt. '21, kl: 18:15:18 | Svara | Er.is | 0

Gleymdu þessu bara. löffar taka 25 þ. á tímann

amhj123 | 4. okt. '21, kl: 18:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ef það er garenterað að ég fái milljón til baka?

_Svartbakur | 12. okt. '21, kl: 11:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlarðu að senda handrukkara á soninn ?
Gleymdu þessu og farðu að hugsa um eitthvað annað en þessa smáaura sem sonur þinn fékk hjá þér.

janasol | 11. okt. '21, kl: 23:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held þu getur tilgreint á skattframtali pening sem þu lanar. En veit þu getur alkavega sótt um ívilnun (tapaðar kröfur). Tapaðar kröfur; Lækkun kemur til álita hafi gjaldþol manns skerst verulega vegna tapa á útistandandi kröfum sem ekki tengjast atvinnurekstri hans.

_Svartbakur | 4. okt. '21, kl: 18:33:19 | Svara | Er.is | 1

1500 þús eru smáaurar gleymdu þessu.

amhj123 | 4. okt. '21, kl: 18:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu svona ríkur?

_Svartbakur | 4. okt. '21, kl: 20:45:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei en maður stendur ekki í málarekstri við son sinn.
Já 1500 þús kr skuld veit ekki hvort að sú upphæð sé bara gjaldgeng til að fara í mál útaf og kannski engin eign til hjá syni þínum ? Þá tapa bara allir.
Hvernig er þessi skuld komin til ?

AlanEmpire | 5. okt. '21, kl: 21:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já myndi vilja fá að vita hvernig skuld þetta er. Er þetta lán?

Hr85 | 4. okt. '21, kl: 20:54:57 | Svara | Er.is | 1

Er það skrásett einhvers staðar að um lán væri að ræða? Annars er mjög auðvelt fyrir son að halda því fram að um styrk hafi verið að ræða frekar en lán. 

Júlí 78 | 4. okt. '21, kl: 20:57:33 | Svara | Er.is | 0

Þó að upphæðin væri 2 millj. þá myndi ekki borga sig að fara í lögfræðing út af þessu. Ég myndi annars ekki nefna þessa upphæð við soninn meira, hann veit af skuldinni og ef hann getur ekki borgað þetta þá er ekkert við því að gera annað en að lána honum ekki aftur fyrr en þessi skuld er greidd. En mjög leiðinlegt ef sonurinn hefur bara lokað á þig út af þessu. Sendu honum skilaboð og segðu honum að þú elskir hann alltaf alveg sama hvað. Það er ekki þess virði að samband ykkar á milli slitni út af þessum peningum.

leonóra | 4. okt. '21, kl: 21:43:12 | Svara | Er.is | 0

Er hann í neyslu ?  Þetta er svo óeðlileg framkoma við foreldri. Sjálf mundi ég ekki fara í mal við barnið mitt vegna peninga en ég hefði líklega látið bankann um að rukka hann um hæfilega greiðslu mánaðarlega.  Börnunum okkar er enginn greiði gerður að fá svona háa fjárhæð lánaða án tryggingu um endurgreiðslu.

ert | 5. okt. '21, kl: 10:11:41 | Svara | Er.is | 0

Ef þú vilt tryggja að hann hafi aldrei samskipti við þig aftur og þú fáir aldrei að sjá börn hans ef hann eignast þau þá er þetta flott leið. Einnig gætirðu losnað við fleiri ættingja í leiðinni, jafnvel næstum alla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

adrenalín | 5. okt. '21, kl: 18:00:51 | Svara | Er.is | 0

ættingjar mínir skulda mér rúmar 4 milljónir, ég ætla ekki að gera neitt. Ætla ekki að henda meiri pening út um gluggann.

VValsd | 8. okt. '21, kl: 04:07:41 | Svara | Er.is | 0

Hættu að gefa honum dýrar gjafir svosem jólagjafir/afmælisgjafir, þú getur skrifað bara kort. Hann fær ekki neitt meir frá þér þú einfaldlega getur ekki treyst á að hann borgi tilbaka

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvað finnst þér vera menntasnobb? klarayr 17.10.2013 6.12.2021 | 19:36
Skattur á nagladekkjanotkun Júlí 78 3.12.2021 6.12.2021 | 13:50
Skattur af endurhæfingalífeyri hahakunamatata 6.12.2021 6.12.2021 | 12:41
champix toshiba77 11.1.2011 6.12.2021 | 12:21
Hvernig velst fólk í stjórnmálaflokka til framboðs og forystu ? _Svartbakur 5.12.2021 6.12.2021 | 01:39
fylgdarkonur Anonimek212 30.11.2021 6.12.2021 | 00:52
Alþjóðlegur baráttudagur karla Hr85 19.11.2021 5.12.2021 | 17:48
Svefnlyf AnnaPanna888 19.11.2010 4.12.2021 | 23:15
Rafmagnsreikningar og biðlund holmenshavn 1.12.2021 4.12.2021 | 18:42
giftir kallar á einkamal.is Ariah 3.8.2005 4.12.2021 | 02:02
Er að leita að Ketogan? allskonar2012 29.11.2021 4.12.2021 | 00:25
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:22
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:19
Sóparinn VValsd 3.12.2021
Kári greyið VValsd 3.12.2021
Lítil stúlka Kristland 2.12.2021 3.12.2021 | 17:14
Könnun: Hafa samfélagsmiðlar áhrif á sjálfsímynd fólks? lovsein 3.12.2021
Framsóknarflokkurinn er og mun alltaf verða samur við sig. Brannibull 3.12.2021
Já nú getið þið farið að anda léttar. _Svartbakur 27.11.2021 2.12.2021 | 20:46
Strætó ætlar sekta farþega sína um allt að 30 Þús krónur. _Svartbakur 4.11.2021 2.12.2021 | 13:49
Hörður pervert/barnaníðingur af hverju er ekki hægt að... Brannibull 2.12.2021
CE vottað hangikjöt. brass 30.11.2021 30.11.2021 | 23:43
Talandi um storm í bjórglasi, má ekkert lengur, rétttrúnaðurinn er að ganga af öllu dauðu. Brannibull 24.11.2021 29.11.2021 | 15:05
Verður ? Kristland 28.11.2021 28.11.2021 | 19:32
Söluskoðun hlúnkur 28.11.2021
Hvar fær maður góðan stóran striga? Legendairy 26.11.2021 28.11.2021 | 09:46
Mikil neyð hjá öryrkja tryggvirafn1983 21.11.2021 27.11.2021 | 11:54
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.11.2021 | 22:07
Nafngreiningar afbrotamanna VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 19:38
Speki hinna miklu spekinga ! Wulzter 19.11.2021 26.11.2021 | 17:03
Stökkbreyting VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 16:44
Undirbúningskjörbréfanefnd - skrípaleikur út í eitt Brannibull 22.11.2021 26.11.2021 | 15:53
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 26.11.2021 | 10:05
Hvar fæ ég boric acid? Er við bakteríusýkingu í leggöngum kannan 26.11.2021
Er þetta rétt samkvæmt leigusamningi? SteiniAkureyri 19.11.2021 26.11.2021 | 00:10
Gluggavindhlífar og húddhlífar steinih 2.4.2016 25.11.2021 | 18:28
U.S.A = úrkynjuð þjóð ? Kristland 22.11.2021 25.11.2021 | 17:25
Ísland vs. Japan í Hollandi á morgun, útsending? Brannibull 24.11.2021 25.11.2021 | 10:23
Hjalp/ ráð. (Föður Réttindi) Halla08 24.11.2021 25.11.2021 | 10:11
PCR vottorð Logi1 24.11.2021 24.11.2021 | 20:41
Eingreiðsla og 10% hækkun hjá lifeyrisjóðo tryppalina 24.11.2021
Kjánaleg mistök sem Rúv ignorar. Kristland 14.11.2021 22.11.2021 | 21:54
Eingreiðsla til öryrkja klemmarinn133 13.11.2021 22.11.2021 | 17:26
Kaupa handhreinsiefni andlitsgrímuþurrkur yfirbuxur hlífðarskór WhatsApp+66 81 193 7172 ernesto123 22.11.2021
Flytja til Bandaríkjanna og Kanada, Bretlands whatsapp +1 661 770 1694 / +447459329111 ernesto123 22.11.2021
Næsti formaður Eflingar Gunnar Smári? Júlí 78 9.11.2021 21.11.2021 | 20:45
Leirnamskeið/keramiknámskeið korka91 21.11.2021
Undarleg útvarpsstöð. Kristland 15.11.2021 21.11.2021 | 18:30
Árið 2006 Hr85 20.11.2021
Mataræði úr fornum fræðum. Kristland 15.11.2021 19.11.2021 | 18:34
Síða 1 af 59641 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, superman2, karenfridriks, Atli Bergthor, ingig, vkg, krulla27, aronbj, Bland.is, Krani8, joga80, rockybland, flippkisi, mentonised, anon, Coco LaDiva, Gabríella S, MagnaAron, barker19404