að gefa upp til skatts

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 16:56:10 | 372 | Svara | Er.is | 0

Þeir sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir 1.000.000 kr. eða minna á hverju tólf mánaða tímabili frá því að starfsemin hefst. Skylda til að tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemi sína og innheimta og skila virðisaukaskatti stofnast frá þeim tíma þegar þessum aðilum mátti vera ljóst að sölutekjur af skattskyldri vöru og þjónustu verði 1.000.000 kr. eða meiri á tólf mánaða tímabili. Ekki er krafist greiðslu virðisaukaskatts af sölu sem á sér stað fyrir þetta tímamark, jafnframt má ekki telja til innskatts virðisaukaskatt sem greiddur er fyrir skráningu vegna kaupa á aðföngum til starfseminnar. Undanþága þessi er valkvæð þ.e. aðili sem sér fram á að selja vörur eða þjónustu fyrir lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili er heimilt að standa utan við virðisaukaskattsskrá eða fara strax inn á virðisaukaskattsskrá og nýta þar með þann virðisaukaskatt sem leggst á aðföng til starfseminnar, sem innskatt.

Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta, ég er að fara að stofa fyrirtæki og ætla að hafa vsk númer á minni kt. þannig að ef salan er undir milljón á ári þarf ég ekki að gefa það upp til skatts? þurfa þeir þá ekkert að vita neitt um það og ég þyrfti ekki að nota skattkortið mitt í það?
og ef það fer yfir milljón er það þá upphæðin umfram þessa milljón sem ég myndi gefa upp til skatts?

 

ert | 21. maí '15, kl: 17:03:44 | Svara | Er.is | 1

Þú þarft ekki vsk númer ef sala er undir milljón. Það þýðir að þú þarft ekki skila vsk til ríkissjóðs.

Þú þarft samt sem áður að greiða önnur gjöld sem fylgja starfsseminni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 17:18:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok skil, eins og hvaða gjöld þá?

ert | 21. maí '15, kl: 17:19:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tryggingargjald, tekjuskattur og þess háttar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 17:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég legg ofaná vörurnar skatt og skila því einhvernveginn inn, og tekjuskattur er það þá skatturinn af hagnaðinum mínum?

ert | 21. maí '15, kl: 17:25:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei þú leggur ekki  skatt á vörunar nema þú sért með vsk-númer.

Já það er skatturinn af  hagnaðinum -svo þarf að  greiða  í lífeyrissjóð.

RSK er oft með námskeið fyrir fólk sem er að byrja í rekstri

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 18:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það voru engin skráð námskeið á heimasíðunni þeirra þegar ég kíkti um daginn :/ en ok gott að vita að ég þarf þá ekki að leggja vsk ofaná vörurnar strax heldur bara borga af mínum hagnaði

ert | 21. maí '15, kl: 18:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En fáðu  þér góðan bókhaldara/endurskoðenda. Það er margt sem þú þarft að læra í þessu. Þú talar t.d.alltaf um að borga af hagnaði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 19:18:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á ég að segja af tekjum?

ert | 21. maí '15, kl: 19:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fann mjög góða síðu

http://www.skatt.is/spurningarsvor/

hér geturðu kynnt þér ýmsilegt sem varðar rekstur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 17:18:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

væri þá kannski bara betra að bíða með að sækja um vsk númer þar til ég næ miljón?

ert | 21. maí '15, kl: 17:19:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég myndi segja það væri einfaldara

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Degustelpa | 21. maí '15, kl: 17:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ein sem ég þekki ætlaði að sækja um strax og hún byrjaði en henni var tjáð af skattinum að þau gæfu ekki númer fyr en starfsemin væri komin yfir milljónina á ári

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 17:24:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver er eiginlega tilgangurinn með vsk númeri? hvað breytist að hafa það/hafa það ekki?

Degustelpa | 21. maí '15, kl: 17:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er ekki alveg viss. En held að þá borgar þú ekki vsk af því sem þú kaupir í reksturinn t.d.. Annar veit ég það ekki alveg en væri samt til í að vita það sjálf

ert | 21. maí '15, kl: 17:27:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur ekki skilað ríkissjóði vsk nema hafa það. Þannig að ef þú innheimtir vsk án vsk-númers þá stingurðu vsk-inum í vasann. Það er lögbrot og það nokkuð alvarlegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 17:37:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú skil ég ekki alveg, en þeir leyfa manni að hafa milljón í tekjur, hvernig er það þá lögbrot, ertu að meina ef ég myndi leggja ofná vörurnar vsk en myndi hirða það sjálf

ert | 21. maí '15, kl: 17:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Stífelsi | 21. maí '15, kl: 18:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndi aldrei gera það, ætla ekki að hafa vörurnar neitt dýrari fyrir kúnna en ég þarf :)

QI | 21. maí '15, kl: 19:12:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurðu Illuga. Hann fór á hausinn,, ekki á hausinn og með því að Orka og Askar capital fái fyrirgreiðslu á okkar kostnað er hann ekki að taka almenning í rassgatið.

.........................................................

QI | 21. maí '15, kl: 19:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað skeði þar?  Illugi átti eign sem einhver velviljaður (orka)kaupir.. : >) Illugi var líka einhvern tíma að vinna hjá askar capital,,,   tilviljun að ascar hafi séð um skuldaleiðréttingu og að illugi vinni meira fyrir Orku en Landsvirkjun..   veit ekki ég.

Poingið er að illugi var með þetta í ehf.

.........................................................

Norðurbui | 21. maí '15, kl: 20:19:28 | Svara | Er.is | 0

 Ég er með vsk-númer á minni kennitölu, og þar sem er lítil innkoma hjá mér  er ég á ársskilum þ.e. skila vsk. einu sinni á ári.  Skila þeim vsk.  sem ég innheimti, mínus vsk. sem ég borga af aðföngum í sambandi við rekstur.

tiamia | 22. maí '15, kl: 09:42:27 | Svara | Er.is | 0

Þú virðist vera að rugla saman virðisaukaskatti og tekjuskatti. 
Þú getur sloppið með virðisaukann á meðan þú ert innan við milljón, en þá geturðu heldur ekki dregið innskattinn frá aðföngum. 


Þú þarft alltaf að borga tekjuskatt. Þú reiknar þér laun (endurgjald) og skilar þá þínum persónulega skatti af því og notar skattkortið í það.  Fyrir tækið þarf svo að standa skil á tekjuskatti af mögulegum hagnaði. 



Stífelsi | 22. maí '15, kl: 11:23:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég er reyndar að vinna það mikið að ég gæti ekki nýtt mér skattkortið, en ég skil ekki alveg hvað þú átt við með mögulegum hagnaði, semsagt áætlaður hagnaður eða eitthvað þannig?

ert | 22. maí '15, kl: 11:27:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hagnaður rekstrarins er það þegar þú ert búin að reikna þér laun og draga frá allan kostnað og reksturinn er ennþá í plús

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hula | 22. maí '15, kl: 10:01:59 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi fá bókara eða einhvern reyndan í því að vera sjálfstætt starfandi til að hjálpa þér af stað.  Þetta er svo flókið í byrjun.  Einnig hefur reynst mér vel að hringja í RSK, ég hef alltaf lent á yndislegu fólki þar sem er tilbúið að fara yfir málin með manni.

Stífelsi | 22. maí '15, kl: 11:24:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit ekki alveg hvort ég hafi efni á að borga bókara, veistu hvað það kostar? en já held að málið sé að hringja bara nóg í rsk og spurja þá

Helvítis | 22. maí '15, kl: 10:09:37 | Svara | Er.is | 0

Þetta fer voða mikið eftir því hvernig fyrirtæki þú ert að stofna, hvort þú sért að selja þjónustu eða vöru.

Gæti alveg borgað sig fyrir þig að stofna t.d. sf. frekar í kringum þetta.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Stífelsi | 22. maí '15, kl: 11:25:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var búin að skoða slf og þá þurfa að vera 2 saman (ég er bara ein) og það er 90þ kr stofnkostnaður þar, held að meðan veltan mín er bara lítil og ég fæ ekki einu sinni vsk númer strax þá er slf örugglega óþarfi

Helvítis | 22. maí '15, kl: 11:34:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um sf. - sameignafélag, en þú þarft alltaf að hafa einhvern með þér, manninn þinn eða eitthvað svoleiðis þó svo að viðkomandi geri ekki neitt.

Í þínum sporum myndi ég bara hringja og ráðfæra mig við bæði RSK og einhvern bókara.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Hula | 22. maí '15, kl: 11:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hjón mega ekki vera saman með sameignarfélag sf, auk þess sem allir bera jafna og ótakmarkaða ábyrgð. Ef Stífelsi stofnar sf með einhverjum ber sá aðili fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum félagsins.

Steina67 | 22. maí '15, kl: 13:52:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla að senda þér skilaboð síðar þar sem ég er sjálf að stofna slf.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Síða 2 af 47537 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, paulobrien, Guddie, Bland.is, annarut123