Að gera upp á milli barna

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 16:58:09 | 1281 | Svara | Er.is | 3

Ég er enn að pæla í viðhorfi til stjúpbarna síðan um daginn. Þá aðallega til ferðalaga og þess háttar "fríðinda"
Ég stofnaði sér umræðu um það og allt.
Þar kom mismunandi sjónarmið fram en aðallega voru flestir sammála um að það ætti ekki að gera upp á milli barna og fleiri en færri myndu ALDREI fara til útlanda án stjúpbarna sinna, þó þau væru nýbúin að vera á sama stað með mömmu sinni.

Gott og vel. Ég er ekki sammála þessu en ég tek það fram að ég er ekki stjúpforeldri sjálf en dóttir mín er stjúpdóttir.
Hins vegar er bróðir minn í sambúð með ekkju sem á 3 börn (eitt reyndar 18 ára) og sjálfur á hann 2 dætur sem búa hjá mömmu sinni. Það gengur á ýmsu eins og gengur og gerist í svona samsettum fjölskyldum en aðal vandamálið er að dætrum hans (frænkum mínum) finnst gert upp á milli barna.
Þær þola ekki að hin börnin fái nýja flík, dót eða ekki einu sinni ís þegar þær eru hjá mömmu sinni. Svo er umræða um það núna að þau fari til Kanada að heimsækja systur nýju mágkonu minnar (ekkjunnar) og taka tvö börn með. Þessi átján ára er að vinna þegar þetta verður og dætur bróður míns verða í Frakklandi á EM með mömmu sinni.
Það er allt vitlaust útaf þessu.
Hann má ekki fara með og á að fara eitthvert með þær þegar þær koma heim frá Frakklandi. Svo allt sé jafnt!
Btw, mamman (fyrrverandi mágkona mín) er líka að fara fram á þetta, ekki bara stelpurnar sjálfar.

Er þetta bara eðlilegt?

Er jafnt að þær megi fá allt hjá mömmu sinni en hin (föðurlausu börnin) megi ekki fá neitt hjá mömmu sinni af því að hún er í sambúð með pabba þeirra?

Ég ætla að biðja fólk að gefa ekki upp hver þau eru ef það er augljóst en það er ekkert hægt að setja þetta upp nema gefa allt upp.

 

minx | 18. apr. '16, kl: 17:11:08 | Svara | Er.is | 17

Þetta er bilun. Hvílík frekja.

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 17:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Er það ekki?

En hvað finnst þér um fýluna þegar eitthvað er keypt á hin börnin?

Ég er að tala um venjuleg föt...þær taka eftir því að það séu keyptar nýjar nærbuxur og kvarta bæði í mömmu sinni, pabba, mér og mömmu minni. En aldrei segja þær neitt við stjúpmóður sína sem er miður sín yfir þessu og tekur þetta mikið inn á sig.

minx | 18. apr. '16, kl: 17:30:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Alveg jafn steikt. Hvernig verða krakkar svona frekir?

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 17:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mamman er að berjast með þeim, ætli það sé ekki partur af því?
Þær fá stuðning við þessa líðan.

ts | 18. apr. '16, kl: 19:47:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

og hver á þá að kaupa á þau föt ef mamma þeirra og bróðir þinn gera það ekki ??? gera þær sér enga grein fyrir því að börnin eiga bara þau að ? hvað eru dæturnar sem láta svona eiginlega gamlar ?

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 20:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þær eru 9 og 15 að verða 16

T.M.O | 18. apr. '16, kl: 20:20:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

mér finnst að "fullorðna fólkið" þurfi bara að ræða þetta sín á milli. Ég hef horft upp á svona samsetta fjölskyldu sem brotnaði upp þar sem stjúpbörnin gerðu ekki neitt og fengu ekki neitt nema barnið fengi líka og svo montaði það sig af öllu sem hann gerði og fékk hjá mömmu sinni... Ef stjúpbörnin og mamma þeirra vildu gera eitthvað sjálfar þá fór pabbinn ekki með til að svíkja ekki barnið sitt, borgaði allar tómstundir fyrir það þar sem það var krafan frá mömmu barnsins en ekki fyrir stjúpbörnin. Niðurstaðan var að hann tilheyrði aldrei fjölskyldunni, hann stóð bara einhvernveginn í dyrunum.

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 22:42:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ALLIR fullorðnir í kringum þessi börn verða að hjálpa þeim og segja "auðvitað fá þau ný föt...færð þú ekki ný föt hjá mömmu þinni?  og brosa bara og gera þetta að eðlilegum hlut.

strákamamman;)

Savica | 18. apr. '16, kl: 17:15:18 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst þetta algjör sturlun. Það er að segja heimtufrekja dætranna og fyrrverandi konunnar hans.

Allegro | 18. apr. '16, kl: 17:22:56 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst þetta nú pínu annað en það sem margir voru að tjá sig um varðandi það að skipta börnunum í stjúpbörn og sameiginleg börn þegar verið væri að fara í fjölskyldufrí. 
Þetta sem þú ert að tala um væri óeðlilegt þó svo að það væri ekki verið að tala um stjúpbörn. 

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 17:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En eins og mamma stelpnanna setur þetta upp við mömmu (btw, mamma stendur aðeins meira með fyrrverandi enda eru þær "alvöru barnabörn" hennar) er; af hverju eiga þær að gefa afslátt á pabba sinn af því að pabbi hinna barnanna er dáinn?
Henni finnst að það eigi ekki að hafa nein áhrif.
Þau fengju örugglega fullt frá pabba sínum ef hann væri á lífi en stelpurnar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir það.

Allegro | 18. apr. '16, kl: 18:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta er frekja. Hvort sem pabbi hinna barnana er lífs eða liðinn eða þetta stjúpbörn eða ekki þá er þetta ekki eðlilegt. 


Ef bróðir þinn væri t.d að fara að kaupa ís og segði við dætur sínar."Ég ætla að gefa börnunum sem búa hjá mér ís þar sem þið fáið svo oft ís hjá mömmu ykkar og fenguð ís hjá henni í gær"  þá er verið að skipta fjölskyldunni upp í stjúpbörn versus hin börnin. Mér finnst það rangt og mér finnst líka rangt að gera það þegar það er verið að fara t.d í frí með fjölskylduna. Auðvita geta alltaf verið allskonar ástæður fyrir því að ekki öll börn eru tekin með eða komast ekki, en ef ástæðan er einungis hverjir eiga hvaða börn þá finnst mér mikilvægt að forðast það. Það er einmtt slíkar aðstæður sem ýta undir  óöryggi barnana gagnvart stöðu sinni. 




Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 18:11:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég skil hvað þú átt við en ég verð að segja að ég tek hlið nýju mágkonu minnar í þessu máli.
Stelpurnar munu alltaf fá meira einfaldlega vegna þess að þær eiga báða foreldra á lífi. Þær eiga ekki að vera að keppa við stjúpsystkin sín því þær vinna alltaf.

Það versta er að bróðir minn, gungan sem hann er ætlar að láta þetta eftir stelpunum og er að bjóða mér miðann sinn.... Hann hvorkir þorir að ögra fyrrverandi né þolir ekki þegar dæturnar eru í vanlíðan.

Myken | 18. apr. '16, kl: 20:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Guð hvað hann á skilið að vera dumpað..ekkert nema aumingja skapur sem hann sínir..ef hann getur ekki sett niður fótinn við alla þá mun þetta ALDREI lagast. Og dætur og fyrverandi munu halda áfram heimtufrekjunni og hann getur ALDREI átt í sambandi hvort sem það er með konu sem á börn fyrir eða sem hún eignast önnur börn með .... sorglegt

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 22:44:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ef ég væri nýja mágkona þín myndi ég skilja við bróður þinn. 

strákamamman;)

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 22:48:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sennilega að gerast...

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 22:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

gefur maður afslátt á pabba sinn ef hann eignast fleiri börn?   Þetta er bilun. 


Pabbi minn á 7 börn.  ég ólst upp með pabba mínum og mömmu....ég fékk ekki það sama og allir hinir á sama tíma og hinir fengu það, því börn og aðstæður og þarfir eru mismunandi.  Þannig er það bara. 

strákamamman;)

Dalía 1979 | 18. apr. '16, kl: 17:36:20 | Svara | Er.is | 6

Þetta er afbríðissemi og frekja i bland enn lílklegast eitthvað sem foreldrar hafa alið upp í bönum sínum 

donaldduck | 18. apr. '16, kl: 17:43:02 | Svara | Er.is | 5

bilun; frekja í mömmunni og dætrunum (sem er örugglega komið frá mömmunni)

krepill | 18. apr. '16, kl: 17:54:02 | Svara | Er.is | 9

Ég myndi aldrei gera upp á milli barna minna.
Þarna finnst mér samt enginn að því, öll börnin eru að fá sambærilega hluti á sama tíma (nema þá þetta fullorðna sem verður heima)
Ef dætur hans væru alltaf skildar eftir og aldrei með í neinu og allir aðrir að skoða heiminn með rjóma og rækjum, þá væri það ömurlegt en þetta er eitthvað allt annað

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 18:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þau hafa nefnilega aldrei farið neitt án stelpnanna í þessi 4 ár. Ekki einu sinni út á land.
Það er líka kannski sjálfskapað vandamál hjá bróðir mínum að þetta sé svona mikið vesen núna. Það er alltaf svo mikið verið að passa að það sé ekki of gaman hjá nýju fjölskyldunni. Stelpurnar (og mamma þeirra) eru bara með þetta tangarhald á pabba sínum

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 22:45:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þ´r eru það bara því hann leyfir það..  

strákamamman;)

tóin | 18. apr. '16, kl: 17:54:16 | Svara | Er.is | 10

Mér finnst stórfurðulegt ef einhver er upptekin(n) í útlöndum á einum stað, ætli viðkomandi samt að skipta sér af því þegar aðrir eru í útlöndum á öðrum stað - á sama tíma.

Og umræða um nærbuxur og ís er bara svo frámunalega fávitaleg, barnaleg og heimtufrek að ég yrði örugglega orðlaus, áður en ég fengi hláturkast.  Nema að verið sé að gefa sumum nærbuxur og ís og öðrum ekki neitt - þegar allir eru staddir á sama stað.

Girlnextdoor | 18. apr. '16, kl: 19:33:09 | Svara | Er.is | 6

Ég er stjúpbarn, stjúpsystir og stjúpmamma. Þegar ég les þetta þá er ég viss um að þetta er sama fólkið og setur í fermingarboðskortin að ekki sé tekið á móti fermingagjöfum sem eru minna virði en 10.000 kr. Hvað er verið að ala upp í börnunum?

Þegar ég varð stjúpmamma þá fékk ég strax að heyra það frá mömmu barnana að ég skildi sko gera mér grein fyrir því að börnin væru vön að hafa pabba sinn útaf fyrir sig og þau væru vön hinu og þessu þegar þær væru hjá honum. Ég hef aldrei skilið hvað henni gekk til og tók ekki þátt í því (ég og hún tölumst ekki við í dag).

Girl next door

*If you think you can, you can. If you think you can´t, you´re right!*

Brindisi | 19. apr. '16, kl: 08:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

what??? hefuru séð þannig boðskort????

Girlnextdoor | 19. apr. '16, kl: 09:12:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

nei, smá kaldhæðni hjá mér :) en heyrt um þau og vonað að það væri bara kjaftasaga þangað til ég upplifði að það væri alveg sama hvað ég geri fyrir mín stjúpbörn það væri ekki nógu gott og gjafirnar sem ég gaf þeim væru svo ómerkilegar að ég ætti gjörsavel að sleppa þvi, því börnin væru miður sín o.s.frv. þá því miður held ég að þetta sé ekki kjaftasaga.

Girl next door

*If you think you can, you can. If you think you can´t, you´re right!*

Elisa7 | 19. apr. '16, kl: 12:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá þetta er rosalegt. Ég er forvitin að vita hverslags gjafir geta gert börn svona miður sín. Var þetta blýantur og stroklegður eða eitthvað Tæger dót á 100 kall? Eða heimagert illaheppnað föndur sem þau gátu ekki hugsað sér að setja upp á hillu? Maður spyr sig hehe

strákamamma | 19. apr. '16, kl: 13:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er alveg sama hvað Ég eða maðurinn minn gerum fyrir son hans...það er ALLT tekið af honum. Við getum ekki keypt fyrir hann hjól, skó, sokka, buxur, hjálm, leikföng eða neitt og leyft honum að fara með það heim til mömmu...það hverfur allt.


að er til svona fólk 

strákamamman;)

HvuttiLitli | 19. apr. '16, kl: 14:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað gerir mamma hans við þetta? Hendir þessu/losar sig við þetta/gefur/fargar á einhvern hátt?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

strákamamma | 19. apr. '16, kl: 18:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jebb....guttinn fær ekki að nota neitt af þessu

strákamamman;)

Girlnextdoor | 19. apr. '16, kl: 18:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í þessu tilfelli voru þetta reyndar gjafir sem ég aðstoðaði yngri systkinin þeirra við að velja og kaupa en ég held að það hafi gleymst að lesa á kortin. Stóð aldrei til að vera eitthvað dýrt, enda vill ég ekki að börnin mín finnist eðlilegt að kaupa dýrar gjafir handa eldri systkinum sínum.

Girl next door

*If you think you can, you can. If you think you can´t, you´re right!*

ts | 18. apr. '16, kl: 19:44:09 | Svara | Er.is | 5

Þetta er svo biluð frekja að það nær engri átt !!! 

bogi | 18. apr. '16, kl: 19:45:22 | Svara | Er.is | 9

Vá þvílíkt rugl - ég á þrjú börn og engin stjúpbörn, en börnin mín fá ekkert endilega alltaf það sama. Stundum fer ég með eitt barn og kaupi ís, eða hamborgara. Ef einu barni vantar föt þá fá hin ekkert endilega föt heldur. 

Myken | 18. apr. '16, kl: 21:04:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

sama hérna 4 börn á 12 árum og ég er ekki að eldta uppi ís og nammi og föt að allir fá á sama tíma...ætti ekki annað eftir
 Þá myndum við t.d ALDREI fara til útlanda því þessi elsta hefur ALDREI farið með okkur til útlanda og er í dag 20 ára. 




Það er bara þannig að þó maður sé ekki að gera upp á milli viljandi og það er alltaf bara 1-2 börn sem fá allt og hin næstum aldrei það er svoldið annað..

aðstæður breytast börnum fækkar smátt og smátt á heimilinu og fjárhagur barnar eða versnar svo maður getur aldrei gert eins við alla alltaf hvað þá munað það..afhverju á ég að kaupa nýtt hjól fyrir yngra barn þegar það er 6 ára þegar það er stráheilt og fínt hjá sem passar inn í bílskúr og safnar ryki...þá vegna þess að eldra barn fékk alveg nýtt hjól..


hér er keyft eftir hvað vantar og hvernig fjárhagurinn stendur..ekki vegna þess að hinn fékk.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

staðalfrávik | 19. apr. '16, kl: 21:50:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á 4 og engin stjúpbörn. Ég reyni að leggja einmitt áherslu á að gera eitthvað með hverjum og einum líka.

.

assange | 18. apr. '16, kl: 20:07:37 | Svara | Er.is | 4

Sturlun.., og brodir tinn er algjor auli ad taka tatt i tessu.. Og taka tatt i ad gera bornin sin ogedslega frek og ömurleg

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 20:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég veit það og ég er miður mín útaf því.

Hann er sennilega að fara missa þessa frábæru konu útaf fyrrverandi konunni og að stelpurnar eru bara ekki að sætta sig við þetta. Og börnin hennar eiga svo bágt eitthvað og mér finnst að bróðir minn ætti bara að manna sig upp í að vera þeim öllum góð föðurímynd.
Mér finnst þetta líka svo ömurlegt því mér líkar nefnilega mjög vel við mömmu stelpnanna, hún var mágkona mín í 12 ár. Hún er/var eiginlega ein af mínum bestu vinkonum.
Þetta er bara svo fáránleg hegðun....eitthvað sem hefði verið svo kjörið tækifæri til að kenna stelpunum umburðarlyndi og róa sig í þessum fáránlegu kröfum alltaf.
Nei þá kemur þetta ekki síður frá henni.

Louise Brooks | 18. apr. '16, kl: 21:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hefurðu sagt mömmu stelpnanna þína skoðun? 


Ég myndi ekki hika við að gera það því að þetta virkar eins og verið sé að refsa honum fyrir að hafa ákveðið að halda áfram með sitt líf eftir skilnaðinn við móðurina. Svona meðvirkni eins og móðir þín sýnir er beinlínis skaðleg. Ég gæti ekki setið á mér endalaust og myndi segja nokkur vel valin orði við bæði stelpurnar og mömmuna. 

,,That which is ideal does not exist"

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 22:34:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er búin að því já.
Hún hefur ekkert talað við mig síðan.

Það að mamma haldi pínu meira með henni í þessu, segir ekki alla söguna.
Við erum báðar búnar að bíða eftir að eitthvað svona gerist því það er svo mikið búið að vernda þær fyrir svona löguðu í öll fjögur árin að það hlaut að springa.
Þær þurfa ekki að sætta sig við að bróðir minn eigi nýja fjölskyldu, þær fá sér tíma með honum þegar þær langar til af kröfu mömmu þeirra.
Ef þær nenna ekki að vera með stjúpsystkinum sínum og stjúpmömmu (sem btw gerir ALLT fyrir þær) þá fara þær bara að væla í mömmu sinni og hún heimtar að hann geri eitthvað einn með þeim.

Yngri stelpan er svo komin með kvíðaröskun og þarf alveg sér umönnun, hún á t.d erfitt með að umgangast litla strákinn á hinu heimilinu því henni finnst hann svo ör eitthvað.
Mamma er orðin svo meðvirk henni og þessari kvíðaröskun að það er vandræðalegt. Ég hef litla skottið grunaða um að ýkja þegar hún hún nennir þessu ekki. Svo hún þarf ekki að takast á við neitt....svo er það stærri stelpan sem er með lagerstöðuna á fatnaði og leikföngum á hreinu og vil að þær fái líka e-ð ef eitthvað er keypt á hin börnin. Bara eitthvað!

Ég á alveg eftir að ræða við stelpurnar en er einhvern vegin búin að vera að leggja saman tvo og tvo núna undanfarið. Maður hefur alltaf verið að fá báðar hliðar á málinu og lítið getað tekið almennilega afstöðu. Þetta eru jú litlu frænkur mínar og mér þykir vænt um þær og hef varla verið að trúa þessu upp á þær.
Bróðir minn segir aldrei neitt! Svo er hann núna að ulla útúr sér hversu slæmt þetta er.

Þær hafa bara aldrei þurft að takast á við eitt eða neitt. Hvorki skilnaðinn né annað í lífinu. Þeim er hlíft við öllum óþægindum.

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 22:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

bróðir þinn er rosalegur að leyfa þessu að gerast svona.  Þarna þarf hann og engin annar að setja mörk og það strax.  Annars þarf nýja konan hans að koma sér og sínum börnum út úr þessu sjúka umhverfi

strákamamman;)

Louise Brooks | 18. apr. '16, kl: 23:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er algjörlega sammála þér. Maðurinn þarf að taka afstöðu og sýna í verki að hann styðji núverandi konu sína. Hann býr með henni og hefur skyldum að gegna gagnvart henni og börnunum sem búa alltaf með honum. Mér finnst hann vera óttaleg rola en hann hefur ennþá tækifæri til þess að breyta því. Það er bara spurning hvað hann ákveður að gera. 

,,That which is ideal does not exist"

Trunki | 19. apr. '16, kl: 22:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

margt af þessu virðist vera frekja, en börn þurfa samt mjög reglulega tíma með foreldri sínu einu sama þótt að stjúpforeldrið sé gott foreldri og gerir allt fyrir þau.

___________________________________________

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 22:34:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það koma upp þær aðstæður reglulega í öllum fjölskyldum, það þarf ekki að búa þær til sérstaklega. Þá erum við farin að búa til vandamál.

Ég myndi aldrei reyna að kreista út one on one time með barnsföður mínum fyrir dóttir mína, finnst það ekki eðlilegt.

Trunki | 19. apr. '16, kl: 23:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held það fari líka svolítið eftir því á hvaða aldri börnin eru þegar nýi makinn kemur inn í myndina hvort það þurfi að vera skipulagður one on one tími eða ekki.

___________________________________________

strákamamma | 20. apr. '16, kl: 11:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Við eigum 6 börn....það er ekki mikið one on one time með neinum hér....en hann á sér stað þegar maður fer að versla í matinn með einum en ekki öllum, eða skutlar einhverjum eitthvað, eða fer í göngutúr og bara einn vill koma með.. 


Þetta gerist alveg bara svona að sjálfu sér...og nei, við mælum ekki tímann sem hvert barn fær með hverju foreldri.

strákamamman;)

Froðusnakkur | 20. apr. '16, kl: 13:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eðlilegt

askvaður | 19. apr. '16, kl: 21:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég myndi sína bróður mínum þennan þráð ef ég væri í þínum sporum. Hann kannski opnar aðeins augun fyrir heigulskap sínum og mannar sig upp.

Myken | 18. apr. '16, kl: 21:06:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sá að eitt barn er 18 eru hin yngri og eru stúpbörnin á svipuðum aldri..

Hvað myndi hann gera ef hann fær eitt barn með nýju konnuni... Og ekki myndi ég bara mikla virðingu fyrir svona tengdamömmu sem tekur afstöðu en pælir ekki í hvað er rétt og rangt..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 22:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjúpbörnin eru 7 ára strákur og 11 ára stelpa.

Myken | 19. apr. '16, kl: 07:04:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og yngri stelpan þessi með kviðaröskun svona ca gömul?

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 19. apr. '16, kl: 07:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er hun fermd

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 08:34:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er nýorðin 9 ára

T.M.O | 19. apr. '16, kl: 08:52:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég persónulega þekki ekki neitt til kvíðaröskunar en þetta hljómar fyrir mér eins og hún sé búin til eða allaveganna kynnt undir af móðurinni með þessari spennu í samskiptum við föðurinn. Stanslaust verið að ýta undir höfnunartilfinningu með því að bera sama alla hluti við stjúpfjölskylduna á neikvæðan hátt.

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 08:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb

Myken | 19. apr. '16, kl: 09:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ná þær ekkert saman stjúdóttirinn sem er 11 og þessi

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 09:39:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ágætlega og eru t.d í sama herbergi og svona. En bróðurdóttir mín er með rosa kröfur alltaf á hina sem lætur sig bara hafa það greyjið því hin er komin með þessa kvíðaröskun.

Myken | 19. apr. '16, kl: 12:16:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hefur engin hugsað um að fara í fjölskylduráðgjöf þá meina ég bróður þinn og bæði núverandi og fyrverandi og jafn vel börnin ...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

fálkaorðan | 18. apr. '16, kl: 21:13:42 | Svara | Er.is | 4

Þetta er klikkun. Algerlega.

Líka krafan í fyrra dæminu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 22:41:32 | Svara | Er.is | 5

Þetta er bilun..rosaleg frekja og þarna er mamma þessara stelpa að skemma möguleika stúlknanna á góðu sambandi við pabba sinn, stjúpu og stjúpsystkin. 


Þarna á pabbinn og stjúpan bara að halda sínu striki í sambandi við börnin og ef að dætur hans koma með svona rugl frá mömmunni þá þarf maður bara sem foreldri að segja  "sumir gera svoleiðis, en í okkar fjölskyldu finnst okkur allt í lagi að allir geri mismunandi með mismunandi foreldrum"    Svo þarf maður bara að taka það á sig að vera það foreldri sem stígur útúr þessu rugli...krakkarnir munu átta þó það taki kannski nokkur skipti.   galdurinn er að vera ósammála gjörðunum án þess að hallmæla móður þeirra.

strákamamman;)

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 22:50:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Guð getur þú ekki bara talað við þau?
Þú lætur þetta hljóma svo einfalt!

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 22:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

hehe  væri alveg geim í að tala við bróður þinn ef ég væri á landinu, en sit í DK ;)   


Mamma min sagði mér einusinni að það kemur alltaf að því að börn finna það hvar líifð meikar mestan sens.   Ef bróðir þinn heldur áfram að taka þátt í þessu rugli eiga frænkur þínar ENGAN séns á því að finan hvar lífið er eðlilegt því þær eru fastar í einhverri afbrýðisemisbilun móður sinnar.  Þær þurfa mest af öllu góðan og stabílan föður sem geturs sýnt þeim að það er alltaf alveg nóg pláss fyrir alla...þó þeir séu mismunandi.sýndu bróður þinum þennan þráð.... vonandi, barnanna sinna vegna, bæði þeirra líffræðilegu og stjúpbarnanna, áttar hann sig og tekur ábyrð á eiign aðstæðum

strákamamman;)

Froðusnakkur | 18. apr. '16, kl: 23:11:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er svo sammála þessu, en þau (foreldrarnir) hafa alltaf hampað þeim svakalega fyrir að vera viljugar að tjá sig um hvað þær vilja og hvað þeim mislíkar og hreinlega alið þær þannig upp. Ég hef alveg dáðst að því líka en ef þetta er útkoman....svo er málið líka það að bróðir minn sér ekki sólina fyrir þeim og er gjörsamlega blindur á alla galla þeirra. Og þau svona samstíga í þessu. Og átta sig ekki á hvað þau eru að gera bæði þeim og stjúpbörnunum.

Svo á ég dóttur sem á tvo pabba og er mjög góð vinkona yngri frænku sinnar. Ég finn að hún er aðeins að taka það upp hjá henni að bera saman, allt í einu að vilja vera ein með pabba sínum og svoleiðis og ég kæri mig ekki um að hún sé að pikka þetta upp eftir frænku sinni.

strákamamma | 18. apr. '16, kl: 23:14:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ja sko..


ég el syni mína líka upp í því að tjá sig um það hvað þeir vilja og hvað þeim mislíkar...en það þýðir ekki að þeir fái allt sem þeir vilja.  


Þú verður þá bara að vera að mamman sem segir við dóttur þína að að í ykkar fjölskyldu gerið þið hlutina öðruvísi. 

strákamamman;)

Myken | 19. apr. '16, kl: 07:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekkert samasem merki á milli þess að vera viljugur að segja þegar þú ert ekki sáttur eða hvað þú villt og það allt það er bara mjög gott mál.


ENNNNN


að hoppa eftir því öllu er bara fáránlegt. Þau eru að gera stúlkunum sínum mikin bjarnagreiða með því að láta eftir þeim og reyna að laga allt sem þær eru ósáttar við eða langar í.. Þær munu komast að því fyrr eða seinna að þannig virkar það ekki.


Það er alla vegana mín skoðun á þessum málum.

Yngsta mín verður 9 ára og henni finnst rosalega ósangjarnt að hún á ekki gsm og hún þarf að fara að sofa á undan öllum öðrum.  En hei svona er það bara þegar hennar systkinni voru á sama aldri áttu þau heldur ekki gsm og þurftu að fara snemma að sofa líka. Þau fá gsm þegar þau eru 13 ára svona er það bara og eins fá þau að vaka pínu lengur eftir hvað þau eru gömul..

hún sér það ekki núna en væri það ekki rosalega ósangjart gagnvart öllum hinum ef hún fengi síma og vaka lengur núna að verða 9 ára.. (það snýst samt ekki um að fá, hjá mér heldur hvað er holt og passandi ;) )


Þessi 15 ára finnst rosalega ósanngjart að hún þurfi að gera meira hérna heima en þessi yngri en hei þegar elsta bjó heima og var á hennar aldri þurfti hún líka taka mesta ábyrgðina og gera mest (gerði jafnvel meira) og þegar hún var yngri þurfti hún ekki að gera meira en þessi yngsta gerir núna. Gagnvart hverjum væri ég ósangjörn ef þessi elsta þyrfti ekki að gera neitt eða þessi yngsta gera meira..




Maður getur ALDREI gert öllum börnum sínum til hæfis alltaf og maður færi bara á geði að reyna því það verður ALLTAF eitthver sem er ekki sáttur finnst hann fá minna af eitthverju þó það sé bara þessa stundina.

Besta sem maður getur gert er að kenna börnum sínum að þau geta ekki fengið alltaf allt núna. sérstaklega þegar það er eitthvað sem þeir ekki þurfa.

Þessar stelpur munu fatta hvað þær hafa mist eða hvað þær hafa eyðilegt fyrir pabba sinum þegar þessi kona er farin. Kannski ekki strax en þegar þær fá þroska til þess og þær muna eiga erfitt með að fyrir gefa sér hvað þær eru að gera eða foreldrum sínum fyrir að hafa ekki haft vit fyrir þeim.

Pabbi þeirra verður að setjast niður með þeim og segja þeim að hún er kona hans og þær verði að sætta sig við það. Það þýðir ekki að hann elski þær minna þó hann sé komin með konu og það búa önnur börn á heimilinu. Hann hafi nóg til að deila. Og að þær stjórni ekki lífi hans. Það er hans. 


Það sem sem fer mest í taugarnar á mér þegar að ást og væntumþykja er mæld í gjöfum, hvað er gert og hvenær.

Hvort skiftir t.d meira máli hvort að allir fá gjöf sem kostar jafn mikið í krónum talið og fjölda undir jólatréinu EÐA að allir fá það sem þeim langar í (svo framarlegar sem fjárhagurinn leifir)...

Ég hef reynt að kenna mínum börnum að það er hugurinn sem skiftir máli ekki kr eða fjöldi enda átti ég eina stelpu frá fyrra sambandi og mér datt ekki í hug að fara að bæta við pökkum hjá hinum vegna þess að hún fékk fleirri pakka en þau. Bara kjánalegt.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

bdi | 19. apr. '16, kl: 14:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það hlýtur að fylgja því líka að aðrir í kringum þær tjái líka hvað þeir vilja og vilja ekki og svo sé gerð málamiðlun, ef ekki þá er bara verið að ala upp í þeim frekju og eigingirni. 

Elisa7 | 19. apr. '16, kl: 00:30:48 | Svara | Er.is | 1

Ég viðurkenni að ég þekki ekki persónulega svona mál. En það hljómar eins og fyrrverandi konan sé einstæð og kannski ekkert allt of hálaunuð eða fjárhagslega sterk. Mér finnst að foreldrar eigi að sjá fyrir börnum sínum eftir efnahag hvers um sig, og allveg jafn mikið eftir skilnað. Fólk skilur ekki við börnin sín. Skiptir þá varla máli hvort börnin búi á heimili viðkomandi eða ekki. Af hverju eru bróðir þinn og fyrrverandi ekki með sameiginlega forsjá og umgengni? Svo náttúrulega bætast við stjúpbörnin hjá bróður þínum, og þá er hann bara eins og hver annar 5 barna faðir. En svo flækist málið þar sem hann og nýja konan eru líklega með sameiginlegan fjárhag, býst ég við miðað við lýsingarnar, og þá er erfitt fyrir dætur hans að ákveða að allt sem þær fá sé beint úr vasa pabba þeirra.

En svona í grunninn fyndist mér að bróðir þinn ætti að hugsa með jöfnuði um öll börnin sín, og reyna að gera sem minnst upp á milli þeirra. En að mega ekki fara í einstaka ferðalög án dætranna er náttúrulega fáránlegt. Og dætur hans ættu ekki að vera að skipta sér af og fylgjast með öllum smáatriðum, það er auðvitað fáránleg afskiptasemi. Verða bara að treysa pabba sínum til að meta þetta réttilega.

Elisa7 | 19. apr. '16, kl: 00:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég meina að það sé erfitt fyrir dætur hans að ákveða að allt sem STÚPBÖRNIN fá sé beint úr vasa pabbans . . .

tóin | 19. apr. '16, kl: 07:54:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

sú fyrrverandi er á lelið á EM með dæturnar - hún er ekki bláfátæk

Elisa7 | 19. apr. '16, kl: 22:27:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var ekki að segja að þetta hljómaði fyrir mér eins og hún væri bláfátæk heldur fjárhagslega ekki sterk, munur á því. En það er komið í ljós staðan er ekki þannig hjá henni. Þá hlýtur eitthvað annað að stýra hegðun hennar, kannski afprýðisemi, frekja, metingur, heimska eða einbeittur vilji til að eyðileggja samband síns fyrrverandi við nýju konuna.

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 08:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég er ekki að sjá hvernig þú lest allt þetta úr þessu.
Móðirin er einstæð mikið rétt, allt annað er furðulega áætlað. Hún er flugfreyja sem ferðast mikið með þær og kaupir alltof mikið af fötum á þær á kostnað bróður míns sem er ekki með sameiginlegan fjárhag með hinni konunni. Hún fékk bæði húsið og bílinn eftir skilnaðinn af því að bróðir minn er gunga og það á enn eftir að ganga frá búinu en hann vill ekki taka neitt af stelpunum. Kona bróður míns vildi skilnaðinn því hún hélt við annan mann.
Og ætlaði að taka upp samband við hann en þá fór hinn aftur til konunnar sinnar.

Stelpurnar voru fyrst um sig mun meira hjá honum á meðan á þessu stóð enda vinnur mamma þeirra vaktavinnu og þær voru yngri þegar skilnaðurinn varð. Svo kynnist hann nýju konunni og flytur fljótlega í hennar hverfi og stelpurnar fara að vera jafnmikið hjá mömmu sinni enda húsið í sömu götu og skólinn þeirra.

Nú er þetta orðið þannig að þær nenna ekki að vera hjá pabba sínum nema kannski rétt rúmlega aðra hvora helgi útaf því að þær fá ekki alla athyglina á heimilinu og afþví þeirra vinir og tómstundir eru í hinu hverfinu.

Ef eitthvað þá þarf bróðir minn að fara að huga að föðurlausu stjúpbörnunum sem hann er ekki að ná að tengjast mógu vel útaf afskiptasemi fyrrverandi og afbrýðissemi stelpnanna. Þannig að ég get ekki sagt að ég sé sammála þér. En eins og þú sagðir að eðlilega þekkir þú ekki alla málavexti...eða hvað?

Brindisi | 19. apr. '16, kl: 09:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ég verð að hrósa þér fyrir einstaklega misskilinn lesskilning

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 09:12:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mig reyndar grunar að hún þekki til enda alltof mikið af upplýsingum komnar fram hérna og ekki erfitt að fatta hverjir eiga í hlut.

Elisa7 | 19. apr. '16, kl: 22:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei hehe trúðu mér ég þekki ekkert til. Ég í raun þekki ekki heldur nein svona dæmi úr mínu nærumhverfi svo hef kannski ekki innsæið til að skilja hvað getur verið á bak við svona hegðun. En ég undraði mig reyndar á því hvað þú setur inn nákvæmar lýsingar. Viltu sem sagt að einhver sem þekki til sjái þráðinn? Ég óttast að það gæti gert illt verra en vonandi ert þú að meta þetta rétt.

En er hugsanlegt að bróðir þinn sé ekki 100% heill í sínu nýja sambandi, ég meina að hann sé kannski ekki viss um að þetta sé framtíðarsamband? Gæti svo verið að fyrrverandi sé hreinlega að reyna að spilla fyrir til að fá hann aftur til sín? Er hann kannski ennþá með tilfinningar til sinnar fyrrverandi? Það virðist mér miðað við það sem komið er fram að það skipti hann meira máli að þóknast henni en nýju konunni. Hvað er það?

ÉG VIL BARA FÁ HANN AFTUR!!! (djók)

Elisa7 | 19. apr. '16, kl: 22:30:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Takk. Ég var bara að reyna að finna einhverja hugsanlega skýringu á því hvað fyrrverandi konan virðist obsessed á peningalegum atriðum. Datt þá í hug að bróðirinn væri kannski mun tekjuhærri og hún vildi ekki að nýju stjúpbörnin fengju bara að njóta þess heldur einnig blóðbörn hans. En það er víst eitthvað flóknara á ferðinni skv. skýringum Froðusnakks :)

strákamamma | 20. apr. '16, kl: 11:45:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Faðir sonar míns er mjög tekjuhár...hann á tvö börn með sinni núverandi konu og þau njóta hans peninga MIKIÐ meira en sonur okkar. Sonur okkar hefur á móti annað heimili með öðrum hlutum og upplifunum og gildum sem hann nýtur. 


Svona er bara lífið þegar fólk skilur og börn eiga fleiri en eitt heimili.  Jú víst svíður minn mann það stundum þegar pabbi og marianne fara í frí með litlu krakkana, en í staðinn fyrir að setjast með honum og vorkenna honum massívt og vera sammála honum um óréttlætið sem í því felst knúsum við og bendum honum á að litlu systkini hans koma heldur ekki með okkur þegar við förum í frí eða gerum eitthvað skemmtilegt og að svona sé lífið bara þegar maður eigi tvö heimili.


Það er alveg hægt að búa til vandamál úr vel flestu ef maður vill, en það er ansi oft líka hægt að sleppa því

strákamamman;)

Elisa7 | 20. apr. '16, kl: 12:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil. En kannski er þetta öðruvísi í þeim tilvikum þar sem börn eiga 2 heimili alveg til jafns og forsjá og uppeldi er ekkert meira hjá öðrum aðila en hinum. En í tilfellinu sem um ræðir eru börnin reyndar meira hjá mömmunni en voru fyrst meira hjá pabbanum. Þetta getur örugglega verið mjög flókið. Ef ég væri mjög tekjuhá og ætti börn og myndi skilja við manninn minn og taka saman við annan sem ætti sín börn, en fyrrverandi maðurinn minn væri mest með börnin okkar, þá held ég að ég myndi reyna eins og ég gæti að láta þau njóta mín sem foreldris á allan hátt sem jafnast við stjúpbörnin mín, eða bara eins og þau væru öll alsystkini. Alsystkini tuða örugglega líka um það ef þeim finnst eitt barnaið fá meira en annað. En öllu má nú ofgera og í þessu dæmi sem um ræðir er auðvitað eitthvað allt annað í gangi, stjórnun fyrrverandi á háu stigi og verið að eytra samskipti við nýju fjölskyldu mannsins.

En kannski myndi ég skipta um skoðun ef ég færi í gegnum eitthvað svona í alvöru - má vera.

l i t l a l j ó s | 19. apr. '16, kl: 08:31:05 | Svara | Er.is | 6

Mér finnst þetta allt saman vera þvílíkt rugl. Hrikalega mikil frekja og tilætlunarsemi. Ég vona að bróðir þinn gefi þetta ekki eftir! Ég skil ekki hvernig móðir stúlknanna getur látið svona, sér hún ekki að hún er að gera þetta allt mun erfiðara fyrir börnin sín en það þarf að vera?

Við hjónin lentum í svipuðu (þó ekki jafn slæmu) með börnin hans úr fyrra sambandi. Það var orðið þannig að hans fyrrverandi lá inni á facebookinu mínu til að finna myndir af börnunum í fötum sem hún taldi vera ný. Svo sannfærði hún börnin um að við værum alltaf að kaupa ný föt á strákinn minn og barnið sem við eigum saman. Hún gerði til að mynda allt vitlaust þegar drengurinn fékk jólaföt einhvern tíma (sem faðir drengsins, minn fyrrverandi keypti). Þetta hafði allt saman leiðinlegar afleiðingar. Sonur mannsins míns var lengi vel hálf fúll við pabba sinn og fannst alltaf eins og hann væri að missa af einhverju. Stelpunni fannst hún á endanum ekki tilheyra okkar fjölskyldu og finnst því miður ekki enn. Bara út af einhverri vitleysu í mömmu hennar. En n.b þá reyndum við allt til að vera sanngjörn og pössuðum okkur rosalega að gera ekki upp á milli. Það breytti engu, við hefðum aldrei getað "unnið" þetta stríð þar sem móðir barnanna var staðráðin í því að það væri verið að gera upp á milli og var ansi dugleg að segja börnunum það.

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 08:46:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Oj, ohhh af hverju getur fólk ekki horft framfyrir eigin þarfir og einblínt á að búa til flotta krakka? Skilað þeim æðrulausum og sjálfstæðum með nægt sjálfstraust út í lífið?
Þoli ekki svona.

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 08:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og vá hvað ég er heppin með konu fyrrverandi míns... hún er algjör perla.
Enda fyrrverandi algjör smekkmaður hehe

l i t l a l j ó s | 19. apr. '16, kl: 10:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maður skilur hreinlega ekki hvers vegna fólk kýs að láta svona. Eða ég get allavega ekki með nokkru móti skilið hvernig fólk getur látið frekju og afbrýðisemi stjórna gjörðum sínum, oft með ömurlegum afleiðingum. Við eigum sem betur fer æðislega gott samband við minn fyrrverandi og núverandi konuna hans, hún er frábær í alla staði. Vildi að ég gæti skipt hinni út!

svarta kisa | 19. apr. '16, kl: 14:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Vá hvað ég er greinilega léleg í að vera afbrýðisöm fyrrverandi. Nú á pabbi stráksins míns  dreng með annari konu og svo 3 stjúpbörn með núverandi konu og ég hef bara aldrei pælt neitt í þessu. Hversu mikið af auðum tíma á fólk eiginlega sem nennir að pæla í svona hlutum? Liggja á facebook til að sjá hvort einhverf hafi fengið nýja flík? Hahahahahaha, shit hvað þetta er klikkað eitthvað :D Jahérna hér.

l i t l a l j ó s | 19. apr. '16, kl: 14:59:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, sumir eru frekar vel klikkaðir. Ég blokkaði konuna fyrir allnokkru en veit að hún hefur farið inn á FB hjá mér í gegnum aðgang barnanna. Það má lengi velta sér upp úr engu. Það fyndnasta við þetta er að hún var að missa sig yfir því að yngsta barnið okkar var bara "alltaf" klæddur í merkjavöru. Sem var kannski rétt, hann átti töluvert af einhverjum merkjavörufötum þegar hann var pínulítill en flest af því fékk hann gefins og annað hafði ég keypt notað. Maðurinn minn spurði hana einmitt að því hvort við ættum þá ekki að kaupa notuð föt á hin börnin líka en þá skellti hún á hann og talaði ekki við hann í einhverjar vikur.

Bakasana | 19. apr. '16, kl: 12:51:06 | Svara | Er.is | 3

ég er í hjónabandi þar sem fjölskyldufrí eru alltaf plönuð þannig að bæði mín börn og börn makans komist með. Hver á hvaða barn skiptir ekki máli. Svo geta komið upp aðstæður þar sem annað hvort okkar fylgir einhverju barninu hingað eða þangað og það veldur engum vandræðum. Þetta hljómar eins og óþarfa drama, en ég velti því nú samt fyrir mér hvort þú sért í stöðu til að vega og meta hvað það er sem veldur dramanu. Ég verð að segja að ef systir/mágkona mín myndi skella hér inn nákvæmum lýsingum á fjölskylduplönum okkar í sumar, tala um freku börnin mín, samskiptin við fyrrum maka o.s.frv. og vilja kryfja allar okkar sérviskur og það hvernig ég væri að missa tök á fjölskyldunni, mætti hún fokka sér bæði vel og lengi. Ef þetta er í alvöru um bróður þinn og systkinabörn myndi ég hætta snarlega núna og vona að Umræðan nái ekki eyrum þeirra. 

Froðusnakkur | 19. apr. '16, kl: 13:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þú og þín svör í hinni umræðunni fengu mig einmitt til að hugsa um þetta og setja mig inn í þeirra mál og þá komst ég að því hve staðan er alvarleg hjá bróðir mínum og fjölskyldu.
Það fylgir hvorki sögunni né þarf að fylgja hvort þetta er gert í samráði við þau eða ekki. Alla vega er það þér algjörlega óviðkomandi.
En takk fyrir þína skoðun, sem mér sýnist reyndar í fljótu vera aðdróttanir á mig frekar en um efni umræðunnar.

Ég mun íhuga þetta með fokkið og hætta snarlega ef ég tel þessa umræðu skaða heldur en hjálpa. Takk.

Aisha | 19. apr. '16, kl: 19:16:51 | Svara | Er.is | 4

Þetta er algjör klikkun. Það er alveg fáránlega fjarstæðukennt og mikil frekja að ætlast til þess að lífið á öðru heimilinu sé bara í biðstöðu þegar stjúpbörnin eru fjarverandi.

Froðusnakkur | 20. apr. '16, kl: 10:44:48 | Svara | Er.is | 2

Smá uppfærsla:

Náði bróður mínum einum í gærkvöldi og sýndi honum umræðuna. Hann tók þessum afskiptum mínum furðuvel (hjúkk) og las umræðuna mörgum sinnum yfir.
Nýja konan fór frá honum í gær svo hann gisti hjá okkur.
Hann er alveg í rusli yfir að hafa misst konuna sem hann segist elska meira en allt og meira en hann hefur nokkurn tímann elskað hina.
Hann ætlar að berjast fyrir henni og reyna að fá að fara í ferðina með henni og útskýra málið fyrir frænkum mínum.

En hann sagði mér annað sem ég vissi ekki.

Hann sagði mér líka að hann hafi áttað sig á því að hann er gjörsamlega búinn að vera undir hælnum á fyrrverandi og ÞAÐ sé í raun aðalástæðan fyrir því að hin sé að fara frá honum en ekki stelpurnar. Hún hringir í hann á hverjum einasta degi og tuðar undan öllu við hann.
Lætur hann redda sér hinu og þessu oft ekkert tengt stelpunum.

Hún er líka skipulega búin að eitra fyrir að eðlileg tengslamyndun eigi sér stað síðan hann byrjaði í þessu sambandi með hinni.

Vonandi slítur hann bara á allt samband við hana. Stelpurnar eru orðnar nógu stórar til að vera í sambandi við hann án þess að hún sé að stýra því.
Ég vona bara að hann sé nógu sterkur til að standa með sjálfum sér og því sem hann vill og hætti að láta fyrrverandi stjórna.

Aisha | 20. apr. '16, kl: 11:17:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það var nokkuð augljóst af lýsingum þínum að þessi kona hefur komið fram við bróður þinn eins og gólfmottu og hefur einhvers konar ægivald yfir honum.

En ég hugsa að það sé ekkert svo auðvelt að brjótast úr þessum vítahring (sérstaklega þar sem hún beitir greinilega dætrunum miskunnarlaust) og ég held að það sé algjört möst að hann leiti sér sérfræðihjálpar, kannski með nýju konunni ef hún er ekki endanlega búin að gefast upp á honum.

Louise Brooks | 20. apr. '16, kl: 12:08:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Segðu bróður þínum að athuga hvort að nýja konan sé til í að fara með honum í ráðgjöf. Ég mæli með að þau leiti til stjúptengsl.is því að hún Valgerður sem er þar er æðisleg. Ef einhver getur hjálpað honum þá er það hún.

,,That which is ideal does not exist"

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Síða 7 af 47609 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, paulobrien, Paul O'Brien, annarut123, tinnzy123, Guddie