Að gleyma íslenskum orðum - þið sem búið erlendis?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 18. maí '15, kl: 21:47:50 | 511 | Svara | Er.is | 0




Ég fattaði í nótt þegar ég var að hugsa um eitthvað að ég veit ekki hvað ''glorified'' er á íslensku. Fattaði rétt áðan að það gæti þýtt ''upphafið'' eða ''að upphefja'' en þetta datt allt í einu inn í kollinn á mér


Lenda fleiri í þessu? Ég tala íslensku nánast ekkert nema einu sinni í viku og það er orðið langt síðan ég var síðast á Íslandi. Stundum dettur eitt og eitt orð út og enskt orð kemur í staðinn, og svo dettur það aftur inn

 

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Dreifbýlistúttan | 18. maí '15, kl: 21:54:07 | Svara | Er.is | 6

Ég bý á Íslandi og stundum man ég ekki heiti á einföldustu hlutum!


Yrði ótalandi á íslensku ef ég flytti út :)

ullarmold | 18. maí '15, kl: 21:56:04 | Svara | Er.is | 2

Ég hugsa rosalega mikið á ensku, og man mjög mörg orð ekki á íslensku, þarf oft að þýða þá yfir á íslensku eða spyrja fólk hvað íslenska orðið sé. Ensku orðin eru alltaf fljótari á tunguna mína á mér en íslensku

BeeFair | 19. maí '15, kl: 03:45:18 | Svara | Er.is | 0

Aumingj þú hugsaðu Delusions Of Grandeur og orð bore

Unbeliever | 19. maí '15, kl: 03:50:54 | Svara | Er.is | 0

Jájá, þetta kemur oft fyrir mig og er held ég bara eðlilegt þegar maður talar ekki málið að staðaldri. Ég tala reyndar íslensku við börnin mín en held samt að þau séu að læra eitthvað skrýtna íslensku af mér...

Þjóðarblómið | 19. maí '15, kl: 09:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áttu núna tvö börn?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Unbeliever | 1. jún. '15, kl: 04:56:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb.

Þjóðarblómið | 1. jún. '15, kl: 08:52:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til hamingju :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ilmbjörk | 19. maí '15, kl: 05:30:28 | Svara | Er.is | 0

Það kemur ekki oft fyrir, en annað slagið þó. Ég er búin að búa í 5 ár í DK.. það er aðallega þegar ég er í skólanum og hreinlega veit ekki hvernig maður þýðir eitthvað orð, en svona einföld orð eða orð sem ég kann fyrir, það kemur ekki fyrir svo oft að ég gleymi þeim.

LaRose | 19. maí '15, kl: 07:24:05 | Svara | Er.is | 0

Búin að búa úti í tæpan áratug og tala lélega íslensku finnst mér. Man ekki orð, orða hluti beint þýtt úr dönsku og svo framvegis. Les mikið íslenskar bækur til að sporna við þessu en nenni ekki íslensku sjónvarpi þar sem ég horfði aðallega á fréttir og stjórnmálatengt efni...nenni því ekki meir.

Felis | 19. maí '15, kl: 08:20:49 | Svara | Er.is | 1

ég hef reyndar komist að því að ég er með glataðan tungumálaheila. Bjó í 5 ár í dk og var þá mestí alþjóðlegu umhverfi svo að ég talaði íslensku við íslendinga, dönsku við dani (og í búðum, hjá lækni osfr) og svo ensku yfirleitt við skólafélagana. 


Öll þessi tungumál fóru í algeran graut á meðan hahaha. Stundum mundi ég bara danska orðið, eða bara enska orðið, eða bara íslenska orðið. En núna er ég á Íslandi og tala íslensku alla daga og þá er ég oft smá stund og komast í dönsku/ensku gírinn og ég veit að ég tala góða íslensku (þó hún sé ekki fullkomin). 


Syni mínum hefur alltaf gengið betur að skilja á milli tungumála. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nerdofnature | 19. maí '15, kl: 22:10:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég gómaði mig einu sinni í því að segja einu og sömu setninguna á 4 tungumálum. Fattaði það þegar ég þurfti að endurtaka hana því engin skyldi mig!

Lakkrisbiti | 19. maí '15, kl: 08:30:03 | Svara | Er.is | 1

Þegar ég bjó í Bretlandi þá lenti ég einu sinni í þessu. Tók mig 3 daga að muna hvað 'corkscrew' væri á íslensku. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

GoGoYubari | 19. maí '15, kl: 08:37:46 | Svara | Er.is | 0

Ég bý nú ekki erlendis en það kemur alveg þokkalega oft fyrir að ég man ekki hvað eitthvað er á íslensku. Það eru líka svo mörg orð í ensku sem maður þarf að útskýra í heilli setningu á íslensku (eða svona). Ég held hreinlega að ég noti ensku meira yfir daginn heldur en íslensku svei mér þá, les flest allt á ensku og allar þættir/myndir eru á ensku eða öðru tungumáli. Kveiki varla á útvarpi eða sjónvarpi heldur.

Kentár | 19. maí '15, kl: 09:34:19 | Svara | Er.is | 0

Ég hef búið erlendis í næstum áratug. Íslenskan mín er mjög góð að mínu mati, sérstaklega í ljósi þess að ég tala hana ekki daglega. Ég reyni að lesa eina íslenska bók í mánuði og hefur það gengið mjög vel að halda því við. En ég finn líka að ég er að verða verri í stafsetningu, hef verri tilfinningu fyrir y og v og f í orðum, einnig hvernig orð beygjast. Ég skil mjög vel að útlendingum finnst íslenskan erfið og hún má endilega þróast og verða einfaldari að mínu mati.


En ég kannast vel við það sem þú talar um, en mér finnst það ekki vera að gleyma orðum, frekar að ég muni orðin á vitlausu tungumáli. En þetta gerist sérstaklega ef ég er t.d. að tala um vinnuna mína á íslensku, en ég kann ekki að vinna vinnuna mína á íslensku, ef þú skilur. Eða ef ég er að þýða samtal sem ég átti við vinkonu yfir á íslensku. 


Mér finnst þetta vera merki um að maður sé ekki með bæði tungumálin undir fullkomnri stjórn. Ég er núna á svipuðum stað á báðum tungumálum, alveg jafn góð finnst mér, en ég þyrfti að vera aaaaðeins betri í báðum finnst mér. Annað sem ég hef lesið er að ef þú lærir tungumál eftir ákveðinn aldur, minnir að það sé 13 ára, þá muntu aldrei ná því eins vel og móðurmálinu þínu. Þá eru einhverjir hlutar heilans þroskaðir og ekki hægt að bæta við nýjum málstöðvum eða álíka.


Svo hef ég líka fundið út að ég hef hef ekki "pláss" fyrir fleiri en tvö tungumál í einu. Ég kann t.d. vinnnuna mína á ensku og tungumálinu sem er talað hér, en þegar ég skyndilega, óundirbúin, hitti einhvern í vinnunni sem talar íslensku þá fer allt í steik. Þá kann ég ekki einföldustu orð og hugtök. En ég upplifi þetta eins og heilinn á mér sé á einni stillingu og það sé erfitt að endurstilla hann, erfitt að útskýra.


En ég veit alveg að ég tala bæði tungumál eins og infædd, en nokkur vitlaus beygð orð eða slettur koma upp um mig fyrr eða síðar, þá bæði á íslensku og tungumálinu sem talað er í landinu sem ég bý í. 

SantanaSmythe | 19. maí '15, kl: 12:29:48 | Svara | Er.is | 0

einu sinni mundi ég ekki hvað smjör og eskimói værii, það var þegar ég bjó á Íslandi, bara datt einhvernveginn útúr hausnum á mér

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Ananus | 19. maí '15, kl: 15:24:52 | Svara | Er.is | 0

Já, það kemur fyrir mig. Ég tala nánast enga íslensku dags-daglega. Ég er reyndar frekar iðinn við að lesa íslenskar bækur og stundum íslenska fjölmiðla. 

KilgoreTrout | 19. maí '15, kl: 16:20:41 | Svara | Er.is | 1

Eg er ad missa hana haegt og bitandi. Stundum tha er eg ad svara einhverju hugsunarlaust og gleymi hvada tungumal eg a ad nota. Ekki audvelt thegar landid manns talar irsku og ensku,.. heimilid manns itolsku og svo i vinnunni donsku, saensku og norsku. 
Ekki mikid plass fyrir islenskuna nema her. 

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 20. maí '15, kl: 01:03:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki írskan töluð afskaplega lítið og á fáum svæðum?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

KilgoreTrout | 20. maí '15, kl: 07:22:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er að aukast. Og þá sér i lagi sunnan megin þar sem ég bý. Ég er farin að nota irskuna mun meira núna en þegar ég lærði hana fyrir tveimur árum. Samt mest utan stóru bæjanna. Slangrið kemur líka allt úr írskunni.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 21. maí '15, kl: 00:15:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En frábært. Ég var þarna um tíma fyrir tíu árum og þá talaði eldra fólkið um að þetta væri eiginlega að deyja út

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

strákamamma | 19. maí '15, kl: 20:02:12 | Svara | Er.is | 0

ég er búin að búa úti í 15 ár...kemur stundum fyrir en ekki oft, ég tala 3 tungumál dagsdaglega og tala íslensku eitthvað á hverjum degi og les líka á íslensku svo það hjálpar líklega. 

strákamamman;)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 20. maí '15, kl: 01:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var mikið betri þegar ég bjó í DK því þar var ég umkringd öðrum Íslendingum

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

strákamamma | 20. maí '15, kl: 09:31:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki bara einn annan íslending en mig sem ég umgengst einu sinni í viku, annars eru það bara börnin mín

strákamamman;)

ingama | 19. maí '15, kl: 23:13:55 | Svara | Er.is | 1

to glorify þýðir á íslensku að heiðra, lofa eða vegsama skv. orðabókinni, og rétt hjá þér að það getur líka þýtt "að upphefja." Þó að þú búir ekki á Íslandi ertu ekki ein í þessu.

Það er áhugaverð og skemmtileg umræða að skapast hér eftir að þú sendir póstinn þinn hér inn.

Ég hef alltaf búið á Íslandi, en stundum man ég ekki sum orð á íslensku, bara ensku. Kannski vegna þess að ég les mikið af krimmum á ensku. Stundum þarf ég að leggja heilann í bleyti til að muna íslenska orðið.

Ef maður notar ekki ákv. orðaforða tungumáls í einhvern tíma, getur maður ryðgað í þessu.

En ég lenti í því hér í vetur, að ég mundi ekki hvað Blöndós hét! Var á ferð með stræto frá Akureyri, og fór yfir í huganum að hann kæmi við í Varmahlið, Sauðárkróki og svo xxx, Af hverju Blönduós datt úr hausnum á ,mér, veit ég ekki. Kannski eru það ellimörk?

En ég hef þann sið, eða aðferð, að muna ákveðna kennitölur fjölskyldumeðlima og viðskiptavina. Ef ég get munar þær, er ég líklega ekki komin með Alsheimer. Ha, ha.

randomnafn | 20. maí '15, kl: 01:30:35 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alltaf búið á Íslandi og aldrei verið lengur en 3 vikur erlendis í einu en man oft samt bara enska hugtakið yfir hlutinn.

Helvítis | 20. maí '15, kl: 01:58:58 | Svara | Er.is | 0

Gvöð já það þekki ég vel!

Þegar ég talaði bara dönsku gleymdist íslenskan alveg, og enskan mín tók á sig danskan keim (greit!).

Svo þegar ég kom til Íslands talaði ég auðvitað íslensku en með dönskum hreim og slettum.

Ég var mjög vel talandi ensku áður en ég lærði dönsku eins og innfædd, eins og ég höndlu bara tvö tungumál í einu.

Ég er glötuð með svona....

Lendi og lenti oft í því að vera að segja frá einhverju og hikaði og hikstaði (og skemmdi um leið söguna) með því að reyna að finna orðið.

Glahahahatað!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

bababu | 21. maí '15, kl: 00:34:36 | Svara | Er.is | 0

Ég bý á Íslandi en er með enskugráðu .. ég á rosalega oft erfitt með að finna íslensk orð 

Glosbe | 21. maí '15, kl: 00:35:04 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst íslenska alltaf erfið, úti og hér líka.

QI | 21. maí '15, kl: 01:02:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ha


er oft nóg til að fá helling að ísfyskum morðum..

.........................................................

Glosbe | 21. maí '15, kl: 01:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha, hvað sagði ég vitlaust núna?

QI | 21. maí '15, kl: 01:08:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei,nei,, ha er fyrsta orðið sem ég gleymi þegar ég fer erlendis.. :)

.........................................................

smusmu | 1. jún. '15, kl: 07:37:56 | Svara | Er.is | 0

Ég lenti í þessu bara þegar ég bjó á Íslandi :Þ En þetta hefur ekkert versnað eftir að við fluttum út enda svo sem ekki búin að búa hér lengi og við tölum íslensku saman.

BlerWitch | 1. jún. '15, kl: 10:42:19 | Svara | Er.is | 0

Lenti oft í þessu eftir að hafa búið í 5 ár úti, þó ég hafi talað íslensku á heimilinu. Enn í dag poppar enska orðið gjarnan upp í hugann fyrst og þá er mér ómögulegt að muna íslenska orðið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Síða 8 af 47566 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, paulobrien, Guddie