Að hefja loksins "reynerí"

tannsis | 29. nóv. '16, kl: 22:33:46 | 147 | Svara | Þungun | 0

Jæja, nú er loks komið að því að við hjónin erum tilbúin að fara að hefja reyneríið.
Stöndum á þrítugu og finnst við loksins tilbúin í þetta, eftir að hafa skipst á að klára okkar nám og byggja upp frama.
Nú verð ég að viðurkenna að ég er rosa græn og hef verið að reyna að googla allt varðandi ferlið að hefja reyneríið...en finnst ég finna voða mismunandi upplýsingar.
Ég ætla að hætta á pillunni eftir síðasta skammtinn minn sem klárast núna í janúar og það sem ég hef fundið sammerkt allsstaðar er að maður ætti að byrja að taka fólínsýru strax og svo að eðlilegt sé að reyna í ár áður en maður leiti sér aðstoðar.

Þið sem hafið svona "formlega" hafið þetta ferli - hvað er það sem helst þarf að hafa í huga? ég hef verið á pillunni í yfir 10 ár og er svolítið hrædd um að það hægi á en hef þó lesið um að það eigi ekki endilega að gera það...
Ég væri virkilega þakklát fyrir ráðleggingar um hvernig best sé að bera sig að í svona ferli (fyrir utan the obvious part að stunda óvarið kynlíf haha)

Fyrirfram þakkir :)

 

lukkuleg82 | 30. nóv. '16, kl: 09:49:25 | Svara | Þungun | 0

Til að byrja með þá myndi ég reyna að fá þetta ekki alveg á heilann og bara njóta þess (sem getur verið dálítið erfitt ef þetta gerist ekki fljótlega). Mjög gott að byrja að taka fólínsýru og svo væri alveg sniðugt að prófa egglospróf einn hring bara til að tékka hvenær í hringnum þú ert með egglos, ef þú ert með reglulegan hring þá er egglosið yfirleitt á svipuðum tíma í hverjum hring. Og svo bara njóta þess að stunda óvarið kynlíf án þess að hafa áhyggjur af neinu :D

grænirsokkar | 1. des. '16, kl: 16:11:58 | Svara | Þungun | 0

Ég hafði verið hætt á pillunni í tvö ár áður en ég varð ólétt, höfðum ekki beint verið að reyna í tvö ár samt bara svolítið notið okkar.. En þegar við fórum full on að reyna og keyptum egglospróf og allan pakka þá tók það 4 mánuði. Ég byrjaði að taka fólinsýru þegar við byrjuðum að reyna :D Gangi ykkur ótrúlega vel :)

Ég á enga græna sokka

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 14. des. '16, kl: 22:26:42 | Svara | Þungun | 0

Ég myndi taka egglospróf og helst digital, hægt að fá ódýrt í USA ef þið þekkið einhvern sem ætlar þangað fljótlega. Þau fást líka á Íslandi en kosta slatta 


Eitt ár er líka alveg í það lengsta, myndi persónulega frekar miða við 8-9 tíðahringi

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
90 sinnum sevenup77 1.3.2017 5.3.2017 | 22:13
Jákvætt egglospróf, hvenær er þá egglosið? kimo9 4.3.2017 5.3.2017 | 11:22
11 vikur og blóðleitt slím Stelpan1995 24.2.2017 25.2.2017 | 17:27
Hvenær byrja ég að telja tíðarhringinn? kimo9 16.2.2017 25.2.2017 | 13:38
karlar og gonal f og ovitrelle foodbaby 21.9.2013 23.2.2017 | 19:03
einhver að selja ? bumbus94 13.2.2017 22.2.2017 | 13:16
Mögulega komin 12 vikur á leið og vil fóstureyðingu! IvixorB 14.2.2017 22.2.2017 | 13:13
Júlí bumbur 2017 skonsa123 31.10.2016 14.2.2017 | 15:18
Sjáið þið línu? muminmamma91 13.2.2017 14.2.2017 | 15:11
Egglosstrimlar + þungunarpróf chérie 9.12.2016 14.2.2017 | 11:47
Hvar fást digital clearblue egglospróf littlelove 29.11.2016 7.2.2017 | 23:13
Þið pör sem glímið við ófrjósemi? hafralína 17.10.2008 7.2.2017 | 18:11
Snapchat Tiga 19.1.2017
Jákvætt og neikvætt? Mytwin 4.1.2017 19.1.2017 | 10:13
Af hverju fæ ég ekki jákvætt? kimo9 10.1.2017 10.1.2017 | 21:19
Blæðingar? barbapappi 10.1.2017 10.1.2017 | 20:25
Jákvætt og neikvætt? Mytwin 4.1.2017 9.1.2017 | 14:06
Kaupa egglospróf á netinu MarinH 5.1.2017 6.1.2017 | 21:34
Þori ekki að halda í vonina barbapappi 4.1.2017 4.1.2017 | 21:36
Marktæk "lína" ?? bbird 29.12.2016 4.1.2017 | 08:58
Jákvætt próf? harleyquinn19 25.12.2016 3.1.2017 | 17:24
Viagra til sölu ekki grín loveistheanswer 11.12.2011 30.12.2016 | 22:32
hvað getur valdið þessum Bambii 23.12.2016 23.12.2016 | 22:04
Er eitthvað hægt að gera til að koma reglu á tíðarhringinn? kimo9 18.12.2016
Ólafur Hákonarson og PCOS konur. twistedmom 29.10.2016 14.12.2016 | 22:28
Að hefja loksins "reynerí" tannsis 29.11.2016 14.12.2016 | 22:26
hús til leigu RBirna 13.12.2016
IVF - verð á fyrstu meðferð? maggapala1 5.12.2016 7.12.2016 | 17:52
Einkenni snemma? kimo9 4.12.2016 5.12.2016 | 12:55
Þungunarpróf Hildursv78 5.12.2016
Þvílík vonbrigði.... thorabj89 28.11.2016 4.12.2016 | 12:21
Jákvætt eða neikvætt eða hvað? sykurbjalla 15.8.2016 2.12.2016 | 17:41
Óskabörn síðan sykurbjalla 2.12.2016
NÝTT SPJALL sykurbjalla 9.11.2016 2.12.2016 | 16:47
kíkið á salio 24.11.2016
Grænt te með barn á brjósti patti85 23.11.2016 23.11.2016 | 22:46
ditital clearblue egglosapróf eb84 13.11.2016 23.11.2016 | 21:45
Þið sem hafið notað pergotime :) froken95 14.11.2016 22.11.2016 | 23:00
35+ Eru einhverjar...? Fuglaflensa 20.11.2016 20.11.2016 | 23:19
Sure sign Keeper1 17.11.2016
Reynerís grúbba skonsa123 14.7.2015 12.11.2016 | 21:52
Hvað er ég komin langt ? sigga85 10.11.2016 11.11.2016 | 22:05
Nafnlaus bumbuhópur? sykurbjalla 9.11.2016 9.11.2016 | 23:36
Þessi umræðuþráður á lítið eftir! Bland.is 17.10.2016 9.11.2016 | 17:33
Hvernig virkar primolut? chichirivichi 5.11.2016 8.11.2016 | 12:27
Tæknisæðingarferli? eplii 6.11.2016 8.11.2016 | 08:43
LISTINN 2. nóvember ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 2.11.2016 4.11.2016 | 13:34
Fósturlát?? bbird 2.11.2016 2.11.2016 | 16:45
Hvað á ég að halda? sukkuladigris 1.11.2016 2.11.2016 | 11:05
Jákvætt þungunarpróf?? epli10 1.11.2016 1.11.2016 | 22:15
Síða 4 af 4847 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, annarut123