Að mega ekki grenja á almannafæri

NöttZ | 25. jún. '15, kl: 11:52:45 | 959 | Svara | Er.is | 4

Út frá umræðu á öðrum þræði, mér finnst þetta skemmtileg pæling. Ef þið ættuð að lista upp æskilega staði þar sem  örmagna útúrstressað nútímafólk getur grátið án þess að trufla neinn og missa ekki kúlið. Sjálf hef ég hlaupið inn á klósett í vinnunni og í flugvélum og á barnum og heima og ég veitekkihvaroghvar.


svartasunna lagði til uppáhaldsstaðina sína:
-í bílnum á bakvið sólgleraugu í og úr vinnu
-í sundi syndandi gullnu 500 metrana
-þegar maður horfir á grey's anatomy, oftast nógu mikið af væmni til að rèttlæta grenj...en bara ef maður er að horfa einn
-skokkandi í köldum vindi um vetur



Hverjir eru ykkar?

 

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 11:54:47 | Svara | Er.is | 0

Ein heima
Í sturtu
Ofan í koddann þegar allir eru sofnaðir
Í bílnum à afskekktum stað

furtado | 26. jún. '15, kl: 23:19:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-//-

Alfa78 | 28. jún. '15, kl: 12:48:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-ll-

nefnilega | 25. jún. '15, kl: 11:55:02 | Svara | Er.is | 0

Ég grenja aðallega í sturtu.

Anímóna | 25. jún. '15, kl: 14:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-II-

Fokk | 25. jún. '15, kl: 11:56:37 | Svara | Er.is | 0

Í mömmufangi.

NöttZ | 25. jún. '15, kl: 12:00:50 | Svara | Er.is | 0

Með sólgleraugu aftast í strætó.
Út í bílskúr.
Í mátunarklefum.

Silaqui | 25. jún. '15, kl: 12:11:09 | Svara | Er.is | 0

Sturtan er alltaf góð.
Í gönguferðum langt frá öðru fólki (lika gott til að öskra ef þarf).
Koddinn.
Frammi þegar aðrir eru sofnaðir.
Og já, afskaplega gott að hafa svona þætti eins og Grey's eða sorglega myndir.

DarKhaireDwomAn | 25. jún. '15, kl: 12:11:28 | Svara | Er.is | 1

ég er hætt að geta grátið en reyndar grenjaði ég alla leiðina heim frá stigamótum eftir fyrsta hópfundinn, var úrvinda og talaði við pabba í svona 30 mínútur á meðan ég grenjaði eins og krakki frá Hekluhúsinu að orkuhúsinu...

Helgust | 25. jún. '15, kl: 12:12:58 | Svara | Er.is | 1

Ég fer alltaf inn á bað ef ég þarf að gráta, nema ég sé að tala við einhvern, en hugsa að það sé ágætt að gráta í sundi. En hafið þið spáð í hvað grátur er magnað fyrirbæri?

hallon | 25. jún. '15, kl: 12:33:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Grátur er rosalega góð útrás og streitulosun  Stundum þarf maður bara að gráta og maðurinn minn skilur ekki enn eftir 15 ár að það þarf ekki endilega að vera neitt að þó að maður grenji, stundum þarf maður bara útrás.

NöttZ | 25. jún. '15, kl: 12:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Minn fer alltaf í kleinu. Fer að tala rosalega mikið eða labbar bara í burtu. Það er eiginlega alveg sprenghlægilegt þegar hann byrja að þykjast ekki taka eftir því að ég er að grenja.

JungleDrum | 25. jún. '15, kl: 16:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ditto.

skarpan | 25. jún. '15, kl: 18:27:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn er líka svona, verður stundum næstum því pirraður, hva afhverju ertu að gráta ef það er ekkert að??

Snilld | 27. jún. '15, kl: 17:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mínir fyrrverandi voru svona, fóru í kleinu. Eiginmaðurinn minn er aftur á móti ekkert pirraður eða finnst óþægilegt ef ég græt, heldur spyr hann hvort hann geti gert eitthvað til að mér líði betur. Einnig hefur hann grátið, sjaldan þó, en votnar um augun ef honum líður illa. Hann hefur þó látið í ljós að hann óskaði þess stundum að geta grátið oftar til að fá útrásina.

Það er líffræðileg ástæða fyrir því að konur gráta frekar heldur en karlmenn. Við erum með minni tárahvarma að meðaltali, þannig að konur ,,leka" frekar á meðan karlmenn votna um augun.

krola90 | 25. jún. '15, kl: 20:34:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona eins og Debra í Everybody loves Raymond, ef einhver man eftir því atriði :P

Lakkrisbiti | 25. jún. '15, kl: 16:40:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ótrúlegt hvað það getur verð gott að gráta. Pabbi minn var í aðgerð í gær til að skera í burtu æxli og ég í stressinu yfir þessu hágrét í vinnunni og mér leið mikið betur eftir á, leyfði öllu stressinu að koma út í einu og ég gat þá einbeitt mér að jákvæðu hugsununum. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

1122334455 | 25. jún. '15, kl: 12:13:27 | Svara | Er.is | 1

Ég sá unga stelpu gráta í strætó einu sinni. Mig langaði að knúsa hana.

Blandpía | 25. jún. '15, kl: 14:40:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Síðast þegar ég grenjaði var ég full í lest um miðjan dag og allir voru gegt að vorkenna mér :P

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 12:14:59 | Svara | Er.is | 5

Ég hef enga stjórn á þessu. Þegar ég þarf að grenja þá bara gerist það óháð staðsetningu. Fer eftir samhengi hvort ég dreg mig afsíðis eða held bara áfram að takast á við heiminn grenjandi. Díl with it.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 12:23:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er líka sígrenjandi.


Vinkona segir mér fallega sögu úr lífinu. Búmm ég er grenjandi ofan í latteinn minn á yfirfullu kaffihúsinu.
Einhver segir mér frá órétti sem hann verður fyrir eða erfiðum tilfinningum sem hann er að díla við. Búmm tárin flæða niður kinnarnar á mér þar sem ég stend og ég er á leið inn í bónus að kaupa í matinn og svo að fara sækja krakkana þannig að tárin flæða í grænmetiskælinum og við brauðhilluna, í mjólkurkælinum og svo er ég heppin ef ég fer að ná einhverjum tökum þar sem ég les á pökunadagsetningarnar á kjötinu. Vonandi er ég búin að ná mér þegar ég brosi fram í kassastarfsmaninn og bið um poka.
Ég sit í strætó með börnunum mínum og ég sé einhvern missa af strætó, sérstaklega gamalmenni eða fólk með börn í kerrum. Búmm ég er farin að grenja og þurrka tárin sem flæða á meðan ég passa að grísirnir séu ekki standandi uppi í sætunum eða ýtandi á stans rofann í tíma og ótíma.
Ég heyri lag í útvarpinu sem kveikir hjá mér tilfinningar. Búmm, ég keyri um borgina grenjandi sólgleraugnalaus snýtandi mér í blautþurrkur sem ég finn á milli sætana og reyni að hemja mig í því að stara á móti þegar að ég tek eftir að vegfarendur stara á mig á rauðu ljósi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 25. jún. '15, kl: 16:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

1122334455 | 25. jún. '15, kl: 16:56:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér, ég get sjaldnast stjórnað þessu,

svarta kisa | 26. jún. '15, kl: 17:44:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég væri ekki of kúl til þess að grenja þá væri það eins hjá mér. En þú veist, gerist auðvitað ekki...

LitlaSkvís | 25. jún. '15, kl: 12:16:15 | Svara | Er.is | 2

I fanginu á manninum mínum.
Í sturtu.
Undir sæng.
Inná baðherbergjum útum allt.
Í Hafnarfirði með þér og góða fólkinu.


--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

hallon | 25. jún. '15, kl: 12:27:35 | Svara | Er.is | 0

Uppi í rúmi undir sæng, í bílnum (þegar ég er ein).  Hef misst mig og grátið á almannafæri, einu sinni í leigubíl og einu sinni fyrir framan röntgenlækni þegar hann var að greina blóðtappa i fætinum á mér.  Sá bara í iljarnar á lækninum, sá varð vandræðalegur :)

GuardianAngel | 25. jún. '15, kl: 12:39:19 | Svara | Er.is | 0

Aðalega bara í sturtunni annars í rigningu og roki taka góðan göngutúr.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Máni | 25. jún. '15, kl: 13:18:12 | Svara | Er.is | 1

Ég grenja yfirleitt bara þegar ég er reið og löngu búin að missa kúlið.

Eða heima undir sæng.

donaldduck | 25. jún. '15, kl: 13:35:56 | Svara | Er.is | 1

eg hef gratið í bílnum, lagt við vegkantinn, í sturtu, í eldhúsinu, við herbergisdyr sonarins þegar hann átti erfiðan morgun. 

Eskarina | 25. jún. '15, kl: 13:46:34 | Svara | Er.is | 1

Hjá geðlækninum nánast undantekningarlaust, í bílnum, í stofunni þegar ég er ein eftir vakandi í flugvélum, undir sæng, við tónlist sem snertir við mér, í jarðarförum (sem er sennilega eini staðurinn þar sem fólk má gráta í friði)


Mér finnst gott, ó svo gott að gráta. það er svo mikið spennulosun og svo gott tól til að eiga við erfiðar tilfinningar. ég veit að ég er í mjög vondum málum þegar að ég hætti að geta grátið....

alboa | 25. jún. '15, kl: 13:53:57 | Svara | Er.is | 0

Hef voðalega litla þörf fyrir að gráta og finn voðalega litla losun við það. Fæ stundum kökk í hálsinn og eitt tár en ekki meira en það. Síðast þegar ég grét eitthvað að ráði var það eftir að ég bókstalega hrundi undan álagi og sá sem var nálægt mér fór í fýlu út í mig. 


Önnur skipti síðustu ár sem ég hef grátið er það undan líkamlegum sársauka.


kv. alboa

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 14:52:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá sá sem var nálægt má bíta í sig.


Ég er eins og garðúðari.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

alboa | 25. jún. '15, kl: 17:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Var pirruð út í hann og vildi ekki leyfa honum að taka utan um mig akkúrat á því augnabliki. Það þýddi fýlu og nokkra daga(!!) fyrir hann að fyrirgefa það. Þessi aðili á heimsmet í fýlustjórnun og ég er svo ánægð með að vera laus úr því.


kv. alboa

fálkaorðan | 25. jún. '15, kl: 17:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til hamingju. Ég þoli ekki fýlustjórnun.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

skarpan | 25. jún. '15, kl: 18:28:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vel gert!

Chaos | 25. jún. '15, kl: 13:55:30 | Svara | Er.is | 2

Ég bý til skyggni með öðrum lófanum yfir augun, horfi niður og leyfi tárunum að leka. Eða sný mér frá fólki. Mér finnst einhvern veginn ekkert að því að fólk viti að ég sé að gráta en það eru helst viðbrögðin sem mér þykir óþægileg, þ.e. þegar fólk verður vandræðalegt eða vill gera mikið úr grátrinum. Ég er samt hætt að nenna að gráta ein, finnst best að gráta hjá manninum mínum. Var með grátsystem þegar ég fór í gegnum erfið veikindi með ástvini. Þá kom ég oft heim og grenjaði út álagið fyrir næsta dag - virkaði ágætlega. :) 

Galieve | 25. jún. '15, kl: 14:11:48 | Svara | Er.is | 1

Í bílnum á leiðinni heim.
Inn á baðherbergi þegar að allir eru sofnaðir.
Í fanginu á manninum mínu þegar við horfum á eitthvað ógeðslega sorglegt.
Með mömmu í símanum.
Einu sinni missti ég kúlið í skólanum og fór út í bíl og grét úr mér augun, á sama tíma sá ég tvær aðrar manneskjur grátandi á bílastæðinu.

tjúa | 25. jún. '15, kl: 14:23:39 | Svara | Er.is | 0

Ég tárast frekar auðveldlega, og ef ég fæ samúðarsvip brotna algjörlega niður, þannig að ég hef átt mín móment hér og þar. Í dag horfði stöðumælavörður á mig grenja fyrir utan Landakot og mér gat ekki staðið meira á sama. En mér finnst langbest að grenja í sturtu eða ofan í koddann minn ef ég er staðráðin í að láta ekkasog fylgja með. 

Lallieee | 25. jún. '15, kl: 14:25:41 | Svara | Er.is | 0

Ég fer mjög oft að gráta ef ég verð fyrir sterkum hughrifum, þannig að ég græt oft yfir sjónvarpinu (stundum einhverju djúpu og sorglegu, stundum einhverju gríðarlega stúpid, stundum einhverju barnaefni jafnvel), eða þegar ég er að hlusta á fallega tónlist með barninu mínu. 


Utandyra græt ég held ég bara á tónleikum og í leikhúsi (sjaldnar í bíó en það kemur fyrir). Um daginn hágrét ég í leikhúsi, var eitthvað aðeins að reyna að hafa hemil á mér þegar ég tók eftir að það voru tvær manneskjur í sætunum fyrir framan mig líka að gráta (enda eitt það áhrifamesta atriði sem ég hef séð í leikhúsi) og það varð til þess að ég gat einbeitt mér meira að leikritinu og þeim tilfinningum sem streymdu fram. Kannski væri hægt að hafa sérstakar sýningar fyrir grátgjarna, því það getur farið svo mikil orka í að reyna að hemja sig og þá missir maður af einhverju mikilvægu.


Græt eiginlega alltaf í jarðarförum, þarf ekki einu sinni að þekkja þann látna, græt bara með hinum sem eru í alvörunni að syrgja.


Ég hef minni áhyggjur af þessu sem ég eldist, fólk sem þekkir mig líka veit að það er ekkert endilega "að" þótt mér vökni um augu.

VanillaA | 25. jún. '15, kl: 14:30:40 | Svara | Er.is | 0

Inná baði helst og loka og læsi. Læt svo renna vatn svo það heyrist örugglega ekkert í mér. Eða svoleiðis var ég kannski frekar, sl 2 ár á ég það til að fara að grenja bara upp úr þurru og það getur gerst á óæskilegustu stöðum. Ég er sú sem þú gætir mætt með sólgleraugun á mér í Kringlunni.

Skreamer | 25. jún. '15, kl: 14:37:27 | Svara | Er.is | 0

Grenja inní mér í strætó horfandi út um hliðarglugga, tár læðast niður kinnina sem snýr að glugganum, varirnar titra.  Rautt nef.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

dabbus123 | 25. jún. '15, kl: 14:41:18 | Svara | Er.is | 0

Græt yfir fallegri tónlist

tennisolnbogi | 25. jún. '15, kl: 14:41:29 | Svara | Er.is | 0

Ég læt ekki oft verða af því, en flest mín skæl í seinni tíð hafa farið fram á bringunni á kallinum mínum. Svona fyrir utan skæl sem koma við væmin myndbönd eða auglýsingar (ekki segja mér að ég hafi verið sú eina sem skældi yfir Kalla á pabba sinn-trygginga-auglýsingunni??). Þau skæl eru svo stutt og ég næ oftast að fela þau bara með því að grúfa mig ofan í tölvuna ef ég er ekki í einrúmi.

JungleDrum | 25. jún. '15, kl: 16:44:59 | Svara | Er.is | 0

Annars bara er aðalmálið að börnin sjái það ekki hjá mér.

dabbus123 | 25. jún. '15, kl: 16:56:02 | Svara | Er.is | 0

Ég græt hvenær sem er óháð aðstæðum. Sérstaklega þegar ég hlusta á fallegan söng.

lillion | 25. jún. '15, kl: 18:23:12 | Svara | Er.is | 0

Grenjaði síðast yfir one born every minute uk. Þar var ungt par sem missti barnið sitt 5 daga gamalt. Er að fara eignast mitt annað barn bráðlega og fann svo mikið til með þeim.

icegirl73 | 25. jún. '15, kl: 20:17:58 | Svara | Er.is | 0

Ég skældi síðast yfir Game of Thrones, lokaþættinum. 

Strákamamma á Norðurlandi

hallon | 27. jún. '15, kl: 19:55:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég grét ekki en það heyrðist neeeeeeeiiiiiii öskur yfir lokaatriðinu

icegirl73 | 27. jún. '15, kl: 20:40:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka hér :(

Strákamamma á Norðurlandi

disarfan | 25. jún. '15, kl: 20:27:23 | Svara | Er.is | 1

Græt eiginlega bara í bíó. Byrjaði síðast að hágráta yfir Still Alice um daginn. Grét alla myndina. Í ofurstressi og vonbrigðum hef ég grátið í sturtu. 

Fiat | 26. jún. '15, kl: 17:37:53 | Svara | Er.is | 6

Mér hefur oft fundist vanta svona stað, þar sem ég get gengið inn, grenjað úr mér augun, snýtt mér og gengið svo út aftur. Það mætti gjarnan vera fólk þarna með hlýjan faðm sem spyr að engu, gefur knús og réttir snýtibréf.

svartasunna | 27. jún. '15, kl: 16:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vantar klárlega svona staði, èg myndi borga smá fyrir svona þjónustu, grátkast í 10 mín í faðmi e-n. :)

______________________________________________________________________

Grjona | 26. jún. '15, kl: 17:42:12 | Svara | Er.is | 0

Inn á baði heima hjá mér helst eða fyrir framan tölvuna þegar allir aðrir eru sofnaðir í húsinu. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

evitadogg | 26. jún. '15, kl: 19:27:23 | Svara | Er.is | 0

Í sturtu. Ég græt í sturtu eða í bílnum ef mér líður verulega illa.

Amande | 26. jún. '15, kl: 20:07:54 | Svara | Er.is | 0

Vildi að ég gæti grátið og hef ég haft næg tilefni til að gráta.

Þjóðarblómið | 27. jún. '15, kl: 04:15:04 | Svara | Er.is | 0

Ég er orðin voða grátgjörn í seinni tíð.


Græt yfir bíómyndum, því sem mér finnst krúttlegt, ef mér finn til með einhverjum, þá sérstaklega eldra fólki. Ég græt af kvíða stundum og á þá almennt erfitt með lífið.


Síðast grét ég yfir Toy Story 3 í gærkvöldi, var að horfa með 2ja ára frænku minni.  Reyni nú samt að halda þessu heima hjá mér því það sést svo mikið á mér þegar ég græt. Augun verða rosalega rauð og bólgin og nefið ELDRAUTT. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

HvuttiLitli | 28. jún. '15, kl: 13:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hihi, toy story 3 er líka alveg ekta mynd með fallegan og farsælan endi :)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Þjóðarblómið | 28. jún. '15, kl: 13:38:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er æði.


Ég fór með systur minni og stráknum hennar á Upp! í bíó fyrir nokkrum árum. ég grenjaði líka yfir þeirri mynd. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

HvuttiLitli | 28. jún. '15, kl: 13:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe - ég á eftir að sjá hana, en það er á listanum

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Þjóðarblómið | 28. jún. '15, kl: 13:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún er ágæt.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Panda Bacon | 27. jún. '15, kl: 08:28:54 | Svara | Er.is | 3

ég er bara þannig gerð að ef það hellist yfir mig að þurfa að gráta þá fær það ekkert stoppað, hef m.a.s labbað um Bónus að tína í innkaupakerruna hágrátandi og maðurinn minn með mér alveg steinhissa á mér haha annars er hann alltaf voða góður ef ég græt, hann segir að það sé það versta sem til er að sjá mig gráta og vill þ.a.l vera að knúsast í mér þegar ég græt en ég vil helst bara fá að vera í friði og gráta þetta út jafnvel taka "ugly cry" á þetta og allann pakkann

Mukarukaka | 27. jún. '15, kl: 09:21:59 | Svara | Er.is | 0

Grenja næstum aldrei. En þegar það gerist er ég yfirleitt í aðstæðum þar sem það þykir nokkuð normalt eins og heima hjá mér yfir sorglegri bíómynd eða í jarðarför. Reyndar svo líka í þau fáu skipti sem ég hef rifist heiftarlega, get það víst ekki nema að hágrenja í leiðinni. 

_________________________________________

Silaqui | 27. jún. '15, kl: 18:20:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er óþolandi, að þurfa endilega að grenja þegar maður rífst. Ég er svona ef ég verð verulega sár og reið. Kúlið fer alveg. Sem betur fer hef ég náð að læra að vera köld og reið, alveg þangað til að ég kemst í skjól. Það var mikil framför.

Felis | 28. jún. '15, kl: 13:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég missi kúlið allsstaðar og við allar aðstæður. Ömurlegt.

Hef samt tekið eftir að þetta margborgar sig þegar maður er óléttur og þarf að ræða við heilbrigðisstarfsmenn. Einhvernvegin vilja þeir lítið hlusta á mig þar til ég byrja að grenja - kannski er maður ekki trúverðugur þegar maður kvartar ógrenjandi (btw. Ég ætla aldrei að grenja)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Silaqui | 28. jún. '15, kl: 13:34:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er spurning. Ég hef fengið framan í mig af þekktum geðlækni að ég geti ekki verið andlega veik, liti hreinlega of vel út fyrir það. Svo grenjur eru kannski bara "eðlileg" hegðun fyrir veikar konur.

Hr Kisa | 27. jún. '15, kl: 18:01:57 | Svara | Er.is | 0

Spes að fullorðið fólk telji sig þurfa að gráta reglulega. Það er spes.

Kisukall | 27. jún. '15, kl: 18:33:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tár eru tákngerving feðraveldisins.

Hr Kisa | 27. jún. '15, kl: 18:35:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:O við erum föst í feðraveldinu eins og fólkið í Matrix, nema það var fast í the matrix.

Sóley litla Líf | 27. jún. '15, kl: 20:56:41 | Svara | Er.is | 0

Í bílnum

__________________________________________________________
4 barna súpermamma

Dosinn | 28. jún. '15, kl: 13:39:17 | Svara | Er.is | 0

Ein heima í baði. Fullkomið.
Aftast á dýnunni í jógatíma.
Út í bíl.
Inn á klósetti í vinnunni.
Inn á klósetti eftir tíma hjá sálfræðingi
Yfir Frozen.
Í göngutúr þegar enginn sér.

Áfram grenjuskjóður ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47932 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien