Að missi vöru í gólfið og fá nýja.? álit.

njallan | 3. maí '16, kl: 15:20:07 | 873 | Svara | Er.is | 0

Nú er ég að vinna á matsölustað.
Og það hefur oft komið fyrir að viðskiptavinurinn missir matinn í gólfið eftir að hann er búinn að borga og kemur svo og biður um nýja vöru*mat því hitt fór í gólfið. Hingað til hef ég alltaf látið manneskjuna fá nýja vöru án þess að borga. En er það venjan að "gefa" nýjan mat því einhver missti hann í gólfið?

Og annað.
Ef ég er búin að setja matinn á disk fyrir viðskiptavininn og hann tekur strax diskinn og setur hann á borð sem hann er búinn að velja sér og ætlar svo að koma að borga en missir hann á gólfið á leiðinni. Ætti hann á fá nýjan mat eða ætti ég að rukka hann samt fyrir það sem datt í gólfið hjá honum. ?

 

alboa | 3. maí '16, kl: 15:30:42 | Svara | Er.is | 3

Þetta er eitthvað sem þínir yfirmenn verða að ákveða og svara.


kv. alboa

BlerWitch | 3. maí '16, kl: 15:33:21 | Svara | Er.is | 0

Tjah, ef þú brýtur flösku í vínbúðinni ertu ekki rukkaður. Og heldur ekki ef þú missir krukku í gólfið í Bónus.

Herra Lampi | 4. maí '16, kl: 00:14:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú? ég hélt flestar verslanir væru með "you break it you buy it"

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

ID10T | 4. maí '16, kl: 07:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það á held ég aðallega við um veslanir með dýra skrautmuni, matvöru verslanir hafa almennt ekki þannig reglur.

Myken | 4. maí '16, kl: 07:18:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef þú ert búin að borga vinfloskuna og brýtur hana áður en þú gegnur út... færðu nýa flösku?

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ID10T | 4. maí '16, kl: 07:38:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hef einmitt orðið vitni að því.

Myken | 4. maí '16, kl: 10:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég hefði ekki gert ráð fyrir að fá nýja flösku eftir að ég er búin að borga hana til og með átt von á að þurfa borga hana ef ég brýt hana áður en ég næ að borga...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ID10T | 4. maí '16, kl: 14:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau buðust til að láta hann hafa nýja flösku að fyrra bragði.

Petrís | 4. maí '16, kl: 14:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fyrirtæki eyða stórfé á hverju ári í auglýsingar og ímyndarherferðir, real life reynsla einhvers á facebook sem dreifist víða getur haft mikil áhrif til góðs eða ills þess vegna einfaldlega marg borgar sig að gera eitthvað extra ef eitthvað kemur upp á

Elisa7 | 3. maí '16, kl: 16:17:52 | Svara | Er.is | 23

Ef ég væri eigandi veitingastaðarins þá myndi ég ekki láta borga, myndi heldur gefa nýjan mat. Það leikur sér enginn að svona. Og sem eigandi vildi ég að viðskiptavinir mínir færu ánægðir út en ekki svekktir með slæma upplifun, þótt svekkelsið og upplifunin tengdist eigin klaufaskap eða slysni. Myndi bara skrifa óhappið á önnur afföll í rekstrinum.

En hvort það séu til einhverjar reglur um svona lagað veit ég ekki.

LaRose | 4. maí '16, kl: 11:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sammála, veitingastaðurinn tapar í lengdina mun meira á því að fá verra umtal en hann annars fengi.

orkustöng | 6. maí '16, kl: 12:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það leikur sér enginn að svona....hm...nema illmenni, og þau eru ekki til.

Elisa7 | 6. maí '16, kl: 17:05:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Illmenni eru kannski til? Það fer líklega eftir því hvaða skilningi við skiljum hugtakið. En efast samt um að svokölluð illmenni nenni að vera að standa eitthvað í því að henda matnum sínum á gólfið þegar þau eru stödd á veitingastað. Bara vesen fyrir þá sjálfa að bíða eftir nýjum mat.

Vasadiskó | 6. maí '16, kl: 17:34:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Voldemort gengur inn á Aktu taktu og kaupir beikonborgara með frönskum, sósu og gosi. Þegar hann fær bakkann í hendurnar tekur hann eitt skref aftur á bak, horfir fast í augun á afgreiðslumanninum, hvolfir bakkanum og segir "úps". Nærstaddir kúnnar fara að gráta. Afgreiðslumaðurinn grætur líka. Illvirkið er fullkomnað.

orkustöng | 7. maí '16, kl: 01:11:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þeir eru að bíða efttir einhverju öðru , td hittingi við einhvern , af hverju ekki nota tímann....og þetta er uppáhalds margra , að spila með aðra og reglur og vera með leiðindi

Elisa7 | 7. maí '16, kl: 01:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu kynnst svona tegund af illmenni sem leikur sér að henda mat á veitingastað í gólfið?

Petrís | 3. maí '16, kl: 16:41:44 | Svara | Er.is | 4

Ég myndi í öllum svona tilfellum afhenda nýjan mat með bros á vör

minnipokinn | 3. maí '16, kl: 19:40:07 | Svara | Er.is | 1

Ég hef misst sjálf í gólfið. Reyndar ekki fyrir framan staðinn svo það sá enginn en datt ekki til hugar að heimta nýtt. En ef ég ætti stað myndi ég hiklaust bjóða nýtt að fyrra bragði. 

☆★

JónínaBEN | 3. maí '16, kl: 21:16:34 | Svara | Er.is | 0

Finnst ekki rètt ad fyrirtækid sè ad greida úr sínum vasa fyrir klaufaskap í vidskiptavin.
Sèrstaklega þegar hann hefur greitt fyrir matinn sinn.
Allavega ekkert sjàlfsagt ad áætla ad þad sè þannig.

Petrís | 3. maí '16, kl: 22:24:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Myndirðu láta viðskiptavininn fara út af staðnum svangann og pirraðann? Veistu hvað slíkt getur gert fyrir viðskipti?

JónínaBEN | 3. maí '16, kl: 23:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef klaufaskapur à sèr stað þà er þad ekki fyrirtækinu ad kenna er þad?
Ef èg væri klaufinn og missti matinn í gólfid þà myndi þad bitna à minni buddu.
Finnst frekja ad koma mínum klaufaskap yfir à adra.
Svo madur kannski passar sig betur næst.
Ef èg labba svöng út því èg à ekki aur fyrir ödrum matardiski þà myndi èg ekki bölva fyrirtækinu fyrir ad tíma ekki ad borga matinn minn.
Þetta er mèr finnst ekkert nema frekja ad ætlast þess ad heimta fría máltíd.

Petrís | 3. maí '16, kl: 23:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ef þú ynnir hjá mér og sendir kúnna í þessari aðstöðu út myndi ég segja þér upp. Einn ánægður kúnni getur fært þér 5 aðra en einn óánægður kúnni kostar þig 10

JónínaBEN | 3. maí '16, kl: 23:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorgleg manneskja ad kenna fyrirtæki um sinn klaufaskap.
Þú myndir frekar vera rekinn ef þú ert ad gefa mat frítt trekk í trekk.
Þar sem fyrirtæki borgadi hràefnid og þjónustu myndi þad stórtapa.

Ef kúnni vælir yfir því ad fyrirtækid sè glatad ad borga ekki matinn sinn eftir ad hann sjálfur missti hann í gólfid myndi fólki frekar finnast þad edlilegt ad hann fær ekki klaufsemi sína bætta.
Mèr allavega finnst þad.

Petrís | 3. maí '16, kl: 23:48:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað sagði yfirmaðurinn þinn?

JónínaBEN | 3. maí '16, kl: 23:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirtækid rekur sig ekki à klaufaskap!
Svo audvitad segir yfirmadurinn ekki neitt um klaufaskapinn í kúnnanum.

Petrís | 3. maí '16, kl: 23:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja hvor heldurðu að hafi rétt fyrir sér þú eða hann/hun, og hvers vegna ertu að tuða yfir þessu. Þetta eru ekki þínir peningar, yfirmaður þinn hefur greinilega meira vit á þessu en þú.

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 03:39:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef náttúrulega rétt fyrir mér þetta er bara svo út úr kortinu að vera fá fría máltíð vegna klaufarskaps kúnna.
yfirmaður minn?
ég er ekkert að vinna í helvítis fyrirtæki vinan kom bara með dæmi fyrir þig til að skýra mál mitt betur.
ertu snar klikkuð?

Brindisi | 4. maí '16, kl: 08:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

trekk í trekk, hversu algengt heldurðu að það sé að fólk sé missandi matinn sinn á sama staðnum

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 08:52:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkv. Stofnanda à þessum þrædi þà gerist þad oft.

þreytta | 4. maí '16, kl: 09:50:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei fyrirtæki stórtapa ekki á því. Hvað helduru að svona gerist oft? 


Fyrirtæki stórtapa á slæmu umtali. Ef fyrirtæki vill koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir missi matinn sinn óvart í gólfið eða fari óánægt út þá er líka hægt að hafa þjóna.

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 09:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þjónar duga ekki nema þeir mati kúnnan

Gale | 6. maí '16, kl: 18:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er talið að óánægður kúnni segi að meðaltali 20 manns frá sinni slæmu upplifun, en ánægður kúnni einmitt bara nokkrum.

ID10T | 4. maí '16, kl: 07:49:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það snýst ekki allt um hvað sé hverjum um að kenna, sá sem rekur fyrirtæki með þannig hugarfari endist oftast ekki lengi.
Rekstur veitingasölu snýst fyrst og fremst um þjónustu og upplifun, viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að byðja þig um nýjan mat, þú átt að vera búinn að bjóða honum hann.

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 08:19:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þà er snidugt ad nýta elst hráefnid komid á og jafnvel yfir dagsetningu í svona klaufaskap.
Finnst þad sanngjarnt!

Ziha | 4. maí '16, kl: 08:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gaman að tröllast?  Ert þú kannski einn af þeim sem skyrpir ofan í mat hja sumum?  Hvað þá þeim sem hafa vogað sér að kvarta yfir matnum og eru að fá annan mat í staðinn.  Klaufar eru n.b. ekki klaufar að gamni sínu... annað mál ef viðkomandu myndi henda matnum á gólfið vilijandi.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 08:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veitingarstadir reikna kannski svona klaufaskap med hærri verdàlægningu à máltídum til ad svona rekstur borgi sig.
Þad skýrir kannski afhverju allt er svona dýrt.

Óþarfi ad àsaka mann um fanntaskap.
Hrækja í matinn tilhvers??

Ziha | 4. maí '16, kl: 08:56:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Miðað við svarið þitt um að nota "gamlan mat" yrði ég ekkert hissa.


En það er reiknað með vissum afföllum á þeim stöðum sem ég þekki til... meira að segja í framleiðslu. Það er reiknað með allavega 5 prosent afföllum, s.s. að það fari 5 % af matnum í ruslið.  Kannski er hlutfallið meira á veitingastað.  


En það gefur sér líka að það sé eitthvað að á þeim stað sem veitingastaðir missa ítrekað hlutina í gólfið, kannski þarf að laga gólfið eða breyta matarílátunum... stundum eru sleipir diskar og stundum eru ójöfnur á gólfinu, þetta er n.b. ekkert alltaf viðskiptavininum að kenna!  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 09:29:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hráka er komid vel út fyrir þad sem ég er ad ræda um.
Èg er heldur ekkert ad vinna vid þetta en hef unnid vid þetta og veit alveg ad fyrirtækin eru ad nota eldra efnid í klaufana.
Ef augljóst er ad gólfid er skakt og diskur sleipur og jaríjarí...
Þà er ofc. Rekstrinum ad kenna
En ef t.d krakki er ad henda matinum í gólfid eda missir lokuna,pítuna,hamborgaran og pítsusneidina í gólfid þà finnst mèr þad ekku koma rekstraradilanum vid.
Þarf bara vega og meta adstædur hverju sinni en ekki sanngjarnt ad stimpla allt à fyrirtækid finnst mèr.

þreytta | 4. maí '16, kl: 09:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahaha ég vona að þú eigir ekki veitingastað!

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 09:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)
Jamm nenni ekki svona rekstri
Sè allt of mikid fara til spillis.

Ziha | 4. maí '16, kl: 08:27:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

í verslunum er það þannig að þetta er skrifað í afskriftir... s.s. varan er afskrifuð og þar af leiðandi ber verslunin ekki fullan kostnað af tapinu.  Ætli veitingarstaðir virki eins?


En ánægður viðskiptamaður getur vel verið nokkurra frírra máltiða virði... svo ég se ekert að þessu.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 08:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þjónustan líkur vid greidslu.
Eda þarf ad mata kúnnan til ad fyrirbyggja klaufaskap?

þreytta | 4. maí '16, kl: 09:53:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei þjónustu líkur þegar kúnninn er kominn út úr húsi

JónínaBEN | 4. maí '16, kl: 09:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú getur kúninn dottid um þröskuldinn à leidinni úr húsi en endar fyrir innan en maturinn fyrir utan.
Hver borgar?

ID10T | 4. maí '16, kl: 14:10:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef kúninn dettur um þröskuldinn og slasast þá getur staðurinn mögulega verið skaðabótaskyldur, um það hafa fallið dómar.

ID10T | 4. maí '16, kl: 14:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef unnið ýmis þjónustu störf, sem betur fer hef ég aldrei litið svo á að þjónustu ljúki við greiðslu, enda væri ég þá líklega ekki eins vel settur í dag og raun ber vitni.

ID10T | 4. maí '16, kl: 14:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef unnið ýmis þjónustu störf, sem betur fer hef ég aldrei litið svo á að þjónustu ljúki við greiðslu, enda væri ég þá líklega ekki eins vel settur í dag og raun ber vitni.

Petrís | 4. maí '16, kl: 14:28:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er líka hárrétt, í raun líkur henni aldrei því besta sem fyrirtæki getur haft eru fastakúnnar. 

þreytta | 4. maí '16, kl: 09:45:13 | Svara | Er.is | 1

Ég held að veitingastaðir t.d. græði meira á því að vera liðlegir við viðskiptavinina og þá gefa honum nýjan mat og hann fer þá ánægður út, frekar en hitt. 



njallan | 4. maí '16, kl: 10:22:35 | Svara | Er.is | 1

Gaman að sjá skoðanir ykkar:)

probook | 4. maí '16, kl: 11:05:25 | Svara | Er.is | 7

Ef ég sem kúnni missi mat á gólfið af mínum eigin klaufaskap þá hef ég engan siðferðilegan rétt til þess að heimta nýjan mat ókeypis. Það er tap fyrir veitingastaðinn. Hins vegar er það sennilega hagfræðilega hagkvæmt af veitingastaðnum að veita kúnnanum nýjan disk. Hann verður mjög ánægður og kemur aftur og segir öðrum frá. Ef þú neitar honum um þetta verður hann mjög pirraður og niðurlægður og kemur sennilega ekki aftur. Gamlan klisjan um að "viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér" er rétt að því leyti að stundum verður maður í þjónustustörfum að átta sig á að það er ekki alltaf þess virði að hafa "rétt" fyrir sér.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 2 af 47937 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler