Að selja útlendingum Mílu og ljósleiðara er jafngilt og að selja Rarik og hafnir og flugvelli !! Ef menn eru bara að hugsa um verðið þá myndu Kínverjar eflaust borga langtum betur en Frakkarnir ! Íslendingar væru einhver heimskasta þjóð heims ef við leyfum þessa sölu.
_Svartbakur | Kínverjar líta á ljósleiðaratengingar og ganatengingar almennt sem hluta af ...
Jón Bjarnason fyrrv ráðherra VG og faðir Ásgeirs Seðlabankastjóra skrifar í Mbl í dag:
"„Síminn verður aldrei seldur“ Ég man þá stund þegar glaðbeittur samgönguráðherra þröngvaði í gegnum þingið heimild til þess að breyta Landssímanum í hlutafélag: „Síminn verður aldrei seldur,“ sagði ráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Blekið var varla þornað þegar sú yfirlýsing var svikin. Ég man þá stund á Alþingi þegar salan á Símanum var keyrð í gegnum þingið með miklu offorsi. Við í Vg heimtuðum þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Og þáverandi forsætisráðherra sparaði ekki stóru orðin: „Við getum gert svo margt fyrir þessa peninga; greitt niður skuldir, byggt nýjan Landspítala, Sundabraut, lagt vegi og jarðgöng.“ Já, þetta var allt svo óumræðilega dásamlegt. Blekið varla þornað: Enginn Landspítali kom, engin jarðgöng, engar skuldir greiddar. Og söluverð Símans aldrei greitt. Átökin um grunnnetið Ég man þá stund þegar kotroskinn samgönguráðherra lýsti fjálglega að ógerningur væri að skilja að grunnnet fjarskiptakerfisins frá Símanum við sölu. Við í Vg á þeim tíma vildum halda grunnnetinu í almannaeigu. Nokkru síðar var grunnnetið aðskilið og selt í nýtt fyrirtæki, Mílu, þvert á gefin loforð. Ég man þá tíma á Alþingi þegar beittur stjórnmálaflokkur barðist gegn einkavæðingu og sölu Símans og sérstaklega grunnnetsins og vildi tryggja almannaeign á þessari líftaug þjóðarinnar. Við hétum því þá að endurheimta grunnnetið við fyrsta tækifæri. Gallup-kannanir sýndu að mikill meirihluti þjóðarinnar vildi þessa grunninnviði þjóðarinnar í almannaeigu og tryggja með því öryggi og jafnrétti í byggðum landsins. "
_Svartbakur | Jón Bjarnason fyrrv ráðherra VG í Mbl í dag:
" Þjóðin ráði grunnneti
f...
" Þjóðin ráði grunnneti fjarskipta sínu sjálf Við mörg þráum að sjá forystu í stjórnmálum sem taki af skarið og standi með þjóðinni og byggðum landsins í þessu stóra máli. Við lærðum það í bankahruninu 2009 að betra er að ráða grunnstoðum samfélagsins sjálf. Einhver lög og reglur til heimabrúks duga skammt gegn valdi alþjóðlegra auðhringa. Yfirlýsingar hins nýja franska kaupanda eru þær sömu og hjá íslenskum ráðherrum sem ætluðu aldrei að selja Símann."